Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 43 SKÓLASLIT Hiir mm&e f Morgunblaðið/Silli NÝSTÚDENTAR ásamt skólameistara. Morgunblaðið/Golli ÞAU hlutu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur: Guðný B. Guðjónsdóttir, Auður Jónsdóttir, Stefán Einarsson, Hulda Stefánsdóttir, Virpi Jokinen, Gabríela Friðriksdóttir, Ólöf Björnsdóttir og Gunnar S. Valdimarsson. Húsvískir stúdentar FRAMHALDSSKÓLINN á Húsavík brautskráði 28 nem- endur nú í vor, þar af 13 stúd- enta. Skólinn minnist 10 ára afmælis síns um þessar mund- ir og hefur hann frá upphafi brautskráð 106 nemendur. Að þessu sinni útskrifaði skólinn 8 nemendur af verkn- ámsbraut, 4 af verslunarbraut og 3 af öðrum brautum. 174 nemendur voru við nám í skól- anum í vetur og 80 nemendur sóttu 12 námskeið á vegum skólans. Guðmundur Birkir Þorkels- son skólameistari taldi að það torveldaði aðsókn að skólan- um, live heimavist hans væri lítil. Úr því þyrfti að bæta sem fyrst. Hann kvaddi nemendur með þeirri ósk að þeir hefðu á skólaárunum aflað sér góðr- ar þekkingar, bæði fyrir frek- ara nám og störf. FRÍÐUR hópur útskriftarnema MHÍ fyrir utan Háskólabíó á útskriftardaginn. Morgunblaðið/Golli 52 listamenn útskrifaðir MYNDLISTA- og handíðaskóli íslands útskrif- aði 52 nemendur síðastliðinn laugardag. Þar af útskrifuðust 33 nemendur af myndlistadeild og 19 af listiðna- og hönnunardeild. Alls voru nemendur skólans í ár 220 talsins, þar af voru 10% erlendir gestanemar. Erlend samskipti skólans voru mikil á árinu og hefur skólinn samskipti við um 60 erlendar menntastofnanir í nemenda- og kennaraskipt- um og margvíslegum verkefnum tengdum list- námi. Skólinn hefur einnig verið virkur í margs konar menningarstarfsemi í vetur og stóð m.a. að alþjóðlegri ráðstefnu um listagagnrýni ásamt Norræna húsinu og listasöfnunum síðastliðið haust. Útskriftin fór fram í Háskólabíói og veitti skólinn einum nemenda úr hverri skor sem skarað hefur sérstaklega fram úr í námi árit- aða bókargjöf. Einnig söng Syrpukórinn, kór nemenda, við athöfnina undir stjórn myndlista- mannsins Kristjáns Steingríms Jónssonar. Um kvöldið fjölmenntu svo útskriftanemar í grillpartí í nemendagalleríinu „Nema hvað“ á Þingholtsstræti. í galleríinu hefur verið örsýn- ing á verkum útskriftarnema en síðasti sýning- ardagur sýningarinnar var einmitt á útskriftar- daginn. FYRSTU hársnyrtinemarnir sem ljúka prófi í greininni. ÚTSKRIFTARHÓPUR Iðnskólans í Hafnarfirði. Brautskráning úr Iðnskólanum í Hafnarfirði Fyrstu hársnyrti- nemarnir fyrstu sveinsprófin sem haldin eru í þessari iðngrein. Hæstu einkunn á burtfararprófi iðnnema hlaut Sigtryggur Ólafs- son stálskipasmiður en hæstu ein- kunn hársnyrtinema hlaut Kristín Pétursdóttir. Á lokaprófi af hönn- unarbraut hlaut Selma Björk Pet- ersen hæstu einkunn. Við skólaslit voru einnig veitt verð- laun í hönnunarsamkeppni skólans en sýning nemenda á hönnunar- braut stendur nú yfir í Hafnar- borg. Dómnefndin var skipuð hönnuðunum Eyjólfi Pálssyni, El- ísabetu Ingvarsdóttur og Þórdísi Zoéga og ákváðu þau að verðlaun- in skyldu skiptast jafn á milli 5 nemenda. Þau sem fengu verðlaun voru: Bragi Valgeirsson fyrir úr úr ryðfríu stáli, Matthildur Jó- hannsdóttir fyrir göngustaf sem sáir fræjum, Ævar Gunnarsson fyrir kolla sem hægt er að stafla, Hrafnhildur Svansdóttir fyrir skáp úr járni og Ingigerður Baldursdótt- ir fyrir geisladiskastand úr plasti. Áfmælisárgangur skólans mættu við skólaslitin og fluttu 50 og 40 ára nemendur skólanum kveðju sína. Þá sungu félagar úr kór eldri Þrasta nokkur lög og í þeim hópi var einn úr fyrsta út- skriftarhópi skólans, Kristinn Guð- jónsson, en hann lauk prófi árið 1928. IÐNSKÓLINN í Hafnarfirði braut- skráði 45 nemendur föstudaginn 30. maí sl. Af þeim voru 27 iðn- nemar, 17 af hönnunarbraut og einn iðnmeistari. I hópi iðnnemanna voru 9 hár- snyrtinemar og eru það fyrstu nemendurnir sem ljúka burtfarar- prófi í þeirri iðngrein en hún varð til árið 1993 með sameiningu á hárgreiðslu og hárskurði. Átta þeirra munu þreyta sveinspróf í næstu viku og eru það einnig Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.