Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Bátstrand við Þórshöfn Mannleg mis- tök voru orsök strandsins Þórshöfn. Morgunblaðið. Stöðvaðir með fullan bflaf heimilis- tækjum LÖGREGLU í Reykjavík var í fyrrinótt tilkynnt um að tveir menn væru að bera dót út úr húsi við Kambasel. Skömmu síðar var bifreið stöðvuð skammt frá. í henni fundust allmörg heimilis- tæki, svo sem sími, hátalarar, myndbandstæki, leikjatölva og fleira. í bifreiðinni voru tveir menn sem færðir voru í fangageymslur. í yfirheyrslum í gærmorgun geng- ust þeir við innbrotinu. Ómar Smári Ármannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn segir þetta gott dæmi um hveiju það getur skilað þegar fólk hefur auga með húsum nágranna sinna og hann segir að fólk eigi ekki að hika við að tilkynna lögreglu um allar grunsamlegar og óeðlilegar mannaferðir sem það verður vart við. Stal hjólkoppum Ökumaður var stöðvaður í bíl á Laugavegi í fyrrinótt eftir að lögreglu hafði borist tilkynning um að hann hefði stolið hjólkopp- um af bílum við bílasölu við Nóat- ún. Hjólkopparnir fundust í bíln- um og maðurinn, sem viðurkenndi þjófnaðinn, var vistaður í fanga- geymslu. Braut bílrúðu Maður var handtekinn fyrir bíl- rúðubrot og meintan stuld úr bíln- um í vesturborginni í fyrrinótt. Við yfirheyrslur kom í ljós að hann hafði ekki stolið neinu, heldur ein- ungis valdið skemmdum. Veiðidót komst í réttar hendur Lögreglunni var tilkynnt um innbrot í geymslu í Breiðholti. Þaðan var stolið ýmsum veiðivör- um. Fyrir nokkrum dögum hand- tók lögregla mann á bíl með ýms- an veiðivarning sem maðurinn gat ekki gert grein fyrir. í ljós kom að búnaðurinn, sem stolið var úr geymslunni, reyndist vera sá sem hafði fundist í bílnum og komst hann í réttar hendur á ný. Maður- inn sem stöðvaður var á bílnum hefur oft komið við sögu svipaðra mála hjá lögreglu áður. BÆNDUR í nágrenni fiskimjöls- verksmiðju Búlandstinds hf. á Djúpavogi segja að fuglalífi stafi mikil hætta af grút sem runnið hefur frá verksmiðjunni. Grúturinn mun þó ekki einungis hafa farið í sjóinn í nágrenni verksmiðjunnar heldur einnig verið skipað í báta og losaður í sjóinn um 100 sjómílur út af Langanesi. Samkvæmt upp- lýsingum frá Hollustuvernd er losun á úrgangi í sjó ólögleg. Æðarvarp í hættu Eyjólfur Guðjónsson, bóndi í Framnesi, og Jónína Ingvarsdóttir, bóndi í Teigarhorni við Djúpavog, sögðu að þegar hefði fugl drepist af menguninni frá Búlandstindi. „Það hefur komið grútur frá verk- smiðjunni af og til en ekki í svona miklu magni og nú, nema við förum aftur til ársins 1988,“ sagði Jón- ína. Að hennar sögn er ungadauð- inn þegar orðinn mikill og litið af fugli. „Þá fer mávurinn og annar vargfugl hamförum hér í æðar- varpinu.“ ATJAN tonna eikarbátur, mb. Fald- ur ÞH-153, strandaði um níuleytið í gærmorgun norðaustur af Þórs- höfn, eða fyrir utan svonefnda Lóns- bakka við bæinn Syðra-Lón. Faldur var á leið út á dragnóta- veiðar þegar óhappið varð. Tveir menn voru um borð, Þorbergur Jó- hannsson, eigandi bátsins, ásamt tengdasyni sínum, Árna Þórhalls- syni. Að sögn Þorbergs voru mann- leg mistök orsök óhappsins. Hann hafði stillt sjálfstýringuna inn á rétta stefnu en láðst að setja straum á hana og því virkaði hún ekki. Tveir bátar komu til aðstoðar spyrnudeild hafa skrifað undir og þar með staðfest að þær til- heyri reyklausu liði. Stúlkurnar tóku sig til að eigin frumkvæði og efndu til samkeppni sín á milli um slagorð gegn tóbaksreyking- um. „Tuðra en ekki tóbak“ var Verksmiðjan hætt að bræða Jóhann Þór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Búlandstinds, telur nokkuð meira gert úr menguninni en efni standi til. Hér hafi verið um einangrað mál að ræða sem ekki endurtaki sig. „Það er rétt að það varð slys hér í síðustu viku og grútur rann frá verksmiðjunni sem ekki átti að fara í sjóinn," sagði Jóhann. „Við höfum hins vegar verið að endurbæta verksmiðjuna og teljum okkur til málsbóta að þetta geti ekki gerst aftur. Verk- smiðjan mun ekki bræða meira fyrr Faldi, Dúna II og Draupnir, en félag- ar úr björgunarsveitinni Hafliða komu einnig á gúmbát til hjálpar. Þeir komu taug á milli bátanna og um kl. hálfellefu tókst að koma Faldi á flot. Hann sigldi fyrir eigin vélar- afli inn til Þórshafnar og sagði Þor- bergur að ekki væri vitað enn hvort skemmdir hefðu orðið á bátnum. Hann fer í slipp fljótlega og þar verða hugsanlegar skemmdir kannaðar. Rjómalogn og blíða var þegar báturinn strandaði og menn aldrei í néinni hættu. Sjópróf verða haldin á Þórshöfn á morgun vegna atviks- ins. það slagorð sem bar sigur úr býtum og er hugmyndasmiður þess Auður Örlygsdóttir. Slag- orðið má sjá á nýjum æfingagöll- umstúlknanna. Ýmsir aðilar styrkja þetta fram- tak stúlknanna og fjármagna með þeim kaupin á nýjum æfingagöll- en endurbætur hafa verið gerðar." Búlandstindur hf. hefur starfað með bráðabirgðaleyfi frá Hollustu- vernd um nokkum tíma. „Okkur þykir mjög miður að svona hafí farið,“ sagði Jóhann, „við vinnum hins vegar hörðum höndum að því að bæta verksmiðjuna og vonumst til að fá fullt starfsleyfi í lok janú- ar.“ „Verksmiðjan bregst hárrétt við með því að hætta vinnslunni," sagði Hákon Hansson, heilbrigðisfulltrúi Austurlands. Hann staðfesti einnig að verksmiðjan væri að endurbæta mengunarvarnir og taldi að hún Morgunblaðið/Liney Sigurðardóttir VEL GEKK að koma Faldi ÞH-153 á flot eftir að hann strandaði við Þórshöfn í gær- morgun. um og bolum. Þessir aðilar eru Tóbaksvarnanefnd, Adidas, Bros- bolir og umboðsaðilar Gatorate. Þorgrímur Þráinsson, fram- kvæmdasljóri Tóbaksvamanefnd- ar, heimsótti stúlkurnar við form- lega athöfn á Selfossi, þar sem slagorðið var kynnt. myndi standa vel að vígi að þvi loknu. Úrgangur losaður í sjóinn Ekki einungis hefur grútur farið í sjóinn við verksmiðjuna heldur mun honum hafa verið skipað í báta og hann losaður úti á rúmsjó eða um 100 sjómílur út af Langa- nesi, sem er ólöglegt. „Þegar ég var að skoða málin í verksmiðjunni nú um helgina kom fram að nokkuð af úrgangi eða blóðvatni hafði farið í sjóinn við verksmiðjuna. Þá sögðust þeir hafa dælt einhveiju magni aftur í bátana og losað í sjóinn um 100 sjómílur út frá Langanesi. Eftir því sem ég komst næst töldu þeir sig ekki vera að bijóta lög með þessu athæfi," sagði Hákon Hansson, fulltrúi Holl- ustuvemdar á Austurlandi. Þegar Morgunblaðið innti Jóhann Þór Halldórsson, framkvæmda- stjóra Búlandstinds hf., um ástæður þess að grútur hafði verið losaður á haf út vildi hann ekki tjá sig um málið. Forseti íslands Tjáir sig ekki um ummælin „ÉG HEF ekkert um það að segja," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, þegar borin voru undir hann þau um- mæli Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra að sumt sem forsetinn sagði á blaðamanna- fundi í Washington í síðustu viku hefði mátt orða betur. Forseti íslands er nú í San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna. Á blaðamanna- fundinum í Washington svaraði hann m.a. spumingum blaða- manna um stækkun NATO, hvalveiðar og afstöðu íslend- inga til Evrópusambandsins. Millifærslur í rannsókn EMBÆTTI ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar milli- færslur af bankareikningi í Búnaðarbankanum í eigu aldr- aðrar konu inn á reikning manns sem virðist hafa notfært sér elli konunnar til að fá hana til að staðfesta millifærslurnar. Upp komst um þær fyrir nokkr- um mánuðum en lögmaður konunnar kærði málið til emb- ættis ríkislögreglustjóra fyrir skömmu. Gjaldkera í einu útibúa Bún- aðarbankans hefur verið vikið frá störfum meðan málið er í rannsókn. Konan afgreiddi millifærslumar og er hugsan- lega talin tengjast eiganda reikningsins sem lagt var inn á en hún er ekki grunuð um að hafa stolið fénu sem nemur á þriðja tug milljóna króna. Úttekt frestað FRESTAÐ var úttekt á niður- rifi Víkartinds og hreinsun á fjörum, sem var ráðgerð í dag, og er stefnt að henni í næstu viku. Verður þá metið hvort verkinu telst lokið eða hvort gera þarf betur. Fulltrúar frá umhverfisráðu- neyti, Heilbrigðiseftirliti Suður- lands, sýslumanni, sveit- arstjórn og tryggingafélagi munu hittast við strandstaðinn og meta hreinsunarstarfið. í dag lýkur niðurrifi sjálfs skips- skrokksins en næstu vikurnar verður áfram unnið að frekara niðurbroti skipshlutanna áður en þeir verða fluttir burt. Lengd minn- ingargreina ATHYGLI höfunda minning- argreina, sem birtast eiga í Morgunblaðinu, er vakin á því að blaðið birtir að jafnaði eina uppistöðugrein af hæfilegri lengd um látinn einstakling. Miðað er við að lengd annarra minningargreina um sama ein- stakling takmarkist við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd eða um 2.200 tölvuslög. Þetta jafngildir um 25 dálksentímetrum í blaðinu, sem er rúmlega hálfur dálkur. Það eru eindregin tilmæli Morgunblaðsins til höfunda minningargreina að þeir virði þessi lengdarmörk. Með því stuðla þeir að því, að minning- argreinar um látinn einstakling geti að jafnaði birzt allar á útfar- ardag en dreifist ekki á fleiri daga, eins og stundum vill verða. Ef minningargreinar, aðrar en ein uppistöðugrein, reynast lengri geta höfundar búizt við því að óskað verði eftir stytt- ingu. Fuglalífi stafar hætta af grútarmengnn frá Búlandstindi hf. á Djúpavogi Úrg'angur los- aður á haf út Morgunblaðið/Sig. Fannar. ÞORGRÍMUR Þráinsson, ásamt stúlkum úr 3. flokki í knattspyrnudeild Selfoss. Stúlkurnar bera nýtt slagorð gegn reykingum á æfingagöllum sínum, „Tuðra en ekki tóbak“. Tuðra en ekki tóbak Selfossi. Morgunblaðið. STÚLKURNAR í 3. flokki í knatt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.