Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 13
Morgunblaðið/Guðlaugur
GENGIÐ var upp á Stöð (Brimlárhöfða) og niður í Sandvík.
MARGIR sóttu Grundfirðinga heim og fögnuðu með
heimamönnum.
150 áradrag-
lampi meðal muna
í krambúð
Grundarfirði - í ár eru liðin 100
ár frá því að verslunarstaður
var löggiltur í Grafarnesi við
Grundarfjörð af Kristjáni IX.
Var af því tilefni kosið í afmæl-
isnefnd sem hóf undirbúning
fyrir afmælisár í janúar og
áveðið var að hafa hápunkt
hátíðarhaldanna helgina 25.-27.
júlí. í afmælisnefndinni eru Jó-
hanna Halldórsdóttir, Ingi Hans
Jónsson og Guðlaug Sturlaugs-
dóttir.
Hátíðin hófst föstudagskvöld-
ið 25. júlí með því að Kirkjukór
Grundarfjarðar hélt tilkomum-
ikla tónleika i samkomuhúsinu
undir stjórn Friðriks Vignis
Stefánssonar. Kórinn frumflutti
textann Grundarfjörður eftir
Jóhann Þór Ragnarsson við lag-
ið Capri-sveinar. Einnig frum-
flutti Ólöf Hildur Jónsdóttir
ásamt Höskuldi Reyni Höskulds-
syni Minningu eftir þá Friðrik
Vigni Stefánsson cg Jóhann Þór
Ragnarsson sem samdi textann.
Fjölmenni var á tónleikunum og
kómum vel fagnað að tónleikum
loknum.
Laugardaginn 26. júlí var
dagskrá í samkomuhúsinu þar
sem Ingi Hans Jónsson flutti
ávarp. Þá rakti Gunnar Krist-
jánsson sögu staðarins síðustu
100 árin. Björg Ágústsdóttir
sveitarstjóri útnefndi heiðurs-
borgara Eyrarsveitar fyrir hönd
hreppsnefndar, og var það Bær-
ing Cecilsson sem um áratuga-
skeið hefur unnið að því í tóm-
stundum sínum að festa á filmu
atburði líðandi stundar í Eyrar-
sveit og er það ómetanlegur
fróðleikur fyrir Grundfirðinga
um forfeður sína og fyrri tíð.
Söngatriði frá kvöldinu áður
voru endurtekin og Lionsmenn
fluttu nokkur lög. Krambúðin
var opnuð í samkomuhúsinu
með gömlum munum í eigu
staðarbúa. Þar mátti t.d. sjá 150
ára gamlan draglampa. Vakti
búðin mikla eftirtekt, en það
voru Kiwanisfélagar sem stóðu
að því að setja hana upp.
Ymislegt fleira var um að
vera, m.a. götuleikhús, kassa-
bílaralli, ljósmyndasýning
Philippe Ricart, útidansleikur
fyrir yngri kynslóðina fyrir
utan veitingahúsið Kristján IX,
hljómsveitin Á móti sól lék fyr-
ir dansi og einnig skemmti hún
þeim eldri innandyra seinna um
kvöldið og harmonikkudans-
leikur var í samkomhúsinu.
Á sunnudaginn kom frú Vig-
dís Finnbogadóttir og gróður-
setti trjáplöntur á því svæði sem
hún gróðursetti í fyrir 10 árum
og fékk nafnið Vigdísarlundur.
Eftir hádegi var gengið með
leiðsögn Vilhjálms Péturssonar
upp á Stöð (Brimlárhöfða) og
niður í Sandvík þar sem algjör
baðstrandarstemmning
myndaðist. Lionsmenn grilluðu
pylsur ofan í gesti og síðan var
kveiktur varðeldur og sungið.
Mikið fjölmenni var við allar
uppákomur og voru margir
gestir á svæðinu burtfluttir, og
aðrir sem áttu ættir sínar að
rekja til Grundarfjarðar eða
vinafólk. Það sem gerði gæfu-
muninn með vel lukkaða afmæl-
ishátíð var góða veðrið.
Fjöl-
skyldu-
vænn
veiðistaður
Kirkjubæjarklaustri - Nýjalón,
sem er rétt við Kirkjubæjarklaust-
ur, er vinsæll veiðistaður fyrir fjöl-
skyldufólk. Þar er auðvelt að fara
um, fáar hættur, jafnvel fyrir
yngstu fjölskyldumeðlimi og um-
hverfið afar heillandi. Nýjalón er
búið til af manna höndum og í það
er sleppt reglulega bæði bleikju
og urriða úr eldisstöð, sem er í
nágrenninu. Flestir fiskanna eru
um 2 pund en þó sumir allt upp í
6 pund. Þessi mynd var tekin á
dögunum þegar verið var að sleppa
í lónið.
Morgunblaðið/Hanna
Sterk, létt og lofta vel ... Regnfatalínan
X-RAIN
100% vatns- og vindhelt
Öndunarefni
Stærðir: S-XXL - 3 litir
Verð kfr-97995
1997
FRÁ
aguJ»sport®
HOLLANDI
Opið laugardaga kl. 10-14
(1)
PÚSTSENDUM UM ALLT LAND
mm R e i d h j ú I a ve rs I u n i n
ORNINN0*
SKEIFUNN111, SÍMI588 9890
TRAVEL REGNSETT
100% vatns- og vim
* Taska fylgir
Verð kr._6,57(T
Nú kr. 4.603
ANCIENT
100% vatns-
og vindhelt
Stærðir:
S-XXL 2 litir
* Taska fylgir
Verð kr.
Nú kr. 6.806
FESTIVAL BARNAREGNSETT
Stærðir: 4-10 ára -4 litir
* Taska fylgir
Verð kr. 3.-922"
Verð nú kr. 2.745
CELTIC REGNSETT
100% vatns- og vindhelt
Stærðir: S-XL - 2 litir
* Taska fylgir
Verð krr4Æ33
Verð nú kr. 3.452
PLANET UNIVERSE
100% vatns- og vindhelt
Stærðir: S-XXL - 2 litir
* Taska fylgir
Verð krr^gtf5
Verð nú kr. 5.596