Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðlegasti staður á íslandi Nýbúar af 51 þjóðerni í sumarskóla ÞAÐ er alþjóðlegur blær sem svíf- ur yfir vötnum í Miðbæjarskólan- um um þessar mundir. Sum- arnámskeið Námsflokkanna fyrir nýbúa eru í fullum gangi. Þessi námskeið sækja allir aldurshópar og eru nemendur af 51 þjóðerni. I barna- og unglingahópum eru 63 nemendur og 147 í hópum full- orðinna. Um tíuleytið eru frímínútur. Yngri krakkarnir nota tækifærið og hlaupa út í skólaportið en eldri nemendur taka það rólega á göngum skólans. Meðal þeirra er Salah Karim M. sem er rafmagns- verkfræðingur frá Kúrdistan. Salah kom hingað síðastliðið haust. Hann vildi ekki búa í Kúrd- istan vegna pólitískra aðstæðna og ástands í mannréttindamálum. Bróðir hans var hér fyrir og þess vegna endaði hann hér á íslandi. Hann segir erfitt að fá vinnu án þess að tala íslensku og hefur því einbeitt sér að íslenskunáminu. I sama hóp og hann eru Sarah Dal Pos frá Ítalíu og sýrlensku hjónin Bassam Daoud og Maisaa A1 Agha, þau láta öll vel af íslensku- náminu og vex það ekki mikið í augum. Nýbúafræðslan er rekin í sam- vinnu ríkis og sveitarfélaga. Þær Morgunblaðið/Arnaldur SALAH Karim M. hefur verið hér í tæpt ár. Guðrún Halldórsdóttir, skóla- stjóri Námsflokkana, og Ingibjörg Hafstað, námsstjóri í Nýbúa- fræðslu barna, láta vel af sam- starfinu og eru mjög ánægðar með hvernig til hefur tekist með námskeiðin. Mikið mæðir á kenn- urunum og segjast þær hafa verið mjög heppnar með þá. „Kennsla er list stundarinnar," segir Guð- rún og ekki er að heyra annað en nóg sé af listamönnum þarna. Námsefni er að miklum hluta til búið til af kennurum skólans og segja þær áherslu lagða á að ÞAU Maisaa al Agha og eiginmaður hennar, Bassam Daoud, ætla að setjast að á íslandi. Á milli þeirra stendur italska stúlkan Sarah Dal Pos sem fer heim í haust en hyggst koma aftur að ári liðnu. GUÐRÚN Halldórsdóttir og Ingibjörg Hafstað eru ánægðar með sumarnámskeiðin. tengja það daglegum orðaforða. „Bakgrunnur nemenda er mjög mismunandi, sumir kunna ekki Iatneska stafrófið og þurfa að byrja á því að læra það,“ bendir Ingibjörg á. Astæður fyrir veru fólksins á íslandi eru líka mjög misrnun- andi. Sumir koma i leit að vinnu og eru að flýja fátækt í heima- landi sínu. Aðrir flýja pólitískar aðstæður. Sumir eiga íslenskan maka og svona mætti lengi telja. Ovenju mikil fjölbreytni er í þjóð- erni nýbúanna á þessu sumarnám- skeiði og auðvelt að taka undir orð Guðrúnar að Miðbæjarskólinn sé svo sannarlega „alþjóðlegasti staðurinn á íslandi um þessar mundir". Systurnar í Stykkishólmi fá ekki greidd laun Völdu þennan kostinn af mörg- um slæmum Hvatning borgarstjóra Reykjavíkur og bæjarstjóra Akureyrar Foreldrar bestir í forvörnum Morgunblaðið/Kristinn KRISTÍN Sigfúsdóttir, formaður vímuvarnanefndar Akureyrar, Jakob Björnsson bæjarstjóri og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hvetja foreldra til forvarna. „SYSTURNAR völdu þennan kost- inn af mörgum slæmum, að fá ekki greidd laun, í þeirri von að ekki þyrfti að draga úr þjónustu spítal- ans. Við reiknuðum aldrei með að þetta yrði svona langur tími og því miður sjáum við fram á að verða að draga verulega saman seglin þrátt fyrir allt,“ sagði Róbert Jörg- ensen, framkvæmdastjóri St. Frans- iskusspítalans í Stykkishólmi, í sam- tali við Morgunblaðið. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær hafa nunnumar sem starfa á spítalanum ekki fengið greidd laun frá áramótum og skuldar spítalinn þeim nú um 5 milljónir króna. Ró- bert sagði að auðvitað hefði þetta verið slæmur kostur, en systumar hefðu sjálfar viljað reyna að tiyggja daglegan rekstur og koma í lengstu lög fyrir samdrátt í starfinu. „Spítal- inn er sjálfseignarstofnun, sem rekin er fyrir daggjöld frá ríkinu. Systum- ar leggja ekki fé í daglegan rekstur og hafa fengið greidd laun eins og aðrir starfsmenn. Þær taka hins veg- ar þátt í uppbyggingu eigna á móti ríkinu. Við uppbyggingu sjúkrahúsa greiðir ríkið 85% og sveitarfélög 15%, en í tilviki systranna greiða þær 40% á móti 60% framlagi ríkisins, í samræmi við samninga sem gerðir voru á sínum tíma og eignast þá jafnframt 40% í eignunum.“ Samdráttur nægir ekki Nú stefnir í að rúmum á sjúkra- húsinu verði fækkað og frestað verði ráðningu í þær stöður sem eru lausar eða em að losna. „Það er illt að þurfa að grípa til slíkra ráða, en mér þykir verst, að þessi samdráttur mun ekki nægja; það er einfaldlega ekki hægt að draga svo saman segl- in að fyrirskipaður spamaður náist." Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytis- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu sagði í frétt í Morgunblaðinu í gær að sjúkrahúsið hefði nýlega fengið 1 'h milljón til að þróa fjarröntgenþjón- ustu og skjóta nýjum stoðum undir reksturinn. Róbert sagði þetta rétt. „Við lögðum á móti fram eina millj- ón, sem spítalinn hafði fengið að gjöf á sextugsafmælinu á siðasta ári. Tækin vora góð viðbót og við eram mjög ánægð með framlagið, en þau breyta engu um rekstrar- vandann núna.“ Ummæli Davíðs torskilin Þá var Róbert ósáttur við þau ummæli Davíðs, að dæmið gæti litið öðra vísi út ef hægt væri að fínna sjúkrahúsinu verðug verkefni til framtíðar og fá þangað fleiri sjúkl- inga. „Þessi ummæli era torskilin i ljósi þess, að frá 1992 hefur fjöldi sjúklinga víðs vegar af landinu not- ið þjónustu á sjúkrahúsinu vegna stoðkerfisvandamála," sagði Rób- ert. „Þetta veit Davíð þar sem hann, ásamt Kristjáni Erlendssyni skrif- stofustjóra í ráðuneytinu, hefur set- ið fund í Stykkishólmi með stjórn- endum spítalans, þar sem skýrt kom fram að nýting á 3. hæð spítalans hefur verið nærri 100%, en þar hef- ur þessuin sjúklingum verið veitt þjónusta. Á 3. hæð eru 13 rúm en sökum þrenginga í rekstri hefur ætíð verið rekin þama „5 daga deild“. Nú þegar liggja fyrir um 20 beiðnir um meðferð, en þjónustan liggur niðri þar sem yfirlæknir spít- alans er í sumarfríi. Á þessum fundi lýsti Davíð sig ánægðan með þennan vaxtarbrodd í starfseminni og sá fyrir sér að spítalinn ætti bjarta framtíð á þessum vettvangi í þjón- ustu heilbrigðiskerfisins." INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, og Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, hvetja alla til að standa saman um það mikilvæga verkefni sem barátt- an við fíkniefni er og lýsa stuðningi við þá foreldra sem senda ekki börn ein og eftirlitslaus á útihátíðir um verslunarmannahelgina. Jafnframt hvetja þau alla til að láta sig áfengis- neyslu barna og unglinga varða. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem borgarstjórinn og bæjar- stjórinn efndu til í gær, í tilefni hvatningarátaks sveitarfélaganna að undanförnu, þar sem lögð hefur verið áhersla á slagorðið Nei er já- kvætt þegar vímuefni eru annars vegar. Ingibjörg Sólrún sagði að velferð barna og unglinga væri for- gangsmál og sveitarfélögin vildu bregðast við þeirri ógn sem vímuefni væru. „Takmark okkar er að koma í veg fyrir sama ófremdarástand á þessu ári og ríkt hefur um verslunar- mannahelgina í fjölmörg ár. Stór hluti unglinga prófar áfengi og fíkni- efni í fyrsta sinn um verslunar- mannahelgi. Þess vegna viljum við benda foreldrum á að væntumþykja er ekki það sama og undanlátssemi. Börn og unglingar þurfa vernd for- eldra sinna.“ Hættan enn meiri nú Jakob Björnsson sagði að með samstilltu átaki næðist árangur og því væri hann mjög ánægður með samstarf borgarinnar og Akureyrar. Á fundinum kom jafnframt fram að brýnt væri að foreldrar öxluðu ábyrgð á áfengis- og fíkniefnaneyslu barna sinna. Vísað var til nýrrar könnunar sem ieiddi í ljós að foreldr- ar eru grandalausir og telja börn sín ekki neyta vímuefna, áfengis eða annarra. Þá telja 96% foreldra að börn undir 16 ára aldri eigi ekki að neyta áfengis en í könnunum meðal unglinga hefur komið fram að rúm- lega 80% unglinga í 10. bekk grunn- skóla hafa drukkið einu sinni eða oftar og rúmlega 60% orðið drukkin. Fram kom að með því að koma upp- lýsingum sem þessum á framfæri fengju foreldrar þann stuðning sem þeir þyrftu til að standa á móti áfengisneyslu barna sinna. Ingibjörg Sólrún sagði að þrátt HLÍN Agnarsdóttir hefur sagt sig úr leikhúsráði Borgarleikhússins eftir tveggja mánaða setu. Bíður hún nú eftir því að leikhúsráð boði sig á fund til að heyra frekari skýr- fyrir að foreldrar hefðu ef til vill margir byijað ungir að neyta áfeng- is þýddi það ekki að þeir gætu ekki staðið gegn drykkju barna sinna. Auk þess væru börn nú í enn meiri hættu þar sem þeim byðust alls kon- ar fíkniefni sem hefðu verið óþekkt áður fyrr. Jakob tók undir þetta og sagði að vitleysa einu sinni yrði ekki bætt með því að láta hana endurtaka sig. ingar fyrir uppsögninni, en að svo komnu máli vildi hún ekki tjá sig frekar um málið að öðru leyti en því að uppsögn sín væri af persónu- legum ástæðum. Leikhúsráð Borgarleikhússins Hlín Agnarsdóttir hættir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.