Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
170. TBL. 85. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Rússland
Fjármála-
menn „í
stríði“ við
stjórnina
Moskvu. Reuter.
RÚSSNESKA stjómin var í gær
sögð standa frammi fyrir „algjöru
stríði“ við öfluga fjármálamenn,
sem studdu Borís Jeltsín forseta í
kosningabaráttunni á liðnu ári.
Fjölmiðlar undir stjórn fjármála-
mannanna gerðu harða hríð að
nokkrum valdamiklum ráðherrum
vegna deilna um sölu ríkiseigna og
sökuðu þá um spillingu.
Fjölmiðlarnir beindu einkum
spjótum sínum að Borís Nemtsov,
aðstoðarforsætisráðherra og líklegu
forsetaefni í næstu kosningum,
vegna sölu á fjórðungs hlut í fjar-
skiptafyrirtækinu Svjazinvest á
föstudag. Nokkur fyrirtæki, undir
forystu Vladímírs Potaníns, fvrr-
verandi ráðherra og bankastjóra
Uneximbank, þriðja stærsta banka
landsins, hrepptu hlutabréfm ásamt
bandaríska fjármálamanninum
George Soros.
„Ræningjakapítalismi"
Nemtsov brást harkalega við
gagnrýninni og sakaði fjármála-
mennina um „ræningjakapítalisma"
og „kúgun með hjálp fjölmiðla".
Viðskiptablaðið Kommersant
lýsti erjunum sem „algjöru stríði"
og heimildarmenn í Kreml sögðu að
það væri nú forgangsverkefni
stjómarinnar að leiða þær til lykta.
Deilan hefur gert að engu þá litlu
samstöðu sem hefur verið meðal
hóps fjármálamanna, sem fylktu sér
um Jeltsín í kosningabaráttunni.
Hermt er að í staðinn hafí þeir feng-
ið eignir ríkisins, einkum olíufyrir-
tæki, á hagstæðu verði. Samskipti
fjármálamannanna hafa hins vegar
farið síversnandi að undanfórnu og
nokkur ágreiningsmál vegna sölu
ríkiseigna bíða nú dóms.
Heimildarmaður í Kreml sagði
það mikið áhyggjuefni hversu
margir bankar og fjölmiðlar væru
að snúast gegn stjórninni vegna
togstreitu fjármálamannanna og
Potaníns.
Ástandið í Norður-Kóreu sagt minna á hungursneyð í Afríkuríkjum
„Lýsandi dæmi um
einingu Þjóðverja“
Hohenwutzen, Búkarest, Varsjá. Reuter.
HELMUT Kohl Þýzkalandskanzl-
ari heimsótti í gær byggðarlög við
austurlandamæri Þýzkalands sem
ógnað er af flóðahættu og sagði við
það tækifæri að hið mikla átak sem
hermenn, sjálfboðaliðar og íbúar
svæðisins hefðu lagt á sig til að við-
halda flóðvamargörðum væri
lýsandi dæmi um einingu þjóðarinn-
ar eftir sameiningu Þýzkalands.
Unnið var áfram að því hörðum
höndum í gær að styrkja vatnsósa
vamargarða á báðum bökkum
Oder-fljóts, sem markar landamæri
Þýzkalands og Póllands, þar sem
enn var búizt við nýrri flóðbylgju í
ánni um nóttina.
„Hér verðum við að sýna í verki
að Þýzkaland er eitt,“ sagði Kohl
þegar hann stóð á varnargarði við
þorpið Hohenwutzen, sem 700 her-
menn og sjálfboðaliðar vom að
styrkja.
Hundruð manna flýja flóð í
Úkraínu og Rúmeniu
Mikil úrkoma vestast í Úkraínu
og Rúmeníu hefur á síðustu sólar-
hringum valdið flóðum þar. Átta
hundrað manns þurftu að flýja
heimili sín í nágrenni Lviv (Lem-
berg), skammt frá landamærum
Úkraínu við Pólland, og fleiri en
1.000 vora fluttir brott úr húsum
sínum í Rúmeniu, nálægt ósum
Dónár, þar sem flætt hefur yfir
meira en 1.000 hektara ræktar-
lands.
Pólska ríkisstjómin kunngerði í
gær fleiri atriði í áætlun sinni um
hvemig byggðarlögum á flóðasvæð-
unum verði komið til hjálpar. Sam-
kvæmt áætluninni stendur til að lag-
færa 150 skóla innan mánaðar, þeg-
ar sumarleyfum skólabama lýkur.
Aleksandra Jakubowska, tals-
maður stjórnarinnar, sagði að aðal-
áherzla yrði lögð á að koma opin-
berum byggingum í stand, svo sem
skólum, sjúkrahúsum, dómhúsum,
skrifstofum héraðsstjóma og bóka-
söfnum.
■ íshafsloft/18
Milljónir manna svelta
Seoul. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti fímm milljónir
manna í Norður-Kóreu svelta heilu
hungi-i og ástandið í landinu er að verða
svipað og var í Sómalíu og Eþíópíu á sín-
um tíma. Kom þetta fram hjá formanni
hjálparstofnunar í Seoul í S-Kóreu í
gær.
Ted Yamamori, formaður alþjóðlegra
hjálparsamtaka, sem kallast „Matur fyr-
ir hungraða", sagði að lokinni ferð um
Norður-Kóreu, að vannæring væri út-
breidd um landið allt og biði dauðinn
margra ef erlend ríki kæmu ekki til
hjálpar. Sagði hann, að starfsmenn
hjálparstofnana væru sammála um, að
verst væri ástandið hjá fimm milljónum
manna eða tæplega fjórðungi þjóðarinn-
ar.
Vannærð börn
„Allt að helmingur þeirra bama, sem
ég sá á leikskólum, bar merki alvarlegr-
ar vannæringar. Þau vora skinhoruð,
hárið með brúnni slikju, doðaleg og aug-
un starandi," sagði Yamamori og hafði
eftir norður-kóreskum embættismönn-
um, að þurrkamir í landinu í sumar
hefðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir
um fímmtung ræktarlandsins.
„Ástandið í Norður-Kóreu virðist
svipað og þegar hungursneyðin var
mest í Eþíópíu og Sómalíu en fólkið þjá-
ist eitt þar sem kastljós fjölmiðlanna
nær ekki til þess,“ sagði Yamamori.
Síðustu tvö sumur eyðilögðu mikil flóð
verulegan hluta uppskerunnar en að
þessu sinni er það langvarandi þurrkur
og mikill hiti, sem vandræðunum valda.
Norður-kóreskir embættismenn telja,
að landsmenn þurfí að fá um 800.000
tonn af korni til að brúa bilið fram að
uppskerunni í október.
Suður-kóreskir embættismenn telja,
að ástandið í Norður-Kóreu sé ekki al-
veg jafn slæmt og af er látið. Segja þeir,
að vissulega svelti fólk á sumum svæð-
um en það megi fyrst og fremst rekja til
ófullkomins samgöngukerfis.
Reuter
VANNÆRT barn á
leikskóla í Kang-
won-héraði.
Reuter
Garðarnir
styrktir
ÞÝSKIR hermenn hlaða varn-
argarð úr sandpokum sem ætl-
að er að veija þorp í austur-
hluta Þýskalands ef aðalflóð-
garðarnir við Oder-fljót bresta.
Á minni myndinni ræðir
Helmut Kohl, kanslari Þýska-
lands, við embættismann, sem
stjórnar björgunarstarfinu, og
bendir á kort af flóðasvæðinu.
Þýzkalandskanzlari kynnir sér björgunarstarfíð við Oder
Hörð
valda-
barátta
í Kína
Peking. Reuter.
HÁTTSETTUR embættismað-
ur í Kína hefur skýrt frá því að
arftakar Dengs Xiaopings eigi
nú í harðri valdabaráttu við
andstæðinga umbótastefnu
hans fyrir flokksþing kín-
verskra kommúnista sem verð-
ur haldið seint í september eða
í bytjun október.
Þetta er í fyrsta sinn sem
skýrt er frá því opinberlega
eftir andlát Dengs í febrúar að
hörð andstaða sé við mark-
aðsumbætumar sem hann hóf
árið 1978.
Tekist á við „vinstrimenn“
Xing Bensi, helsti ráðgjafi
Jiangs Zemins forseta og leið-
toga kínverska kommúnista-
flokksins, sagði í viðtali, sem
birt var á forsíðu dagblaðs í
Peking, að forystu flokksins
stafaði mikil hætta af andstæð-
ingum efnahagsumbótanna,
sem telja þær ganga í berhögg
við marxismann. „Þetta er ekki
vandamál sem snýst um lítinn
hóp manna, heldur setur það
okkur í mikinn vanda ... Það
hefur ekki náðst samstaða inn-
an og utan flokksins."
Forystumenn kommúnista-
flokksins hafa hingað til gætt
þess að ræða ekki slíkar deilur
opinberlega til að láta líta út
fyrir að algjör eining sé innan
flokksins þrátt fyrir miklar erj-
ur á bak við tjöldin. Flokksfor-
ystan er nú á árlegum fundi og
ljóst þykir að deilurnar þar séu
enn harðari en venjulega þar
sem verið er að undirbúa
flokksþingið, sem er haldið á
fímm ára fresti.