Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 27 AÐSEIMDAR GREINAR var þar óspart vitnað til lærisvein- anna og Páls postula auk tæplega 2000 ára hefðar. Smátt og smátt tókst þó að ijúfa skörð í varnarvegg- inn og hefur hvert karl- veldisvígið á fætur öðru fallið, kirkjunni til mik- ils ávinnings að mínum 'dómi. Meðal mótmæl- endasafnaða um allan heim fjölgar kvenprest- um jafnt og þétt, auk þess sem konur hafa verið kjörnar biskupar allvíða þótt ekki hafi það gerst mótspyrnu- laust. Kvenbiskupa er m.a. að finna í Banda- ríkjunum, Þýskalandi, Svíþjóð, Noregi og á Grænlandi. Eftir standa kaþólska kirkj- an og rétttrúnaðar- kirkjur austursins með dyr sínar harðlæstar konum. Innan kaþólsku kirkjunnar er mik- il óánægja meðal kvenna bæði vegna íhaldssemi kirkjunnar hvað varðar konur, hlutverk þeirra og stöðu svo og einnig vegna þess pilsvædda karh veldis sem þar rigsar um sali. í Bandaríkjunum hafa heilu nunnu- reglurnar gert uppreisn gegn veldi páfans, kastað búningunum og heimtað breytingar. Þá veldur það klerkum áhyggjum hve margar kon- ur segja skilið við Rómarkirkjuna þessi árin. Það má riija það upp hér að páfinn sá ástæðu til að biðja konur afsökunar fyrir kvennaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína 1995 en lítt hefur orðið vart stefnu- breytingar síðan þá. Einstætt tækifæri á íslandi Innan íslensku þjóðkirkjunnar er staða kvenna heldur bágborin. Kven- prestum fjölgar að vísu hér sem annars staðar, sem hefur þegar breytt ásýnd kirkjunnar verulega, gert hana fjölbreytilegri, komið með nýjar áherslur, nýjan málflutning og eflaust breytt innra starfi. Konur eru þó fáséðar í forystu og nefndum á vegum kirkjunnar, hvað þá á kirkju- þingi þar sem stefnan er mótuð, en vonandi stendur það til bóta í kjölfar þeirrar umræðu sem orðið hefur um stöðu kvenna innan kirkjunnar. Það er auðvitað eðlilegt og sjálfsagt að konur séu alls staðar þar sem ráðum er ráðið, en það skiptir þó mestu að þær beiti sér fyrir raunverulegum breytingum til að bæta heiminn. Breytingum á áherslum í starfi, dreifingu valdsins, breytingum á ríkjandi hugmyndum þar með talið um konur og samfélagið, breyting- um á hlut kirkjunnar í samfélagsum- ræðunni, þar sem hin minnsta systir og hinn minnsti bróðir sitja í fyrir- rúmi. Nú stendur íslenska þjóðkirkjan frammi fyrir því einstæða tækifæri eftir mat'gra ára óöld og leiðindi að breyta ímynd sinni og áherslum með því að kjósa konu til embættis bisk- ups. Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem fyrst kvenna var vígð til prestsemb- ættis hér á landi, konan sem hefur verið í fararbroddi umræðunnar um trú kvenna, stöðu kvenna innan kirkj- unnar og hugmyndir hennar um kon- ur, býður sig fram til biskups nú á þessu hausti. Ef það er eitthvað sem íslenska þjóðkirkjan þarf er það rækileg uppstokkun, nýir stjórnarhættir með dreifingu valdsins, opin kirkja með miklum um- ræðum og rækileg greining á vanda kirkj- unnar og þjóna hennar. Allt þetta boðar Auður Eir. Oft var þörf ... Það þarf enginn að velkjast í vafa um að Auður Eir er meðal þeirra presta sem kom- ið hafa með mestar og stærstar nýjungar inn í kirkjustarfið. Allir þeir sem sótt hafa messut' hennar eða athafnir vita að þær eru öðru vísi en við eig- um að venjast hjá þeim prestum sem halda sig við hefðina. Hún talar öðru vísi, messuformið er öðru vísi með miklu meiri þátttöku safnaðar- ins og það sem meira er, hún leyfir sér að vera skemmtileg ef það á við. Hún hefur átt drýgstan þátt í að kynna kvennaguðfræðina hér á landi og hefur reynt að beina sjónum ieikra sem lærðra að þeirri staðreynd að kirkjan endurspeglar reynsluheim kvenna að mjög takmörkuðu leyti þrátt fyrir mikla þátttöku kvenna í kirkjustarfi. Jafnframt þessu er hún margreyndur prestur sem gerir sér fulla grein fyrir þeim vanda sem kirkjan og þjónar hennar standa frammi fyrir, veraldlegum sem and- legum. Það hefur frést að á meðal klerka heyrist raddir sem segi að það sé ekki tímabært að kona verði biskup. Það þótti ekki tímabært að kona yrði prestur 1974. Það þótti ekki tímabært að kona yrði forseti lands- ins árið 1980. Það hefur yfirleitt ekki þótt tímabært að konur stígi ný skref inn á vettvang þar sem karlar hafa ráðið ríkjum um aldir. Þær gera það samt. Auðvitað er löngu tímabært að kona verði biskup íslands og það sem meira er það er nauðsynlegt. Nauðsynlegt til þess að kirkjan, sem er einn af máttar- stólpum samfélagsins og mörgum afar mikilvæg, nái sér aftur á strik og njóti virðingar. Nauðsynlegt til að endurnýja og styrkja þann sið- ferðilega og hugmyndafræðilega grunn sem kirkjan hefur boðað um aldir og mótað hefur samfélag okkar meira en flest annað. Nauðsynlegt til að vekja bjartsýni, umræður og hleypa af stað breytingum þannig að kirkjan þjóni jafnt konum sem körlum, hver sem þau eru. Þessu mun Auður Eir beita sér fyrir. Það yrði kirkjunni til sóma og frægðat' að kjósa nú konu til biskups. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er þingkona og sagnfræðingnr. Kristín Ástgeirsdóttir Hefðbundið ljóðform o g vandi nútímaljóða Örn Ólafsson HALLGRIMUR Helgason skrifaði ný- lega grein í Fjölni hinn nýja, þar sem hann býsnast yfir ljóðum nokkurra samtíma- skálda, einkum Gyrðis Elíassonar, Óskars Árna Óskarssonar, Geirlaugs Magnússonar og Sigfúss Bjartmars- sonar. í útvarpinu heyrðist mér Jón Hallur Stefánsson kalla þessi skáld útnesjamenn eða afdalakarla í íslenskum bókmenntum, og væri fróðlegt að fá nánari útlistun á því og hvetjir séu þá þungamiðja bókmenntanna. í sem stystu máli endursagt finnst Hallgrími ljóð þessara skálda vera efnisrýrir lausamálstextar, sem að ástæðulausu hafi verið skipt í ljóðlín- ur. Eðlilega firrist íslenskur almenn- ingur slíkar ljóðnefnur, sem detti því dauðar til jarðar. Hallgrímur boðar skáldum Ieið út úr þessumm ógöngum, það er að halda aftur til fortíðar ríms, stuðla og reglubundinn- ar hrynjandi. Þetta finnst mér svo vanhugsuð lausn, að ég fæ ekki orða bundist — enda kemur þráfaldlega fram opinberlega fólk sem boðar ein- mitt þessa skoðun af fyllstu alvöru, má þar nefna til ráðherra samgöngu- mála og Guðmund Guðmundsson framkvæmdastj óra. Ég verð vissulega að taka undir það með Hallgrími, að ljóðin sem hann tekur til dæmis eru ósköp rýr, og lengi hefur mér þótt gæta upp- dráttarsýki í íslenskri ljóðagerð. Én hvers vegna skyldi gamlir brag- arhættir verða til að breyta þessum textum til batnaðar? Er ekki mýgrút- ur ljóða sem er með þeim háttum Iöngu steindauður, ef ekki andvana fæddur? Augljóst virðist að skáld þurft að leggja meira á sig en að finna rímorð og stuðla, til að færa fólki innblásinn skáldskap, enda eiga bæði íslendingar og aðrir mörg fríljóð sem eru góður skáldskapur. Ég tek dæmi hjá Tómasi Guðmundssyni úr bók hans Fögru veröld,“ sem birtist 1933. — Já, slíkt ljóðform var algengt þá, það hefur tíðkast einnig á íslensku í heila öld, það var ekki úppúr seinni heimsstyijöld sem „formbylting ljóða“ hófst, þá hófst bara rifrildið um hana. Þetta er ljóðið „Haust í borginni", órímað, óstuðlað og með óreglulegri hrynjandi. Það skiptist í sjö erindi — eða hluta, mjög mis- langa, auk stakrar línu. En í stað augljósra ytri einkenna bragarháttar, rírns o.þ.u.l, kemur innri bygging ljóðsins, endurtekningar með tilbrigð- um. Það er rigning, og fólk flæðir um göturnar, eins og vatnið. Haustið ber margvíslegan fólksíjölda inn í borgina í upphaft ljóðs- ins, en í lokin kemur það með „fangið fullt af yrk- isefnum“ handa skáld- inu. Aftur og aftur er talað um hjörtu, þ.e. til- finningar ýmiskonar fólks gagnvart um- hverfinu. Þetta tal um hjörtu tengir sundur- leita hluta ljóðsins, þetta má kalla einskonar efn- islegt rím: Það eru ungar stúlkur utan af landi, með óráðið göngulag og undarlegar hugmyndir um ástina. (Viðmót þeirra vitnar um væntanlegar freistingar, sem hjörtu þeirra hlakka til að standast): Og það eru ungir menn að austan, sem ætla sér að menntast, og vinnumenn úr sveit, með viðkvæm hjörtu, sem kaupakonan brást. - Sjá, þannig liggja leiðir allra í bæinn, og þúsund augu hvarfla þangað á haustin, því þúsund hjörtu eru þreytt á rómantík dimmra dala, þar sem dauðinn grúfir yfir sofandi sveit. Og þúsund hjörtu eru þreytt á skáldskap skuggalegra sæva, við eyðilegar afskekktar strendur. En lífið nýja hastar á óróleik hjartans. Það hvíslar nætur og daga í eyra gestsins: Má ekki, vinur, bjóða yður í Bíó? (Bláa dansmærin, sýning í 11 þáttum). Var ekki lagleg stúlkan í Austurstræti, sem stóð við gluggann og púðraði litla nefið? Hvað virðist yður um eina flösku af víni? Ættum við kannske að mætast á Hótel Borg? Við gætum farið á dansleik í Iðnó á eftir! Og eftir -? En eftir þennan „hjartakafla" er talað um haustrigninguna, sem stendur í fjörutíu daga og fjörutíu nætur, svo lesendur tengja þetta við syndaflóðið, og fara að búast við ein- hvetju þvílíku, enda er þvílíkt geftð í skyn í framhaldi: En hann sem lætur rigna hníQafnt yfir alla réttláta sem rangláta, ríka sem snauða, hann lætur það liðast, að heimsins skóhlífar safnist á fáeina fætur, því fæstir eiga þess kost að koma sér þeim upp. Hinir ganga hljóðir og hugsandi i bleytunni og hyggja á byltingu. - Ljóðlínur eru mislangar, en augljós- lega er Ijóðinu ekki skipt í línur af handahóft, heldur eru línut' merking- areiningar, setning eða setning- arhluti. Enn mætti ýmislegt telja um Það sem tröllríður ljóðagerð samtímans, •• > segir Orn Olafsson, er naumhyggjan. hugvitssamlega byggingu þessa ljóðs, en þetta ætti að nægja til að sýna að til slíks þarf ekki hefðbundið ljóðform. Satt að segja á ég erfitt með að sjá að það form hefði bætt þetta ljóð Tómasar. Þykir mér því fyrrgreindur boðskapur Hallgríms Helgasonar í meira lagi út í hött. En þess er að gæta, að ljóðin sem hann fjallar um eru örfá orð í 3-15 línum. Aftur á móti er þetta ljóð Tómasar yfir 500 orð í rúmlega 100 línum. Það er svo sem engin lág- markskrafa, minna hefur oft gagn gert. En hér komum við að kjarna málsins, það sem tröllríður ljóðagerð samtímans en naumhyggjan. Eins og ég hefi oft áður skrifað, þá er það virðingarvert athæfi og skynsamlegt af skáldum að láta á það reyna hvað þau geti minnst komist af með. Þann- ig ná menn tökum á tækjum sínum, en ekki með hinu að sulla sem mestu á blaðið, þrígera allt. En það verður þó að koma til mat eftir á, stenst þessi texti, eða er hann oftálgaður? Það virðast mér ljóðin því miður oft verða, og gildir líka um nýleg ljóð eidri skálda, sem oft áður hafa gert afbragðsverk, Hannes Sigfússon, Stefán Hörður Grímsson og Kristján Karlsson. Sem betur fer sjást þess einnig merki að þessi naumhyggja sé sumstaðar afstaðið tilraunaskeið. Höfundur er bókmenntafræðingur. BILATORG FUNAHOFÐA 1 S. 587-7777 Toyota Corolla 1600 GLi árg. ’93, rauður, rafdr. rúður og læsingar, ek. 80 þús. km. Verð 900.000. Jeep Cherokee Ltd. árg. ’96, VW Golf 1.4 Grand árg. ’96, vínrauðmetal. Einn með öllum svarmr, álfelgur, ek. 27 þús. kin. aukahlutum, t.d. sóllúgu, ek. 23 Verð 1.190.000. Skipti. þús. km. Verð 4.3S0.000. Skipti. Toyota Hilux SR árg. ’96, steingrár, upph., 35“ dekk, álfelgur, plasthús, gormafjöðrun o.fl., ek. 11 þús. km. Verð 2.700.000. Skipti. Renault 19 RN árg. ’95, vínrauður, rafd. rúður og læsingar, ek. 21 þús. km. Verð 990.000. MMC Pajero GLSi langur árg. ’96, dökkgrænn, sjálfsk., geislasp, spoiler, álfelgur, ek. 25 þús. km. Verð 3.490.000. Skipti. 4rn^:rVANTAR ALLAR GERDIR BILA A SKRA ■ VISA OG EURO RADGREIÐSLUR Volvo 850 GLE árg. ’95, grásans., sjálfsk., ABS, ek. 25 þús. km. Verð 2.290.000. Skipti. Subaru Legacy Outback árg. ’96, grænsans., rafrn. í rúðum, samlæsing, álfelgur, geislasp., ABS, Crus control. Verð 2.450.000. Skipti. Renault Laguna RT árg. ’96, grænsans., sjálfsk., mjög fallegui bíll, ek. 37 þús. km. Verð 1.790.000. Subaru Legacy árg. '97, bldsans., nýr bíll frá umboðinu, óekinn, sjálfsk., rafm. í rúðum, samlæsing, upph., álfclgur, skíðabogar, vindskeið, geislasp. Verð 2.450.000. Skipti. Honda Prelude árg. ’96, rauður, álfelgur, leðursæti, sóllúga, ek. 17 þús. km. Verð 2.450.000. Skipti á jeppa. Toyota Carina 2000 GLi árg. ’97, silgurgrár, sjálfsk., álfelgur, geislasp., ek. 17 þús. knt. Verð 1.820.000. Skipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.