Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 19 LISTIR Leikmynd Myrkra- höfðingj- ans rís Morgunblaðið/Amaldur PRESTSSETUR sira Jóns Magnússonar í Myrkrahöfðingjanum, nýjustu mynd Hrafns Gunnlaugssonar. VATNSLEYSUSTRÖND og staðir á Reykjanesinu verða vinnustaðir kvikmyndagerðamanna frá byijun næsta árs fram á Hörpu, því unnið er nú að undirbúningi nýjustu myndar Hrafns Gunnlaugssonar, Myrkrahöfðingjans. Er myndin byggð á Píslarsögu síra Jóns Magn- ússonar á Eyri við Skutulsfjörð sem hann skrifaði á síðari hluta 17. ald- ar. Síðastliðinn mánuð hafa torf- hleðslumenn og smiðir reist prest- setur í Hvassahrauni í Vatnsleysu- strönd og á Reykjanesi mun rísa dómkirkja og sýslumannssetur. Að- alástæðan fyrir staðsetningu leik- myndarinnar, sem Árni Páll Jó- hannsson hannaði eftir frumteikn- ingum leikstjórans, er sú að kvik- myndagerðarmenn munu eiga auð- veldara með að nálgast tökustaðina í vondum vetrarveðrum, en ætlunin er að ljá atriðunum dramatískari blæ með hjálp þeirra. Mestur hluti útitaka fer fram í Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd og leggja kvik- myndagerðarmenn áherslu á að leikmyndin grói til að hún nái frek- ari raunveruleikablæ þegar tökur hefjast í janúar. „Við ætlum að reyna að kvikmynda íslenskt veðra- víti,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri um vinnuna sem framund- an er. „Síra Jón er sérstakur að því leyti að hann skrifar bók sem fórn- arlamb galdurs og við lýsum manni sem á í höggi við djöfulinn." Að- spurður um heimildir fyrir 17. aldar prestsetrum sagði hann að lítið væri til sem treystandi sé á. „Það eru til teikningar í reisubókum út- lendinga, en þær eru flestar teiknaðar eftir minni.“ Framleiðandi myndarinnar er Frið- rik Þór Friðriksson og er kostnaður áætlaður um 140 milljónir króna. Handritshöfundar eru Hrafn Gunn- laugsson, Þórarinn Eldjám og Bo Jonsson og myndataka er í höndum Ara Kristinssonar. Búist er við að myndin verði frumsýnd síðla árs 1998. Ásgerður Júníusdóttir Peter Tompkins Þórunn Ósk Marínósdóttir W. Keith Reed Þórunn Stefánsdóttir SJÖTTA árið í röð efnir Ríkisút- varpið til tónlistarkeppni, er nefnist TónVakinn. Fyrsti og annar hluti keppninnar í ár eru að baki og fimm keppendur hafa verið valdir til að taka þátt í þriðja og síðasta hluta keppninn- ar sem útvarpað verður á Rás 1 dagana 9., 10. og 16. ágúst næst- komandi. Tónlistarmennirnir flytja þá um 40 minútna efnis- skrá hver. Þeir eru: Ásgerður Júníusdóttir messó- sópransöngkona, Reykjavík, meðleikari Gerrit Schuil; Peter Tompkins óbóleikari, Garðabæ, meðleikari Guðríður St. Sigurð- ardóttir; W. Keith Reed baríton- söngvari, Egilsstöðum, meðleik- ari Olafur Vignir Albertsson; Þórunn Ósk Marinósdóttir víólu- leikari, Akureyri, meðleikari Kristinn Örn Kristinsson; Þórunn Stefánsdóttir messósópransöng- kona, Hafnarfirði, meðleikari Ólafur Vignir Albertsson. Sigurvegarinn heldur tón- leika í útvarpshúsinu i Efstaleiti sunnudaginn 17. ágúst og verður Lokakeppni TónVakans að hefjast þeim útvarpað beint. Hann kemur að aukifram með Sinfó- níuhljómsveit Islands átón- leikum í Háskólabíói 30. október nk. Hátt í eitt hundrað tónlistar- menn hafa komið við sögu Tón- Vakans frá upphafi, en verðlaun hlotið þau Bryndís Halla Gylfa- dóttir sellóleikari 1992, Þor- steinn Gauti Sigurðsson píanó- leikari 1993 og Guðrún María Finnbogadóttir sópransöngkona 1994. Árið 1995 skiptu tveir tón- listarmenn með sér verðlaunun- um, þau Armann Helgason klari- nettuleikari og Júlíana Rún Ind- riðadóttir píanóleikari, en í fyrra hlaut þau Miklos Dalmay píanó- leikari. Hljóðritin sem Ríkisútvarpið hefur gert í tengslum við keppn- ina skipta hundruðum en þriðj- ungur þeirra hefur að geyma tónverk núlifandi íslenskra tón- skálda. í ár hafa keppendur til að mynda valið tónverk til flutn- ings eftir Áskel Másson, Finn Torfa Stefánsson, Ríkharð H. Friðriksson, Þorkel Sigurbjörns- son, Herbert H. Ágústsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Árna Harðarson, Jón Þórarins- son, Jórunni Viðar og Eyþór Stefánsson. Dómnefndarstörf hafa annast í ár Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Garðar Cortes söngvari, Miklos Dalmay píanó- leikari, Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Hjálmar H. Ragn- arsson tónskáld, Oddur Björns- son básúnuleikari og Signý Sæ- mundsdóttir söngvari. Guð- mundur Emilsson tónlistarráðu- nautur Ríkisútvarpsins er for- maður dómnefndar og hefur annast framkvæmd keppninnar. Bókaverslun í Kólosseum? Róm. The Daily Telegfraph. ÁÆTLANIR ítalskra yfirvalda um að reisa bókaverslun framan á hinu forna rómverska hringleikahúsi Kólosseum í Róm hafa vakið litla hrifningu í borginni. Er ætlunin að verslunin, sem aðallega mun þjóna ferðamönnum á svæðinu, verði í einum af áttatíu bogum, sem enn standa uppi af byggingunni, sem er stærsta byggingin frá fornöld í Róm. Nú eru engar verslanir eða aug- lýsingar í Kólosseum, sem var byggt á árunum 72-80. Yfirvöld byggja ákvörðun sína á lögum frá árinu 1993 sem kveða á um að „nútímabyggingar“ verði reistar við öll söfn og aðra opinbera ferða- mannastaði, til að upplýsa ferða- menn. Þá dró ekki úr áhyggjum Róm- arbúa þegar í ljós kom að ein stærsta bókaútgáfa og bókaverslun Ítalíu, Mondadori, mun reka versl- unina. Óttast menn að það leiði til þess að auglýsingaskrum og óheft sölumennska muni spilla útliti þess- ara merku fornminja. Fremstir í flokki gagnrýnenda fara fornleifa- fræðingar, arkitektar og sagnfræð- ingar en margir þeirra sjá fram á að orrustan sé töpuð, McDonalds- hamborgarastaður gegnt Pantheon sé til marks um að borgin eilífa sé endanlega að verða nútímanum að bráð. Sissa í Galleríi Horninu SISSA opnar sýningu á ljós- myndum í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, Reykjavík, á morgun, fimmtudaginn kl. 20. Sissa útskrifaðist með BFA- gráðu í ljósmyndun frá Brooks Institute í Santa Barbara í Bandaríkjunum árið 1990 og rekur nú eigið ljósmyndastúdíó í Reykjavík. Sýningin, sem ber yfirskriftina Hún er..., verður opin alla daga kl. 11-23.30 og stendur til 20. ágúst. Sérinn- gangur gallerísins er eingöngu opinn kl. 14-18, en á öðrum tímum er innangengt um veit- ingahúsið. Sérsending af GSM-símum á ótrúlegu verði!!! fiSL Aðeins: PHItlps stgr. Áður kr. 34.900,- • Fæst í fjölmörgum litum • Þyngd 21 Og • Símanúmera- birting • 70 tíma hleðsla (200 tíma fáanleg) • Möguleiki á fax/modem- tengingu Gsm- SEARK! Aðeins: PHIUPS 4~ 5* fW?r stgr. Áður kr. 59.900,- • Þyngd 169g • 85 tíma hleðsla (2ja vikna hleðsla fáanleg) • 100 númera símaskrá • Símanúmerabirting • Möguleiki á fax/modem- tengingu • Tekur bæði stórt og lítið símakort búmnr PHILIPS býður fyrst fyrirtækja 1 árs alábyrgð (kaskó-tryggingu) á ' GSM-símum. s® Nú skiptir ekki máli hvar þú ert staddur í GSM-heiminum ef PHILIPS GSM-síminn þinn verður fyrir óhappi. Það skiptir heldur ekki máli hvað amar að símanum - PHILIPS útvegar þér nýjan síma innan 24 tíma. Heimilistæki hf TÆKNl-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is umboðsmenn um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.