Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 17
ERLENT
Sögulegt samkomulag Bandaríkjaforseta og þingsins um hallalaus fjárlög ekki síðar en 2002
Lítílla áhrifa vænst
á efnahagslífið
Fj ármálasérfræðingar eru lítt upprífnir yfír
fjárlagasamkomulagi Clintons ogþingheims
og telja áhrif þess ekki verða mikil
til skamms tíma litið.
BANDARÍKJASTJÓRN hefur náð
samkomulagi við meirihluta repú-
blíkana á bandaríska þinginu um
skattalækkanir og að fjárlög skuli
verða hallalaus ekki síðar en árið
2002. „Við höfum komist að bráða-
birgðasamkomulagi við stjórnina um
hallalaus fjárlög... og skattalækkan-
ir,“ sagði Trent Lott, leiðtogi repú-
blíkana I öldungadeildinni á frétta-
mannafundi sem haldinn var á
mánudagskvöld. Bill Clinton, Banda-
ríkjaforseti, sem staddur var í Las
Vegas, var sagður ánægður með
samkomulagið.
Talsmaður forsetans, Joe Lock-
hart, sagði að starfsmannastjóri
Hvíta hússins hefði hringt í aðstoð-
armann forsetans skömmu fyrir mið-
nætti á mánudag að íslenskum tíma.
Clinton fullvissaði sig um að þrennt
hefði verið tryggt í samkomulaginu:
Aukin útgjöld til menntamála; skatt-
afrádráttur vegna bamaframfærslu;
og viðbætur við sjúkratryggingar
fyrir fátæk böm, að því er Lockhart
sagði.
Ekki hallalaus síðan 1969
Samkomulagið um hallalaus fjár-
lög árið 2002 er sögulegt, en fjárlög
Bandaríkjanna hafa ekki verið halla-
laus síðan 1969,
en þau nema alls
einni og hálfri tril-
ljón (milljón millj-
ónir) döllara. Það
hefur tekið forset-
ann og þingið
mörg ár að komast
að samkomulagi
um jafnvægi í
ríkisbúskapnum,
lækkun skatta og
forgangsröð útgjaldaliða. Leiðtogar
repúblíkana og embættismenn ríkis-
stjórnarinnar eyddu mánudeginum
innandyra á skrifstofu Lotts og
komu bráðabirgðasamkomulaginu í
höfn. Samkvæmt því verða skattar
lækkaðir um samtals 85 milljarða
dollara á næstu fimm árum, en
fréttaskýrendur telja líklegt að talan
eigi eftir að hækka í 90 milljarða
þegar allt er reiknað.
Báðar deildir þingsins munu
greiða atkvæði um tillögurnar áður
en þingmenn fara í mánaðar frí á
föstudag. Þegar samkomulagið verð-
ur að lögum munu skattar lækka í
fyrsta skipti í 16 ár. Meðal annars
fæst 500 dollara framfærslufrá-
dráttur vegna hvers barns skatt-
greiðanda; aukin lífeyrisréttindi; nið-
urgreiðsla á langskólanámi og lækk-
un fjármagnstekjuskatts.
Batinn þegar orðinn
Efnahagslífið í Bandaríkjunum
mun að líkindum ekki verða fyrir
miklum áhrifum á næstunni af sam-
komulagi forsetans og þingsins, að
mati fréttaskýrenda. „Það verður
ekki stórfelldur bati,“ hefur frétta-
stofa Reuters eftir fjármálaráðgjafa
í Washington. „Hann er þegar orð-
inn.“
Fréttaskýrendur benda á, að þetta
samkomulag hafi náðst eftir að efna-
hagslífið hafi þegar tekið fjörkipp.
Atvinnuleysi hafí ekki verið minna
um áratuga skeið; verðbólga ekki
verið lægri í ellefu ár og efnahags-
bati verði nú sjöunda árið í röð.
Þróttmikið efnahagslíf hafi fært rík-
isstjórninni mikinn búhnykk, því
hagnaður fyrirtækja hafi snaraukist
og verðbréfamarkaðir rokið upp úr
öllu valdi. Þar með hafa opinber gjöld
fjárfesta jafnframt hækkað.
„Það er efnahagslífið sem hefur
rétt af fjárlagahallann," er haft eft-
ir hagfræðingi í Boston. „Jafnvel
þótt ekki hefði náðst samkomulag
eru allar líkur á að jafnvægi hefði
náðst í ríkisbúskapnum á næsta ári.“
Lítil áhrif á hluta-
bréfamarkaði
Hallinn fyrstu níu mánuði þessa
fjárlagaárs, sem lýkur 30. september
var einungis 10,9 milljarðar dollara.
Á þessu ári öllu verður munur á
útgjöldum og tekjum ríkissjóðs að
líkindum innan við 50 milljarðar.
Bill Clinton
AÆTLAÐAR SKATTALÆKKANIR
Bandaríkjastjórn og þingmeirihluti repúblíkana hafa komist að
samkomulagi um skattalækkanir, alit að 90 milljörðum dollara
á næstu fimm árum. .... , L
Verði samkomulagið að logum yrðu þetta tyrstu
meiri háttar skattalækkanir í Bandaríkjunum i 16 ár.
Útgjaldaaukning
Menntamál
★ Útgjöld til menntamála aukin
um 40 milljarða
Tekjuaukning
Heilsugæsla
★ Útgjöld til sjúkratrygginga minnkuð
um 115 miiljarða
Fjölskyldufríðindi
★ Framfærslufrádráttur vegna bama,
16 ára og yngri, alls um 85 milljarðar,
tekjumörk hækkuð í 18 þús.
Heilsugæsla
* Sjúkratryggingar fyrir 10 milljónir
ótryggðra bama, alls 24 milljarðar
* Eldri borgarar geta stofnað skattlausa
sjúkraspamaðarreikninga í stað
opinberra sjúkratrygginga
Fasteignaskattur
★ Lágmark fjármagnstekjuskatts
hækkað (hálfa milljón
* Eignaskattsfríðindi aukin stig af stigi
að einnar milljónar hámarki
Hlutfall fjármagnstekjuskatts
* Hátekjur:
í 20% úr 28%, næsta lækkun í 18%
árið 2001 á langtímabindingu
* Meðaltekjur:
í 10% úr 15%, næsta lækkun (8%
árið 2001 á langtimabindingu
Sígarettuskattur
★ Hækkar úr 24 sentum á pakka
í 39 sent
* Borttfarar- og komugjöld hækkuð úr
sex dollurum í tólf. Tekjur af hækkun-
inni eiga að nema ails
50 milljörðum
REUTERS
Flugvallaskattur
Fjármálasérfræðingar á mörkuðum
við Wall Street segja að fjárfestar
hafí þegar verið famir að reikna
með samkomulaginu og því muni
tilkynningin um að það hafi endan-
lega náðst í höfn, ekki hafa varanleg
áhrif á verð hluta- og skuldabréfa.
Svo þversagnarkennt sem það
kann að hljóma, þá má reikna með
að samkomulagið komi í veg fyrir
að fjárlög næsta árs verði hallalaus.
Fréttaskýrendur segja að ástæða
þessa sé sú, að gert sé ráð fyrir að
minnka skatta hraðar en dregið
verður úr opinberum útgjöldum.
Flestir fjármálasérfræðingar eru
þó þeirrar skoðunar að samkomulag-
ið hafi verið nauðsynlegt, vegna
þess að með því er ráðist í það stór-
fellda verkefni að veita öldruðum
opinbera þjónustu. „Það er okkur
bráðnauðsynlegt,“ segir fjármála-
ráðgjafí í St. Louis. „Þetta er inn-
borgun á framtíðina."
Möanuð mdltíð innan 10 mínútna!
i n /n nT7/)vn 1 m H sn I i r* röf f
...já einhvern indœlis rétt,
TRYGGING FYRIR FYRSTA FLOKKS NÁTTÚRUAFURÐ
STATTU EKKI YFIR POTTUNUM LEN6UR EN ÞÚ ÞARFT!