Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Umboösaöilar um allt land
Akranes: Versl. Perla • Borgarnes: Rafstofan
Ólafsvlk: Litabúðin • Stykkishólmur: Heimahornið
Patreksfjörður: Ástubúð • Isafjörður: Pjótur sf.
Drangsnes: Kf. Steingrimsfj. • Hðlmavík: Kf. Steingrímsfj.
Hvammstangi: Kf. V-Húnv. • Blönduðs: Kf. Húnvetninga
Sauðárkrókur: Hegri • Siglufjörður: Apótek Siglufjarðar
Ólafsfjörður: Versl. Valberg
Akureyri: Versl. Vaggan, Sportver
Húsavlk: Kf. Þingeyinga • Egilsstaðir: Kf. Héraðsbúa
Neskaupsstaður: Lœkurinn • Eskifjörður: Esklkjör
Höfn: Verslunln Lónið • Hvolsvöllur: Kf. Árnesinga
Porlákshöfn: Rás hf. • Vestmannaeyjar: Tölvubær
Garðun Raflagnavinnust. Sigurðar Ingvarssonar
Keflavik: Bústoð • Grindavlk: Versl. Palóma
Reykjavfk: Barnaheimur, Fatabúóin, Húsgagnahöllin,
Marco, Versl. Hjólið (Eiðistorgi)
ERLENT
Reglum breytt
um ræður Dana-
drottningar
DANSKA ríkisstjórnin samþykkti
fyrr á þessu ári nýjar reglur um
ræður er drottningin heldur. Felst
í þeim að Danadrottning mun í
framtíðinni ekki tjá sig um pólitísk
málefni líðandi stundar.
Samkomulag um þetta náðist
milli fulltrúa danska forsætis- og
utanríkisráðuneytisins en málið
hafði komið til umræðu eftir að
vandamál höfðu komið upp í
tengslum við ræðu er drottning
hélt er Lettlandsforseti kom í opin-
bera heimsókn til Danmerkur.
Danska forsætisráðuneytið fékk
ræðuna til yfirlestrar og ákvað að
stroka út kafla þar sem lýst er
yfir stuðningi Dana við aðild Eyst-
rasaltsríkjanna að Evrópusam-
bandinu og NATO. Þótti þetta of
viðkvæmt þar sem leiðtogar
Bandaríkjanna og Rússlands hitt-
ust á sama tíma i Helsinki.
Ræðan hafði hins vegar þegar
verið send út til fjölmiðla og kom
því í ljós að hún hafði verið rit-
skoðuð. Leiddi þetta til pólitískra
deilna í Danmörku um það hversu
víðtækar pólitískar yfirlýsingar
drottning mætti vera með í ræðum
sínum.
Drottning tjái sig einungis um
mál sem ekki eru í deiglunni
i
í
i
Niðurstaðan varð sú að settar
hafa verið reglur um að drottning-
in geti einungis tjáð sig um póli-
tísk málefni, sem ekki eru í deigl-
unni þá stundina. Var það gert til
að koma í veg fyrir að drottning
eigi á hættu að dragast inn í póli-
tíska dægurmálaumræðu. Þá var
jafnframt ákveðið að danska utan-
ríkisráðuneytið sjái áfram um að
samþykkja ræður þær er drottning
flytur opinberlega.
í
I:
i
Skoðanakönnun í Noregi
menn þinga
áKúbu
UM 10.000 manns hvaðanæva úr
heiminum komu saman nálægt
háskólanum í Havana í fyrradag
þegar níu daga alþjóðleg hátíð
vinstrisinnaðra ungmenna og
námsmanna hófst í borginni. Fid-
el Castro, leiðtogi Kúbu, setti
hátiðina, sem var síðast haldin
árið 1989 í Pyongyang, höfuð-
borg Norður-Kóreu, fyrir hrun
kommúnismans í Austur-Evrópu.
Margir gestanna héldu á fánum
og myndum af byltingarmannin-
um „Che“ Guevara.
Jagland nýtur
mests stuðnings
Osló. Reuter.
THORBJ0RN Jagland, forsætis-
ráðherra ríkisstjórnar Verka-
mannaflokksins í Noregi, er vinsæl-
astur stjórnmálamanna þar í landi
en almennar þingkosningar verða í
september. Kemur þetta fram í
skoðanakönnun, sem birt var í gær.
Samkvæmt könnuninni, sem
unnin var fyrir Arbeiderbladet, vill
41% kjósenda helst sjá Jagland í
forsætisráðherrastólnum en 22%
telja Kjell Magne Bondevik, leiðtoga
Kristilega þjóðarflokksins, hæf-
astan í embættið. Johan J. Jakobs-
en, leiðtogi Miðflokksins, fékk
stuðning 9%. Aðrir voru óákveðnir.
Arbeiderbladet sagði um þessa
niðurstöðu, að staða Jaglands væri
augljóslega mjög sterk en flokkur
hans, Verkamannaflokkurinn, er
langstærsti flokkurinn á þingi. í
kosningunum 15. september mun
baráttan aðallega standa á milli
hans og þriggja miðflokka, Kristi-
lega þjóðarflokksins, Miðflokksins
og Venstre, sem stefna að því að
mynda stjóm saman.
Mjótt á mununum
í kosningunum 1993 fékk Verka-
mannaflokkurinn 36,9% atkvæða
en skoðanakönnun í síðasta mánuði
sýndi, að hann nyti aðeins stuðn-
ings 30,6%. Þá fengu fýrrnefndir
miðflokkar samtals 28,8%.
Miðflokkamir vilja nota meira
af olíuhagnaðinum til að efla skóla-
kerfið og bæta samgöngur en
Verkamannaflokkurinn vill hins
vegar setja allan rekstrarafgang
ríkisins á þessu ári, sem er áætlað-
ur um 570 milljarðar ísl. kr., í sér-
stakan sjóð, sem fjárfestir í erlend-
um verðbréfum.
Reuter
Vinstri-
Vill sættast
við Díönu
London. Reuter.
SARAH Ferguson eða Fergie,
hertogayiya af York, vill sættast
við fyrrverandi svilkonu sína, Dí-
önu prinsessu, en þær hafa varla
talast við í átta mánuði eða síðan
hertogaynjan gaf út ævisögu sína.
„Ég ann henni af öllu mínu
hjarta,“ sagði Fergie í Daily Tel-
egraph í gær en í sjálfsævisögu
sinni sagði hún, að hún hefði feng-
ið vörtur á fæturna eftir að hafa
gengið í skóm af Díönu. Því hefur
prinsessan ekki gleymt og ekki
heldur, að Fergie kvaðst dást að
Karli prins, „þeim merkilega
manni".
Fergie segir, að í einangrun
sinni í Buckingham-höll hafi hún
átt fáa vini aðra en Díönu og sam-
an hafi þær hlegið og grátið.
Þótt margt hafi breyst síðan,
muni hún ávallt verða velkomin.
Kemur þetta fram í vikulegum
dálki, sem Fergie skrifar í Daily
Telegraph.
Pot fari fyrir við-
urkenndan dómstól
Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sfmi: 581 4670
Singapúr. Reuter.
MADELEINE Albright, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði í
gær að Pol Pot, fyrrum leiðtogi
Rauðu khmeranna í Kambódíu,
væri stríðsglæpamaður og hann
ætti að leiða fyrir viðurkenndan
dómstól.
Myndbandsupptaka af réttar-
höldum Rauðu khmeranna yfir Pol
Pot á föstudag var sýnd á banda-
rísku sjónvarpsstöðinni ABC á
mánudagskvöld. Á myndinni sést
hvar Pol Pot er dæmdur í lífstíðar-
stofufangelsi fyrir „þjóðarmorð“
og er að því loknu leiddur á brott.
Albright sagði í gær að hún hefði
ekki séð myndbandsupptökuna, og
ekki væri ljóst hvaða þýðingu at-
burðurinn hefði.
Hún sagði að Bandaríkjastjórn
teldi mikilvægt að Pol Pot yrði
leiddur fyrir dómstól sem væri gild-
ur að alþjóðalögum, og embættis-
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
menn leituðu nú leiða til að tryggja
það.
Bandaríkjastjóm hefur lýst yfir
stuðningi við viðleitni Samtaka
Suðaustur-Asíuríkja til að koma á
sáttum í Kambódíu. Albright sagði
í gær að megináhersla yrði lögð á
að telja Hun Sen, forsætisráðherra
landsins, á að halda fijálsar kosn-
ingar í maí á næsta ári, eins og
áformað væri.
Pol Pot
Albright
Umdeild húskynding
Stokkhólmi. Reuter.
HVERNIG skyldi fólki líka að
ylja sér við brennandi lík ástvina
sinna? Illa segja flestir Svíar og
margir eru æfír eftir að það
spurðist út, að hitinn í tveimur
líkbrennslustöðvum væri notaður
til að kynda íbúðarhús.
Upplýst hefur verið, að eldur-
inn í líkbrennslustöð í Borás hafi
verið notaður meðal annars til að
hita upp heimili 50.000 manna
síðasta hálfa árið en það var þó
ekki fyrr en líkbrennslustöð í
Helsingborg fór að dæmi hennar,
að mótmælin byijuðu.
„Þetta snýst um virðingu fyrir
hinum látnu og ástvinum þeirra,“
sagði presturinn Lennart Nilsson
í viðtali við dagblaðið Expressen
í gær. „Fólk gæti til dæmis farið
að velta því fyrir sér á köldum
vetrardegi hvort það væri Astrid
heitin frænka, sem yljaði því að
þessu sinni.“
Talsmaður líkbrennslunnar í
Helsingborg sagði, að þetta
fyrirkomulag væri mjög um-
hverfisvænt og yfirmaður orku-
mála í Borás sagði málið allt
orðum aukið enda kæmi mestur
hitinn frá líkbrennsluofnunum
sjálfum.
166vörurmeð [
evrópsku um-
hverfismerki
FRAMLEIÐENDUR 166 neyt-
endavara hafa nú fengið leyfi
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins til að nota blómið, um-
hverfismerki ESB, á vörur sínar.
í fréttatilkynning-
unni frá fram-
kvæmdastjórninni
segir að líklegá
muni vörum með
umhverfismerkinu
enn íj'ölga á næstu
mánuðum.
Fyrirtæki geta
sótt um umhverf-
ismerkingu á vörur sínar til að
sýna almenningi að þær uppfylli
ströngustu kröfur um umhverfis-
vernd. Jafnframt þjónar merkið
þeim tilgangi að neytendur geti
tekið upplýsta ákvörðun um kaup
á vöru, að sögn framkvæmda-
stjómarinnar.
„Hin afar jákvæðu viðbrögð frá
framleíðendum á undanförnum
mánuðum sýna að lögmál fram-
boðs og eftirspurnar á fijálsum
markaði vinna nú með fyrirtækj-
E V C I
um, sem hafa sótt um umhverfis-
merki Evrópusambandsins," segir
í tijkynningunni. t
í marz síðastliðnum fékk inn- |
flytjandi í fyrsta sinn leyfi til að ||
nota umhverfísmerkið. Þar var um ||
að ræða hollenzka innflutningsfyr-
irtækið Frenko Verkoopmij, sem
flytur inn þvottavélar. Þá hefur
sænska fyrirtækið Nordsjö fengið
umhverfísmerkingu á fjórar gerðir
innanhússmálningar. Merkið hefur
einnig nýlega verið veitt fjórum
fyrirtækjum, sem sjá franska póst-
verzlunarfyrirtækinu Les 3 Suisses W
fyrir rúmfötum, og franska fyrir- r
tækinu Reckitt & Colman, sem 0
framleiðir nýtt umhverfisvænt p
þvottaefni.