Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYÍMDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP £ C Góður boltí! MYNDBÖND V andaðar myndir Þruma (Blow out)________________ Sakamálamynd ★ ★ ★ ‘A Framleiðandi: George Litto. Leik- stjóri og handritshöfundur: Brian De Palma. Kvikmyndataka: Vilmos Zsigmond. Tónlist: Pino Donaggio. Aðalhlutverk: John Travolta, Nancy Allen og John Lithgow. 104 mín. Bandaríkin. Orion Pictures 1981/Háskólabíó 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. JOHN Travolta leikur hljóðmanninn Jack Terry sem verður vitni að og hljóðritar um leið þegar forsetafram- bjóðandi keyrir út í á. Honum tekst að bjarga ungri konu úr flakinu, en frambjóðand- inn deyr. Jack er beðinn að þegja yfir atburðinum, og það á eftir að reynast honum erfitt að reyna að fá sannleikann fram í dagsljósið. Þessi mynd er vönduð á allan hátt og tilvalin til endurútgáfu. Kvikmyndatakan er mjög skemmti- leg, sérstaklega í atriðunum það sem Jack er við hljóðupptökur, því hlut- irnir eru kvikmyndaðir eins og Jack heyrir þá. Myndin er þá farin að þjóna hljóðinu en ekki öfugt eins og oftast er. De Palma skilar sínu vel eins og hans er von og vísa, en HÁSKÓLABÍÓ hefur í þessum mánuði tekið upp þá nýlundu að gefa út á myndbandi eldri myndir sem nutu mikilla vin- sælda á sínum tíma, undir yfir- skriftinni „Sjáið þessar aftur“. Þetta er skemmtileg tilbreyt- ing og vonandi verður fram- þó án þess að vera sérstaklega frum- legur eins og félagar hans Scorsese og Coppola eða peningamaskína eins og Spielberg. En ásamt George Lucas höfðu þessir leikstjórar mikil áhrif á Hollywood-iðnaðinn á sínum tíma. Hann hefur verið sagður líkja eftir Hitchcock, en mér finnst það rangt því þótt hann geri glæpa- myndir hefur hann sinn stíl og við- fangsefni. Myndmiðillinn leikur oft stórt hlutverk í myndum De Palma, og er það einnig þannig hér. De Palma hefur valið leikarana vel. Nancy Allen hafði þegar leikið í tveimur myndum fyrir hann, en hann er að fela ungum dansara sitt fyrsta dramatíska hlutverk, og stendur hann sig mjög vel. Auk þess að sýna góðan leik er hann heillandi ungur maður, og það er hreint ótrúlegt að hann skuli hafa þurft að bíða í 15 ár til þess að fá aftur gott hlutverk. Vinsældir Johns Travolta undanfarið eru einnig ærin ástæða til að sýna hann á sínum fyrri árum, og myndin verður sjálf- sagt mikið leigð. John Lithgow leik- ur morðingja og gerir það af snilld. Sagan er sérstök að því leyti að hún hefur engan veginn hefðbundna uppbyggingu. í fyrstu álítur áhorf- andi hana fjalla um spillingu meðal stjórnmálamanna. Það leysist upp fljótt og verður sagan eftir það flótti undan morðingja. Að öðru leyti fjall- ar sagan ekkert um sérstaklega frumlega hluti, en hún býr yfir skemmtilegum persónum og endir- inn er ansi óvenjulegur og háðskur. hald á. Það er riðið á vaðið með „Terminator" og „Blow out“ sem að mínu mati er ágæt- is val þótt þær hafi staðist tímans tönn misjafnlega vel, en mæli þó með þeim báðum til að rifja upp gamlar minn- ingar. Tortímandinn (Terminator)______________ Spcnnumynd ^ + Framleiðandi: Pacific Western. Leikstjóri: James Cameron. Hand- ritahöfundar: James Cameron og Gale Anne Hurd. Kvikmyndataka: Adam Greenberg. Förðunarbrellur: Stan Winston. Aðalhlutverk: Amold Schwarzenegger, Linda Hamilton og Michael Biehn. 103 Mín. Banda- ríkin. Orion Pictures 1985/Háskóla- bíó 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. MYNDIN hefst í framtíðinni þegar kjarnorkustytjöld hefur öllu eytt og vélarnar tekið völdin. Eina von eftirlifandi mann- vera er John Con- nor sem hvetur fólkið til að rísa upp gegn vélun- um. Vélamar kunna ráð við þvi og senda Tor- tímandann aftur í tímann til að gera út um Söruh Con- nor tilvonandi móður Johns. Flestir kvikmynda- og afþreying- arunnendur þekkja þessa kvikmynd og hafa séð hana á sínum tíma, nema þá nýjasta kynslóð myndbandaáhorf- enda. Margir minnast þeirrar hrifn- ingar sem myndin vakti hjá þeim á sínum tíma, en ég efast um að yngri kynslóðunum muni jafnmikið finnast til hennar koma. Það sem eyðileggur fyrir Tortímandanum, sem var vissu- lega frumleg og hugmyndrík mynd á sínum tíma, er að fjöldinn allur af kvikmyndagerðarmönnum hafa stolið hinu og þessu úr myndinni og flest atriði hennar orðin að klisjum. Því miður. Það mætti spyija sig hvort það sé tímabært að gefa hana út á nýjan leik. Það hefði líkast til mátt bíða ögn lengur þar til hún yrði enn fornfá- legri og komin í hring. Það er gaman að sjá Schwarzen- egger mun bústnari en hann er nú og hann er hreint ótrúlegur á að líta. Það reynir ekki mikið á hina stórkost- legu leikhæfíleika hans en hann skilar sína vel. Biehn og Hamilton eru ágæt, án þess að vera neitt sérstaklega heillandi, og stundum nokkuð væmin. Sagan er ansi góð, það verður ekki af henni tekið. Og eftir að hafa horft á hana er ekki vitlaust að skella Tor- tímandanum 2 í tækið, því hún er eiginlega betri. Sjáið þessar aftur Merkis- mynd Einu sinni var í Vestrinu - 1968 Once Upon a Time in the West ÞESSI mynd eftir Sergio Leone var gerð þegar framleiðsla ítalskra vestra stóð í blóma, og er álitin besti „spaghetti" vestrinn sem gerður hefur verið. Eins og aðrar kvikmyndir leik- stjóra Leone, er hún sneisafull af formfögru ofbeldi og grimmd. Söguþráðurinn læðist um í veröld þar sem örlögin ráða ferðinni. Mannlegar hvatir eru græðgi, svik, heiður og orðstír, ásamt óumflýj- anlegri þörf fyrir hefnd. En þessar myndir má ekki taka alvarlega. Spaghettivestrar eru meðvitaðar parodíur, sem byrjað var að gera upp úr 1960, eftir að Ameríkanar fóru að spyija sig um réttmæti goðsagnarinnar um villta vestrið. Leone vildi subbuskap og óheiðar- leika sem hið vanalega hegðunar- mynstur hetjanna, og myndir hans eru fullar af illa hirtum dijólum sem ættaðir eru úr hroilvekjum. Einu sinni í vestrinu er öfga- fyllsta myndin hans, mjög hæg- geng, stílhrein, vestrahug- myndaflugið á fyllirýi í lita- veislu haldinni í endalausu landslagi. Clint Eastwood er reyndar fjarri góðu gamni, en Henry Fonda er frábær í hlutverki eins ógeðfelldasta glæpafor- ingja hvíta tjaldsins. Upphafskynning mynd- arinnar spannar heilar 12 mínútur, og lýsir Leone stflnum vel. Atburðarásin er ekki aðalatriðið heldur viðbrögð þögulla persóna undir smásjá leikstjórans; vatnsdropar falla á hattinn hjá Woody Strode, og Jack Elman á í stríði við flugu. Þetta þykir Leone áhuga- verðara er skotbardaginn sem þeir lenda í seinna í myndinni. I þessari mynd heiðrar Leone sögu vestramynd- anna, með ýmsum vísbend- ingum í þekkta vestra. Strode, Elman og Fonda eru m.a. þauireyndir kúrekar og minna á John Ford myndirnar. Um leið leikur Leone sér að sið- venjum villta vestursins, og skap- ar nýja útgáfu af því sem er ansi ólík þeirri sem kom frá Holly- wood. Myndin naut strax mikilla vin- sælda í Evrópu og Japan, en amerískum gagnrýnendum fannst hún of hæg, og töldu ítal- ann auk þess ekki hafa þann menningarlega bakgrunn sem þyrfti tii þess að fj'alla um ameríska sögu. Það breytir því ekki að í dag er myndin „költ“ þar ytra, og talin einn besti vestri kvikmyndasögunn- ar. Leikstjóri: Sergio Leone. Handrit: S.Leone og S.Donati. Kvikm.taka: Tonino Delli Colli. Tónlist: Ennio Morricone. Leikarar: Henry Fonda, Claudia Cardinale, Jason Robards og Charles Bronson. Samdrátt- ur í Asíu Á MEÐAN evrópskir kvikmyndagerð- armenn, t.d. tjóðveijar, njóta aftur vinsælda í heimalöndum sínum eiga margir starfsbræður þeirra í Asíu undir högg að sækja. Bandarískar kvikmyndir virðast nú höfða meira til Asíubúa en innlend framleiðsla. Samt er ekki hægt að kenna út- breiðslustefnu Hollywood um það. Samkeppni við sjónvarpsstöðvar og kapalkerfi hefur aukist í Asíu, verr gengur að fjármagna innlenda fram- leiðslu og marga kvikmyndagerðar- menn virðist vanta eitthvað^ nýtt og ferskt til að heilla bíógesti. Ákveðnar gerðir kvikmynda hafa verið burðarás kvikmyndaframleiðslu í t.a.m. Ind- landi (söng- og dansævintýri), Hong Kong (ódýrar bardagamyndir) og Malasíu (drama á félagslegum nót- um). Nú er hins vegar kominn leiði í áhorfendur og þeir horfa frekar á sjónvarp eða myndbönd. Sumir fram- leiðendur bregðast við með því að draga úr útlögðum kostnaði við mynd- irnar sem skilar sér oft í minni gæð- um. Því streyma bíógestir á glans- myndir frá Hollywood. Framleiðslan í Indlandi hefur meira að segja dregist töluvert saman síð- ustu ár. Á síðasta ári kom 681 kvik- mynd á markaðinn, sem mörgum fínnst örugglega meira en nóg, en miðað við 948 myndir árið 1990 er þetta mikill samdráttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.