Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Hluthafar í Lesmáli stefna að því að kaupa hlut Tilsjár í Helgarpóstinum Stjórnin fellur frá forkaupsrétti MEIRIHLUTI stjórnar Lesmáls ehf., sem gefur út Helgarpóstinn, sam- þykkti í gær tillögu Valþórs Hlöð- verssonar stjórnarformanns um að stjórnin félli frá forkaupsrétti að hlutabréfum Tilsjár ehf. í Helgar- póstinum. Páll Vilhjálmsson, ritstjóri Helgarpóstsins, segir að aðrir hlut- hafar muni ganga inn í kaupin. „Þessi niðurstaða skapar okkur ákveðna erfiðleika því ef okkar til- laga hefði náð fram að ganga hefði Lesmál keypt hlut Tilsjár og við síð- an af félaginu. Núna er okkur stillt upp við vegg. Einhver okkar þarf að ganga fram fyrir skjöldu og ganga inn í samninginn. Mjög senni- lega verður það annaðhvort ég eða Árni Björn Ómarsson, en við erum stærstu hluthafarnir," sagði Páll. Páll sagði að þeir myndu nota þann frest sem þeir hefðu sam- kvæmt samþykktum félagsins til að nýta forkaupsréttinn. Fresturinn er tveir mánuðir. Gagnrýnir Alþýðubandalagið Á stjórnarfundinum greiddi Ólaf- ur Þórðarson, sem er skráður fyrir 5% hlutafjár í Lesmáli, atkvæði með Valþóri Hlöðverssyni, en það nægði til að tillagan var samþykkt. Jafn- framt sagði Ólafur sig úr stjóminni, en hann var áður starfsmaður blaðs- ins. Páll sagði að framkoma Alþýðu- bandalagsins í þessu máli væri fyrir neðan allar hellur. „Þeir sem bera ábyrgð á Tilsjá eru að reyna að sauma að okkur og hræra í okkar félögum. Þeir hafa kallað menn afs- íðis og ýmist verið með blíðmælgi eða hótanir. Skýringin á þessu er sú, að mínu mati, að þetta er hluti af samningum og baksamningum sem voru gerðir milli þriggja aðila, Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Frjálsrar fjölmiðlunar. í þeim samn- ingum er kveðið á um að annað- hvort skuli núverandi forsvarsmönn- um Helgarpóstsins bolað í burtu eða blaðinu lokað. Kjölfestan í þessu, ég, Árni Björn og fjölskyldur okkar, sem eigum rúmlega 40%, látum engan bilbug á okkur finna.“ Gert ráð fyrir að ísafold prenti Helgarpósturinn var prentaður í prentsmiðjunni Isafold í síðustu viku og sagðist Árni Bjöm Ómarsson, framkvæmdastjóri útgáfunnar, gera ráð fyrir að hann yrði prentaður þar í þessari viku, en blaðið á að koma út á morgun. Aðspurður hvort til skoðunar væri að leita til annarra prentsmiðja sagði hann svo ekki vera þessa dagana. Þó einhverju sinni hafi komið til tals að fá blaðið prentað í prentsmiðju Morgunblaðs- ins væri það ekki inni í myndinni í dag. „Við erum enn í samningavið- ræðum við Odda og ísafold um fram- tíðarprentun," sagði Árni Björn. Eyjólfur Sveinsson, framkvæmda- stjóri Fijálsrar íjölmiðlunar sem á ísafoldarprentsmiðju, sagði að prentsmiðjan myndi prenta Helg- arpóstinn ef eigendur blaðsins ættu fyrir prentkostnaði. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri Álitsgerð lögmanns- ins til skoðunar „ÞETTA er löng og mikil álitsgerð sem er í skoðun hjá okkur og með- an svo er sé ég ekki ástæðu til að segja neitt um hana,“ sagði Þor- geir Pálsson flugmálastjóri að- spurður hvort hann vildi tjá sig eitt- hvað um greinargerð Ástráðs Har- aldssonar hrl. um mál flugumferð- arstjóra. Fram hefur komið að flugmála- stjóri teldi hugsanlegt að flugum- ferðarstjóranum yrði veitt áminning fyrir að neita flugvélum um flug- heimild að morgni 12. júlí þegar 5 af 6 flugumferðarstjórum höfðu boðað veikindi þann dag en flug- umferðarstjórinn var þá að Ijúka næturvakt sinni. Flugmálastjóri sagði að ákvörðum um slíka áminn- ingu yrði ekki tekin strax. Talsvert magn stera fannst LÖGREGLAN í Reykjavík gerði hús- leit í líkamsræktarstöð í austurborg- inni á mánudag og fann þar talsvert magn stera. Einn eigenda likams- ræktarstöðvarinnar var handtekinn á heimili sínu I Kópavogi en sleppt aftur eftir skýrslutöku í gær. Húsleit var einnig gerð f húsi í Kópavogi í fyrrakvöld og þar fund- ust sterar. Húsráðandi var handtek- inn og færður til skýrslutöku en sleppt að henni lokinni. Hann teng- ist ekki líkamsræktarstöðinni. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns eru efnin í greiningu hjá tæknideild lög- reglunnar. Málið verður sent ríkissak- sóknara strax að rannsókn lokinni. TVÖFÖLD ÁNÆGJA MEÐ KREMI Á MILLI ltröiU mest selda kex á íslandi FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli SKIPHERRANN, Sigurður Steinar Ketilsson, sýndi Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra og Haf- steini Hafsteinssyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, skipið við heimkomuna í gær. Sigurður Steinar Ketilsson skipherra eftir breytingar á Tý Miklu rólegra og þægilegra í sjó VARÐSKIPIÐ Týr kom tU Reykjavíkurhafnar í gær eftir endurbætur sem fram fóru á skipinu í Póllandi síðustu vik- urnar. Sigurður Steinar Ketils- son skipherra segir að eftir heimsiglinguna sé ljóst að skipið fari mun betur í sjó en áður. Endurbætumar á Tý fóra fram hjá pólsku skipasmíðastöð- inni Morska Stocznia Rem- ontowa í borginni Swinopjscie en í útboði á vegum Ríkiskaupa kom hagstæðast tilboð þaðan. Tók verkið rúman mánuð. Haf- steinn Hafsteinsson, forsljóri Landhelgisgæslunnar, tjáði Morgunblaðinu að það hefði kostað kringum 15 milljónir króna. Meðal framkvæmda á Tý var eftirfarandi: Lokað var göngum og afturþilfari undir þyrlupalli en við það skapast meira öryggi fyrir áhöfnina við störf á aftur- þilfari. Tekur skipið nú engan sjó inn á sig þar en áður var talsverð hætta á því. Athafna- svæðið þar verður stærra og sömuleiðis stækkar þyrlupallur- inn. Getur Sif nú lent á þyrlu- pallinum og verða lendingar auðveldari og öruggari. Þá var útsýnisturninum á skipinu breytt. Efst á hann var sett rad- arkúla úr trefjaplasti en með því eru bæði radar og ýmis loft- net varin fyrir ísingu og hvas- sviðri sem eykur öryggi skips og áhafnar en nokkrum hita er jafnan haldið í kúlunni. Einnig var færð til ballest og settir veltiuggar á skipið. Hafsteinn Hafsteinsson sagði að með fram- kvæmdunum væri fyrst og fremst miðað að því að auka öryggi áhafnar og skipsins. „Skipið er miklu rólegra í sjónum en áður og þó að það eigi eftir að reyna mun meira á það í slæmu veðri var nógu mik- il suðvestan undiralda við Suðurland til að sannfæra mig um það,“ sagði Sigurður Steinar Ketilsson skipherra við komuna til hafnar í gær og sagði að skip- ið væri þægilegt í sjó. Sagði hann það hafa lagast og lengi hefði þess verið beðið að fá fjár- veitingar í þessar breytingar sem skiptu máli, bæði fyrir ör- yggi áhafnar og sjóhæfni skips- ins. „Ég er geysilega ánægður með breytingamar og er sann- færður um að skipið á eftir að reynast vel í slæmu sjólagi,“ segir skipherrann einnig. Týr er því tilbúinn til starfa á ný fyrir Landhelgisgæsluna og heldur af stað eftir hafnarfrí NÝR svipur er á Tý með til- komu radarkúlunnar. áhafnarinnar. Hún sigldi skip- inu til Póllands og náði i það aftur og tóku flestir frí á með- an. Svipaðar breytingar fara einnig fram á Ægi sem þegar er lagður af stað til Póllands. Týr er 22 ára gamalt skip og Ægir 29 ára. Ingvar Kristjáns- son, forstöðumaður skipatækni- deildar, annaðist eftirlit með framkvæmdunum fyrir hönd Landhelgisgæslunnar og Magn- ús Smith, starfsmaður Atlas, sem er umboðsmaður skipa- smíðastöðvarinnar, fylgdist einnig með verkinu en á stund- um voru allt að 100 manns við störf í skipinu í einu. Árni Sigfússon, oddviti Sjáifstæðisflokks Slæm fjárhagsstaða þrátt fyrir stór orð „ÞRÁTT fyrir stór orð um sterka fjármálastjóm sýnir sig að fjárhag- ur borgarinnar er ekki með þeim hætti," sagði Ámi Sigfússon, odd- viti Sjálfstæðisflokks í borgar- stjóm, en í yfirliti borgarhagfræð- ings yfir fyrstu sex mánuði ársins kemur fram að 630 milljóna króna halli verði líklega á borgarsjóði á þessu ári. Samkvæmt fjárhagsá- ætlun borgarinnar fyrir árið 1997 var gert ráð fyrir 13.915 miHjóna króna tekjum á árinu en borgarhag- fræðingur telur líklegt að tekjumar verði 14.600 milljónir eða 685 millj- ónir umfram fjárhagsáætlun. Ámi benti á að í áætlun borgar- hagfræðings væri gert ráð fyrir sölu eða tilflutningi á 230 leigu- íbúðum í eigu borgarinnar, að verð- mæti 800 millj. yfir til Félagsbú- staða hf. „í raun er því ekki ein- ungis verið að tala um 630 milljóna króna halla heldur einnig 800 millj- óna króna tilflutning sem kemur til frádráttar á fjárfestingarkostn- aði og þrátt fyrir tæplega 700 milljóna tekjuauka vegna góðæris erum við að horfa á þennan halla,“ sagði hann. „Það er allt annað en stóru orðin hafa fjallað um.“ í yfirliti borgarhagfræðings er tekið fram að ekki sé gert ráð fyrir breytingum á tekjum af sölu eigna, sem yrðu við yfirfærslu 768 almennra leiguíbúða til Félagsbú- staða hf., í stað þeirra 230 íbúða sem þegar hefur verið ákveðið að selja fyrirtækinu. Sagði Ámi að ef til þess kæmi að íbúðirnar 768 yrðu fluttar hefði það í för með sér breytingar í fjárfestingum sem gæfu rúmlega 3ja milljarða króna betri fjárhagsstöðu hjá borgar- sjóði. „Þau virðast því ætla að leika þennan leik áfram og bæta stöðuna á pappírunum," sagði hann. I \ I | I : I i i i i fi i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.