Morgunblaðið - 30.07.1997, Page 4

Morgunblaðið - 30.07.1997, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Hluthafar í Lesmáli stefna að því að kaupa hlut Tilsjár í Helgarpóstinum Stjórnin fellur frá forkaupsrétti MEIRIHLUTI stjórnar Lesmáls ehf., sem gefur út Helgarpóstinn, sam- þykkti í gær tillögu Valþórs Hlöð- verssonar stjórnarformanns um að stjórnin félli frá forkaupsrétti að hlutabréfum Tilsjár ehf. í Helgar- póstinum. Páll Vilhjálmsson, ritstjóri Helgarpóstsins, segir að aðrir hlut- hafar muni ganga inn í kaupin. „Þessi niðurstaða skapar okkur ákveðna erfiðleika því ef okkar til- laga hefði náð fram að ganga hefði Lesmál keypt hlut Tilsjár og við síð- an af félaginu. Núna er okkur stillt upp við vegg. Einhver okkar þarf að ganga fram fyrir skjöldu og ganga inn í samninginn. Mjög senni- lega verður það annaðhvort ég eða Árni Björn Ómarsson, en við erum stærstu hluthafarnir," sagði Páll. Páll sagði að þeir myndu nota þann frest sem þeir hefðu sam- kvæmt samþykktum félagsins til að nýta forkaupsréttinn. Fresturinn er tveir mánuðir. Gagnrýnir Alþýðubandalagið Á stjórnarfundinum greiddi Ólaf- ur Þórðarson, sem er skráður fyrir 5% hlutafjár í Lesmáli, atkvæði með Valþóri Hlöðverssyni, en það nægði til að tillagan var samþykkt. Jafn- framt sagði Ólafur sig úr stjóminni, en hann var áður starfsmaður blaðs- ins. Páll sagði að framkoma Alþýðu- bandalagsins í þessu máli væri fyrir neðan allar hellur. „Þeir sem bera ábyrgð á Tilsjá eru að reyna að sauma að okkur og hræra í okkar félögum. Þeir hafa kallað menn afs- íðis og ýmist verið með blíðmælgi eða hótanir. Skýringin á þessu er sú, að mínu mati, að þetta er hluti af samningum og baksamningum sem voru gerðir milli þriggja aðila, Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Frjálsrar fjölmiðlunar. í þeim samn- ingum er kveðið á um að annað- hvort skuli núverandi forsvarsmönn- um Helgarpóstsins bolað í burtu eða blaðinu lokað. Kjölfestan í þessu, ég, Árni Björn og fjölskyldur okkar, sem eigum rúmlega 40%, látum engan bilbug á okkur finna.“ Gert ráð fyrir að ísafold prenti Helgarpósturinn var prentaður í prentsmiðjunni Isafold í síðustu viku og sagðist Árni Bjöm Ómarsson, framkvæmdastjóri útgáfunnar, gera ráð fyrir að hann yrði prentaður þar í þessari viku, en blaðið á að koma út á morgun. Aðspurður hvort til skoðunar væri að leita til annarra prentsmiðja sagði hann svo ekki vera þessa dagana. Þó einhverju sinni hafi komið til tals að fá blaðið prentað í prentsmiðju Morgunblaðs- ins væri það ekki inni í myndinni í dag. „Við erum enn í samningavið- ræðum við Odda og ísafold um fram- tíðarprentun," sagði Árni Björn. Eyjólfur Sveinsson, framkvæmda- stjóri Fijálsrar íjölmiðlunar sem á ísafoldarprentsmiðju, sagði að prentsmiðjan myndi prenta Helg- arpóstinn ef eigendur blaðsins ættu fyrir prentkostnaði. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri Álitsgerð lögmanns- ins til skoðunar „ÞETTA er löng og mikil álitsgerð sem er í skoðun hjá okkur og með- an svo er sé ég ekki ástæðu til að segja neitt um hana,“ sagði Þor- geir Pálsson flugmálastjóri að- spurður hvort hann vildi tjá sig eitt- hvað um greinargerð Ástráðs Har- aldssonar hrl. um mál flugumferð- arstjóra. Fram hefur komið að flugmála- stjóri teldi hugsanlegt að flugum- ferðarstjóranum yrði veitt áminning fyrir að neita flugvélum um flug- heimild að morgni 12. júlí þegar 5 af 6 flugumferðarstjórum höfðu boðað veikindi þann dag en flug- umferðarstjórinn var þá að Ijúka næturvakt sinni. Flugmálastjóri sagði að ákvörðum um slíka áminn- ingu yrði ekki tekin strax. Talsvert magn stera fannst LÖGREGLAN í Reykjavík gerði hús- leit í líkamsræktarstöð í austurborg- inni á mánudag og fann þar talsvert magn stera. Einn eigenda likams- ræktarstöðvarinnar var handtekinn á heimili sínu I Kópavogi en sleppt aftur eftir skýrslutöku í gær. Húsleit var einnig gerð f húsi í Kópavogi í fyrrakvöld og þar fund- ust sterar. Húsráðandi var handtek- inn og færður til skýrslutöku en sleppt að henni lokinni. Hann teng- ist ekki líkamsræktarstöðinni. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns eru efnin í greiningu hjá tæknideild lög- reglunnar. Málið verður sent ríkissak- sóknara strax að rannsókn lokinni. TVÖFÖLD ÁNÆGJA MEÐ KREMI Á MILLI ltröiU mest selda kex á íslandi FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli SKIPHERRANN, Sigurður Steinar Ketilsson, sýndi Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra og Haf- steini Hafsteinssyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, skipið við heimkomuna í gær. Sigurður Steinar Ketilsson skipherra eftir breytingar á Tý Miklu rólegra og þægilegra í sjó VARÐSKIPIÐ Týr kom tU Reykjavíkurhafnar í gær eftir endurbætur sem fram fóru á skipinu í Póllandi síðustu vik- urnar. Sigurður Steinar Ketils- son skipherra segir að eftir heimsiglinguna sé ljóst að skipið fari mun betur í sjó en áður. Endurbætumar á Tý fóra fram hjá pólsku skipasmíðastöð- inni Morska Stocznia Rem- ontowa í borginni Swinopjscie en í útboði á vegum Ríkiskaupa kom hagstæðast tilboð þaðan. Tók verkið rúman mánuð. Haf- steinn Hafsteinsson, forsljóri Landhelgisgæslunnar, tjáði Morgunblaðinu að það hefði kostað kringum 15 milljónir króna. Meðal framkvæmda á Tý var eftirfarandi: Lokað var göngum og afturþilfari undir þyrlupalli en við það skapast meira öryggi fyrir áhöfnina við störf á aftur- þilfari. Tekur skipið nú engan sjó inn á sig þar en áður var talsverð hætta á því. Athafna- svæðið þar verður stærra og sömuleiðis stækkar þyrlupallur- inn. Getur Sif nú lent á þyrlu- pallinum og verða lendingar auðveldari og öruggari. Þá var útsýnisturninum á skipinu breytt. Efst á hann var sett rad- arkúla úr trefjaplasti en með því eru bæði radar og ýmis loft- net varin fyrir ísingu og hvas- sviðri sem eykur öryggi skips og áhafnar en nokkrum hita er jafnan haldið í kúlunni. Einnig var færð til ballest og settir veltiuggar á skipið. Hafsteinn Hafsteinsson sagði að með fram- kvæmdunum væri fyrst og fremst miðað að því að auka öryggi áhafnar og skipsins. „Skipið er miklu rólegra í sjónum en áður og þó að það eigi eftir að reyna mun meira á það í slæmu veðri var nógu mik- il suðvestan undiralda við Suðurland til að sannfæra mig um það,“ sagði Sigurður Steinar Ketilsson skipherra við komuna til hafnar í gær og sagði að skip- ið væri þægilegt í sjó. Sagði hann það hafa lagast og lengi hefði þess verið beðið að fá fjár- veitingar í þessar breytingar sem skiptu máli, bæði fyrir ör- yggi áhafnar og sjóhæfni skips- ins. „Ég er geysilega ánægður með breytingamar og er sann- færður um að skipið á eftir að reynast vel í slæmu sjólagi,“ segir skipherrann einnig. Týr er því tilbúinn til starfa á ný fyrir Landhelgisgæsluna og heldur af stað eftir hafnarfrí NÝR svipur er á Tý með til- komu radarkúlunnar. áhafnarinnar. Hún sigldi skip- inu til Póllands og náði i það aftur og tóku flestir frí á með- an. Svipaðar breytingar fara einnig fram á Ægi sem þegar er lagður af stað til Póllands. Týr er 22 ára gamalt skip og Ægir 29 ára. Ingvar Kristjáns- son, forstöðumaður skipatækni- deildar, annaðist eftirlit með framkvæmdunum fyrir hönd Landhelgisgæslunnar og Magn- ús Smith, starfsmaður Atlas, sem er umboðsmaður skipa- smíðastöðvarinnar, fylgdist einnig með verkinu en á stund- um voru allt að 100 manns við störf í skipinu í einu. Árni Sigfússon, oddviti Sjáifstæðisflokks Slæm fjárhagsstaða þrátt fyrir stór orð „ÞRÁTT fyrir stór orð um sterka fjármálastjóm sýnir sig að fjárhag- ur borgarinnar er ekki með þeim hætti," sagði Ámi Sigfússon, odd- viti Sjálfstæðisflokks í borgar- stjóm, en í yfirliti borgarhagfræð- ings yfir fyrstu sex mánuði ársins kemur fram að 630 milljóna króna halli verði líklega á borgarsjóði á þessu ári. Samkvæmt fjárhagsá- ætlun borgarinnar fyrir árið 1997 var gert ráð fyrir 13.915 miHjóna króna tekjum á árinu en borgarhag- fræðingur telur líklegt að tekjumar verði 14.600 milljónir eða 685 millj- ónir umfram fjárhagsáætlun. Ámi benti á að í áætlun borgar- hagfræðings væri gert ráð fyrir sölu eða tilflutningi á 230 leigu- íbúðum í eigu borgarinnar, að verð- mæti 800 millj. yfir til Félagsbú- staða hf. „í raun er því ekki ein- ungis verið að tala um 630 milljóna króna halla heldur einnig 800 millj- óna króna tilflutning sem kemur til frádráttar á fjárfestingarkostn- aði og þrátt fyrir tæplega 700 milljóna tekjuauka vegna góðæris erum við að horfa á þennan halla,“ sagði hann. „Það er allt annað en stóru orðin hafa fjallað um.“ í yfirliti borgarhagfræðings er tekið fram að ekki sé gert ráð fyrir breytingum á tekjum af sölu eigna, sem yrðu við yfirfærslu 768 almennra leiguíbúða til Félagsbú- staða hf., í stað þeirra 230 íbúða sem þegar hefur verið ákveðið að selja fyrirtækinu. Sagði Ámi að ef til þess kæmi að íbúðirnar 768 yrðu fluttar hefði það í för með sér breytingar í fjárfestingum sem gæfu rúmlega 3ja milljarða króna betri fjárhagsstöðu hjá borgar- sjóði. „Þau virðast því ætla að leika þennan leik áfram og bæta stöðuna á pappírunum," sagði hann. I \ I | I : I i i i i fi i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.