Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR EINHVERN tímann heyrði ég því fleygt að leikarar væru sú stétt sem bæri römmustu átthagafjötrana; tungumálið væri eitt helsta atvinnutæki þeirra - og því ættu íslensk- ir leikarar enga möguleika erlendis. Þessu hef ég svo trúað, statt og stöðugt - þang- að til mér barst í hendur dagblað frá Se- attle, sem hefur á forsíðunni grein um fjálsan leikhóp sem heitir „Murder Mis- tresses" sem má allt eins útleggja sem Morðkvendin - því eitt er vist að í hvert sinn sem íslenska leikkonan, Elfa Gísla- dóttir og stalla hennar, Stella Ireland, mæta - er framið morð. í dagblaðinu, Skagit Valley Herald, er talað um leikhús þeirra Elfu og Stellu sem eitthvert frumlegasta og skemmtilegasta leikhúsið sem í boði er (sem er ekki lítið sagt í fylki sem státar af fyrirtaks leikhús- um þar sem borgarleikhúsið f Seattle hef- ur á síðustu árum verið útnefnt sem besta leikhúsið af þeim leikhúsum sem starfa fyrir utan New York). Með þeim Elfu og Stellu starfa tveir leikarar til viðbótar, þeir Brian Young og Timothy Bradbury og leikhúsið býður upp á sex mismunandi sýningar: The Last Dinner Party, Murder at the Speakeasy, The Vampires, The Godfather’s Wedding, Showdown in Dodge City og The Pirates of Deception Pass. Leikhúsið er óvenjulegt að þvi leyti að hópurinn sýnir hvar sem er; í heimahúsum, á skemmtikvöldum hjá félagasamtökum og starfsmannafélögum á veitingahúsum og skemmtistöðum. Þær Elfa og Stella skrifa öll verkin saman og í hvert verk er skrifað út frá ákveðnu þema. í einu er unnið út frá leynilögregluþemanu, f öðru út frá vampírum, enn öðru út frá mafíuþe- manu og síðan er sjóræningjaleikrit og verk sem gerist i villta vestrinu." Elfa flutti til Kanada fyrir nokkrum árum, en söðlaði aftur um fyrir tveimur árum og flutti til Seattle og stofnaði Murd- er Mistresses með Stellu, sem hefur notið fádæma velgengni. „Það er alveg óskaplega gaman að reka eigið leikhús sem gengur vel,“ sagði Elfa þegar ég sló á þráðinn til hennar á dögunum. „Það er líka svo gott EFTIRSÓTT MORÐKVENDI íslenska leikkonan Elfa Gísladóttir rekur leikhús í Seattle í Bandarílqunum sem vakið hefur mikla at- hygli. Súsanna Svavarsdóttir sló á þráðinn til Elfu - sem svo sannarlega situr ekki auðum höndum. að vinna með frábæru fólki sem maður velur sjálfur. Við Stella höfum frá upphafi unnið mjög vel saman og höfum svo lfkt skopskyn." Bækistöðvar þeirra Elfu og Stellu er á Hope Island veitingahúsinu rétt hjá La Comer f Washingtonfylki en þær hafa ferðast vítt og breitt um fylkið með sýningar sfnar, eða eins og segir í Skagit Valley Herald; þær sýna hverjum þeim sem vantar heilbrigðan skammt af hver-er- sökudólgurinn-skemmtun f andlitið. Sýn- ingum þeirra er lýst sem óhenyu fyndnum og sérstæðum uppákomum. „Það er kostur að geta sýnt verk sem eru sérstaklega pönt- uð,“ segir Elfa, „vegna þess að þá getum við beðið fólk að koma í búningum sem hæfa verkinu. Og það vefst ekkert fyrir Bandarfkjamönnum að koma á skemmti- kvöld í sínum félagsskap í kúrekamúnder- ingum, sjóræningjamúnderingum, maffu- klæðnaði eða öðru. Þegar gestirnir mæta, spyijum við hvort þeir séu til í að vera með f sýningunni og okkur skortir aldrei þátt- takendur. Hver og einn fær sérstakt verk- efni, jafnvel setningu og síðan gengur sýn- ingin út á að plata áhorfendur og þátttak- endur. Þetta er alveg rosalega skemmti- legt.“ Þrátt fyrir velgengnina, eða eins og Skagit Valley Herald orðar það „big hits in the big city,“ hafa þær Elfa og Stella ekki hugsað sér að flytja bækistöðvar sín- ar. Elfa segir þær fyrst og fremst reka leikhúsið af ánægju, hagnaður og viðtökur séu bara bónus, áþreifanlegi þátturinn f velgengninni. „Þetta snýst ekki um að setja upp athyglisverðustu sýningu ársins, eða um það að vera stórbrotnasti listamað- urinn. Við lftum ekki á þetta sem neina keppni. Þetta snýst um að fá að vinna að okkar eigin tjáningu og fá fólk til þess að stíga út úr hvunndagslífi sínu og skemmta sér í eitt kvöld. Sýningarnar eru alltaf ólfk- ar og mikið af óvæntum uppákomum, vegna þess að áhorfendur og þátttakendur bæta sínu eigin skopskyni við sýninguna. Það getur oft orðið býsna skrautlegt." Hafið þið ekkert hugsað ykkur að koma til íslands með sýninguna? „Mig hefur langað mikið til þess að koma með sýningarnar heim og reka leikhús fyr- ir ferðamenn. Ég gældi lengi vel við að koma með hana í haust, en við erum svo þrælbókuð í allt haust að af því verður ekki - og nú er svo komið að ég veit ekki hvort eða hvenær ég get komið því við.“ Það er fleira á döfinni en vinsæla litla leikhúsið hennar Elfu, vegna þess að í haust er hún að leikstýra stórri j ólasýningpi, Jóla- ævintýri Dickens, söngleik í mjög faliegu, gömlu leikhúsi sem heitir Theatre Arts Guild. „Þetta leikhús setur upp eina svona stóra leiksýningu á ári - sem er reyndar stærsta sýningin hér um slóðir og uppseld löngu áður en hún kemur upp. Það er mik- ill heiður fyrir mig að fá þetta verkefni." Núna fyrr á árinu var leitað til Elfu um að taka við Scatchet Valley Childrens Theatre, grónu barnaleik- húsi sem setur upp fjórar sýningar á ári. „Þetta er ekki eins stórt leikhús og Theatre Arts Guild,“ segir Elfa, „en er mjög virt og skemmtilegt leikhús. Þetta var boð sem ég gat ekki staðist, vegna þess að auk þess að stýra leikhúsinu, verð ég með námskeið f leíklist fyrir böm. Þar með rætist einn af mínum gömlu draumum," segir Elfa og bætir þvf vf ð að sí ðustu árin hafi draumar sínir smám saman verið að rætast; sig hafi langað til þess að leika, leikstýra, skrifa, kenna, reka sitt eigið leikhús og stjórna leikhúsi. „Það má segja að ég hafi elt drauma mína hingað," segir hún. „Það var oft erfitt fyrstu árin hér - en það hafði nú svo sem aldrei verið neitt auðvelt heima, svo ég var orðin þrælsjóuð í að takast á við erfiðleika." í Bandaríkjunum beið lfka draumaprins- inn og f september ætlar Elfa að ganga í það heilaga. „Mig langar óskaplega rnikið til að koma heim í haust til þess að sýna manninum mfnum landið mitt. En það verð- ur að bíða, vegna þess að ég hef svo mikið að gera. En timinn líður hratt, þegar mað- ur hefur nóg af skemmtilegum og gefandi verkefnum. Ég fæ tækifæri til að koma í heimsókn fyrr en varir.“ HÉR MÁ sjá þann hóp af dularfullum karakterum sem leikhús Elfu býður upp á. Úr frændgarði Bachs TONLIST Skálholtskirkja SUMARTÓNLEIKAR Veric eftir Biber, HSndel, Joh. Christoph Bach og Joh. Bemhard Bach. Ólafur Kjartan Sigurðarson barýton; Bachsveitin í Skálholti undir forystu Jaaps Schröders fiðluleikara. Skálholtskirkju, laugardaginn 26. júlí kl. 17. SEINNI tónleikar sl. laugardags í Skálholti hófust með þýzku miðbar- okkverki, annaðhvort kantötu eða svokallaðri aríu-mótettu [tónskráin gaf þar ekkert upp], „Wie bist du denn, o Gott, in Zom auf mich ent- brannt?" eftir organleikarann Johann Christoph Bach (1642-1703). Það er ekki mikið vitað um ævi Johanns Christophs, sem eins og allir orgelleikarar Badi-ættarinnar var einnig tónskáld, en þar eð hann lauk ferlinum sem hirðtónlistarstjóri her- togans í Eisenach, hafði hann án efa veruleg áhrif á uppvaxtarár hins unga Sebastians, er mun hafa þekkt mörg verk frænda síns, m.a. hina 22 radda mótettu Es erhub sich ein Streit. Hvort Christoph hafi ritað hérumrætt söngverk fyrir 5 strengjaraddir skv. eldri hefð tókst mér ekki til að heyra með vissu, en hann þótti leggja óvenju mikla rækt við vandaða raddfærslu og var sagður hafa stundað fimm- röddun af fingrum fram á orgel. Líkt og með önnur varðveitt verk Christophs er sennilega lítt vitað hve- nær Wie bist du denn var samið. í verkinu skiptast á aríuform, söngles og arioso, og jafnframt hómófónískir og hermiraddaðir kaflar, og minnti tóntakið í sumu á Buxtehude en þó einkum á Pachelbel. Textinn var víða skemmtilega tónmálaður þegar tilefni gafst til (t.a.m. „So muss ich tief hinab fast in den Abgrund gehen,“ þar sem bassinn stakk sér skyndilega niður á botnnótu), en annars gerði höfundur hlutfallslega litlar kröfur til söngvarans. Ólafur Kjartan beitti málmklingjandi barýtonrödd sinni með viðeigandi tilfinningu, Bachsveit- in flutti sína parta af stöku öryggi, og var ekki hennar sök að verkið endaði á einkennilega snubbóttan hátt. Eitt bezta framlag Bachsveitarinn- ar að þessu sinni var í næsta verki, Sónötu (hér = hljómsveitarverki) nr. 1 úr Fidicinium Sacro-profanum („Andlegum og veraldlegum streng- leikurn") eftir Heinrich Biber (1644- 1704) í 7 örstuttum en mishröðum samhangandi þáttum að hætti canz- ónumeistara 17. aldar. Þó oft væri skipt um tempó, tókust allar innkom- ur samt snilldarvel undir innblásandi forystu Jaaps Schröders, sem virtist eftir öllu að dæma vera vel heima í stíl suðurþýzka fiðlumeistarans. Aðaltækifæri Ólafs Kjartans Sig- urðarsonar barýtons þennan laug- ardag kom með „Look down, harm- onious saint“ eftir G. F. Handel. Ef trúa má tónverkaskrá Groves, var um að ræða brot úr veraldlegri kantötu frá 1736 við ljóð eftir Hamilton til dýrðar Sesselju, dýrlingi tónlistar, og samið fyrir strengi og tenórrödd. Hvaðan útgáfan fyrir bassa kom, var því miður á huldu, en hvað sem því líður var frammistaða Ólafs Kjartans býsna tilkomumikil. Textameðferð hans var til fyrirmyndar, og vantaði aðeins herzlumun á öryggi í kóloratúr á stöðum eins og „touch ev’ry trembl- ing string," auk þess sem vart varð við óttablendna ónotakennd í upphæð- um tónsviðsins á orðunum „it conqu- ers fear." Engu að síður var ljóst, að Ólafur er efni í skörulegan kantötu- söngvara, og vonandi verður óperun- ámið ekki til að spilla augljósum hæfileikum hans fyrir ljóðasöng. Tónleikunum lauk með Svítu nr. 1 í g-moll eftir annan jarknastein úr fiölmennum frændgarði J. S. Bachs, Johann Bemhard Bach (1676-1749.) Afar þeirra voru bræður, og tók Bem- hard við starfi áðurgetins Johanns Christophs Bachs við hertogahirðina í Eisenach við fráfall hans 1703 og var þar í miklum metum, þó að lítið hafi varðveitzt af tónverkum hans og eingöngu fyrir hljóðfæri, þar á meðal nokkrar hljómsveitarsvítur, er Sebast- ian afreit til nota fyrir Collegium Musicum hljómleika sína í Leipzig. Líklega hefur nr. 1 verið ein þeirra, og var engin furða ef vandlátur Tóm- asarkantorinn skyldi hafa látið sér vel líka, því svítan var bæði kunnáttu- samlega skrifuð og hin skemmtileg- asta áheymar, iðandi af húmor og frjóum hugdettum, eins og kom fram þegar í fúguhluta franska forleiksins, þar sem fislétt tiplandi stefið vó salt milli upptakts og „á slagi," þannig að heildin sveif áfram, líkt og dansað væri á gormum. Hinir þættimir fimm áttu hver eitthvað til síns ágætis, t.d. hinn röggsami Loure, er minnti svolít- ið á Siciliano eða Forlane, íðilsætu súspensjónimar í Fantaisie og hinn þróttmikli en fágaði Passepied-loka- þáttur, þar sem sérstaklega „do- uble“-kaflinn tók flugið í einmuna þéttri og vandaðri spilamennsku. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.