Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI0091100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK rm Nýr veit- ingamaður í Naustinu VALUR Magnússon hefur tekið við rekstri Naustsins. Hann leigir húsið með rekstri af Karli Steingrímssyni sem kenndur er við verslun sína Pelsinn. Valur hefur rekið ýmsa kaffi- og skemmtistaði og stofnaði m.a. Kaffi Reykjavík. Að sögn Karls var kominn tími til að breyta til í rekstri Naustsins og er hugmyndin m.a. sú að tengja betur rekstur Naustsins og Naustkrárinnar. Naustið er eitt elsta veitinga- hús landsins en það var sett á laggirnar árið 1954. Hrun ígulkeraveiða Verðfall og gengislækkun jensins helsta orsökin ÍGULKERAVEIÐAR hér við land hafa nú nánast lagst af en menn voru nokkuð bjartsýnir á sölu ígul- keraafurða fyrir fáum árum. Gríðar- legur samdráttur hefur orðið í ígul- keraveiðum, sem rekja má til mark- aðsaðstaeðna, óhagstæðrar gengis- þróunar og ofveiði. Igulkeraveiðar hófust hér við land haustið 1992. Veiðin náði hámarki árið 1994, tæpum 1.500 tonnum, en minnkaði í um 980 t árið 1995 og 490 t árið 1996. Mest munar um að veið- amar á Breiðafirði drógust saman um meira en helming frá 1995 til 1996 og frá 1994 hefur veiði í Breiða- firði minnkað úr 340 tonnum í um 14 t á sl. ári, að því er segir í ástands- skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Allt að 40% verðlækkun Igulkeraveiðar voru einkum stundaðar frá því snemma á haustin og fram í apríl. A tímabilinu frá september 1995 til og með júni 1996 var ígulkeraafiinn samtals 893 tonn en aðeins 91 tonn á sama tímabili á árunum 1996 til 1997. Þar af var 58 tonnum landað í Stykkishólmi, sam- anborið við 712 tonn áríð á undan. Ástæðu þessa mikla samdráttar má einkum rekja til markaðsað- stæðna. Igulkerahrogn voru ein- göngu flutt út til Japans en gríðar- legur samdráttur varð í sölu þangað í kjölfar matareitrunarfárs sem kom þar upp snemma á síðasta ári. Varað var við neyslu á allri hrávöru og í kjölfarið féll verð á ígulkera- hrognum um allt að 40%. Á sama tíma varð um 20% gengislækkun á japanska jeninu sem gerði útflutn- ing mjög óhagkvæman. ■ Vinnsla á/Cl Týr til starfa eftir endurbætur TÝR siglir inn Garðsjó í gær áleiðis til hafnar í Reykjavík er skipið kom til landsins eftir end- urbætur í Póllandi. Þyrlupallur- inn var lengdur og lokað göngum og afturþilfari undir honum. Við það verður athafnasvæði þar stærra og öruggara. Radarkúlan er einnig ný. Sigurður Steinar Ketilsson skipherra segir skipið fara betur í sjó eftir breytingarn- ar. Nú standa einnig fyrir dyrum svipaðar breytingar á Ægi. ■ Miklu rólegra/4 ,r .7 Olympíuleikarnir í stærðfræði í Argentínu Kári Ragnarsson vann til silfurverðlauna í __ -'■VÍ-,í-»ri ' Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Jim Smart Landvinningar ÞAÐ LÍTUR út fyrir að þessir hressu Tævanir ætli að eigna sér land í Þórsmörk þar sem þeir halda þjóðfána sínum hátt á loft. Hið rétta í málinu mun vera að þeir voru í hópi 30 landa sinna sem nutu úti- veru í Þórsmörk um sfðustu helgi og voru í þann mund að stilla sér upp fyrir myndatöku þegar ljósmyndari Morgunblaðsins gekk fram á þá. KÁRI Ragnarsson var í hópi keppenda sem hlutu silfurverðlaun í ejnstaklingskeppni á Ólympíuleikunum í stærðfræði, sem haldnir voru í Ar- gentínu 24.-25 júlí. Urslit urðu Ijós í gær og verða verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í dag. Þetta er besti ár- angur sem íslenskur keppandi hefur náð á Ólympíuleikum í stærðfræði til þessa en íslendingar hafa tekið þátt í keppninni frá 1985. Islendingar hafa fjórum sinnum unnið til bronsverðlauna á -*5 Ólympíuleikunum í stærðfræði, skv. upplýsingum Lárusar H. Bjarnasonar sem er annar tveggja fararsljóra íslenska liðsins. Keppendur voru 460 talsins frá 82 löndum. Eru verðlaun veitt í ákveðnum hlutföllum og fengu 39 keppendur gullverð- laun á leikunum og 68 silfurverðlaun. Betri en keppendur Singapore íslendingarnir glöddust mjög í gær vegna einstaks ár- angurs Kára, að sögn Lárusar. „Kári stóð sig næstbest allra Norðurlandabúa á leikunum og betur en allir keppendurnir frá Singapore," sagði hann sposkur. Sex keppendur eru í ólympfuliði íslands en þeir eru Stefán Freyr Guð-. mundsson, Marteinn Þór Harðar- son og Hannes Helgason, allir úr Flensborgarskóla, Kári Ragnars- son, úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, Pétur Runólfsson, Fjölbrautaskóla Suðurlands, og Stefán Ingi Valdimarsson, Menntaskólanum í Reykjavík. Kári Ragnarsson Líkamsárás á Selfossi Hafa ekki „ játað LÖGREGLAN á Selfossi hefur sleppt fjórum mönnum, sem voru yfirheyrðir vegna líkamsárása á Selfossi um síðustu og þarsíðustu helgi. Nokkur fjöldi vitna hefur einnig verið yfirheyrður. Þrír mannanna voru handteknir á mánudag og yfirheyrðir vegna gruns um að þeir hefðu ráðist á mann um síðustu helgi með þeim af- leiðingum m.a. að maðurinn ökkla- brotnaði. Einn hinna grunuðu er einnig talinn hafa átt þátt í árás á mann um þarsíðustu helgi. Sá mað- ur nefbrotnaði. Lögreglan handtók fjórða mann- inn í gær, yfirheyrði hann og sleppti í gærkvöldi. Hann er grunaður um þátttöku í fyrri árásinni. Játningar mannanna liggja ekki fyrir, en málið verður nú, að lokinni rannsókn, sent áfram til útgáfu yt ákæru. Bilanir í þremur banda- rískum herþyrlum ÞRJÁR bandarískar Chinook-her- þyrlur, sem voru í verkefnum fyrir íslenzka aðila, urðu óflugfærar á svipuðum tíma síðdegis í gær á mis- munandi stöðum á landinu vegna minniháttar bilana og tæknilegra vandamála. Þyrlumar tóku þátt í almanna- varnaæfingunni Samverði ‘97, sem lauk um helgina, og verða notaðar í varnaræfingunni Norðurvíkingi, sem hefst um næstu helgi. Á meðan þær eru hér á landi eru þær notaðar til að aðstoða opinberar stofnanir og fé- lagasamtök við flutninga þungra hluta, einkum inn á hálendið. Þurfa mikið viðhald Ein þyrla vai- í verkefni í Skafta- felli er merki um yfirvofandi bilun komu fram og af öryggisástæðum var henni ekki flogið fyrr en skipt hafði verið um varahlut. Önnur þyrla bilaði á ísafirði og beið þar eftir varahlutum í gærkvöldi. Sú þriðja var á Blönduósi, en samkvæmt upp- lýsingum frá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins var gert ráð fyrir að hún færi á loft í morgunsár- ið. Verkefnum þyrlnanna var lokið í gær, nema hvað ekki tókst að koma fyrir fjarskiptaendurvörpum á Herðubreið og Kaldárnúpi vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum blaðsins þurfa Chinook-þyrlurnar mikið við- hald og langt er að sækja varahluti hér á landi, ýmist til Keflavíkurflug- vallar eða til Bandaríkjanna. Bilanir sem þessar teljast því ekki óeðlileg- ar þegar mikið reynir á vélarnar. Mikilvægt að halda aftur af gengissveiflum ÞJÓÐHAGSSTOFNUN varar við of mikilli hækkun á raungengi krón- unnar, „því það leiðir til lakari sam- keppnisstöðu atvinnulífsins og meiri viðskiptahalla. Mikilvægt er að halda aftur af sveiflum í raungengi eftir því sem við verður komið,“ seg- ir í Hagvísum sem stofnunin gefur út. Nú stefnir í um 2% hækkun raun- gengis krónunnar á árinu miðað við verðlag og nálægt 4% hækkun mið- að við laun. Þjóðhagsstofnun bendir á að þessi hækkun virðist samrým- ast breytingum á efnahagslegum forsendum til hins betra og góðum horfum í þjóðarbúskapnum. „Hækkun raungengis skýrist ann- ars vegar af hækkun nafngengis krónunnar og hins vegar af meiri launahækkun hér á landi en í helstu viðskiptalöndum. Nafngengið hefur hækkað um 2% frá áramótum (með- altal). Þetta getur ekki talist mikil breyting, m.a. í ljósi breytinga sem að jafnaði eiga sér stað á alþjóða- gjaldeyrismörkuðum.,“ segir í Hag- vísum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.