Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Óttigríp-
ur um sig
í Kabúl
Daily Telegrraph.
ÓTTI hefur gripið um sig í Kabúl,
höfuðborg Afganistan, vegna um-
sáturs stjórnarandstæðinga um
borgina. Hersveitir stríðsherrans
Ahmeds Masood eru nú um 18 kíló-
metra frá Kabúl.
Stjórnarherinn hefur lotið í lægra
haldi í bardögum síðustu daga og
uppreisnarmenn hafa hafið eld-
flaugaárásir á höfuðborgina. Nokk-
uð hefur verið um liðhlaup úr her
Talebana, sem hafa sent eftirlits-
flokka til að varna liðhlaupum veg-
inn til Pakistan, þaðan sem mörg
hundruð hermenn hafa verið sendir
til að „berjast fyrir vegi Allah“.
Hermenn Talebana hafa undan-
farna daga fangelsað um 1000 afg-
anska borgara af ættbálkum Tadsj-
ika og Hazara, en leiðtogar þeirra
hafa leitt baráttuna gegn stjórninni
í Kabúl. Mannréttindasamtökin
Amnesty International hafa for-
dæmt handtökurnar. „Við teljum að
menn af ættbálkum Tadsjika og
Hazara hafi verið handteknir til að
hindra fjölskyldumeðlimi þeirra í því
að ganga til liðs við uppreisnar-
menn. Við álítum þá samviskufanga
og krefjumst þess að þeir verði strax
látnir lausir og án skilyrða", segir í
yfirlýsingu samtakanna.
----»44-----
Skotvopn-
umeytt
NOKKRAR tylftir ólöglegra skot-
vopna sjást hér hífðar upp af
brotajámshaug í Sydney með risa-
stórum rafsegli. Byssurnar, sem
yfirvöld í Ástralíu hafa safnað
saman, voru settar í málmtætara
og eyðilagðar þannig. Alls hefur
herferð ástralskra stjórnvalda
fyrir því að ólöglegum byssum
verði skilað inn gegn greiðslu leitt
til þess að samtals 470.000 vopn
hafa safnazt saman i landinu, og
hafa eigendur þeirra fengið greitt
sem nemur tæplega þrettán millj-
örðum króna fyrir þau. Efnt var
til herferðarinnar í kjölfar hertrar
löggjafar um skotvopn, sem sett
var eftir að óður maður skaut 35
manns til bana í Port Arthur á
Tasmaníu í apríl 1996.
Óveðrið í Mið-Evrópu,
sem leiddi til flóðanna,
má rekja til hæðar yfir
Bretlandseyjum.
Hún dældi köldu lofti
norðan úr íshafi inn
yfir Frakkland og
Þýzkaland, alla leið
suður að Miðjarðarhafi.
; / ' Við þennan árekstur loftmass-:
anna kældist heita og raka !
f1'- Úrkomu- loftið skyndilega með þeim
svœbi afleiðingum að milli 6. og 10.
\ \ júlí steyptist rakinn niður í
r - V mestu rigningu sem orðið
-V i hefur á þessum slóðum á
liiéitt oa '■f* öldinni- Tíu dögum síðar fylgdi
rakt íoh lægðin ZoeH í kjölfar Xolska"
v>- | og bætti enn við úrkomuna.
Lágþtýiti
svœbi
Yfir Italíu rakst þetta kalda loft á heitt Miðjarð-
arhafsloft. Lægðin „Xolska“ fæddist. Lægðin
færðist hratt austast í Alpana og sogaði þar
til sín óvenju heitt og rakt loft frá Grikklandi.
Veðurfarslegar orsakir flóðanna í Mið-Evrópu
íshafsloft rakst á
Miðjarðarhafsloft
FLÓÐ undanfarinna vikna í Tékk-
landi, Póllandi og Þýzkalandi eiga
sér veðurfarslegar ástæður.
Veðurfræðingar þýzku veðurstof-
unnar í Offenbach vissu þegar hinn
2. júlí - þremur dögum áður en
stórrigningarnar yfir Mið-Evrópu
hófust - að skýfallið yrði gífurlegt.
Sökudólgurinn er veðurfræðing-
um vel kunnur; þeir kalla veðurlag-
ið, sem orsakaði þessar náttúru-
hamfarir, á fagmáli „5b“. Þar er
um að ræða lægðabraut, sem veld-
ur úrkomu yfir Ölpunum og getur
leitt óveður alia leið norður eftir
álfunni til Svíþjóðar.
„Veðurlag 5b“ verður til þannig,
að kalt loft norðan úr íshafi berst
suður yfir álfuna ef hæð er yfir
Bretlandseyjum. Kalda loftið rekst
á heitt Miðjarðarhafsloft og úr
verður djúp lægð með kuldaskilum,
sem steypir úr sér rakanum sem
þéttist úr loftinu, svipað og gerist
þegar raki þéttist á gleraugum,
sem gengið er með úr kulda inn í
upphitað hús.
Veðuröfgar
En í þetta sinn var um „veðurlag
5b“ að ræða eins og það verst
getur orðið. „Loftmassarnir sem í
hlut áttu náðu algerum öfgum,“
segir þýzki veðurfræðingurinn
Karl-Heinz Nottrodt. „Kalda loftið
var óvenju kalt og heita loftið var
allt of heitt,“ segir hann og bætir
við: „Ólýsanleg óheppni.“
4. júlí myndaðist yfír Norður-
Ítalíu lægðin „Xolska“ sem færðist
hratt austast í Alpana. Frá 5. júlí
að telja átti sér stað það sjónar-
spil, sem skömmu seinna átti eftir
að koma öllu á flot í Karpatafjöll-
um. Þegar „Xólska“ var yfir botni
Adríahafs sogaði hún til sín heitt
og rakt loft frá Grikklandi. Þar
hafði loft sem upprunnið var í
Afríku og Miðausturlöndum náð
yfir 40 gráðu hita. Hitinn hafði
valdið þar miklum skógareldum,
og heitt loftið safnaði í sig miklum
raka úr hafinu.
Um leið og loftmassarnir ólíku
rákust saman yfir Ölpunum byrj-
aði að rigna sem hellt væri úr
fötu, með tilheyrandi þrumum og
eldingum. En langmesta úrkoman
skall yfir Karpatafjöllin á landa-
mærum Tékklands, Slóvakíu og
Póllands. Á einni veðurstöð í norð-
vesturhluta fjallgarðsins mældist
580 millimetra úrkoma á ijórum
og hálfum sólarhring, en það sam-
svarar 580 lítrum á fermetra.
Meðalársúrkoma í Reykjavík eru
um 800 mm.
En þetta var aðeins byijunin; í
kjölfar „Xolska“ fylgdi „Zoe“, önn-
ur lægð af veðurlagsflokknum 5b.
Níutíu lítrar rigningarvatns bætt-
ust við á hvern fermetra á vatna-
svæði Oder-fijóts, og mestu flóðum
í manna minnum á svæðinu varð
ekki lengur afstýrt.
Reuter
íhaldsflokkurinn í Bretlandi
Hafnar ekki þingi í
Skotlandi og Wales
London. Reuter, The Daily Telegraph.
WILLIAM Hague, leiðtogi Ihalds-
flokksins í Bretlandi, hefur breytt
afstöðu flokksins til stofnunar svæð-
isþinga í Skotlandi og Waies og sagt
að íhaldsmenn muni ekki leggjast
gegn slíkri stjórnarskrárbreytingu
ef Skotar og Wales-búar samþykkja
hana í þjóðaratkvæðagreiðsiu.
Margir þingmenn Ihaldsflokksins
höfðu brugðist hart við tillögum
stjórnar Verkamannaflokksins um
stofnun svæðisþinganna og varað við
því að þau gætu orðið til þess að
breska konungdæmið leystist upp.
Hague sagði hins vegar um helgina
að Ihaldsflokkurinn myndi ekki hunsa
vilja þjóðarinnar með því að leggja
þingin niður ef hann færi með sigur
af hólmi í næstu þingkosningum.
Hague sagði að flokkurinn myndi
„virða“ niðurstöðu þjóðaratkvseða-
greiðslunnar, sem ráðgerð er í sept-
ember. Hann kvað flokkinn þó enn
þeirrar skoðunar að óráðlegt væri að
stofna „þing sem gætu leyst upp
breska konungdæmið". íhaldsmenn
hefðu hins vegar gert sér grein fyrir
mikilvægi þess að hlusta á almenning.
íhaldsflokkurinn lagðist gegn til-
lögunum um svæðisþingin í þing-
kosningunum 1. maí og tapaði þá
öllum þingsætum sínum í Skotlandi
og Wales.
Flestir telja að mikill meirihluti
skoskra kjósenda samþykki stofn-
un þings með aðsetur í Edinborg
árið 2000. Hins vegar er talið að
þjóðaratkvæðagreiðslan um þing í
Wales, með aðsetur í Cardiff, verði
tvísýn.
England haft útundan?
Þeir sem styðja tillöguna um þjóð-
þing í Skotlandi og Wales segja að
reynslan af slíkri heimastjórn hafi
reynst góð í mörgum Evrópuríkjum
en andstæðingar svæðisþinganna
segja hins vegar að það hljóti að
kalla á átök fái Skotar og Wales-
búar rétt til að fara með stjórn eigin
mála meðan Englandi verði áfram
stjórnað á breska þinginu.
Breska stjórnin segist vera reiðu-
búin að að íhuga svæðisþing fyrir
England ef sýnt verði fram á að
vilji sé til þess meðal íbúanna.
Dæmdur
fyrir að
smita
DÓMSTÓLL á Kýpur fann í
gær þarlendan sjómann, Pavlos
Georgiou, sekann um að hafa
með gáleysis-
legu háttar-
lagi smitað
unnustu sína
af alnæmis-
veirunni. I
úrskurði
dómstólssins
segir að
ákærði hafi
haft kynferð-
islegt samband við konuna í tvö
ár án þess að segja henni nokk-
urntíma frá því að hann væri
smitaður og að fyrrum eigin-
kona hans hefði látist úr al-
næmi. Sjómaðurinn á yfir höfði
sér tveggja ára fangelsi eða
tæplega 200 þúsund króna
sekt, eða hvoru tveggja.
Neyðar-
ástand á Hvar
Georgiou
MIKLIR skógareldar geysa nú
á krótísku baðstrandaeynni
Hvar í Adríahafi og lýst hefur
verið yfír neyðarástandi á
eynni, sem er vinsæll ferða-
mannastaður. Eldarnir brutust
út um miðjan dag á mánudag
og hefur hvassviðri aukið þá
mjög. Slökkvilið um 500 manna
reynir hvað af tekur að halda
í horfinu. Hermenn hafa verið
kallaðir til aðstoðar, og flugvél-
ar og þyrlur verða einnig notað-
ar til slökkvistarfs.
Yísindaspeki-
kirkjan fagnar
MEÐLIMIR Vísindaspekikirkj-
unnar í Frakklandi fögnuðu í
gær eftir að þarlendur dómstóll
viðurkenndi kirkjuna sem trúfé-
lag. Gagnrýnendur segja Vís-
indaspekikirkjuna vera hættu-
legan sértrúarhóp og sögðu
dómara hafa farið út fyrir vald-
svið sitt. Áfrýjunardómstóll í
borginni Lyon sýknaði níu
manns og mildaði dóma yfír sex
öðrum á mánudag, og úrskurð-
aði þá ennfremur um trúfélags-
stöðuna. Leiðtogi kirkjunnar í
Los Angeles, Heber Jentzsch,
sagði úrskurðinn vera draumi
líkastan.
Viðræðum
frestað
FORSETI Tsjetsjníu hefur fre-
stað viðræðum ráðherra sinna
við ráðamenn í Moskvu, og
segist vona að það verði til
þess að flýta greiðslum frá
Rússlandi, að því er fréttastof-
an Interfax greindi frá í gær.
Tengslum milli hæst settu emb-
ættismanna verður þó haldið.
Talsmaður forsetans tjáði Re-
uters að viðræður yrðu ekki
teknar upp að nýju fyrr en
búið væri að samþykkja áætlun
um uppbyggingu í Tsjetsjníu.
Múslimar
mótmæla
LÖGREGLUMENN notuðu
kylfur, hunda og vatnsbyssur
til þess að bijóta á bak aftur
mótmælagöngu mörg þúsund
múslima um götur Ankara,
höfuðborgar Tyrklands í gær.
Voru múslimarnir að mótmæla
tilraunum forsætisráðherra
landsins, Mezuts Yilmaz, til
að hefta menntun á trúarfor-
sendum.