Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997
MININIINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ANNA MARÍA
, MARÍANUSDÓTTIR
+ Anna María
Maríanusdóttir
fæddist á ísafirði
14. maí 1919. Hún
lést á Landspitalan-
um 18. júlí síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Fossvogskirkju 28.
júlí.
Elsku amma mín.
Nú ertu horfín yfir
móðuna miklu eftir
erfiðan sjúkdóm. Allt-
af er erfitt að sætta
sig við þegar einhver
fellur frá og söknuðurinn mikill.
Ég reyni að hugga mig við að þér
líður betur núna og ég veit að afi
tekur á móti þér með opnum örm-
um. Afí minn sem ég fékk því mið-
ur aldrei að kynnast því hann dó
’72 ári áður en ég fæddist. Ég
minnist þess þegar ég var lítil og
gisti hjá þér, hvað mér fannst gam-
an að fara með þér í vinnuna í
Vörumarkaðinn. Þú sást um kaffi-
teríuna fyrir starfsfólkið og mér
fannst svo spennandi að sendast
^ fyrir þig milli hæða og hjálpa þér
^ í vinnunni. Alltaf varstu með
áhyggjur yfir því hvort einhver
væri svangur sem kom í heimsókn.
Þú fórst að baka vöfflur, pönnukök-
ur eða bera fram annað góðgæti.
Þegar jólin nálguðust vildir þú
kaupa jólagjafir handa öllum börn-
unum þínum átta og mökum,
barnabömum, sem eru nálægt þijá-
tíu, og barnabarnabörnum, sem eru
í kringum tíu. Það var alveg sama
þó að allir segðu við
þig að það væri alger
óþarfi, þú vildir gefa
öllum. Ég minnist
minnar síðustu heim-
sóknar til þín. Þá kom
ég með hundana mína
tvo, sem eru af smá-
hundakyni. Þú byijaðir
á því að finna eitthvað
ætilegt handa þeim.
Það fór enginn svang-
ur út um þínar dyr.
Alltaf þegar ég kvaddi
þig eftir heimsóknir
mínar tók ég alltaf
utan um þig og langaði
að knúsa þig og kreista af öllu
afli en manni fannst þú vera hálf-
brothætt því smá og fíngerð kona
varstu.
Þú yndislega og ljúfa kona sem
ég var svo lukkuleg að eiga fyrir
ömmu. Ég þakka þér fyrir okkar
ánægjulegu samverustundir sem
ég mun geyma í hjarta mér að ei-
lífu, og trúi að við hittumst á ný.
Guð geymi þig, elsku amma mín.
Þitt barnabarn,
Helena Dögg Harðardóttir.
Mig langar að minnast elsku-
legrar ömmu minnar í fáeinum orð-
um.
Það er svo skrýtið að setjast nið-
ur og riija upp minningar um þessa
yndislegu konu. Hún amma mín
var kona sem hafði nóg að gera í
lífinu, hún eignaðist átta börn og
öll böm hennar hafa gifst og eign-
ast böm sem einnig hafa eignast
+
Ástkær sonur okkar, sambýlismaöur, faðir
og bróðir,
ÓMAR ÖRN EYSTEINSSON,
lést á heimili sínu sunnudaginn 27. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 1. ágúst kl. 13.30.
Halldóra Guðvarðsdóttir, Eysteinn Viggósson,
Kristbjörg Steingrímsdóttir,
Tinna Hrund Ómarsdóttir,
Dísa Lea Ómarsdóttir,
Björgvin Fannar Ómarsson,
systkini hins látna og makar þeirra.
»
W
•>
t
+
Móðir og fósturmóðir okkar,
STEINUNN FINNBOGADÓTTIR,
Eyrarhúsum,
Tálknafirði,
lést á heimili sfnu mánudaginn 28. júlf.
Jarðarförin auglýst síðar.
Vilhjálmur Auðunn Albertsson,
Ester K. Celin.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÓLAVÍA STEINUNN SVEINSDÓTTIR
hjúkrunarforstjóri,
til heimilis í Borgarhrauni 2,
Grindavík,
lést á heimili sínu aðfaranótt föstudagsins
25. júlí sl.
Jarðarförin fer fram frá Grindavíkurkirkju
föstudaginn 1. ágúst kl. 14.00.
Kristmundur Herbert Herbertsson,
Kristín H. Kristmundsdóttir,
Herdfs Kristmundsdóttir Easton,
Þór Kristmundsson,
Sigurður A. Kristmundsson,
Jóhann Kristmundsson,
Sverrir E. Ragnarsson,
Marnen Peter Easton,
Unnur Baldursdóttir,
Ragnheiður Eyjólfsdóttir,
Svava Guðfinnsdóttir
og barnabörn.
börn, þannig að hópurinn er orðinn
stór. Hún vann alltaf mjög mikið
og þegar börnin voru farin að heim-
an og afí dáinn fór hún amma mín
að vinna úti. Hún vann allan dag-
inn í verslun, svo í þvottahúsi eða
þangað til hún veiktist 75 ára göm-
ul. Þá minnkaði hún vinnuna aðeins
en hún var alls ekki sátt við það,
hún vildi vinna og gera sitt gagn.
Loks var hún orðin það veik að hún
varð að hætta að vinna. Það sem
ég man síðan ég var krakki er góð
kona sem tók alltaf vel á móti
manni. Hún átti alltaf eitthvað
gott í gogginn hvenær sem maður
kom í heimsókn í Selásinn. Þar
átti ég mínar góðu stundir sem
bam og við lékum okkur úti um
mela og móa ég og systkini mín
og börnin hennar en við vorum
mjög samrýnd á þeim árum og hún
var alltaf svo blíð og góð hún amma
mín. Ég vildi bara að ég hefði ver-
ið betri við hana, látið hana vita
hvað börnunum mínum og börnum
systkina minna þótti vænt um
hana. Þegar ég sagði börnunum
mínum frá því að langamma væri
dáin brutust tárin fram og loksins
þegar þau létu huggast var það
fyrsta sem þau sögðu, hún var allt-
af svo góð. Það eru orð að sönnu,
hún vildi gefa öllum svo mikið þó
svo efnin væru ekki mikil. Hún
átti alltaf nammi í veskinu sínu,
það kunna börn að meta og aldrei
gleymdi hún afmælum þeirra, hún
amma, þó barnahópurinn væri
vissulega stór. Þetta sýnir bara að
hún var alltaf að hugsa um blessuð
börnin. Og ég þakka svo fyrir að
þau skyldu fá að kynnast henni
ömmu minni. Mér fínnst svo skrýt-
ið að við eigum ekki eftir að sjá
hana aftur. Þó svo ég hafi vitað
að hún mundi deyja bráðum er svo
skrýtið að hún sé farin að eilífu.
Élsku amma mín, ég vona að
þér líði vel núna og hafir hitt hann
afa minn. Megi góður Guð geyma
ykkur. Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Anna Karlsdóttir
og fjölskylda.
Elsku amma mín, það er sárt
að kveðja þig, en ég er þakklát
fyrir að hafa þekkt þig svona lengi.
Þú hefur alltaf verið okkur systk-
inunum svo góð og við erum hepp-
in að hafa fengið að vera mikið í
kringum þig í uppvexti okkar, það
er okkur öllum mikils virði. Þú
varst svo gjafmild og hlý og vildir
allt fyrir okkur gera. Það er mér
einnig mikils virði að bera sama
nafn og þú, mér fannst ég oft eiga
örlítið meira í þér en aðrir, en auð-
vitað gerðir þú ekki upp á milli
okkar.
Það er erfitt að setjast niður og
skrifa þessa hinstu kveðju til þín.
Ég hélt að ég ætti eftir að sjá þig
aftur. Mín síðustu orð til þín voru,
við sjáumst fljótlega aftur, en þeg-
ar ég sá þig næst varstu farin.
Móðir mín hringdi frá spítalanum
og sagði að þér hefði versnað, svo
ég flýtti mér strax af stað, en kom
of seint. Ég vissi að hveiju stefndi
en var samt ekki viðbúin þessu.
Það var mér mikil huggun að fá
að sjá þig, það var svo mikill friður
yfir þér, eins og þú svæfir og ég
er þess fullviss að þér líður vei þar
sem þú ert núna. Énn er þetta þó
svo óraunverulegt, að eiga ekki
eftir að hitta þig aftur, alla vega
ekki í þessu lífi. Þú munt þó lifa
um ókomna tíð í minningum mínum
og allra sem þekktu þig.
Anna Lijja.
1 ^ f '£> 7^ 'elgo 972-19 A ÍSLENSKAR M GÆÐA MURV0RUR & Á GÓÐU VERÐI 97
1 u ELGO SILAN1 MHVERFISVÆNT OG H&TTULAUS T
«$. !i steinprýói *** STANGARHYL 7 SÍMI567 2777
ERNA
ELLINGSEN
+ Erna Ellingsen
fæddist í
Reykjavík 26. júlí
1903. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 17. júlí síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Dómkirkjunni 28.
júlí.
Mér er ljúft að minn-
ast föðursystur minnar
Emu Ellingsen. Hún
fæddist í Doktorshús-
inu svonefnda á homi
Ægisgötu og Ránar-
götu 26. júlí 1903, en þar bjuggu
foreldrar hennar fyrstu 2 árin eftir
að afí hóf störf sem framkvæmda-
stjóri hins nýstofnaða Slippfélags í
Reykjavík. Hún var elst sjö systk-
ina, faðir minn var næstelstur.
Amma var fremur heilsulítil svo hún
varð snemma að taka til hendinni
við uppeldi systkina sinna. Heimilis-
haldið var geysimikið að vöxtum.
Mjög gestkvæmt var og heimilisfólk
margt. Ernu var mjög vel gefið að
mæðast í mörgu og koma skikk á
hlutina með sinni miklu orku og lífs-
gleði. Venjulega var hún með bros
á vör og hláturinn skammt undan.
Þær systurnar vom 5 og þóttu allar
glæsilegar.
Hún giftist ung og fluttist til
Noregs um tíma en skildi og sneri
aftur til foreldrahúsa. Þar gerðist
hún hjálparhella fjölskyldunnar í
orðsins fyllstu merkingu. Ef eitt-
hvað bjátaði á í fjölskyldunni var
hún óðara komin á vettvang. Oft
tók hún að sér að skjóta skjólshúsi
tímabundið yfir þá sem þurftu á
hjálp að halda. T.d. var undirritaður
þrívegis heimilismaður hjá henni og
ömmu á maðan á próflestri stóð,
þ. á m. í öllum stúdentsprófunum.
Aldrei varð ég var við
eftirsjá eða ósk um end-
urgjald. Þess vegna
varð hún hissa þegar '
ég bauð henni í leikhús
eftir stúdentsprófið og
þáði það með þökkum.
Nokkuð var hún
stjórnsöm en þó á þann
hátt að meira var í ætt
við framkvæmdagleði
en ráðríki. Umhyggju-
semi hennar var hress-
andi en aldrei væmin.
Henni varð vel til vina
og tók tröllatryggð við
sína bestu vini. Mér er
minnisstæðust vinátta hennar við
prestshjónin í Holti undir Eyjafjöll-
um, Sigurð Einarsson og Hönnu
Karlsdóttur. Ömmubömum sínum
var hún sem önnur móðir, einkum
þeim Dagnýju Ernu og Gísla Erni,
af fyrsta hjónabandi Astridar einka-
dóttur sinnar.
Eftir að móðir hennar, frú Marie
Ellingsen, var orðin öldruð, vék hún
aldrei burt af heimilinu og man ég
aldrei eftir að hún kvartaði yfir því
á meðan hún sjálf var fær um að
sinna því, en hún varð fyrir slysi
fyrir um 30 árum og átti þá óhægt
um gang nema á hækjum, en samt
sá hún um móður sína í mörg ár
eftir það. Aldrei heyrði ég hana
kvarta yfir þessu hlutskipti sínu
heldur talaði hún um það í gaman-
sömum tón.
Hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að halda þessu létta sinni sínu allt
til hinstu stundar og elliglöp voru
ekki til í hennar orðaforða. Hún
mundi smæstu atvik hvort sem þau
voru nýskeð eða höfðu borið við
skömmu eftir aldamót. Slíkri konu
er gott að hafa átt samleið með í
62 ár.
Haraldur Ellingsen.
GUÐNÝ
GUÐLA UGSDÓTTIR
+ Guðný Guð-
laugsdóttir
fæddist í Götu í
Holtum 16. apríl
1912. Hún lést á
Sólvangi í Hafnar-
firði 20. júli síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Grensáskirkju 29.
júlí.
í dag kveð ég ömmu
Guðnýju, hinstu
kveðju. Ég trúi að nú
líði henni vel eftir ára-
langa legu á Sólvangi
í Hafnarfirði.
Minningin um góða og heilsteypta
persónu situr eftir. Amma Guðný
var vanaföst og reglusöm kona. í
Safamýri 40 bjó hún ein og var
heimili hennar afar snyrtilegt og þar
var mjög notalegt að koma. Ég var
tíður gestur á heimili hennar sem
krakki. Pabbi var að byija í hesta-
mennsku og tók okkur Kalla bróður
alltaf með í hesthúsin og oftar en
ekki var komið við hjá ömmu
Guðnýju sem gaf okkur öllum eitt-
hvað gott í svanginn.
Eldamennska fór henni vel úr
hendi enda hafði hún sem hótelstýra
í Tryggvaskóla á Selfossi kynnst
mikilli matseld. í Safamýrinni hélt
hún uppteknum hætti og þóttu rétt-
ir hennar afar ljúffengir og góðir.
Nokkrir atburðir tengdir matargerð
gleymast ekki. Þannig háttaði til
að þegar ég var 11 ára flutti ég úr
vesturbænum í Reykjavík í aust-
urbæinn, n.t.t. í Álfheima. Erfitt var
að ijúfa tengslin við vesturbæinn
og þann vetur stundaði ég badmin-
ton með KR á laugardögum. Ömmu
Guðnýju fannst því tilvalið að áður
en farið yrði með strætó vestur í
bæ skyldi fyrst borðaður hádegis-
verður hjá henni í Safamýrinni. Þar
með var það ákveðið og
á hverjum laugardegi
gengum við Kalli bróðir
til hennar.
Einnig er gaman að
rifja upp sumarið þegar
ég var 16 ára og tók
að mér að slá blettinn
fýrír Margréti,
langömmu mína og
Guðbjörn, langafa sem
bjuggu gegnt ömmu
Guðnýju í Safamýri 93.
Amma Guðný fylgdist
vel með því þegar mig
bar að garði til gömlu
hjónanna til að slá.
Kom hún gjarnan yfir og voru mál-
in þá rædd. Sérstaklega það á hvor-
um staðnum ég skyldi fá að borða.
Lítið þýddi fyrir mig að leggja eitt-
hvað til málanna og allt tal um tíma-
leysi var orðin tóm. Enduðu við-
skipti þeirra ævinlega á þann veg
að best væri að ég borðaði á báðum
stöðunum að verki loknu.
Amma Guðný vildi fylgjast
grannt með uppeldi barnabarna
sinna. Ötullega gekk hún eftir því
hvemig gengi í skólanum og ekki
var hún í rónni fyrr en hún fékk
einkunnir mínar til að geyma hjá
sér. Dró hún enga dul á þá skoðun
sína að lærdómurinn ætti að hafa
forgang og ekki mætti ég festa ráð
mitt fyrr en að lokinni háskóla-
göngu. Erfitt var fyrir mig að
kyngja því, en eftir að ég kynnti
verðandi konu mína fyrir henni, sá
hún fljótt að henni var treystandi.
Amma Guðný hafði einnig mikinn
áhuga á sauma- og pijónaskap og
það voru ófáar peysur, sokkar og
útsaumuð listaverk sem hún færði
okkur. Kom það sér ævinlega vel.
Elsku amma. Ég vil þakka þér
fyrir allar góðu stundimar sem við
áttum saman. Hvíi þú í friði.
Valdimar Karl Guðlaugsson.