Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ1997 45
I DAG
Arnað heilla
STJÖRNUSPÁ
fy/\ÁRA afmæli. Sjötug
I V/er í dag, miðvikudag-
inn 30. júlí, Guðmunda Þ.
Pálsdóttir, húsfreyja og
fyrrum starfsmaður hjá
ísal, Hjallabraut 7, Hafn-
arfirði. Eiginmaður hennar
var Egill Halldórsson,
skipstjóri frá Dyrhól,
Þingeyri, sem er látinn.
Guðmunda tekur á móti
ættingjum og vinum í dag
á Múla, Dýrafirði.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
UM LEIÐ og blindur birt-
ist, gerir sagnhafi sér grein
fyrir að þetta er ekki spilið
sem gerir hann ódauðlegan;
áreynslulitlir f|órir spaðar,
þar sem vörnin á tvo ása
og kannski slag á lauf-
drottningu.
Norður gefur; allir á
hættu. Norður
♦ K972
» ÁD
♦ K3
♦ KG1083
70
ÁRA afmæli. í dag,
miðvikudaginn 30.
júlí, er sjötug Vilhelmína
Guðrún Valdimarsdóttir,
húsfreyja, Hjarðarholti 3,
Selfossi. Eiginmaður henn-
ar er Gunnar Sigurðsson
frá Seljatungu. Afmælis-
barnið verður að heiman í
dag.
Ljósm.st. Nína ljósmyndari.
BRUÐKAUP. Gefin voru
saman í Bessastaðakirkju
hinn 17. júní sl. af sr. Val-
geiri Ástráðssyni Kristín
Harpa Bjarnadóttir og
Hrafn Áki Hrafnsson.
Heimili þeirra er í Hvassa-
leiti 62, Reykjavík.
/»/\ÁRA afmæli. Á
0\/morgun, fimmtudag-
inn 31. júlí, er sextugur
Ingvi Rafn Jónsson, sjó-
maður, Kleppsvegi 134,
Reykjavík. Eiginkona hans
er Lea B. Baterna. Þau
hjónin verða að heiman á
afmælisdaginn.
Ljósm.st. Nína ljósmyndari.
BRUÐKAUP. Gefin voru
saman í Hafnarfjarðar-
kirkju hinn 21. júní sl. af
sr. Helgu Soffíu Konráðs-
dóttur Unnur Sigurðar-
dóttir og Hreiðar Gísla-
son. Heimili þeirra er í
Fögruhlíð 1, Hafnarfirði.
Suður
♦ DG1086
V KG4
♦ Á5
♦ 765
Vestur Norður Austur Suður
- 1 lauf Pass 1 spaði
Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: Tíguldrottning.
Þreytulegri röddu biður
sagnhafi um tígulkóng og svo
lítinn spaða úr borði. En þá
breytist allt í einni svipan:
Austur rýkur upp með spaða-
ásinn, spilar lauftvisti yfír á
ás makkers, sem aftur spilar
laufi. Hvað er nú á seyði?
Það tekur stuttan tíma að
ná áttum aftur. Auðvitað er
austur með einspil í laufi og
er að tryggja sér stungu.
Sagnhafi sekkur því aftur í
fyrra þunglyndi og svínar
laufgosa. Austur má trompa
ef hann vill; fleiri verða slag-
ir varnarinnar ekki.
í austursætinu var banda-
rískur spilari að nafni Albert
Sibler og hann trompaði ekki
laufgosann...
Norður
♦ K972
V ÁD
♦ K3
♦ KG1083
Vestur Austur
♦ 53 ♦ Á4
V 9763 V 10852
♦ DG1072 111 ♦ 9864
* Á4 ♦ D92
Suður
♦ DG1086
▼ KG4
♦ Á5
+ 765
... heldur drap á drottning-
una og gaf makker fjórða
slaginn á stungu!
Glæsileg vöm og líkleg til
að halda nafni Siblers á lofti,
a.m.k. í nokkum tíma, þótt
það tryggi honum tæplega
ódauðleika.
Með morgunkaffinu
EIGUM við að fá okkur
borgara eða lenda bara á
næsta pylsubar?
HÖGNIHREKKYÍSI
cftir Frances Drakc
*
LJÓN
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert hugmyndaríkur og
starfsamur. En gættu
þess að láta ekki ímynd-
unarafiið hlaupa með þig
ígönur.
Hrútur
(21. mars- 19. apríl) iHK
Einhver ágreiningur verður
manna í millum á vinnustað.
Þetta getur tafið fyrir en
allir eiga að geta verið sáttir
í dagslok.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Eitthvað óvænt kemur þér
úr jafnvægi. En reyndu að
halda friðinn við fjölskyld-
una. Óvænt tækifæri býðst
í viðskiptum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 1»
Farðu sparlega með
greiðslukortið. Þau útgjöld
þarf líka að borga. Barn
þarfnast athygli þinnar. í
kvöld færðu óvænt heimboð.
Krabbi
(21. júnl - 22. júlí) HfB
Þú verður fyrir óvæntum
útgjöldum, en færð líka
óvæntar tekjur. Gættu þess
að taka vinnuna ekki með
þér heim.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst)
Þú ert hugkvæmur í meira
lagi. Forðastu illdeilur, jafn-
vel þótt þér fínnist vinnufé-
lagar ganga of langt. Kvöld-
ið verður þér til gleði.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) &£
Stundum eiga viðskipti og
gleði samleið! Ný fjármála-
tækifæri opnast, en varastu
hættuna á deilum um pen-
ingamálin heima fyrir.
(23. sept. - 22. október)
Þú ert góðum gáfum gæddur
og dregur að þér vini og
aðdáendur. Gættu þess samt
að ienda ekki í hugmynda-
fræðilegum illdeilum.
Sporddreki
(23. okt. - 21. nóvember) HÍS
Þú gerir einhvetjar breyting-
ar heima fyrir sem kunna
að skapa spennu milli ætt-
ingja. Notaðu kvöldið til
hvíldar.
Bogmaöur
(22. nóv. - 21. desember) m
Vinur þinn er spenntur og
illa fyrir kallaður. Þér mun
takast að ráða fram úr vanda
hans, ef þú heldur ró þinni.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
m,
Þú græðir lítið á því að sýna
óþolinmæði í vinnunni. Söðl-
aðu um og þá mun þér ganga
allt í haginn.
Vatnsberi
(20.janúar- 18. febrúar)
Haltu aftur af þijózku þinni
og ríkum skapsmunum.
Eyddu kvöldinu með þínum
nánustu og gættu þess að
fá næga hvíld.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) tSÍ
Deilur um fjármál kunna að
vera í uppsiglingu. Reyndu
að komast hjá þeim með því
að sýna gætni í útgjöldum.
Fjölskyldukvöld er farsæi-
ast.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
278 spilarar hafa hlotið
bronsstig í Sumarbrids
ALLS hafa 278 spilarar nú fengið
bronsstig í sumarbrids og eftir
mánudagskvöldið 28. júlí eru brons-
stigahæstu spilararnir þessir:
Þórður Björnsson 507 bronsstig
ErlendurJónsson 364 bronsstig
VilhjálmurSigurðssonjr. 346 bronsstig
ísak Örn Sigurðsson 334 bronsstig
Guðlaugur Sveinsson 322 bronsstig
Þröstur Ingimarsson 318 bronsstig
Þriðjudaginn 22. júlí spilaði 31
par mitchell-tvímenning, meðalskor
364. Efstu pör í N/S riðli:
Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson 421
Gylfi Baldursson - Sverrir Ármannsson 420
Efstu pör í A/V riðli:
Erlendur Jónsson - Þórður Bjömsson 439
Steinberg Ríkharðss. — Vilhj. Sigurðssonjr. 434
Miðvikudaginn 23. júlí spiluðu
26 pör monrad-barómeter, meðal-
skor 0. Þá urðu efstu pör:
Sigfús Þórðarson - Garðar Garðarson +83
ísak Örn Sigurðsson - Jón Þorvarðarson +70
Jakob Kristinsson - Jón Þorvarðarson +47
Fimmtudaginn 24. júlí spilaði 31
par mitchell-tvímenning, meðalskor
364. Efstir í N/S riðli:
Gylfi Baldursson - Björn Theódórsson 452
Vignir Sigursveinss. - Guðjón Svavar Jensen 413
A/V riðill:
Sigús Þórðarson - Gunnar Þórðarson 484
ísak Öm Sigurðsson - Jón Þorvarðarson 480
Föstudaginn 25. júlí spiluðu 34
pör mithcell-tvímenning, meðalskor
364. Efstu pör í N/S riðli:
Geirlaug Mapúsdóttir - Torfi Axelsson 482
Sigfús Þórðarson - Gunnar Þórðarson 429
A/V riðill:
ísak Örn Sigurðsson - Jón Þorvarðarson 428
Guðl. Sveinsson - Siguijón Tryggvason 419
í miðnætursveitakeppninni tóku
þátt 11 sveitir og lauk henni með
sigri sveitar Hrafnhildar Skúladótt-
ur sem spilaði til úrslita við sveit
Sýning um samstæður
og andstæður Norðmanna
og íslendinga á miðöldum.
Þjóðminjasafn íslands
Þórður Björnsson er stiga-
hæstur í Sumarbrids með 507
bronsstig.
Sturlu Snæbjörnssonar. Með Hrafn-
hildi í sveit voru Jörundur Þórðar-
son, Eyþór Hauksson og Helgi
Samúelsson.
Sunnudaginn 27. júlí spiluðu 18
pör monrad-barómeter, meðalskor
0. Efstu pör voru þessi:
Óli Bjöm Gunnarsson - Eggert Bergsson +50
Sturla Snæbjörnsson - Cecil Haraldsson +42
Isak Örn Sigurðsson - Jón Þorvarðarson +24
Þriðja sætið nægði til þess að
Isak Örn og Jón urðu vikumeistarar
en Sigfús Þórðarson sem hafði for-
ustuna í bronsstigunum alla vikuna
varð í öðru sæti. Verðlaunin voru
matur fyrir tvo á Þrem Frökkum.
Mánudaginn 28. júlí spiluðu 30
pör mitchell-tvímenning, meðalskor
364. Efstir í N/S riðli:
Þórður Bjömsson - Þröstur Ingimarsson 481
ÓlafurSteinason-ÞórðurSigurðsson 420
JónÞorvarðarson-ÞórirSigursteinsson 416
A/V riðill:
ÁrmannJ. Lámsson-JensJensson 466
ValgarðBlöndal-EinarJónsson 417
Sigrún Pétursd. - Árnína Guðlaugsd. 396
ÚTSALA
ÚTSALA
VÓunto,,
tískuverslun
V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
SUMARTILBOÐ
Qluggatjaldaefni
20% afsláttur
Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD,
FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.
Heildarjóga (gmnnnámskeið)
Námskeið fyrir þá sem vilja kynnast jóga.
Kenndar verða hatha-jógastöður, öndun,
slökun og hugleiðsla.
Einnig er fjallað um jógaheimspeki, mataræði
o.fl. Þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 7. ágúst.
Leiðbeinandi: Daníel Bergmann.
Pólunarmeðierðfyrir Ifkama og sál
Pólunarmeðferð (Polarity Therapy) stuðlar að
betri heilsu og andlegu jafnvægi.
Lísa Björg Hjaltested, APP, er meðlimur í APTA,
ameríska pólunarfélaginu.
Tímapantanir eru í afgreiðslu Yoga Studios.
YOGAt
STUDIO