Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 29
pttrgminMalíil*
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VAXANDIHALLIA
BORGARSJÓÐI
FARI FRAM sem horfir mun hallinn á borgarsjóði á
árinu verða nær tvöfalt meiri en fjárhagsáætlun
ásamt aukafjárveitingum gerir ráð fyrir, eða um 630
milljónir króna. Yfirlit borgarhagfræðings um afkomu
borgarsjóðs fyrri helming ársins leiðir þetta í ljós. Þessi
vaxandi halli á rekstri borgarinnar gerist á sama tíma
og veruleg uppsveifla er í efnahagslífinu og leiðir af sér
auknar skatttekjur hennar. Áætlað er, að tekjurnar auk-
ist um 700 milljónir króna í ár. Einnig er athyglisvert, að
á sama tíma og hallinn á borgarsjóði eykst stórbatnar
hagur ríkissjóðs og verður hann rekinn með tekjuafgangi
í ár.
Helztu skýringar á þessum vaxandi halla eru að sögn
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra, aukin
útgjöld vegna fræðslumála, sem rekja megi til yfirtöku
grunnskólans frá ríkinu. í þessu sambandi er ástæða til
að minna á, að sveitarfélögin fengu ríflegan heiman-
mund með grunnskólanum, fyrst og fremst vegna ein-
setningar, en ríkið lagði þeim sértaklega til 2.135 milljón-
ir, svo og bætist við varanlega nokkur hækkun útsvars.
Þá bendir borgarstjóri á kostnaðarauka vegna ný-
gerðra kjarasamninga og hækkunar á útgjöldum Félags-
málastofnunar umfram fjárhagsáætlun í ár.
Það er töluvert áfall fyrir núverandi meirihluta í
borgarstjórn Reykjavíkur, að standa frammi fyrir vax-
andi halla á borgarsjóði á þessu ári. í upphafi kjörtíma-
bilsins lögðu talsmenn Reykjavíkurlistans mikla áherzlu
á, að þeir hefðu tekið við erfiðu búi frá meirihluta sjálf-
stæðismanna sumarið 1994. Skýringarnar á því voru
nokkuð augljósar; verulegt fé hafði verið lagt fram úr
borgarsjóði frá því að efnahagskreppan hófst við lok síð-
asta áratugar til þess að halda uppi atvinnu á tímum
vaxandi atvinnuleysis.
Nú eru hins vegar breyttir tímar. Við búum við upp-
sveiflu í efnahags- og atvinnumálum. Tekjur ríkis og
sveitarfélaga aukast. Atvinnuleysi minnkar stöðugt. Þótt
kröfur á hendur borgaryfirvöldum séu miklar um marg-
vísleg útgjöld er efnahagslegt umhverfi borgarinnar allt
annað en það var. Þess vegna hefði mátt ætla, að á síð-
asta heila árinu fyrir borgarstjórnarkosningar mundi
meirihluti borgarstjórnar leggja áherzlu á að reka borgar-
sjóð hallalausan og helzt með nokkrum afgangi.
Það skiptir verulegu máli fyrir framvindu efnahags-
mála vegna þess, að Reykjavíkurborg er svo stór aðili í
okkar efnahagslífi. Það er ekki síður mikilvægt, að
Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög séu rekin með
afgangi í góðæri heldur en ríkissjóður.
Þess vegna veldur þessi neikvæða staða borgarsjóðs
vonbrigðum en um leið er ljóst, að borgarstjórn hefur
töluverðan tíma til stefnu til þess að snúa þessari þróun
við. Væntanlega sjást þess einhver merki á næstu vikum,
að markviss tilraun verði gerð til þess.
VANSIOG VELGJÖRÐIR
SYSTURNAR á St. Fransiskusarspítalanum í Stykkis-
hólmi hafa ekki fengið laun sín greidd það sem af
er þessu ári og skuldar spítalinn þeim nú um fimm
milljónir króna. Ástæðurnar eru rekstrarvandi sjúkra-
hússins. Þetta er að sjálfsögðu til vansa fyrir heilbrigðis-
yfirvöld og þau geta með engu móti réttlætt það, að
systurnar fái ekki kaup sitt greitt. Þetta yrði að sjálf-
sögðu hvergi liðið annars staðar í ríkisrekstrinum, enda
væru launþegasamtökin fyrir löngu búin að láta málið
til sín taka. Engin afsökun er, að systurnar leggja öll
sín laun til byggingarframkvæmda og til tækjakaupa
fyrir sjúkrahúsið. Það er óneitanlega sérkennilegt að
þakka þeim gjafmildi þeirra með þessum hætti.
Vísað er til rekstrarvanda sjúkrahússins til skýringar
á framkomunni við systurnar, en hann er engin réttlæt-
ing enda ljóst, að heilbrigðisyfirvöld verða að leysa fjár-
hagsvandann með einum eða öðrum hætti. Þeim ber að
sjá til þess, að systurnar fái Iaun sín greidd þegar í stað.
Sómi heilbrigðisyfirvalda og reyndar landsmanna allra
er í veði.
Ágreiningur hluthafa Hótels Valaskjálfar hf.
HÓTEL Valaskjálf, Egilsstöðum. Styrrinn stendur um það hvaða hagsmuni Egilsstaðabær hafi af því að leggja Hótel Valaskjálf niður í stað þess að endurreisa það.
Skiptar skoðanir um sölu tilraunastöðvarinnar á Sámsstöðum
Telja verðmætar
langtíma-
tilraunir í hættu
A
GREININGUR hefur risið
upp vegna breytinga á
rekstri Hótel yalaskjálf á
Egilsstöðum. Ýmsir hlut-
hafar í minnihluta ásaka bæjarfulltrúa
um að bera fyrir borð hagsmuni félags-
ins. Segja að þar reyni bærinn að sölsa
undir sig félagið með þeim ásetningi
að leggja hótelreksturinn á Hótel Vala-
skjálf niður. Eins og greint var frá hér
í Morgunblaðinu nýlega var öllu starfs-
fólki hótelsins sagt upp vegna fyrir-
hugaðra breytinga. Á aðalfundi félags-
ins nú í júlí kom í Ijós djúpstæður
ágreiningur milli hluthafa um hvaða
breytingar ætti að gera á rekstrinum.
Þegar Morgunblaðið leitaði til
ýmissa aðila sem hlut eiga að máli
kom fram að listinn yfir ágreinings-
málin er langur. Það er deilt um hlut-
afjáreign Egilsstaðabæjar í Hótel
Valaskjálf hf.; um leigusamning
hlutafélagsins við Ásgarð hf., en Ás-
garður hf. stendur fyrir byggingu nýs
hótels á staðnum; um eignarhluta
Hótels Valskjálfar hf. í Ásgarði hf.
og svona mætti áfram telja.
Aðspurður um ásakanir á hendur
Egilsstaðabæ, sagði Einar Rafn Har-
aldsson, formaður bæjarráðs, að Eg-
ilsstaðabær væri að bregðast við tap-
rekstri undanfarinna ára. Egilsstaða-
bær hefði gengist í ábyrgð fyrir um
30 milljónum króna. Bærinn vildi
losna undan hótelrekstrinum en jafn-
framt tryggja áframhaldandi hótel-
rekstur á staðnum.
Átök á hluthafafundi
Um 60 aðilar eiga hlutafé í Hótel
Valaskjálf hf. Stærsti hluthafínn er
Egilsstaðabær en næststærstur er
hlutur Ferðamálasjóðs. Þá eiga 9
hreppar í nágrenninu hlutfé í félaginu
svo og fjölmargir einstaklingar. Á
hluthafafundi 9. júlí síðastliðinn risu
upp deilur um hlutafjáreign Egils-
staðabæjar, sem telur sig eiga rúm-
lega heiming hiutafjár.
Egilsstaðabær álítur sig eiga um
17 milljóna hlutafé í félaginu en aðrir
telja hlut hans rúmar 12 milljónir.
Hlutur Ferðamálasjóðs er hins vegar
7,5 milljónir. Hlutur annarra hluthafa
er verulega minni. Hlutaféð var helm-
ingi meira fyrir nokkrum árum en var
skrifað niður á síðasta ári.
Ágreiningurinn stendur um 5 millj-
óna hlutafjáraukningu í desember en
þá telur Egilsstaðabær sig
hafa eignast aukið hlutafé
með skuldajöfnun. „Við í
minnihlutanum teljum að
ólöglega hafi verið staðið
að þessari hlutaíjáraukn-
ingu, meðal annars var
öðrum hluthöfum ekki gef- .......
inn kostur á að auka hlutafé sitt á
sama tíma,“ sagði Snorri Tómasson,
framkvæmdastjóri Ferðamálasjóðs.
Forráðamenn Egilsstaðabæjar telja
sig á hinn bóginn hafa staðið löglega
að verki. „Að mati lögfræðinga okkar
er eign Egilsstaðabæjar ótvíræð. Það
kom hins vegar í ljós á hluthafafund-
inum að ekki hafði verið tilkynnt um
hlutafláraukninguna með lögformleg-
um hætti til hlutafélagaskrár. Meðan
skorið var úr um þessi ágreiningsmál
var fundi frestað um viku. Að viku
liðinni, þann 16. júlí, var framhald á
hlutafélagsfundinum og ljóst að Egils-
staðabær gat ekki nýtt sér meirihluta-
eignina vegna formgalla. Við náðum
hins vegar fram okkar málum með
stuðningi annarra hluthafa," sagði
Einar Rafn.
Deilt um leigupphæð
Eftir deilur um hlutafjáreign hlut-
hafa var ágreiningur um leigusamn-
ing sem lagður var fram milli Hótels
Valaskjálfar og Ásgarðs hf. Leigu-
Miimihlutinn íhugar
rannsókn á starfs-
háttum stj órnar
Líklega verður hótelrekstri hætt á Hótel Valaskjálf á næsta ári.
Um þessa ákvörðun og aðrar sem lúta að hótelrekstri á Egilsstöðum
hafa risið upp miklar deilur í bæjarfélaginu. Salvör Nordal ræddi
við deiluaðila og varpar hér ljósi á ágreiningsmálin.
Áætlaður
kostnaður við
byggingu nýs
hótels er um
150 milljónir.
samningurinn er til 11 mánaða og
hljóðar upp á 2,5 milljónir fyrir hótei-
ið að undanskilinni neðstu hæðinni.
Ásgarður mun svo framleigja þennan
samning til Ferðaskrifstofu Islands.
Að mati minnihlutans er leigan fyr-
ir Hótel Valaskjálf langt undir því sem
félagið þarf. „Upphæðin er alveg út
úr kortinu," sagði Heimir Sveinsson,
sem var m.a. fulltrúi Tunguhrepps á
hluthafafundinum. í sama streng tók
hótelstjóri Hótels Valaskjálfar, Sig-
urður Ananíasson.
„Hótelið og allir viðskiptasamning-
ar fylgja leigunni. Þar með talinn
samningur við Menntaskólann á Eg-
ilsstöðum um leigu á heimavistinni á
sumrin,“ sagði Snorri. „Heildarkostn-
aður við hótelið, þ.e. afborganir lána,
vaxtagjöld, afskriftir og þess háttar
er um 17 milljónir a ári. Hins vegar
er hótelið leigt til Ásgarðs hf. á 2,5
milijónir. Það er því ljóst að greiða
þarf töluvert með þessum samningi."
„Auðvitað hefðum við viljað hafa
þessa upphæð hærri en þetta var það
besta sem bauðst," sagði Einar Rafn.
„Það er ekki heiglum hent að leigja
þetta húsnæði yfir vetrarmánuðina.
Leigjandinn yfírtekur allan rekstur
og kostnað af honum og okkur fannst
leiguupphæðin viðunandi."
Um þetta atriði segir Heimir
Sveinsson að ekki hafi verið
leitað til annarra aðila um
leigu á hótelinu og því ekk-
ert verið látið á það reyna
hvort hærra verð fengist
fyrir það. Þá segist Sigurð-
ur Ananíasson hafa verið
tilbúinn að leigja hótelið
fyrir hærra verð.
Heimir bætir því við að hvergi sé
þess getið í samþykktum félagsins að
leigja skuli út reksturinn, því telji
hann að fyrst þurfi að breyta þeim
áður en af slíku getur orðið. Til þess
þurfi hins vegar 2A atkvæða en ekki
einfaldan meirihluta.
Hvað á að gera við Hótel
Valaskjálf?
En það er ekki aðeins upphæð
leigusamningsins sem deilt er um.
„Með því að leigja gamla hótelið til
Ferðaskrifstofunnar er verið að koma
í veg fyrir samkeppni í hótelrekstri á
Egilsstöðum því Ferðaskrifstofa ís-
lands kemur til með að reka hið nýja
hótel,“ segir Snorri.
Þessu svarar Einar Rafn á þann
veg að ekki sé fyrirhugað að halda
hótelrekstrinum áfram á Hótel Vala-
skjálf eftir að leigusamningurinn
rennur út. „Ferðaskrifstofa Islands
leigir gamla hótelið aðeins í 11 mán-
uði, frá 1. október að telja, á meðán
verið er að ganga frá nýja hótelinu.
Svo reiknum við allt eins með að hótel-
reksturinn leggist af á gamla staðnum
og húsið verði notað til annars.“
Heimir segir hins vegar fráleitt að
einn hluthafi, í þessu tilfelli Egils-
staðabær, geti markað þá stefnu að
leggja niður hótelreksturinn. Bærinn
hafi ekkert umboð til þess. Til þess
þurfi 2/3 hluta atkvæða.
Þá er deilt um hvort betur hefði
farið að endurnýja gamla hótelið og
byggja við það eða byggja nýtt hótel.
„Gamla hótelið svarar ekki kröfum
samtímans um hótel. Herbergin eru
lítil og ekki öll með baði,“ segir Einar
Rafn. „Þá þyrfti einnig að stækka það
verulega. Við létum gera úttekt á því
hvað það myndi kosta að gera nauð-
synlegar breytingar og það kom í ljós
að það var ódýrara að byggja nýtt
hótel en breyta því gamla. Af þessari
ástæðu var farið út byggingafram-
kvæmdir. Það lágu ekki fyrir neinir
fjármögnunaraðilar til að byggja við
gamla húsið en það buðust hins vegar
meðeigendur að nýju húsi.“
Minnihiutinn dregur hins vegar í
efa niðurstöður úttektarinnar á gamla
hótelinu og bendir á að með því að
byggja nýja herbergjaálmu hefði verið
hægt að nýta áfram sali gamla hótels-
ins, félagsheimilið, eldhúsaðstöðu og
bílastæði og þess háttar.
„Hvernig sem á málið er litið hefði
verið hagkvæmara að gera upp gamla
hótelið,“ sagði Sigurður Ananíasson,
hótelstjóri á Hótel Valaskjálf. „Sá sem
gerði úttekt á hótelinu taldi að það
myndi kosta ufn 90-100 milljónir að
breyta og byggja við gamla húsið."
Áðspurður um ágreining við aðra
hluthafa um þessi mál, sagði Einar
Rafn að nokkrir hluthafar í minni-
hluta hefðu einungis lagt til gagnrýni
en engar tillögur um úrbætur á rekstr-
inum eða um hvernig nýta ætti gamla
húsnæðið.
„Egilsstaðabær hefur staðið í þess-
um rekstri að mestu og Hótel Vala-
skjálf hf. hefur verið að tapa fé frá
upphafi eða frá árinu 1990,“ sagði
Einar Rafn. „Á þessum tíma er félag-
ið búið að tapa um helmingi hlutfjár.
Bærinn hefur lagt fram milljónir til
að mæta tapinu og þannig smám sam-
an eignast meira hlutafé í félaginu."
Um hvort minnihlutinn hafi lagt
fram tillögur til úrbóta stendur full-
yrðing gegn fullyrðingu. Fulltrúar
minnihlutans telja sig hafa komið með
ýmsar tillögur að breyttum rekstri,
en Egilsstaðabær hafi ekki ljáð máls
á þeim.
„Ástæðan fyrir þessum mikla tap-
rekstri er sú að Egilsstaðabær hefur
krafist þess að Hótel Valaskjálf sé
rekið allt árið, en eins og ferðaþjón-
ustunni er háttað gengur reksturinn
erfiðlega yfir vetrarmánuðina. Hótel-
inu er einnig skylt að reka félagsheim-
ilið en alls staðar á landinu þarf að
borga með slíkum rekstri. Ef Egils-
staðabær vill bæta reksturinn getur
hann losað hótelið undan þessum
kvöðum," segir Heimir Sveinsson.
Hótel Valaskjálf kaupir
hlut í nýju hóteli
Eins og fram hefur komið stendur
yfir bygging á nýju hóteli á Egilsstöð-
um. Félagið sem stendur að byggingu
hótelsins heitir Ásgarður hf. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Einari Rafni
Haraldssyni, fulltrúa bæjarins í Ás-
garði hf. og stjórnarformanni félags-
ins, er hlutafé hins nýja félags um
75 milljónir. Auk Egilsstaðabæjar sem
á um 25% hlutafjár eiga Kaupfélag
Héraðsbúa, Ferðamiðstöð Austur-
lands, Ferðaskrifstofa íslands, Sjóvá,
Byggðastofnun og Hótel Valaskjálf
hf. hlut í félaginu.
Áætlaður kostnaður við byggingu
hins nýja hótels er um 150 milljónir.
Ferðaskrifstofa íslands mun leigja
hótelið a.m.k. næstu 7 árin.
Enn og aftur blossa upp ágreinings-
efnin. Að mati sumra hluthafa er
undarlegt að Hótei Valaskjálf hf. hafí
keypt hlut í Ásgarði hf. fyr-
ir um 2,5 milljónir. „Okkur
finnst skjóta skökku við að
félag, sem rekið hefur verið
með tapi undanfarin ár,
skuli fjárfesta í hlutafélagi
um annan hótelrekstur á
Egilsstöðum," segir Snorri. ——
Aðrir telja einnig að rekstur hins
nýja hótels muni aldrei bera sig, hér
sé í of mikið ráðist fyrir lítinn markað.
Einar Rafn heldur því aftur á móti
fram að líklega hafi kaup Hótel Vala-
skjálf hf. á hlutafé í Ásgarði hf. verið
ein besta fjárfesting sem félagið hafi
gert lengi. Auk þess hafí félagið verið
að skapa viðskiptatengsl við Ásgarð.
Einar Rafn segir að í framhaldi af
kaupunum hafi var leitað eftir sam-
starfi eða samruna félaganna.
Tillaga um rannsókn á
starfsháttum stjórnar
Á hluthafafundinum var iögð fram
tillaga þess efnis að gerð yrði sérstök
rannsókn á starfsháttum stjórnar.
Tillögunni var hins vegar vísað frá.
Fulltrúar minnihlutans eru enn að
íhuga hvort af slíkri rannsókn geti
orðið. Hyggjast þeir leita til viðskipta-
ráðherra um úrlausn mála.
„Okkur hjá Ferðamálasjóði ber að
veija eignarhlut ríkisins í Hótel Vala-
skjálf hf. og að okkar mati hefur ver-
ið farið illa með almannafé," segir
Snorri Tómasson. „Við höfum gert
samgönguráðherra grein fyrir málinu
en við höfum ekki ákveðið hvað ger-
ist næst. Við teljum að gera hefði
mátt breytingar á rekstrinum með
áframhaldandi rekstur í huga. Þannig
hefði hagsmunum félagsins og hiut-
hafa verið best varið.“
Hveijir eru hagsmunir
Egilsstaðabæjar?
Fulltrúar minnihlutans álíta að Egils-
staðabær geti ekki annað en tapað ef
Hótel Valaskjálf hf. verði leyst upp.
Tap bæjarins er talið geta orðið allt
að 50 milljónir en það fer að sjálfsögðu
eftir því hvaða verð fæst fyrir eign
félagsins sem er gamla hótelbyggingin.
Að mati Sigurðar hótelstjóra er
miklum vandkvæðum bundið að
breyta byggingunni svo hún nýtist
annarri starfsemi. Það gæti því orðið
erfitt að selja eignina en hún er met-
in á 84 milljónir með innréttingum
og öllum búnaði.
Hann segist hafa boðið í hlutafé
bæjarins fyrir tveimur árum þegar
þau voru boðin til sölu. „Miðað við
hvað bærinn er að gera nú við hlut
sinn í hótelinu finnst mér út í hött
að þeir skuli hafa hafnað mínu tilboð
fyrir tveimur árum,“ segir Sigurður.
Spurningin sem menn velta fyrir
sér er hvaða hagsmuni bærinn hafi
af því að leggja Hótel Valaskjálf nið-
ur í stað þess að endurreisa það.
„Okkur fínnst auðvitað gott að
heyra að aðrir beri hag sveitarfélags-
ins fyrir bijósti," sagði Einar Rafn.
„Við höfum hins vegar talið að hags-
munum bæjarins sé best borgið með
að leggja niður núverandi hótelrekstur
og hætta taprekstrinum.
Við teljum okkur vera að bjarga því
sem bjargað verður. Nokkrir hluthafar
hafa gagnrýnt nánast allt sem gert
hefur farið, alla stjórnun félagsins og
fjármálaumsvif. Það eina sem þeir
hafa ekki gert er að koma með tillög-
ur um hvemig eigi að reka það. Þess-
ir aðilar hafa á hinn bóginn vanrækt
skyldur sínar við félagið og ég held
skaðað það meira en nokkur annar.“
Heimir sagðist vona að Egilsstaða-
bær komist heiðarlega frá þessu máli.
„Ég skrifaði bænum bréf í júní þar
sem ég kom fram með tillögur um
hvernig bærinn gæti komist vel frá
þessu máli. Ef það er efst
á óskalistanum að leggja
reksturinn í Hótel Vala-
skjálf niður þá ætti bærinn
að leysa til sín hluti ann-
arra hluthafa og koma
þannig heiðarlega fram við
minnihlutann. Mínu erindi
Hótel Vala-
skjálf leigt
í 11 mánuði á
2.5 milljónir
króna.
hefur hins vegar ekki verið sinnt."
Hagsmunaárekstrar?
Byggingafélagið Miðvangur hf.,
sem stendur að byggingu hins nýja
hótels er í eigu Sveins Jónssonar
bæjarfulltrúa. Þá var Einar Rafn
Haraldsson, formaður bæjarráðs, einn
stofnenda félagsins en hann hefur
selt hlut sinn í fyrirtækinu. Ýmsir
telja því óeðlileg tengsl vera milli
bæjarfulltrúanna og hótelbyggingar-
innar en lóðin, sem nýja hótelið er
byggt á, var í eigu Miðvangs hf.
„Heimir Sveinsson kærði okkur til
félagsmálaráðuneytisins fyrir meinta
hagsmunaárekstra. Lögfræðingur
ráðuneytisins úrskurðaði hins vegar
að ekki hefði verið um vanhæfi að
ræða þegar bærinn tók ákvörðun um
þátttöku í hlutafélaginu Ásgarði hf.,“
segir Einar Rafn. „Ég var í stjóm
Miðvangs áður en bærinn tók ákvörðun
um nýja hótelið. En þegar það mál
kom á dagskrá hafði ég horfið frá því
og átti engra hagsmuna að gæta.“
Skiptar skoðanir eru inn-
an RALA og á Suð-
urlandi um sölu eigna
tilraunastöðvarinnar
á Sámsstöðum í Fljóts-
hlíð. A jörðinni eru verð-
mætir tilraunareitir.
Margir sýna áhuga á að
kaupajörðina.
TUTTUGU og sjö tilboð bár-
ust í jörðina Eystri Sáms-
staði í Fljótshlíð, tilrauna-
stöð Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins, sem Ríkiskaup aug-
lýstu nýlega. Deildarstjóri jarðvegs-
deildar RALA og fyrrverandi tilrauna-
stjóri á Sámsstöðum telja hættu á að
verðmætar langtímarannsóknir á til-
raunastöðinni glatist.
Tilraunastöð hefur verið á Sáms-
stöðum í 70 ár. Klemens Kristjánsson
byggði hana upp og var tilraunastjóri
í 40 ár. Fyrst voru þar stundaðar til-
raunir með ræktun á korni og fræi
samhliða alhliða búskap og síðar hafn-
ar áburðartilraunir, að sögn Kristins
Jónssonar sem tók við tilraunastarfinu
af Klemensi og gegndi því þar til fyr-
ir þremur árum. Þá höfðu frærækta-
rtilraunirnar, sem RALA og Land-
græðslan stóðu saman að á Sámsstöð-
um og í Gunnarsholti, verið alfarið
fluttar í Gunnarsholt. Eftir stóðu lang-
tímatilraunir á áhrifum tilbúins áburð-
ar.
Tilfærsla innan RALA
Þorsteinn Tómasson, forstjóri
RALA, segir að stofnunin sé að nýta
sér heimild í fjárlögum til að selja
fasteignir tilraunastöðva og nýta fjár-
magnið til að byggja upp starfsemina
annars staðar. Hann segir að slík
heimild hafi lengi verið í fjárlögum
vegna breytinga í rekstri stofnunar-
innar. Þannig hafi eignir tilrauna-
stöðvarinnar á Reykhólum verið seld-
ar og peningarnir m.a. verið notaðir
til uppbyggingar á tilraunabúinu á
Hesti í Borgarfirði. Þá hafi tilteknar
eignir tilraunastöðvarinnar á Skriðu-
klaustri verið seldar og peningarnir
notaðir til uppbyggingar á Möðruvöll-
um. Því verkefni sé reyndar ekki lok-
ið. Þorsteinn segir að áhugi sé á að
nýta það fjármagn sem hugsanlega
fæst við sölu Sámsstaða til áframhald-
andi uppbyggingar rannsókna í Gunn-
arsholti og bæta rannsóknaraðstöðu
á Korpu og Keldnaholti. Tekur hann
fram að þó Sámsstaðir séu ekki sér-
staklega nefndir í fjárlagaheimildinni
hafi fjárlaganefnd verið kunnugt um
áhuga RALA á að selja jörðina.
„Ég tel að í sölu jarðarinnar felist
röng stefna og að hún byggist á af-
skaplega miklum misskilningi og van-
þekkingu á því sem er að gerast í
heiminum umhverfis okkur,“ segir dr.
Bjarni Helgason jarðvegsfræðingur,
deildarstjóri jarðvegsdeildar RALA,
en hann er mjög á móti sölunni vegna
þeirra áburðartilrauna sem þar hafa
verið stundaðar. Hann segir'að mikil
verðmæti felist í þessum tilraunum.
Elsti tilraunareiturinn er að verða 60
ára, hann er frá árinu 1938, og þar
er verið að kanna hve lengi er hægt
að fá grasuppskeru án þess að bera
fosfór á gróðurinn. Annar reitur er
frá 1945 en þar er verið að bera sam-
an afleiðingar mismunandi tegunda
köfnunarefnisáburðar á gróðursam-
SÁMSSTAÐIR í Fljótshlíð.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
BJARNI Helgason jarðvegsfræðingur á elsta tilraunareitnum.
setningu og jarðveg. I þriðja reitnum
er verið að bera saman vaxandi magn
af fosfór, kalí og köfnunarefni á jarð-
veg og gróður.
„Allar þessar tilraunir hafa þjónað
sem grundvöllur að áburðarleiðbein-
ingum sem byggðar eru á efnagrein-
ingum, ekki síst á Suðurlandi. Þetta
eru einu tilraunirnar af þessu tagi sem
stundaðar eru í landinu. Forverar
okkar hugsuðu þær sem langtímatil-
raunir og þær hafa alls ekki lokið
lilutverki sínu. Á síðari árum hefur
komið í ljós að þær geta verið enn
verðmætari vegna umræðunnar um
umhverfísvöktun. Við mælum og get-
um mælt hvað gerist í jarðveginum
við áburðarnotkun. Hvernig mengun,
eins og cadmíum og aðrir þungmálm-
ar, safnast upp í jarðveginum og end-
urspeglast síðan í gróðrinum. Hér
höfum við fasta viðmiðun áratugi aft-
ur í tímann vegna þess hvað forverar
okkar voru forsjálir og okkur ber
skylda til að halda tilraununum áfram
til að sjá þróunina," segir Bjami
Helgason.
Kristinn Jónsson, fyrrverandi til-
raunastjóri, segir að tilraunirnar séu
ómetanlegar. Þær verði ekki gerðar
annars staðar því verðmætið liggi í
aldri þeirra og röð af mælingum sem
fram hafa farið.
Framtíð tilraunanna óljós
Þorsteinn Tómasson segir að vissu-
lega geymi langtímatilraunareitirnir
ákveðna sögu sem sé verðmæt en
framtíð þeirra sé enn ekki ráðin. Tel-
ur hann hugsanlegt að ná samkomu-
lagi við kaupanda jarðarinnar um að
RALA fengi að halda þessari aðstöðu
til bráðabirgða, til að ljúka tilraunun-
um, eða jafnvel til lengri tíma. Bjarni
Helgason bendir á að gömlu tilrauna-
reitirnir séu allir í kringum íbúðarhús-
ið og telur að aðgreining þeirra frá
öðru landi gæti að mati kaupandans
skert mikið notagildi jarðarinnar.
Meðal forystumanna bænda á Suð-
urlandi eru einnig deildar meiningar
um sölu tilraunastöðvarinnar. Eggert
Pálsson, bóndi og búnaðarþingsfull-
trúi á Kirkjulæk í Fljótshlíð, er í hópi
þeirra sem andvígir eru sölunni. Telur
hann það skammgóðan vermi fyrir
RALA að selja Sámsstaði. Jörðin henti
betur til jarðræktartilrauna en margar
aðrar og þó RALA gæti fengið ein-
hvern pening í bili væri hætta á að
minni rannsóknir á þessu sviði bitnuðu
í framtíðinni á bændum og neytend-
um. Bendir hann RALA á að selja
frekar land á Korpu, ef stofnunin r
þurfi að losa peninga, fyrir það væri *
áreiðanlega hægt að fá mun hærra
verð. Telur Eggert skynsamlegt að
reka tilraunastöðina áfram og stingur
upp á samstarfi Búnaðarsambands
Suðurlands og RALA með því að ráða
mann í hálft starf sem tilraunastjóra
og hálft starf sem jarðræktarráðu-
naut.
Töluverður áhugi
Tilboð í jörðina voru opnuð hjá Rík-
iskaupum í gær. 27 tilboð bárust.
Starfsmenn Ríkiskaupa eru að reikna
út raunvirði tilboðanna og á meðan^.
er ekki hægt að fá upplýsingar um
tilboðsupphæðir. Fyrirfram var ekki
síst búist við áhuga fólks og fyrir-
tækja sem vantar land undir sumarbú-
staði. Jón Ásbjörnsson hjá Ríkiskaup-
um sagðist í gær ekki vita um áform
tilboðsgjafa en tók fram að tilboðin
væru frá bæði fyrirtækjum og ein-
staklingum.