Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 41 FRÉTTIR Samstarf Ferðafélagsins Utivistar og Skaftárhrepps „UNDANFARIN tvö ár hefur Ferðafélagið Útvist iagt sérstaka áherslu á ferðir um hálendi Skaftárhrepps. Svæðið er ekki ' fiölfarið en engu að síður afar áhugavert til gönguferða og úti- vistar. Af einstökum náttúruperl- um svæðisins má nefna Lakagíga, Núpsstaðarskóga og Sveinstind við Langasjó. Þetta er gríðarstórt land allt frá Mýrdalsjökli í vestri og að Skeiðarárjökli í austri. Landslag er mjög fjölbreytilegt á svæðinu og óvæntar náttúruperlur að finna víða,“ segir í fréttatil- kynningu. Ennfremur segir: „Saman ætla ' heimamenn og Utivist að leggja áherslu á uppbyggingu og merk- ingu gönguleiða og göngubrúa á Ferðir á fáfarnar slóðir svæðinu auk þess að stuðla að kynningu á svæðinu. Því hefur Útivist skipulagt tvær ferðir í Skaftárhrepp. Annars vegar er um að ræða ferð í Núpsstaðarskóg, en þar verður tjaldað í réttargili og farið í dagsferð þaðan næstu tvo daga. Hins vegar er um að ræða gönguleiðina frá Sveinstindi um Skælingar í Eldgjá en fáir hafa lagt leið sína um öræfín norð- an leiðarinnar um FJallabak. Farið verður á föstudagsmorgni frá Reykjavík að Sveinstindi við Lang- asjó. Á mánudagsmorgni verður skoðað umhverfi Lambaskarðshóla og Hánýpufitjar, m.a. fossinn fagri en nafnlausi í Syðri-Ófæru. Gengið er með dagspoka en annar farang- ur fluttur á milli náttstaða. Útivist hefur einnig skipulagt ferð í Núpsstaðarskóga. Óft er torfært í Núpsstaðarskóga og Núpsvötnin jafnvel með öllu ófær svo mánuðum skiptir. Ekið verður inn í Núpsstaðar- skóga og tjaldað í Réttargili. Þaðan verða farnar dagsgöngur næstu tvo daga. Seinni daginn verður gengið yfir Bunka og um Bunkadal á Súlu- tinda. Á bakaleiðinni verður farið um Súludalsárgljúfur og skoðaður fossinn þar sem Súludalsá fleygist fram af brekkunum niður á jökul- inn.“ ÚTSKRIFTARHÓPURINN frá Leiðsöguskóla íslands. Níu gönguleiðsögu- menn útskrifaðir NÍU gönguleiðsögnmenn útskrif- uðust frá Leiðsöguskóla íslands 17. júni sl. Námið tók heilan vetur og var áhersla lögð á fræðslu um gönguleiðir, skyndihjálp, móttöku þyrlu, útbúnað og nesti í göngu- ferðum. Farið var í fjögurra daga gönguferð sem jafnframt var próf. Aðalkennari var Leifur Örn Sva- varsson, gönguleiðsögumaður. Umsjónarmaður Leiðsöguskóla ís- lands er Birna G. Bjamleifsdóttir. I I I I Morgunblaðið/Jim Smart ÞAU Jóhann Ingvarsson bílstjóri, Ragnhildur Pétursdóttir og Brypja Steinsen sem starfa hjá Body Shop unnu að því að koma brúsunum fyrir. Brúsar verða að girðingarstaurum NÝVERIÐ flutti starfsfólk The Body Shop á íslandi húð- og hár- vörubrúsa til endurvinnslu í Funa- plasti ehf. á Flúðum. Endurvinnsla LEIÐRÉTT Höfundarnafn misritaðist _ í GREIN um fíkniefni í tískuheimin- j um, sem birtist í Vikulokum Morg- ' unblaðsins sl. laugardag, misritað- ist nafn höfundar. Höfundur er Bergljót Ingólfsdóttir, en ekki Berg- lind eins og þar stóð. Beðist er vel- virðingar á þessari misritun. á brúsum er liður í stefnu verslana í umhverfismálum, en viðskipta- vinir verslunarinnar hafa verið hvattir til að skila tómum brúsum þangað. Plastbrúsamir verða þvegnir, malaðir og bræddir niður í litlar plastkúlur. Þær og endumnnin veiðarfæri enda svo sem girðing- arstaurar sem framleiddir em af Hampiðjunni. Funaplast festi kaup á tækjum til endurvinnslu plasts nú í sumar. Að sögn Guðmundar Geirs Sig- urðssonar framkvæmdastjóra er búist við að mörg fyrirtæki og endurvinna plastvörur. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Röng myndbirting I ÞAU mistök urðu í blaðinu í gær var við Iðnó, þar sem búið er að að röng mynd birtist með fréttinni setja hann upp í Keflavík. Beðist ’ um Kaffi Keflavík. Hér birtist rétta er velvirðingar á þessum mistök- myndin og sýnir glerskálann sem um. Umhverfisverðlaun N orðurlandaráðs FRESTUR til að skila inn tillögum um verðlaunahafa fyrir umhverfís- verðlaun Norðurlandaráðs rann út 30. maí sl. Alls bárust 20 tillögur, sex frá Danmörku, þijár frá Finnlandi, ein frá Færeyjum, þijár frá íslandi, þijár frá Noregi og fjórar frá Svíþjóð. Dómnefndin tekur endanlega ákvörðun um úthlutun verðlaunanna í Osló í september nk. Þeir íslendingar sem eru tiinefndir eru: Einar Einarsson, fyrir þróun á umhverfísvænum nöglum fyrir nagla- dekk. Með notkun dekkjanna verður slit á malbiki aðeins fiórðungur af því sem gerist við notkun hefðbund- inna nagladekkja. Eiginleikar nagl- anna minnka einnig umferðarhávaða, rykmengun og mengun jarðvegs. Einar Þorsteinn og Tilraunastofa Burðarforma, fyrir útfærslu á efnis- og orkusparandi híbýli sem eftir reynslunni að dæma sparar á milli 30-60% af hitaorkunni sem almennt er notuð í venjulegum híbýlum. Til- raunastofa Burðarforma hefur staðið fyrir uppfærslu á 40 híbýlum af þess- ari gerð. Nýiðn ehf. (New industries ltd.) fyrir vöruþróun og nýja framleiðslu- aðferð á umhverfísvænum vetrar- dekkjum. Tilgangur framleiðslunnar voru umhverfís- og öryggissjónarmið. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í um- hverfisvænum lausnum til að draga úr umferðarhnútum, -hávaða og ryki og hefur í því skyni þróað sérstaka gerð dekkja sem dregur úr mengun. Aðrir sem tilnefndir eru: John’s Vinduspuss AS; Peter Aspelund, Gas turbine effíciency AB; Paul Antero Rantanen; Bang Fjáderfáslakteri AB; Grenaa Centralsygehus ved indkebsc- hef Tommy Willys; Ammehjelpen i Norge og Ámningshjelpen í Sverige; Imatran voima OY; Camentfabrikken Aalborg Portland; Hals Metalsmelteri A/S; GIAB (Götene Intemational AB); Finsk Forlag; Instituttet for Produktudvikling (IPU); Dalslands Turistrád og Áijángs Kommun; Nept- un Hotel, Kaupmannahöfn; Green Network; John Smith og HÁG a.s.a. „Norðurlandaráð veitir Umhverf- isverðlaun í þriðja sinn nú í ár. Verð- NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK ís- lands fagna þeirri niðurstöðu Veiði- félags Laxár og Krákár, að forsenda samninga við Landsvirkjun um hækk- un stfflu í Laxárgljúfrum sé, að nauð- synlegar rannsóknir á áhrifum slíkrar stíflugerðar fari fram áður. „Forystumenn Landsvirkjunar full- yrða að nauðsynlegt sé að hækka stífluna við Laxárvirkjun til að auka raforkugetu virkjunarinnar, minnka slit á vélum og skapa atvinnu í hér- aðinu. Ekki liggja fyrir niðurstöður um áhrif stíflugerðar fyrir vemdun eða fískrækt í ánni, sem er nauðsyn- launin, sem nema 350.000, dönskum krónum, verða veitt einkafyrirtækjum eða opinberri stofnun, rannsókn- arstofnun eða ráðgjafa sem með af- gerandi hætti hefur stuðlað að því að draga úr álagi á umhverfið af völdum framleiðslustarfsemi, notk- unar eða fórgunar á framleiðsluvöru. Verðlaunaþeginn á að hafa átt eftir- tektarvert fmmkvæði á sviði náttúru- og umhverfisvemdar. Viðfangsefnið að þessu sinni er: Vinnslu- og vöru- þróun sem leiðir til verulegra umbóta fyrir umhverfíð,“ segir í fréttatilkynn- ingu. leg forsenda til að hægt sé að hækka núverandi stíflu. Það er ekki ljóst hvort sandburður í Laxá hefur áhrif á fískgengd eða afkomu físks í ánni, eða hvort breytingar hafa orðið á sandburði á undanfömum árum, en bændur við Laxá og Kráká hafa kvartað undan sandburði í ánum a.m.k. síðan 1712 þegar Ámi Magn- ússon og Páll Vídalín gerðu jarðalýs- ingar í Jarðabókinni fyrir S-Þingeyj- arsýslu. Auk þess liggur ekki fyrir mat á áhrifum stífluhækkunar á líf- ríki Laxár í Aðaldal,“ segir m.a. í yfírlýsingu samtakanna. Fagna niðurstöðu í stíflumálinu Rauði kross íslands 4 millj. krona til barátt- unnar gegn jarðsprengjum I HARGEISA í Sómalíu árið 1991 þegar flóttafólk sneri til heimkynna sinna á ný voru þar enn þúsundir jarðsprengna. í um 75% tilvika voru það börn sem stigu á þær og létust eða hlutu varanlega örkuml. Svipuð örlög hafa beðið þúsunda annarra í öðmm löndum. Rauði kross íslands lagði nýlega fram fjórar milljónir ísl. króna til Alþjóðaráðs Rauða krossins. Fénu verður varið til hjálpar þeim er verða fyrir barðinu á þeim óhugnaði sem jarðsprengjur em og til að efla fyrir- byggjandi aðgerðir og fræðslu um hættuna sem af þeim stafar, segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir: „Alþjóða Rauði krossinn stendur nú fyrir starfi í 20 löndum sem felur í sér læknisað- stoð við fórnarlömbin, endurhæf- ingu og smíði gervilima. Á undan- förnum 18 ámm hefur Rauði kross- inn útvegað um 80.000 bömum, konum og körlum, sem þurft hefur að aflima, nýja gervilimi. Meginað- stoðin að þessu sinni fer til 19 end- urhæfingarstöðva í átta löndum: Afganistan, Angóla, Azerbaijan, Kambódíu, Georgíu, írak, Kenýa og Rúanda. Baráttan við þennan ógnvald felst þó ekki eingöngu í aðstoð við þá sem þegar hafa slasast. Reynt er eftir mætti að gera sprengjur sem enn liggja í jörðu óvirkar og fræða íbúa um hættuna og þá ekki síst bömin. Frá því í nóvember 1995 hefur og Alþjóða Rauði krossinn staðið fyrir mikilli herferð gegn notkun jarð- sprengna. Fjöldi ríkisstjóma, að rík- isstjóm íslands meðtalinni, hafa síð- an lýst yfir stuðningi við banni á framleiðslu, sölu og notkun þeirra. Nú í byijun desember er fyrirhuguð ríkjaráðstefna í Ottawa í Kanada þar sem þjóðirnar skrifa undir bind- andi samning þar að lútandi. Þrátt fyrir umfangsmikið starf gegn þessari vá er enn langt í land. Tuttugustu hveija mínútu alla daga ársins deyr eða örkumlast einhver af völdum jarðsprengna, 800 manns deyja á mánuði og 1.200 manns særast. Alþjóða Rauði ki-ossinn sendi þvf út sérstaka hjálparbeiðni til rikisstjóma og Rauða kross- félaga um allan heim sem Rauði kross íslands hefur bmgðist við með ofangreindum hætti.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.