Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UNNIÐ við hreinsunina. Flugvélarflak hreinsað af Eyjafjallajökli Herflokkur nýtur aðstoðar Chinook-þyrlu FIMMTÁN manna herflokkur varnarliðsins hefur unnið við hreinsun á flaki Grumman Albat- ross-flugvélar á Eyjafallajökli að undanförnu. Flugvélin fórst í maímánuði árið 1952. Flakið fannst. sundur slitið tveimur dögum síðar og við það tillagt lík. Engin ummerki fund- ust hins vegar um fjóra áhafnar- meðlimi varnarliðsvélarinnar. Fjórmenningarnir virðast hafa reynt að komast niður Gígjökul. Líkamsleifar þeirra fundust ekki fyrr en árin 1964 og 1966. Herflokkurinn naut aðstoðar Chinook-þyrlu við hreinsunina í Iiðinni viku og kemur hún aftur í dag. Hún hífir brakið af jöklin- um niður á flatlendi fyrir neðan þar sem lyftari sér um að koma hrakinu á vörubíl. Hafist var handa við hreinsun- ina þar sem hætta var talin á að hlutar flaksins rynnu niður í Jökullónið, sérstaklega í vetrar- og vorleysingum, en flakið ramb- ar á vestari barmi jökulsins, um einn kílómetra ofan við Lónið. Morgunblaðið/Ámi Alfreðsson GENGIÐ frá brakinu í kör en hreyflarnir, sem hvor um sig vega um 700 kg, eru hífðir upp hvor í sínu lagi. Niðurstöður rannsóknaleiðangurs Surtseyjafélagsins Útbreiðsla gróð- urs eykst stöðugt ÚTBREIÐSLA gróðurs í Surtsey er stöðugt að aukast sunnanvert á hrauni eyjarinnar þar sem er að verða þétt mávabyggð og er mikil gróska í plöntum á fijósömum bletti þar sem stöðugt gefur áburð frá mávum. Þetta segir dr. Sturla Frið- riksson eftir síðasta leiðangur Surtseyjafélagsins sem stóð dagana 22. til 25. júlí. Líffræðingar dvöldu í eynni við ýmsar rannsóknir en ásamt Sturlu voru í leiðangrinum þau Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Borgþór Magnús- son og Sigurður H. Magnússon. Sturla sagði að erlendir Ijósmyndar- ar sæktust eftir að heimsækja Surtsey í fylgd vísindamanna til að fylgjast með framvindu lífríkisins. Hefðu fyrir nokkru verið þar ljós- myndarar frá bandaríska vísindafé- laginu Scientific American Fronti- ers vegna töku á heimildamynd af rannsóknum á lífinu í Surtsey sem notuð yrði sem fræðsluefni fyrir skóla í Bandaríkjunum. Dr. Sturla Friðriksson segir að á óvart komi hversu gróskan sé mikil sunnanvert á eynni og framvindan ör í uppbyggingu samfélaga, að þarna sé að vaxa fjölskrúðugur hlað- varpagróður. „Ýmsar tegundir op- inna svæða, höfðu áður numið þar land, en sumar þeirra hafa snarlega orðið að víkja fyrir ágengni gras- anna, sem þola betur en landnem- amir lijóan jarðveg mávabyggðar- innar,“ segir Sturla. Líffræðingarmr skráðu útbreiðslu gróðursins til að sýna aukninguna frá því fyrsta gróð- urslikjan sást fyrir um áratug. Var vaxtarsvæði einstakra háplöntuteg- unda kortlagt og mæld þekja á af- mörkuðum reitum ýmissa dæmi- gerðra vaxtarsvæða víðs vegar á eynni til að fýlgjast megi með þvi hvemig svörður þéttist á áður auð- um stöðum. Tvær nýjar tegundir háplantna Reynt var í þessum leiðangri að finna tegundir sem áður höfðu sést og segir Sturla að sex þeirra séu horfnar og landnám þeirra hafí því brugðist að sinni. Hins vegar hafi fundist tveir nýir landnemar há- plantna, axhæra og gleym-mér-ei og ný ætihvönn fannst einnig sem ekki hefur sést í 20 ár. Nú vaxa í Surtsey 45 tegundir háplantna en 52 tegundir þeirra hafa sést ein- hvern tíma í gróðurríki eyjarinnar. Sú breyting hefur orðið á fugla- lífinu að hrafninn lét ekki sjá sig. Segir Sturla að hrafnspar hafi ítrek- að fengist við að byggja upp hreið- urlaupa í hraungíg eyjarinnar en ekki orpið þar. í Surtsey verpa nú um 300 pör af síla- og silfurmávum, nokkur hvítmávapör má finna og talsvert af svartbaki. Þá fer fýl smám saman fjölgandi og má einn- ig sjá teistu og um 20 ritupör. Morgunblaðið/Ingibjörg Svala Jónsdóttir SÍFELLT eykst útbreiðsla gróðurs í Surtsey. Guðmundur Árni Stefánsson segir óvíst um afstöðu sína til útgáfumála flokksins Efasemdir um sam- starf við Dagsprent GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, alþingismaður Alþýðuflokksins, segist hafa vaxandi efasemdir um að rétt sé af Alþýðuflokknum að hætta útgáfu Alþýðublaðsins. Hann segist hafa talið að menn stefndu að því að stofna nýtt blað og hafi hann vænst þess að flokk- urinn myndi hafa áhrif á hvernig æðsta ritstjórn þess verði skipuð. „Ég hef í gegnum árin verið þeirrar skoðunar að ef ekkert ann- að væri tryggt um útgáfumál Al- þýðuflokksins þá væri óvarlegt að leggja niður það litla sem við hefð- um. Á hinn bóginn var ég í upp- hafi þessa ferils vongóður um að menn væru að sjá fyrir sér þriðja aflið í íslenskum blaðaheimi, þ.e.a.s. ijölmiðil sem hallaði sér í almennri umræðu nær viðhorfum félagshyggjunnar heldur en þeir tveir risar sem til staðar eru, þ.e. Morgunblaðið og DV. Ég er hins vegar með ákveðnar efasemdir um þetta eftir því sem umræðan hefur þróast, sérstaklega eftir að fyrir liggur yfirlýsing væntanlegra rekstraraðila um að ekki sé verið að stofna nýtt blað heldur ein- göngu verið að skapa Degi-Tím- anum aukið svigrúm. Ég hafði auk þess upplýsingar um að áformað væri að Alþýðuflokkurinn og Al- þýðubandalagið hefðu a.m.k. áhrif á hvernig æðsta ritstjórn yrði þarna skipuð, en það virðist ekki ætla að verða. Það veldur mér ákveðnum áhyggjum, en ég vænti þess að fá skýrari mynd á þetta á flokksstjórnarfundi á morgun,“ sagði Guðmundur Ámi. Alþýðuflokkurinn tekur ákvörðun í dag Framkvæmdastjórn Alþýðu- flokksins ræddi útgáfumál flokks- ins á fundi í gær og ákvað að boða fund í flokksstjórn Alþýðuflokks- ins. Sá fundur verður haldinn í dag og er reiknað með að endanleg afstaða verði tekin á fundinum til hugmynda um samstarf við Dag- Tímann, sem myndu þýða að út- gáfu Alþýðublaðsins yrði hætt. Guðmundur Árni á ekki sæti í framkvæmdastjórn flokksins og hann sagðist því ekki hafa séð þann samning sem lægi á borðinu eða haft tækifæri til að ræða hann innan flokksins. Það myndi hann gera í dag. Hann sagðist hafa rætt við Sighvat Björgvinsson, formann Alþýðuflokksins, þegar viðræður við forsvarsmenn Frjálsr- ar fjölmiðlunar og Dagsprents voru að hefjast og þá hefði málið verið lagt upp með dálítið öðrum hætti en það hefði verið kynnt í fjölmiðl- um síðustu daga. Alþýðubandalagið gerir ekki kröfu um ritstjóra Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins hefur samþykkt samstarfssamning við Dagsprent hf. Samningurinn felur m.a. í sér að Alþýðubandalagið skuldbindur sig til að gefa ekki út Vikublaðið í a.m.k. þrjú ár. „Jafnframt erum við reiðubúin að vinna, ásamt öðrum þeim sem hafa unnið að kynningarmálum fyrir Dag-Tím- ann, að því að kynna þetta blað og stuðla að því að það öðlist útbreiðslu,“ sagði Margrét Frí- mannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins. „Við erum þarna með ákveðinn auglýsingasamning og það er reyndar fleira, sem ég tel ekki rétt að greina frá þar sem málið er ekki að fullu frágengið. Ég tel að við getum nokkuð vel við unað,“ sagði Margrét, þegar hún var spurð hvaða ávinning Alþýðu- bandalagið hefði af þessu sam- komulagi. Stjórnarformaður Dagsprents hefur lýst því yfir að flokkarnir muni engin áhrif hafa á ritstjórn eða ritstjórnarstefnu Dags- Tímans. „Ef stjórnmálaflokkar ákveða að hvíla útgáfumálgögn sín vegna þess að það virðist vera samdóma álit þeirra að dagar svo- kallaðra flokksblaða séu taldir, á ég ekki von á að þessir flokkar eða forsvarsmenn þeirra krefjist þess að gera umsvifalaust næstu út- gáfu, sem þeir koma að, að flokks- pólitískum blöðum. Það sem skipt- ir máli þarna er að við viljum stuðla að aukinni breidd á fjölmiðlamark- aðinum, auka lýðræði í umfjöllun um dagleg málefni og fagfólk á að koma að því að stýra fjölmiðl- um. Það sem skiptir okkur máli er að þarna sé sagt rétt og satt frá og skemmtileg og fjölbreytileg umfjöllun um málefni,“ sagði Mar- grét ennfremur. Áðspurð hvort flokkurinn gerði þá ekki tilkall til ritstjórastóls á Degi-Tímanum, sagðist hún telja Dag-Tímann ágætlega settan með ritstjóra í dag. I I I I I I I f I I i I i I i i \ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.