Morgunblaðið - 30.07.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ráðherrar vissu...
VARSTU búinn að fá leyfi hjá pabba Dabba og mömmu Dóru til
að fara hingað, Grímsson litli????
NOKKRIR laxar hafa verið að veiðast í Hörgsá á Síðu, neðan
brúar, að undanförnu. Hér eru þeir Páll Guðnason og Jón Krist-
inn Jónsson með þrjá, 7, 8 og 11 punda.
Metdagar
í Eystri-
Rangá
METVEIÐIDAGUR var í Eystri-
Rangá á mánudag, er 81 lax var
dreginn á þurrt. Á sunnudag veidd-
ist 71 lax sem var skammlíft met.
Veiði hefur glæðst nokkuð víða á
Norðurlandi, t.d. hafa veiðimenn við
Miðfjarðará dregið um 70 laxa úr
ánni síðustu sex dagana. Það er
bæði nýgenginn smálax og stór fisk-
ur í bland.
„Það hafa alls ekki slokknað allar
vonir og síðustu dagar hafa verið
þeir skástu til þessa. Þetta mætti
auðvitað vera meira og betra, en
það eru mörg dæmi þess að laxa-
göngur komi seint þegar vorað hef-
ur illa eins og raunin var að þessu
sinni,“ sagði Böðvar Sigvaldason
formaður Veiðifélags Miðfjarðarár
í samtali við Morgunblaðið í gær-
dag. Þá hafði veiðihópur við ána
dregið 57 laxa á fimm dögum.
„Þetta eru stórir smálaxar, margir
6 punda, og stórar tveggja ára
hrygnur í bland, fiskar sem við átt-
um von á að sjá fyrr í sumar. Okk-
ur hefur virst Austuráin vera einna
líflegust, en síðustu daga hefur
Núpsáin komið sterk inn í myndina.
Þá er fiskur um alla Vesturá, en
Miðfjarðaráin sjálf hefur verið
þung,“ bætti Böðvar við.
Metdagur
í Eystri-Rangá
AIls veiddist 81 lax í Eystri-Rangá
á mánudaginn og 71 á sunnudaginn
að sögn Guðjóns Árnasonar í Sælu-
búinu á Hvolsvelli. Þetta er mesta
laxveiði á einum degi sem tekin hef-
ur verið úr Eystri-Rangá. Laxinn er
vel dreifður, en 5 og 9 eru þó sterk-
ustu svæðin. Að sögn Lúðvíks Giss-
urarsonar sem hafði svæði 9 um
árabil, þar til i sumar, höfðu í gær
veiðst 220 laxar á svæðinu, flestir
í aðeins tveimur hyljum, Efri-
Fagradal og Bergsnefi.
Að sögn Þrastar Elliðasonar
leigutaka Ytri-Rangár hvellgengur
þar einnig, en óvanir veiðimenn síð-
ustu daga hafi haldið veiðitölum
nokkuð niðri. „Það hafa samt verið
að koma 20-30 á dag hjá mér og
Ytri-Rangá er komin í rétt rúma
430 fiska. Hins vegar veiðist það
mikið þessa dagana að tölur eru
fljótar að breytast," sagði Þröstur.
Guðjón í Sælubúinu sagði í gær-
morgun að komnir væru 590 laxar
á land. Allt síðasta sumar veiddust
480 laxar í Eystri-Rangá. Alls voru
því í gærmorgun komnir um 1.020
laxar úr Rangánum.
22 punda hængur veiddist á
Klöppinni í Ytri-Rangá fyrir fáum
dögum, þriðji laxinn yfir 20 pund
sem þar veiðist á stuttum tíma.
Reynt var að halda lífi í karli, en
allt kom fyrir ekki.
Laxá í góðum gír
„Þetta gengur vel þessa dagana
og það er mikill lax í ánni. Það eru
komnir um 600 laxar á land og samt
hefur verið mikið af rólegheitarfólki
í veiðinni hjá okkur. Þetta er eitt-
hvað annað en síðustu sumur,“ sagði
Ásgeir Heiðar fulltrúi leigutaka Lax-
ár í Kjós í gærdag. Fyrir skömmu
veiddi Bandaríkjamaður einn 19 laxa
sama daginn. Sá var þaulvanur
stangaveiðimaður, en hafði þó aldrei
dregið Atlantshafslax fyrr.
Mikill lax í Haffjarðará
„Það eru komnir 250 laxar á land
úr Haffjarðará og það er sama magn
og á sama tíma í fyrra. Það er þó
mikill munur nú eða þá, að það er
miklu meiri lax í ánni en í fyrra og
það lofar góðu fyrir framhaldið. Það
mætti þó rigna meira, áin er að verða
ansi vatnslítil," sagði Einar Sigfús-
son, einn eigenda árinnar í samtali
við blaðið í gærdag.
Mikill vöxtur í markaðsfræðum hér
Seljandiim í við-
skiptasambandi
við kaupandann
Dr. Árni Arnþórsson
■m /tarkaðsfræði
IWB ^e*ur *ser s^'pu'
ÁfX iag á framleiðslu
vöru, þjónustu, verðlagn-
ingu, flutningi og mark-
aðssetningu. Markaðs-
fræði gengur einnig út á
þekkingu á mannlegum
samskiptum, gerð mark-
aðsrannsókna og yfirlit til
að halda gæðum vörunnar
eða auka þau.
Ámi Arnþórsson dvelur
hér á landi á vegum Mark-
húss ehf. og heldur nám-
skeið varðandi ýmis atriði
í markaðsfræðum.
- Hvernig stendur
markaðsfræðin hér á landi
miðað við Bandaríkin?
„Kunnátta og reynsla á
markaðsfræðum hér á
landi er á grunnstigi.
Kennsla í markaðsfræðum
er tiltölulega ný af nálinni
við Háskóla íslands. Þeir
sem kenna hana hafa ekki þá
menntun sem þarf til að standa
í fremstu röð í markaðsfræðum.
Þeir sem hafa lært markaðsfræði
erlendis hafa mestmegnis lokið
grunnnámi í markaðsfræði.
Þeir sem standa að markaðs-
fræðimálum hér á landi byggja
sína kunnáttu mest á eigin reynslu
sem dugir ekki alltaf til þegar
leysa þarf flókin vandamál. Hins
vegar er mikill vöxtur í markaðs-
fræðum hér og áhuginn er mikill.
Bandaríkin standa í fremstu
röð í þessum fræðum og er skipu-
lag á markaðssetningu notað í
gífurlegum mæli bæði hjá einka-
fyrirtækjum og í opinbera geiran-
um. Þar er mikið gert af því að
nota samhæfðar markaðsaðgerð-
ir sem hjálpa til við að halda stöð-
ugleika í gæðaeftirliti á markaðs-
setningu hjá fýrirtækjum og
stofnunum."
- Hvað er það nýjasta í mark-
aðsfræðum í Bandaríkjunum?
„Það má segja að það falli
undir tvo mismunandi þætti.
Annars vegar er það skilningur
á því að samband við viðskipta-
vini er til langs tíma. í dag er
sölu á vörum og þjónustu fylgt
eftir. í því felst að seljandinn
heldur viðskiptasambandi við
kaupandann til langs tíma.
Hins vegar er það skilningur á
mannlegum þáttum. Hefur sá
þáttur komið til með opnun heims-
markaðarins, sem hefur sýnt okk-
ur enn betur fram á hversu fólk
er mismunandi t.d. eftir heimsálf-
um. í því felst til að mynda að
allar þarfir eru sérstakar. Bak-
grunnur fólks er mis-
munandi og hegðunar-
mynstur líka. í Banda-
ríkjunum er farið að
taka þessa þætti í
miklu meiri mæli inn í
kennslu, rannsóknir og þjálfun
starfsmanna í fyrirtækjum."
- Hver er munurinn á að
markaðssetja vöru hér á landi og
í Bandaríkjunum?
„Munurinn er margvíslegur, til
dæmis má nefna stærð mark-
aðarins. Hér er markaðurinn svo
lítill og hefur það bæði kosti og
galla í för með sér.
Ókostirnir eru meðal annars
takmörkuð sala og hörð sam-
keppni sem leiðir af sér takmark-
að vöruval.
í Bandaríkjunum getur verið
► Árni er fæddur í Reykjavík
árið 1963. Hann varð stúdent
frá Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti. Lauk B.S. námi í
markaðs- og stjórnunarfræði
frá University of South Caro-
lina í Columbia og doktors-
gráðu í markaðsfræðum frá
sama skóla. Árni kenndi í So-
uth Carolina við Anderson
College en hóf kennslu árið
1993 við University of St.
Francis skammt fyrir utan
Chicago. Einnig stundar hann
markaðsráðgjöf samhliða
kennslunni.
gífurlega erfitt að ná til sér-
stakra hópa. Hér er þetta hins
vegar auðveldara vegna smæð-
arinnar. T.d. ef ég vildi senda
markaðspóst til allra þeirra sem
selja tryggingar væri auðveldara
að finna þann hóp hér á landi en
í Bandaríkjunum, þar yrði þetta
miklu flóknara og dýrara verk-
efni.“
— Hvað getum við íslendingar
gert til að verða góðir á þessu
sviði?
„í fyrsta lagi þurfum við betri
markaðsrannsóknir. Hér er þekk-
ing fólks sem rekur fyrirtæki lít-
il á því hverskonar markaðsráð-
gjöf það ætti að nota. Eins og
ég talaði um í byrjun er skortur
á fólki sem hefur góða þjálfun
og reynslu í markaðsrarinsókn-
um. Til að öðlast kunnáttu í
markaðsrannsóknum þarf að
minnsta kosti að ljúka masters-
námi á rannsóknarsviði innan
viðskiptadeilda, eins
er reynslan alltaf dýr-
mætur skóli.
í öðru lagi þarf betri
skilning á fjölbreytni
við markaðssetningu.
Hér á landi koma oft upp tísku-
sveiflur í markaðssetningu og þá
verður hún einhæf. í markaðs-
setningu gildir bæði að vera
frumlegur og fjölbreytilegur. Hér
er mikið af góðum auglýsinga-
stofum og eru þær mikið notað-
ar. Að mínu mati er margt hægt
að gera í sambandi við markaðs-
setningu og má þar nefna mark-
aðspóst. Þá sendir auglýsandinn
auglýsingar, bæklinga eða jafn-
vel sýnishorn til viðskiptavina.
Þessu er síðan oft fylgt eftir með
notkun tölvu eða síma.“
Mannlegi
þátturinn
mikilvægur