Morgunblaðið - 30.07.1997, Side 19

Morgunblaðið - 30.07.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 19 LISTIR Leikmynd Myrkra- höfðingj- ans rís Morgunblaðið/Amaldur PRESTSSETUR sira Jóns Magnússonar í Myrkrahöfðingjanum, nýjustu mynd Hrafns Gunnlaugssonar. VATNSLEYSUSTRÖND og staðir á Reykjanesinu verða vinnustaðir kvikmyndagerðamanna frá byijun næsta árs fram á Hörpu, því unnið er nú að undirbúningi nýjustu myndar Hrafns Gunnlaugssonar, Myrkrahöfðingjans. Er myndin byggð á Píslarsögu síra Jóns Magn- ússonar á Eyri við Skutulsfjörð sem hann skrifaði á síðari hluta 17. ald- ar. Síðastliðinn mánuð hafa torf- hleðslumenn og smiðir reist prest- setur í Hvassahrauni í Vatnsleysu- strönd og á Reykjanesi mun rísa dómkirkja og sýslumannssetur. Að- alástæðan fyrir staðsetningu leik- myndarinnar, sem Árni Páll Jó- hannsson hannaði eftir frumteikn- ingum leikstjórans, er sú að kvik- myndagerðarmenn munu eiga auð- veldara með að nálgast tökustaðina í vondum vetrarveðrum, en ætlunin er að ljá atriðunum dramatískari blæ með hjálp þeirra. Mestur hluti útitaka fer fram í Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd og leggja kvik- myndagerðarmenn áherslu á að leikmyndin grói til að hún nái frek- ari raunveruleikablæ þegar tökur hefjast í janúar. „Við ætlum að reyna að kvikmynda íslenskt veðra- víti,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri um vinnuna sem framund- an er. „Síra Jón er sérstakur að því leyti að hann skrifar bók sem fórn- arlamb galdurs og við lýsum manni sem á í höggi við djöfulinn." Að- spurður um heimildir fyrir 17. aldar prestsetrum sagði hann að lítið væri til sem treystandi sé á. „Það eru til teikningar í reisubókum út- lendinga, en þær eru flestar teiknaðar eftir minni.“ Framleiðandi myndarinnar er Frið- rik Þór Friðriksson og er kostnaður áætlaður um 140 milljónir króna. Handritshöfundar eru Hrafn Gunn- laugsson, Þórarinn Eldjám og Bo Jonsson og myndataka er í höndum Ara Kristinssonar. Búist er við að myndin verði frumsýnd síðla árs 1998. Ásgerður Júníusdóttir Peter Tompkins Þórunn Ósk Marínósdóttir W. Keith Reed Þórunn Stefánsdóttir SJÖTTA árið í röð efnir Ríkisút- varpið til tónlistarkeppni, er nefnist TónVakinn. Fyrsti og annar hluti keppninnar í ár eru að baki og fimm keppendur hafa verið valdir til að taka þátt í þriðja og síðasta hluta keppninn- ar sem útvarpað verður á Rás 1 dagana 9., 10. og 16. ágúst næst- komandi. Tónlistarmennirnir flytja þá um 40 minútna efnis- skrá hver. Þeir eru: Ásgerður Júníusdóttir messó- sópransöngkona, Reykjavík, meðleikari Gerrit Schuil; Peter Tompkins óbóleikari, Garðabæ, meðleikari Guðríður St. Sigurð- ardóttir; W. Keith Reed baríton- söngvari, Egilsstöðum, meðleik- ari Olafur Vignir Albertsson; Þórunn Ósk Marinósdóttir víólu- leikari, Akureyri, meðleikari Kristinn Örn Kristinsson; Þórunn Stefánsdóttir messósópransöng- kona, Hafnarfirði, meðleikari Ólafur Vignir Albertsson. Sigurvegarinn heldur tón- leika í útvarpshúsinu i Efstaleiti sunnudaginn 17. ágúst og verður Lokakeppni TónVakans að hefjast þeim útvarpað beint. Hann kemur að aukifram með Sinfó- níuhljómsveit Islands átón- leikum í Háskólabíói 30. október nk. Hátt í eitt hundrað tónlistar- menn hafa komið við sögu Tón- Vakans frá upphafi, en verðlaun hlotið þau Bryndís Halla Gylfa- dóttir sellóleikari 1992, Þor- steinn Gauti Sigurðsson píanó- leikari 1993 og Guðrún María Finnbogadóttir sópransöngkona 1994. Árið 1995 skiptu tveir tón- listarmenn með sér verðlaunun- um, þau Armann Helgason klari- nettuleikari og Júlíana Rún Ind- riðadóttir píanóleikari, en í fyrra hlaut þau Miklos Dalmay píanó- leikari. Hljóðritin sem Ríkisútvarpið hefur gert í tengslum við keppn- ina skipta hundruðum en þriðj- ungur þeirra hefur að geyma tónverk núlifandi íslenskra tón- skálda. í ár hafa keppendur til að mynda valið tónverk til flutn- ings eftir Áskel Másson, Finn Torfa Stefánsson, Ríkharð H. Friðriksson, Þorkel Sigurbjörns- son, Herbert H. Ágústsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Árna Harðarson, Jón Þórarins- son, Jórunni Viðar og Eyþór Stefánsson. Dómnefndarstörf hafa annast í ár Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Garðar Cortes söngvari, Miklos Dalmay píanó- leikari, Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Hjálmar H. Ragn- arsson tónskáld, Oddur Björns- son básúnuleikari og Signý Sæ- mundsdóttir söngvari. Guð- mundur Emilsson tónlistarráðu- nautur Ríkisútvarpsins er for- maður dómnefndar og hefur annast framkvæmd keppninnar. Bókaverslun í Kólosseum? Róm. The Daily Telegfraph. ÁÆTLANIR ítalskra yfirvalda um að reisa bókaverslun framan á hinu forna rómverska hringleikahúsi Kólosseum í Róm hafa vakið litla hrifningu í borginni. Er ætlunin að verslunin, sem aðallega mun þjóna ferðamönnum á svæðinu, verði í einum af áttatíu bogum, sem enn standa uppi af byggingunni, sem er stærsta byggingin frá fornöld í Róm. Nú eru engar verslanir eða aug- lýsingar í Kólosseum, sem var byggt á árunum 72-80. Yfirvöld byggja ákvörðun sína á lögum frá árinu 1993 sem kveða á um að „nútímabyggingar“ verði reistar við öll söfn og aðra opinbera ferða- mannastaði, til að upplýsa ferða- menn. Þá dró ekki úr áhyggjum Róm- arbúa þegar í ljós kom að ein stærsta bókaútgáfa og bókaverslun Ítalíu, Mondadori, mun reka versl- unina. Óttast menn að það leiði til þess að auglýsingaskrum og óheft sölumennska muni spilla útliti þess- ara merku fornminja. Fremstir í flokki gagnrýnenda fara fornleifa- fræðingar, arkitektar og sagnfræð- ingar en margir þeirra sjá fram á að orrustan sé töpuð, McDonalds- hamborgarastaður gegnt Pantheon sé til marks um að borgin eilífa sé endanlega að verða nútímanum að bráð. Sissa í Galleríi Horninu SISSA opnar sýningu á ljós- myndum í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, Reykjavík, á morgun, fimmtudaginn kl. 20. Sissa útskrifaðist með BFA- gráðu í ljósmyndun frá Brooks Institute í Santa Barbara í Bandaríkjunum árið 1990 og rekur nú eigið ljósmyndastúdíó í Reykjavík. Sýningin, sem ber yfirskriftina Hún er..., verður opin alla daga kl. 11-23.30 og stendur til 20. ágúst. Sérinn- gangur gallerísins er eingöngu opinn kl. 14-18, en á öðrum tímum er innangengt um veit- ingahúsið. Sérsending af GSM-símum á ótrúlegu verði!!! fiSL Aðeins: PHItlps stgr. Áður kr. 34.900,- • Fæst í fjölmörgum litum • Þyngd 21 Og • Símanúmera- birting • 70 tíma hleðsla (200 tíma fáanleg) • Möguleiki á fax/modem- tengingu Gsm- SEARK! Aðeins: PHIUPS 4~ 5* fW?r stgr. Áður kr. 59.900,- • Þyngd 169g • 85 tíma hleðsla (2ja vikna hleðsla fáanleg) • 100 númera símaskrá • Símanúmerabirting • Möguleiki á fax/modem- tengingu • Tekur bæði stórt og lítið símakort búmnr PHILIPS býður fyrst fyrirtækja 1 árs alábyrgð (kaskó-tryggingu) á ' GSM-símum. s® Nú skiptir ekki máli hvar þú ert staddur í GSM-heiminum ef PHILIPS GSM-síminn þinn verður fyrir óhappi. Það skiptir heldur ekki máli hvað amar að símanum - PHILIPS útvegar þér nýjan síma innan 24 tíma. Heimilistæki hf TÆKNl-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.