Morgunblaðið - 05.09.1997, Page 1

Morgunblaðið - 05.09.1997, Page 1
72 SIÐUR B/C 200. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐ SINS Motzfeldt tekur við af Johansen FUNDUR Siumut-flokksins á Græn- landi kaus í gær Jonathan Motzfeldt næsta formann landsstjórnarinnar. Tekur hann við af Lars Emil Johan- sen, sem verður framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Royal Green- land. Motzfeldt hefur áður gegnt embætti formanns en frá 1991 hefur hann verið forseti grænlenska þings- ins. Johansen hefur ítrekað lýst því yfír að hann hygðist ekki verða elli- dauður í embætti landsstjóra og að sögn Grenlandsposten greip hann tækifærið til að láta af embætti er tilboð frá Royal Greenland barst. Hann lætur af embætti um miðjan september. Auk Motzfeldts sóttist Peter Gronvold Samuelsen, sam- göngu-, iðnaðar- og ferðamálaráð- herra, eftir formannsembættinu en hann dró framboð sitt til baka. Motzfeldt mun sitja út þetta kjör- tímabil en því lýkur vorið 1999. A blaðamannafundi í dag voru ekki boðaðar áherslubreytingar vegna formannsskiptanna. ------♦ ♦ ♦----- Kasparov og Karpov Einvígið úr sögunni París. Reuter. FYRIRHUGAÐ einvígi um heims- meistaratitilinn í skák milli þeirra Garrís Kasparovs og Anatolís Karpovs er nú í uppnámi en umboðs- maður þess fyrrnefnda sagði í gær, að hvorugur skákmeistaranna gæti teflt í Frakklandi á þeim tíma, sem rætt hefði verið um. Owen Williams, umboðsmaður Kasparovs, bar einnig til baka frétt- ir um, að skákmeistararnir hefðu fallist á að tefla um heimsmeistara- titilinn í Compiegne skammt frá París í næsta mánuði. Williams sagði í gær, að skipu- leggjandi einvígisins hefði ekki getað ábyrgst styrktaraðila eða tekjur af sjónvarpsútsendingum en sigurveg- arinn átti að fá um 115 milljónir ísl. kr. í sinn hlut. VEGFARANDI kemur konu sem siasaðist í sprengjutilræðunum á göngugötu í Jerúsalem í gær í skjól. Reuter Sjö manns láta lífið og 170 særast í þremur sprengjutilræðum í Jerúsalem ísraelar segja palestínsk yfirvöld bera ábyrgðina Jerúsalem. Reuter. The Daily Telegraph. SJÖ manns fórust og um 170 manns særðust í sjálfsmorðsárásum Hamas á göngugötu í Jerúsalem um miðjan dag í gær. Þtjár sprengjur sprungu með stuttu millibili og greip mikil skelfing um sig á meðal vegfarenda. Sprengingin er enn ein atlagan að friðarferlinu í Mið-Austurlöndum og voru hörð viðbrögð margra ísra- elskra embættismanna til marks um mikla reiði í garð palestínskra yfir- valda sem þeir saka um að hafa ekkert gert til að koma í veg fyrir slíkar árásir. Bill Clinton Banda- ríkjaforseti fordæmdi tilræðin í gær um leið og hann upplýsti að ákveðið hefði verið að utanríkisráðherra hans, Madeleine Albright, myndi halda til ísraels í næstu viku. Talið er fullvíst að þrír hinna látnu hafi borið sprengjurnar á sér, sem sprungu í Ben-Yehuda-göngugöt- unni. Þær voru geysiöflugar og ollu gífurlegum skemmdum en flestir slösuðust er gler- og sprengjubrotum rigndi yfir þá. Ben-Yehuda er í hjarta Vestur-Jerúsalem og vinsæl versiunar- og veitingahúsagata. Mikil öryggisgæsla er á götunni, þar sem hún er augljóst skotmark hryðjuverkamanna en þeim tókst engu að síður að komast fram hjá lögreglumönnum. Bendir ýmislegt til þess að einn þeirra hafi verið dulbúinn sem kona. Hamas-samtök heittrúaðra Pal- estínumanna lýstu verknaðinum þegar á hendur sér. Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra ísraels, fordæmdi hryðjuverkið og skoraði á Yasser Arafat, forseta sjálfstjórnar Palestínumanna, að ráðast gegn palestínskum hryðjuverkamönnum. Sendiherra ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, Ben Elissar, tók dýpra í árinni og sagði Arafat bera ábyrgðina á tilræðinu þar sem hann hefði ekki brotið starfsemi Hamas á bak aftur. Arafat fordæmdi tilræðið í gær, sem hann sagði ekki aðeins beinast gegn ísraelum, heldur einnig Palest- ínumönnum og friðarviðræðunum. Tilkynnti palestínskur embættis- maður að lögregia Palestínumanna myndi handtaka leiðtoga og félaga Hamas í bítið í dag. Nærveru ritstjóra æsifrétta- blaða ekki óskað við útför Díönu París, London. Reuter. SPENCER jarl, bróðir Díönu prinsessu, til- kynnti í gær að boð til ritstjóra breskra æsi- fréttablaða um að vera viðstaddir útför systur hans, hefðu verið afturkölluð. Hann réðst harkalega á fjölmiðla eftir lát Díönu sl. sunnu- dag og sagði í gær að hann teldi að systir sín hefði ekki kosið að þeir yrðu við athöfn- ina. Talsmenn bresku konungsfjölskyldunnar lýstu því yfir í gær að henni hefði sárnað gagnrýni fjölmiðla og almennings á fjölskyld- una fyrir að opinbera ekki sorg sína. Mun Elísabet Englandsdrottning ávarpa bresku þjóðina í dag. Þrír ljósmyndarar, til viðbótar þeim sjö sem eru í haldi frönsku lögreglunnar, hafa verið teknir til yfirheyrslu vegna rannsóknar á bíl- slysinu, sem varð Díönu prinsessu að bana aðfaranótt sunnudags. Ljósmyndararnir gáfu sig fram við lögreglu í gær eftir að þeim var ljóst að þeirra væri leitað vegna málsins. Formleg rannsókn stendur enn yfir á því hvort sjö ljósmyndarar hafi verið valdir að dauðaslysinu. Nokkrir þeirra fullyrða að þeir hafi dregist aftur úr áður en slysið varð. Telja franskir fjölmiðlar þessa fullyrðingu veikja hugsanlega málsókn gegn þeim en talsmenn saksóknarans í París vildu í gær ekki tjá sig um það. Ónafngreindir heimildarmenn innan frönsku lögreglunnar segja hins vegar fjöl- mörg vitni hafa verið að því að ljósmyndarar hafi verið komnir á slysstað á undan lögregl- unni og að rannsókn á bremsuförum bifreiðar- innar bendi til þess að hún hafi verið á um 130 km hraða á klukkustund, en ekki 160-200 km hraða eins og fullyrt hefur verið. Elton John syngur við útförina Ekki hefur verið ákveðið hvort synir Díönu, prinsarnir Vilhjálmur og Harry, og Karl, fyrr- verandi eiginmaður hennar, munu ganga á eftir kistunni er hún verður borin til West- minster Abbey á laugardagsmorgun en tals- maður hirðarinnar sagði útförina myndu verða mikla þolraun fyrir synina, sem eru 12 og 15 ára. í gær var tilkynnt að Elton John myndi syngja við athöfnina lag sem hann samdi um Marilyn Monroe. Hefur textahöfundur hans samið nýjan texta við hluta lagsins. Reuter MARTIN McCann var fyrstur til að koma sér fyrir við Westminster Abbey fyrir útför Díönu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.