Morgunblaðið - 05.09.1997, Side 4

Morgunblaðið - 05.09.1997, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Mannbjörg varð þegar Elli póstur strandaði í Patreksfirði Gengu í land þegar fjaraði undan bátnum TVEIR menn björguðust þegar trillan Elli póstur RE-433 strandaði austan við Olafsvita í Patreksfirði í fyrrinótt. Tveir bændur í Patreks- firði björguðu þeim f land eftir að hafa gengið út að bátnum f þoku og myrkri, en báturinn var þá kominn á þurrt. Hann var dreginn af strandstað í gær og er ekki mikið skemmdur. Landhelgisgæslan fékk tilkynn- ingu um strandið frá Reykjavíkur- radfói 34 mínútur yfir miðnætti. Fyrstu upplýsingar voru um að báturinn væri innarlega í Patreks- firði. Tveir menn væru um borð og kæmust ekki í land og það bryti á bátnum. Áhöfn þyrlunnar var þeg- ar í stað köliuð út og lagði hún af stað tvær mínútur fyrir eitt. Lög- reglan á Patreksfirði kallaði út björgunarsveitina Blakk og björg- unarsveitina Bræðrabandið, sem er slysavarnardeild úr gamla Rauðasandshreppnum. Þær héldu á strandstað bæði af sjó og úr landi. Haft var samband við bóndann á Hnjóti, sem sagði að hann sæi f Ijós frá bátnum. Þungan sjó legði inn fjörðinn og útlitið væri ekki gott þegar færi að falla að. MB-Garðar var skammt undan og var kominn á standstað 1:40. Hann átti hins veg- ar erfitt með að athafna sig því þá var háfjara. Tveir bændur gengu að bátnum Ólafúr Sveinsson, bóndi f Sel- látranesi, og Hilmar Össurarson, bóndi í Kollsvfk, voru kallaðir til hjálpar, en þeir þekkja mjög vel að- stæður. Ólafur sagði að báturinn hefði strandað á góðum stað f fjör- unni. Utar í fjörunni væru klettar og innar væri stórgrýti. „Við komumst á bfl niður f fjöru og gengum 300 metra að bátnum. Okkur gekk ágætlega að komast að honum, en að vísu var þoka og myrkur og við vorum með lélegt vasaljós. Báturinn var á þurru þeg- ar við komum að. Mennirnir voru ekki í hættu og gengu með okkur í Iand,“ sagði Ólafur. Annar mannanna var með asma og átti erfitt af þeim sökum á leið í land. Þyrlunni var snúið við. Strax um nóttina voru hafnar til- raunir til að bjarga bátnum. Að- stæður til þess voru nokkuð erfiðar því að grunnt er á þessum slóðum og nokkuð mikill straumur með landinu. í fyrstu tilraun slitnaði tógið og á meðan verið var að koma annarri lfnu á miili bátanna barst Elli póstur ofar f fjöruna. í annarri tilraun gekk hins vegar vel að ná bátnum út og var hann dreginn til Patreksfjarðar. Elli póstur er 5 tonna plastbátur. Hann hefur verið gerður út frá Patreksfirði í sumar, en var á leið til Reykjavíkur þegar óhappið varð. FRÉTTIR Morgunblaðið/Einai' Falur FYRSTU átta mánuði ársins fjölgaði erlendum ferðamönnum um 2,4% en öll sú aukning átti sér stað utan sumarmánaðanna. Erlendu ferðafólki fjölgaði um 2,4% fyrstu 8 mánuði ársins Fjölgun ferðamanna öll utan sumarmánaða ERLENDUM ferðamönnum fjölg- aði um 2,4% fyrstu átta mánuði árs- ins og var nær öll aukning ferða- manna utan við sumarmánuðina júní-ágúst. Að sögn Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra, er þetta í fyrsta sinn sem engin aukning á sér stað yfir sumarið. „Stefnan hefur að vísu lengi verið sú að jafna ferðamannastrauminn og ná aukningu yfir vetrarmánuðina en að sjálfsögðu er stefnt að áframhald- andi aukningu yfir sumarmánuðina," sagði Magnús. „Það ánægjulega er auðvitað sú aukning sem er að nást utan háannatímans og eftir þeim upplýsingum sem ég hef stefnir í góða aukningu í september. Þá verða haldnar hér ráðstefnur og fundir auk þess sem hingað eru væntanlegir um 1.700 fótboltagestir frá Þýskalandi og írlandi. Við munum því fá aukn- ingu á haustmánuðum sem er mjög ánægjulegt." Magnús sagðist ekkert vilja segja til um hver skýringin gæti verið á út- komu sumarmánaðanna fyrr en nið- urstöður lægju fyrir úr könnunum meðal ferðamanna sem gerðar voru í sumar. Hann benti þó á að lélegt efnahagsástand í Þýskalandi og Frakklandi gæti hafa haft áhrif en ferðamönnum þaðan fækkaði yfir sumarmánuðina. „Við hljótum samt sem áður hvað sem niðurstöðum allra kannana líður að vera stöðugt með samkeppnishæfni okkar vöru og markaðsvinnu í endurskoðun, því allt snýst þetta um samkeppnishæfni," sagði hann. Fyrstu átta mánuðina komu sam- tals 156.440 ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra voru þeir 152.789 og hefur þeim því fjölgað um 2,4% milli ára. I júní-ágúst komu 102.756 ferðamenn til landsins en á síðasta ári komu 102.953. Þegar litið er á samsetningu ferðamanna í júní-ágúst kemur fram að Norður- landabúum fjölgar um 9% miðað við sama tímabil í fyrra. Bandaríkja- mönnum fjölgar um 6%, ítölum um 9% en Þjóðverjum fækkar um 8%, Frökkum um 16% og Bretum um 6%. Óvenjuleg veiði Arnars ÓF frá Ólafsfirði Skipverjar fundu jarðskjálftamæli á reki í Héðinsfirði Heiðarskóli Sjö ára börn hafa ekki mætt ÞRÁTT fyrir að skólahald í Heiðar- skóla í Leirársveit hafi hafist sl. mánudag, eins og í flestum öðrum skólum landsins, hafa sjö ára böm þar enn ekki mætt til skóla. Foreldr- ar hafa haldið þeim heima vegna óá- nægju með kennsluaðferðir bekkjar- kennarans. Birgir Karlsson skólastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að málið væri á afar viðkvæmu stigi og að hann væri ásamt skólanefnd, for- eldrum og kennurum að vinna að lausn þess. Það yrði ekki gert í fjöl- miðlum. Hann sagði kennarann ekk- ert hafa brotið af sér, en hann hefði kennt við skólann síðan 1990 og hefði full kennararéttindi. Hvorki formaður skólanefndar né fulltrúar foreldra vildu tjá sig um málið. Ólafsfirði. Morgunblaðið. SKIPVERJAR á netabátnum Am- ari ÓF 3 í Ólafsfirði fundu jarð- skjálftamæli á reki er þeir vom að veiðum í Héðinsfirði í fyrradag. Að sögn Hrafns Ragnarssonar skip- stjóra var strax haft samband við Landhelgisgæsluna sem kom þeim í samband við Veðurstofu íslands. Mælirinn á togslóð Veðurstofan, í samvinnu við jap- anska aðila, Landhelgisgæsluna og Háskóla íslands, stóð fyrir jarð- skjálftamælingum á hafsbotni úti fyrir Norðurlandi í mánaðartíma í vor. Alls vom notaðir 22 neðansjáv- armælar á svæðinu. Gunnar Guðmundsson, jarðeðlis- fræðingur á Veðurstofunni, segir líklegt að þetta sé mælir sem stað- settur var austan við Grímsey og náðist ekki þegar mælingunum lauk í júní. „Mælirinn var staðsettur á togslóð og því líklegt að eitthvað hafi verið komið við hann við rækju- veiðar.“ Mælarnir em í eigu japanskra að- ila sem nú em að vinna úr þeim gögnum sem fengust við mæling- arnar. Veðurstofan fær svo gögn að utan í stafrænu formi síðar. Gunnar sagði að Japanamir yrðu ömgglega glaðir með að heimta mælinn og þá ekki síst þau gögn sem hann hefþr að geyma. Óheppnir með skjálftavirkni Hann sagði að tilgangurinn með mælingunum væri að fá nákvæmari staðsetningu á upptökum skjálfta á svæðinu, auk þess sem minni skjálftar kæmu betur fram. „Það var ekki mikil virkni úti fyrir Norð- urlandi á meðan mælingarnar stóðu yfir. Skjálftavirknin jókst aftur í júlí og því má segja að við höfum verið óheppnir að því leyti.“ Auk þess að koma með skjálfta- mælinn að landi, var Hrafn skip- stjóri með þokkalegan afla, eða um 2 tonn af vænum þorski. Hrafn er ekki óvanur að koma með ýmislegt annað en fisk að landi og má þar nefna ísbjörn og mink. Á myndinni er verið að hífa skjálftamælinn upp úr báti Hrafns í höfninni í Ólafsfirði. Morgunblaðið/Guðmundur Pór

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.