Morgunblaðið - 05.09.1997, Side 19

Morgunblaðið - 05.09.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 19 ERLENT Reuter SYRGJENDUR Díönu prinsessu virða fyrir sér blómateppið, sem myndast hefur fyrir utan síðasta heimili hennar, Kensington-höll, fÆ 1, •• *»t iliSlj r ■VtíÍ'á* LhJ (':■ *JIb Drottiiingn sárnar ásak- anir um tilfinningakulda Leituðu liðsinnis vara- lesara London. Reuter. SAMTÖK sem sinna málefn- um heyrnleysingja í Bretlandi (RNID) höfnuðu í gær beiðni breskra blaðamanna um að þau leggi þeim til sérfræðinga í varalestri til að þýða fyrir þá samtöl meðlima bresku konungsfjölskyldunnar meðan á útför Díönu prinsessu stend- ur á morgun. Beiðnin fordæmd Af hálfu stofnunarinnar var synjunin rökstudd með þeim hætti að óviðeigandi væri að varalesarar hnýstust í einka- mál annarra. „Siðareglur varalesara eru mjög strangar og óskir af þessu tagi brjóta gróflega í bága við þær. Und- ir engum kringumstæðum myndum við verða við þeim,“ sagði talsmaður samtakanna og fordæmdi beiðnina. London. Rcuter. OGÆFA Díönu prinsessu hefur vakið spurningar um framtíð bresku kon- ungsfjölskyldunnar sem útskúfaði prinsessunni í lifenda lífi og hefur látið hjá líða að deila með þjóðinni hinni miklu sorg sem brotist hefur út í kjölfar andláts hennar. Sætti konungsfjölskyldan harðri gagnrýni fyrir tilfinningakulda í fjöl- miðlum í gær og fyrradag. Talsmað- ur drottningarinnar sagði í gær að gagnrýni þessi hefði sært konungs- fjölskylduna. Elísabet drottning var sögð fá- skiptin og harðbijósta fyrir að hafa hvorki sýnt minningu Díönu þann sóma að gefa út yfirlýsingu þar sem verk hennar t þágu góðgerðar- og mannúðarmála er getið né viður- kennt uppeldishlutverk hennar gagnvart prinsunum ungu. Þá hefur það mælst illa fyrir að fáni skyldi ekki hafa verið lækkaður í hálfa stöng á Buckinghamhöllinni, einni þriggja halla Lundúna þar sem tugþúsundir manna hafa komið sam- an á hveijum degi til að syrgja Dí- önu. Hafa þeir skilið eftir blóm og sorgarmerki vegna andláts „prins- essu fólksins". Féll sú skýring í mjög grýttan jarðveg að samkvæmt siða- reglum væri gunnfána konungdæm-' isins einungis flaggað þegar drottn- ingin væri í höllinni og aldrei í háifa stöng þar sem um konunglega stofn- un væri að ræða. Síðdegis í gær var svo frá því skýrt, að flaggað yrði í hálfa stöng á Buckinghamhöll á morgun í virðingarskyni við Díönu prinsessu. Mun það vera í fyrsta sinn sem það hefur gerst og er gert að ósk drottningar. Ekkert hjarta í húsi Windsoranna? Elísabet drottning hefur alla vik- una haldið sig í kastala sínum í Balmoral í Skotlandi og ekki snúið enn til höfuðborgarinnar þar sem mergð þegna hennar hefur staðið jafnvel næturlangt í biðröðum og rigningu til að fá tækifæri til að leggja blómvönd að St. James-höll eða rita nafn sitt í samúðarbók. Bið- röðin var margra kílómetra löng í gær og allt að 12 stunda bið eftir að komast til að skrifa í bækurnar, sem eru 15 talsins. „Kastali hennar í Balmoral er um það bil eins langt og hægt er að komast frá blómahaf- inu sem hefur verið að myndast við hallir hennar," sagði í forsíðufrétt í Sun, einu útbreiddasta blaði Bret- lands. Ymsir sérfræðingar voru öllu af- dráttarlausari um afdrif hins þúsund ára konungdæmis í kjölfar harm- dauða Díönu og vinar hennar Dodi Fayed í París aðfaranótt sunnudags. „Er ekkert hjarta í húsi Windsor- anna?“ stóð í stórri fyrirsögn á grein i Daily Mail eftir dálkahöfund blaðs- ins. „I vaxandi mæli virðist fjölskyld- an ófær um að fást við þrár almenn- ings. Burtséð frá því hvers konar þjóðríki konungsfjölskyldan telur sig ráða má ljóst vera að við búum ekki í því sama ríki,“ sagði í greininni. Annar fréttaskýrandi, Polly Toynbee, sá heldur ekki mjög bjarta framtíð fyrir konungsfjölskylduna. „Goðsögnin um Díönu er sú að kon- ungsríkið hafi drepið hana. Og nú óttast menn að það muni einnig ganga af sonum hennar dauðum. Konungdæmið er á góðri leið með að snúast upp í þjóðaróvin," skrifaði Toynbee í Independent. „Utaf fyrir sig kann það að vera tóm ijarstæða en engu að síður er sú tilfmning sterk meðal fólksins," bætir hún við. Ætti að afsala sér rétti til ríkiserfða Sumir gagnrýnendur gengu jafn- vel það langt að segja að Karl prins, fyrrverandi eiginmaður Díönu, ætti að afsala sér rétti til krúnunnar. „Hann ætti að leggja það til að kon- ungdæminu lyki við andlát móður sinnar," skrifaði Toynbee. Rees Mogg lávarður, fyrrverandi ritstjóri The Times og virtur áhrifamaður, er því sammála að konungdæmið sé að sigla inn í óvissu. „Viðbrögð al- mennings eru með allt öðrum hætti en menn hafa nokkru sinni átt að venjast," sagði hann í samtali við BBC-útvarpið og gagnrýndi af- skiptaleysi drottningar. Roy Strong, fyrrverandi forstjóri ríkislistasafns- ins og höfundur bókar um breska sögu, sagði að brytist konungsfjöl- skyldan ekki út úr formfestunni og varpaði af sér siðaregluklafanum lifði hún ekki af inn í 21. öldina. Geoffrey Crawford, talsmaður Elísabetar drottningar, sagði kon- ungsfjölskyidunni hafa sárnað gagn- rýni þess efnis að hún léti sig sorg þjóðarinnar vegna andláts Díönu litlu varða. „Prinsessan var dáð kona en hún var einnig móðir tveggja sona sem sakna hennar sárt. Vil- hjálmur og Harry kjósa að vera hjá föður sínum, ömmu og afa í kyrrð- inni í Balmoral. Amma þeirra, drottningin, aðstoðar þá við að tak- ast á við hinn mikla söknuð og búa þá undir að deila sorgum sínum meðal fólksins á laugardag," sagði í yfirlýsingu blaðafulltrúans, sem þótti nokkuð óvenjuleg. Á sér enga hliðstæðu Sorgin í Bretlandi vegna fráfalls Díönu prinsessu á sér enga hliðstæðu og þykir jaðra við sefasýki, ekki síst þar sem Bretar þykja fremur hafa orð á sér fyrir tepruskap og tilfinn- ingaskort. Búist er við meiri fjölda á laugardag í miðborg London en dæmi eru til í seinni tíma sögu. Sálfræðing- ar segja ástandið einstakt, og það endurspegli samband það sem Díana hafði við þjóðina um fjölmiðla. Hún hefði gert sér far um að vera úti á meðal fólks, sinnt mannúðarmálum með þeim hætti að það hafí snortið fólk i gegnum fjölmiðlana. „Þetta er alveg nýtt fyrirbæri,“ sagði Tony Carr, sérfræðingur í sálfræði við Plymouth-háskóla. Hann sagði að ekki væri einungis um sorg að ræða, heldur einnig hryggð. Margir hefðu og álitið að kerfið hefði verið henni óvilhallt, enskur almenningur taki ætið afstöðu með þeim sem ber skarðan hiut frá borði. Loks sagði Carr, að hina miklu og sýnilegu sorg í landinu mætti skýra með þeirri þörf fólks að reyna að breyta óréttlát- um og fáránlegum dauðdaga í eitt- hvað annað. Gas- sprenging í París 53 SLÖSUÐUST, þar af tveir alvarlega, er sprengja sprakk í París í gær. Eldur kom upp eftir sprenginguna en slökkvi- liðsmenn réðu fljótlega niður- lögum hans. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglu eru mestar líkur taldar á að gasleki hafi orsakað sprenginguna. Sierra Leone lýsir yfir stríði JOHNNY Paul Koroma, sjálf- skipaður leiðtogi Sierra Leone, og stuðningsmenn hans hafa lýst yfir stríði á hendur Níger- íumönnum og samheijum þeirra í Vestur-Afríku. Yfirlýsingin kom í kjölfar sprengjuárása Nígeríuhers á Freetown, höfuð- borg Sierra Leone undanfarna tvo daga. Samtök Vestur-Afr- íkuríkja samþykktu á fundi í Nígeríu í síðustu viku að auka þrýsting á valdhafa í Sierra Leone, í þeim tilgangi að koma hinum útlæga forseta, Ahmad Tejan Kabbah, aftur til valda. Hermenn vinna við uppskeru DREGIÐ hefur verið úr þjálf- unartíma hersveita í Norður- Kóreu til þess að hermenn geti veitt aðstoð við uppskerustörf og fá hermennirnir hrísgijón og korn að launum fyrir vinnu sína. Talsmaður hersins segir þetta draga úr snerpu hermann- anna en segir þó enga aga- bresti hafa komið upp. Mikill matvælaskortur er í landinu eftir að flóð og þurrkar hafa orsakað uppskerubrest þijú undanfarin ár. Suu Kyi bjartsýn MYNDBANDI með viðtali við Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Burma, var nýlega smyglað út úr landinu. í við- talinu segist hún ekki vera í stofufang- elsi en þó búa við miklar hömlur. Hún telji hins veg- ar að þær hömlur sem henni séu settar og síendurteknar handtökur stuðningsmanna sinna sýni að herstjórnin óttist stjórnarand- stöðuna. Þá segist hún sann- færð um að Burma eigi eftir að snúa í lýðræðisátt. Vilja frelsi hryðjuverka- manna ÆTTINGJAR fólks úr þýsku hryðjuverkasamtökunum Rauðu herdeildarinnar kröfðust þess í gær að þeim verði sleppt úr fangelsi. Ættingjarnir kvört- uðu yfir aðbúnaði fanganna sem þeir segja að séu einangr- aðir og jafnvel án nauðsynlegr- ar læknisþjónustu. Tuttugu ár eru nú liðin frá því að hryðju- verkaárásir samtakanna náðu hámarki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.