Morgunblaðið - 05.09.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.09.1997, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Anjouan hertekin RÍKISSTJÓRN Comoro-eyja skýrði frá því í gær, að her hennar hefði hertekið alla mikilvægustu staði á eyjunni Anjouan, en íbúar hennar höfðu lýst yfir aðskilnaði frá stærstu eyju eyjaklasans, Grande Comore. Eyjarskeggj- ar veittu stjómarhemum mót- spymu. Samkvæmt frásögn- um vitna var barizt skammt frá Mutsamudu, höfuðstað eyjarinnar, í gærmorgun. Ekki fékkst staðfest hve mik- ið mannfall hefði orðið, en starfsmaður hjálparstofnunar sem Reuters talaði við sagði „nokkra“ hafa fallið og marg- ir særzt. 33 bíða bana í Tyrklandi ÞRJÁTÍU og þrír biðu bana í gær er tvær fólksflutninga- bifreiðar rákust á í norðvest- urhluta Tyrklands, að því er fréttastofan Anatolian greindi frá. Fjörutíu slösuðust, en áreksturinn varð á aðalþjóð- veginum milli Ankara og Ist- anbúl. Haft er eftir embættis- manni að slysið megi rekja til þess að annar bllstjóranna hafi sofnað við stýrið. Spillingarmál hafið á Spáni HAFNAR eru vitnaleiðslur fyrir hæstarétti Spánar í spill- ingarréttarhöldum sem talið er að vekja muni mikla at- hygli í landinu. Þar verða 12 háttsettir leiðtogar spænska jafnaðarmannaflokksins látn- ir svara til saka fyrir ólöglega fjármögnun flokksins. Málið er kennt við Filesa-fýrirtækið, pappírsfyrirtæki sem sett var upp til að taka við og koma áfram fjármunum í flokks- sjóði. Málið var hið vandræða- legasta fyrir jafnaðarmanna- flokkinn og átti sinn þátt í að hann beið ósigur í þing- kosningum í fýrra, þegar endi var bundinn á 13 ára valda- tíma flokksins. Lestarslys í Kanada SEXTÍU og fimm manns slös- uðust er farþegalest á leið frá Vancouver til Toronto fór út af sporinu við bæinn Biggar í Saskatchewan í Kanada að- faranótt þriðjudags að staðar- tíma. Að sögn lögreglu var vitað um eitt dauðsfall er eim- reið og 13 af 19 farþegavögn- um fóru út af. Voru 193 far- þegar í lestinni. Mír lagt að ári BORÍS Ostroumov aðstoðar- forstjóri rússnesku geim- ferðastofnunarinnar segir að undir lok næsta árs verði starfsemi Mír-geimstöðvar- innar hætt og hún látin falla niður í Kyrrahaf snemma árs- ins 1999, en þá verður starf- semi hafin í alþjóðlegu geim- stöðinni Alpha. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á Islandi Umbætur í starfi SÞ að komast á skrið ANNAN ásamt rektor Háskólans, Sveinbirni Björnssyni. Morgunblaðið/Kristinn KOFI Annan ávarpar gesti í hátíðarsal Háskóla íslands í gær. FÆKKAÐ hefur verið I starfsliði Sameinuðu þjóðanna og kröfur um vinnuframlag hafa verið auknar og er þar um að ræða þætti í róttækum umbótum sem nú er verið að gera á starfi samtakanna að sögn Kofi Annans framkvæmdastjóra. í fyrir- lestri sínum í Háskóla Islands sagði framkvæmdastjórinn að ísland væri sönnun þess að ríki þyrfti hvorki að vera stórt né öflugt her- og efna- hagsveldi til að leggja fram mikil- vægan skerf hjá SÞ. Annan minnti I upphafi máls síns á að ísland hefði vegna landfræði- legrar legu sinnar gegnt viðkvæmu hlutverki I alþjóðamálum og sam- skiptum stórveldanna á öldinni. „ís- lendingar skilja af þessum sökum röksemdirnar fyrir nauðsyn alþjóð- legrar samvinnu. Eins og allar aðrar friðelskandi smáþjóðir vona fslend- ingar að Sameinuðu þjóðirnar og önnur alþjóðasamtök setji fastar reglur um samskipti þjóða og stuðli að sameiginlegum framförum. ís- lendingar hafa fullan rétt á því að vænta þess að Sameinuðu þjóðirnar starfi vel og með markvissum hætti.“ Markmið enn í gildi Framkvæmdastjórinn sagði að þótt heimurinn breyttist hratt héldu markmiðin sem SÞ hefðu sett sér við stofnunina 1945 gildi sínu. Enn sem fyrr yrði að bregðast við ógnun- um við frið og öryggi, enn sem fyrr væri nauðsynlegt að vinna að fram- förum í efnahags- og félagsmálum. „Hugsjónirnar um mannréttindi, gott stjórnarfar og lýðræði þurfa að verða samgrónari daglegu lífí fólks og gefa því merkingu. Og réttarrík- ið þarf að skjóta traustari rótum. Fyrir tveim árum sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra á fundi Allsheijarþingsins er haldið var upp á 50 ára afmæli samtakanna að sömu vandamál og viðfangsefni blöstu nú við þjóðum heims í æ rík- ari mæli. Sumar ógnirnar eru aug- ljósar: Hryðjuverk, farsóttir, út- breiðsla gereyðingarvopna. Aðrar dyljast betur: veðurfarsbreytingar, fíkniefnasala, peningaþvætti og spilling. Allar hunsa þær landa- mæri. Engin þjóð getur sigrast á þeim hjálparlaust." Annan minnti á að I kalda stríðinu hefði aðildarríki SÞ greint á um grundvallaratriði í mörgum efnum. Það hefði því ekki átt að koma á óvart að þær skyldu þá aldrei leyfa samtökunum að beita sér til fulls og verða öflug stofnun sem þjónaði sameiginlegu markmiði. Nú væru breyttir tímar og komið væri að því að stofnunin yrði sjálf að breyta háttum sínum. Þess vegna hefði hann ákveðið að gera umbætur að einu mikilvægasta markmiði sínu I starfi. „Þess vegna hef ég staðið fyrir hæglátri umbyltingu hjá Sameinuðu þjóðunum," sagði hann. „Við verðum að sýna meiri árvekni og huga betur að kostnaði. Stjórnendur og starfslið verða að leggja sig fram og gera verður þau ábyrg fyrir árangri af starfínu." Hann sagði að umbótaá- ætlun sem hann hefði lagt fram í júlí hefði haft þessi markmið að leið- arijósi og þar væri stefnt að grund- vallarbreytingu á starfsháttum. Starfí samtakanna yrði skipt I fjóra meginþætti, frið og öryggi, efnahags- og félagsmál, samstarf í þróunarmálum og mannúðarmál. Komið yrði á fót litlum hópi æðstu embættismanna er myndi gegna svipuðu hlutverki og ríkisstjórnir, ekkert sambærilegt hefði áður verið í stjórnkerfí samtakanna. Hópurinn myndi samhæfa aðgerð- ir og áætlanir, umbætumar yrðu gagngerar og myndu ná inn í hvern krók og kima samtakanna, útgjalda- aukning yrði stöðvuð. Meðal annars yrði stefnt að því að auka viðbragðs- flýti I tengslum við friðargæslu og aðrar aðgerðir sem hefðu aukist geysihratt að umfangi síðustu árin. „Við stefnum ótrauð að því að binda enda á skortinn á trúnaðar- trausti sem valdið hefur stofnuninni vanda síðustu árin. Ég get nú séð fyrir mér að Sameinuðu þjóðirnar muni verða samtök sem njóti fulls stuðnings meðal þjóða heims,“ sagði Annan. Á blaðamannafundi á Hótel Sögu var Annan m.a. spurður um samskipti samtakanna og Banda- ríkjanna sem skulda SÞ meira en 70 milljarða króna. Hann sagði sam- skiptin taka framförum, þau væru nú mun betri en fyrir ári. Banda- ríkjaþing væri enn að ræða greiðsl- urnar til samtakanna og hvert væri eðlilegt framlag landsins til samtak- anna. Sagðist Annan gera sér vonir um að Bandaríkin myndu senn greiða rúmar 800 milljónir dollara, um 58 milljarða króna, af skuldunum sem eru á annan milljarð dollara. Blaðamaður Morgunblaðsins minnti á að Annan hefði gagnrýnt að stríðsglæpamenn gengju enn lausir í Bosníu og spurði hvort það gæti stofnað í hættu friðargæslu liðs Atlantshafsbandalagsins (NATO) ef hermennirnir gerðu gangskör að því að handsama umrædda menn. „Ég er ekki viss um að það sé fyllilega rétt að ég hafi gagnrýnt að stríðsglæpamennirnir hafi ekki verið handteknir. En ég var spurður hvort hermenn NATO ættu að hand- taka [Radovan] Karadzic og [Ratko] Mladic og ég svaraði að ég stjórnaði ekki NATO og gæti því ekki sagt neitt um það hvað bandalagið ætti að gera eða ekki. Eg hef sagt að við verðum að fínna leiðir til að draga þessa glæpa- menn fyrir rétt. Ríkisstjómirnar sem stóðu að Dayton-samkomulaginu, einnig stjórnir Serba, Króata og múslima, samþykktu að þetta yrði gert. Ég tel að það myndi stuðla að sáttum ef okkur tækist að fínna mennina og láta rétta í málum þeirra fyrir stríðsglæpadómstóli SÞI Haag. Eitt af því sem hindrar að lausn finn- ist á ýmsum innbyrðis deilum þjóð- anna er að þessi mál eru óútkljáð." Nokkuð um „farþega“ Annan var spurður hvort SÞ væru skrifræðisófreskja eins og hörðustu gagnrýnendur hafa kallað samtökin. Hann var minntur á að eitt sinn var haft eftir fyrirrennara hans í emb- ætti, Boutros Boutros-Ghali, að að- eins 50% af starfsliði SÞ í Genf gerðu eitthvert gagn. „Fyrst vil ég segja að ég vil ekki tjá mig um þessi ummæli forvera míns af því að ég veit ekki hvort þau voru sögð sem brandari. Fjölmargt hæfileikafólk starfar hjá samtökunum en eins og hjá öðr- um slíkum stofnunum, opinberum eða einkareknum, er auðvitað nokk- uð um „farþega". Við erum að taka á þessum málum, höfum fækkað í starfsliðinu um 1.000 manns, krafíst er aukins vinnuframlags af öllum. Allir hafa orðið að taka sig á. Ég vil líka minna á að allt starfs- lið SÞ er fámennara en það sem vinnur hjá lögreglunni í New York,“ sagði Kofi Annan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.