Morgunblaðið - 05.09.1997, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.09.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 21 Frekari fjölda- morð í Alsír París. Reuter. GRUNUR leikur á að íslamskir upp- reisnarmenn hafi staðið að morðum á 22 íbúum í litlu þorpi í Alsír sl. þriðjudagskvöld, að því er alsírsk blöð greindu frá í gær. í blaðinu Al Khabar sagði að 10 börn og sex konur hafi verið meðal hinna myrtu. Þá særðust sjö í sprengjutiiræði í Algeirsborg í gær. Versta blóðbað sem orðið hefur í tæplega sex ára langri óöld í landinu varð í síðustu viku skammt frá Al- geirsborg. Stjórnvöld segja að þá hafi 98 manns verið myrtir og 120 særðir, en vitni og alsírsk blöð segja að hátt á þriðja hundrað hafi verið myrtir. Arásarmenn létu til skarar skríða undir miðnætti í bænum Ouled E1 Arbi í Omarahéraði í Medafylki, sem er um 60 km suðvestur af Algeirs- borg. Samkvæmt fréttum Al Khabar beittu mennirnir skotvopnum og hnífum. Blaðið Liberté greindi einnig stuttlega frá íjöidamorðunum. Stjórnvöld í Aisír kenna herskáum múslimum um morðin, en alls hafa um 60 þúsund manns fallið í óöld sem ríkt hefur frá því í ársbyijun 1992. Þá hættu yfirvöld við að ljúka kosningum, en í fyrri umferð þeirra hafði flokkur bókstafstrúaðra músl- ima tekið forystu. Að sögn íbúa í úthverfi Algeirs- borgar sprakk sprengja fyrir utan ráðhúsið á fimmtudag og slösuðust sjö, þar af einn alvarlega. Rannsókn flugslyss beinist að veðri og þætti flugmanna Phnom Penh. Reuter. FLUGMÁLAYFIRVÖLD í Kambód- íu greindu frá því í gær að rannsókn á hrapi Tupolev-þotu flugfélags Ví- etnams skammt frá Phnom Penh- flugvelli beindist að mögulegum áhrifum veðurs og hugsanlegum mistökum flugmanna. Sextíu og fjórir fórust með vélinni, en tveir lifðu af. Vélin var að koma frá Ho Chi Minh-borg í Víetnam, síðdegis á miðvikudag, og var í aðflugi á Phnom Penh-flugvelli er hún hrapaði um það bil 300 metra frá flugbraut- arenda. Vélin var rússnesk af gerð- inni Tupolev Tu-134B, tveggja hreyfla. • • Oðrum flugritanum stolið Vitni að slysinu greindu frá því að svo hefði virst sem flugmenn vélarinnar hafi reynt að hætta við lendingu á síðustu stundu, en ekki tekist. Yfirmaður á flugvellinum í Phnom Penh sagði að vélin hefði komið inn til lendingar í of lítilli hæð og áður en lendingarleyfi hafði verið veitt. Slæmt veður, er var í Phnom Penh, kunni að hafa verið orsök þessa. Þungskýjað var við flugvöll- inn, og skömmu eftir að slysið varð byrjaði að rigna. Háttsettur embættismaður greindi frá því í gær að öðrum af tveim flugritum vélarinnar hafi verið stolið. Fjölda fólks dreif að skömmu eftir að slysið varð og fóru margir ránshendi um staðinn. Meðal þess sem tekið hafi verið sé annar flugrit- anna. Kvaðst embættismaðurinn ekki vita hvort það hefði verið tæk- niupplýsingaritinn eða hljóðritinn, er nemur samtöl í flugstjórnarklefa. Verðlaunum hefur verið heitið þeim sem skilar flugritanum. Send hafa verið boð til framleið- anda vélarinnar um að hann sendi fulltrúa sinn til að aðstoða við rann- sókn á þeim flugrita sem fundist hefur, en aðstoðarráðherrann sagði nauðsynlegt að hafa báða flugritana. Annars væri hætt við að aldrei feng- ist endanleg niðurstaða rannsóknar á orsökum slyssins. Samkvæmt fregnum víetnamska blaðsins Tuoi Tre var flugstjóri vél- arinnar yfirmaður öryggismála- nefndar flugfélags Víetnams og reyndasti fiugmaður þess. Tupolev vélin var meðal nokkurra gamalla, rússneskra flugvéla félagsins, en flestar véla þess eru nýjar. Yfirmenn félagsins hafa sagt, í kjölfar slyss- ins, að rússnesku vélarnar, sem eru af gerðunum Tupolev og Yakolev, verði notaðar áfram. 34. þing SUS í Reykjanesbæ SAMBAND UNGRA , . siálfstæðismanna ember nk. Samkvæmt 21. grein VI. kafla laga Sambands ungra sjálf- stæðismanna tilkynnist hér með að lagabreytingar verða teknar fyrir á 34. þingi SUS í Reykjanesbæ 12.-14. sept- Framkvæmdastjórn SUS Ræddi árangur Erhards HÚSFYLLIR var er dr. Gerhard Stoltenberg, sagnfræðingur og fyrrum fjármála- og varnar- málaráðherra Þýskalands, flutti fyrirlestur um Ludwig Erhard, sem var efnahagsmálaráðherra Vestur-Þýskalands 1949-1963, og sögulegt hlutverk hans í mótun þess efnahagskerfis sem lýst er sem félagslegu markaðs- kerfi. Hefur Erhard oft verið, vegna hlutverks síns í því, nefndur „faðir þýska efnahags- undursins". Fyrirlesturinn fór fram í Háskóla Islands. A þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu Erhards, og Stolt- enberg nefndi að í ár væru einn- ig liðin 50 ár frá því Erhard tók fyrst sæti í stjórnunarnefnd þýskra embættismanna undir yfirumsjón bandariska herná- msliðsins í Þýskalandi, sem hafði höfuðstöðvar í Frankfurt. Síðan þá hefði enn ekki komið fram neinn stjórnmálamaður sem hefði haft eins afgerandi áhrif og Erhard. Hugmyndum hans, og samstarfsmanna hans, um að koma á hagkerfi sem væri gert úr blöndu af félags- hyggju og markaðshyggju, hefði í fyrstu verið hrint í framkvæmd að hernámsyfirvöldum for- spurðum og stönguðust á við ríkjandi hugmyndir, sérstaklega á meðal menntamanna. Árang- urinn hefði því komið flestum á óvart. Stoltenberg situr nú á þingi fyrir kristilega demókrata (CDU), flokk Helmuts Kohls kanslara. Á þingmannsferli sín- um hefur hann m. a. gegnt emb- ætti fjármálaráðherra og varn- armálaráðherraí ríkissljórninni í Bonn, sem og forsætisráðherra Slésvíkur-Holtsetalands. Morgunblaðið/Golli Ný rannsókn á færeyska bankahneyksiinu? Joensen krefst svara EDMUND Joensen, lögmaður Fær- eyja, hefur beðið Poul Nyrup Ras- mussen, forsætisráðherra Danmerk- ur, og Frank Joensen dómsmálaráð- herra að svara því hvort rannsóknin á gjaldþroti Færeyjabanka verði tek- in upp. Að því er fram kemur í Jyl- lands-Posten hefur komið í ljós, að einn þeirra manna, sem unnu að rannsókninni, vann einnig fyrir Den Danske Bank en hann kom mjög við sögu í þessu máli. I kreppunni í Færeyjum fyrr á þessum áratug ákvað landsstjórnin að leysa Den Danske Bank undan ábyrgðum vegna Færeyjabanka, sem síðan varð gjaldþrota. Færey- ingar telja hins vegar, að þeir hafi verið blekktir í þessu máli og féllst danska stjórnin á rannsókn. Nú hefur komið í ljós, að lögfræð- ingurinn Michael Rekling, sem átti sæti í rannsóknarnefndinni, var á sama tíma að reka mál fyrir Den Danske Bank, sem þó var „aðalsak- borningurinn" í bankamálinu. Hann hefði því átt að vera vanhæfur sam- kvæmt dönskum lögum. Norsk verksmiðjuskip vantelja aflann NEMANDI í Sjávarútvegsháskól- anum í Tromsö færir í lokaritgerð sinni fyrir því rök að norsk verk- smiðjuskip hafi skotið afla að verð- mæti 5 milljarða króna undan eftir- liti á fjögurra ára tímabili. Það hrikt- ir því í stoðum samtaka norskra útgerðarmanna, sem íhuga máls- sókn vegna þessa. Thorsten Hansen, nemandi við sjávarútvegsháskólann í Tromsö, varði í vikunni kandídatsverkefni sitt sem fjallaði um vanskráningu í aflatöium norskra frystitogara og stóð vörnina með prýðiseinkunn. Fregnir af lokaverkefni hans voru uppspretta fjölda blaðagreina fyrr í sumar þar sem menn voru ósparir á orð og yfiriýsingar. Margir biðu því spenntir eftir að sjá akademískan dóm prófnefndarinnar. 37 frystiskip skoðuð í verkefninu eru aflabækur og sölunótur 37 norskra frystitogara bornar saman með tölfræðilegum aðferðum. Nióurstöðurnar eru þær að fyrir tímabiiið 1987-1991 reikn- ast óskráður afli frystitogaranna að verðmæti um 5 milljarðar ísl. króna. ■ iii iiii ; | Virtual Z hugbúnaöur sem gerir 1 Macintosh-eigendum kleift I að nota Windows-forrit, svo ; sem leiki, viöskiptaforrit o.m.fl. án | þess að þurfa að bæta við vélbúnaði ‘ eða spjöldum. Auðvelt í uppsetningu ! og inniheldur Windows 95. ^MIBMIIMM !■■■■■■ ■■■■■■ Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Netfang: sala@apple.is Mang: http://www.apple.is ■ö i ! í ■i i i ■i i í m ! í m ! I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.