Morgunblaðið - 05.09.1997, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Golli
EVALDAS Stankevicius og Audrius Novickas.
UNDAN
JÁRNHÆLNUM
LITHÁAR eru þjóð á tímamótum.
Eftir hálfrar aldar hersetu og menn-
ingarlegt forræði framandi tungu og
viðhorfa eru þeir fijálsir á ný. Hlekkj-
unum hefur verið varpað fyrir róða
og hið nýfengna pólitíska sjálfstæði
hefur blásið þjóðinni nýju þreki í
bijóst - þreki tjáningar og sköpun-
ar. Þetta á ekki síst við á sviði lista,
þar sem frelsið hefur gert listamönn-
um kleift að fá útrás fyrir drauma
sína, langanir og þrár.
Þessari byltingu hefur fýlgt mikil
gróska í myndlist, þar sem ungir sem
aldnir leitast nú við að finna sér
nýjan og persónulegan farveg í list-
inni. Frá og með deginum á morgun
gefst íslendingum tækifæri til að
kynnast því með hvaða hætti mynd-
listin er að þróast í Litháen en þá
verður opnuð sýningin Neðanmáls-
greinar í austursal Kjarvalsstaða, þar
sem verk og innsetningar sjö af
fremstu myndlistarmönnum þjóðar-
innar verða í brennidepli. Sýningin
er hluti samstarfs Listasafns Reykja-
víkur og Listamiðstöðvar samtíma-
lista í Vilnius.
„Samskipti okkar og Listasafns
Reykjavikur hófust fyrir um tveimur
árum og fyrr á þessu ári var haldin
sýning á íslenskri samtímalist í Lista-
miðstöðinni í Vilnius. Nú er komið
að okkur að sýna hvers við erum
megnug," segir Evaldas Stankevic-
ius, sýningarstjóri, en hann er safn-
vörður við Listamiðstöðina.
Stankevicius segir að listamennimir
sjö séu allir vel þekktir í heimaland-
inu, utan einn sem enn er í námi.
Sjömenningamir eru á aldrinum 24
til 57 ára, þó flestir séu þeir um
þrítugt.
Menningin „fryst“
Utanaðkomandi öfi hafa sett sterk-
an svip á sögu og menningu Litháens
en frá upphafi byggðar hefur iandið
22 sinnum verið hersetið, nú síðast
deildu Sovétríkin og drottnuðu þar
um slóðir í hálfa öld.
„Þrátt fyrir þetta hafa Litháar alla
tíð verið mjög meðvitaðir um menn-
Neðanmálsgreinar er yfírskríft sýningar
á samtímalist frá Litháen sem opnuð verð-
ur í austursal Kjarvalsstaða á morgun,
laugardag, kl. 16. Orri Páll Ormarsson
kom að máli við sýningarstjórann, Evald-
as Stankevicius, og einn listamannanna,
Audrius Novickas, þegar þeir voru í óða
önn að setja sýninguna upp.
AUDRIUS Novickas: Balancing Act.
ingu sína og lagt sig í líma við að
þróa hana og varðveita, þótt skilyrðin
hafi oft og tíðum verið þröng,“ segir
Stankevicius. „Á Sovéttímanum var
til að mynda gerð tilraun til að
„frysta" menningu okkar, í þeim
skilningi að öllu, hegðun, hugsun,
skilningi og sköpun, var beint í ákveð-
inn farveg - allt var hugmyndafræði-
lega ákveðið fyrirfram, enda notaði
Sovétstjómin, líkt og aðrar alræðis-
stjómir, menningu og listir óspart sem
áróðurstæki sér til framdráttar."
Litháískum listamönnum vom
þröngar skorður settar og Stankevic-
ius viðurkennir að sumir hafi látið
beygja sig í duftið - gefið sig túlkun
á hinum „kórrétta" veruleika á vald.
„Aðrir létu á hinn bóginn ekki segj-
ast, nýttu sér dýpt myndhverfunnar
og léku leynt og ljóst á kerfið. Fyrir
vikið þróaðist einstakt listrænt tungu-
mál „neðanmálsgreina“ sem að lokum
rann saman við hið „opinbera" tungu-
mál.“
Audrius Novickas, einn listamann-
anna sem á verk á sýningunni, segir
að þegar baráttan fyrir sjálfstæði
Litháens hófst fyrir alvöru seint á
síðasta áratug hafi orðið straumhvörf
í lífí listamanna þjóðarinnar. Hann
var þá við nám í myndlist í Vilnius
og kveðst nánast hafa horft á forsend-
umar gjörbreytast. „Vitaskuld þótti
okkur mikið til þess koma að geta
skyndilega gefið alræðinu, og í raun
hvaða hugmyndafræði sem er, langt
nef en það sem mestu máli skipti
var að nýir tímar voru runnir upp -
tímar þar sem höft og ritskoðun
heyrðu sögunni til. Menning Iitháísku
þjóðarinnar gat haldið áfram að þró-
ast - fijáls og á eigin forsendum."
En böggull fylgdi skammrifi. í stað
veruleikans sem litháískir listamenn
létu sig dreyma um áður hefur tekið
við blákaldur skilvitlegur veruleiki.
Við því segir Stankevicius að lista-
menn þurfi nú að bregðast. „Á Sovét-
tímanum lifðu margir góðir lista-
menn, einkum listamenn sem stjóm-
völd álitu „góða", ágætu lífí. Þeir
voru undir vemdarvæng stjómvalda
og höfðu yfir litlu að kvarta. Við hrun
Sovétríkjanna glataði þessi stétt stöðu
sinni og engir hafa komið í staðinn."
Enginn lifir af listinni
Novickas hefur áþreifanlega orðið
var við það og fullyrðir að ógjörlegt
sé að draga fram lífið af listinni við
núverandi skilyrði í Litháen. „Mynd-
listarmenn eru á hveiju strái í Lithá-
en en ég veit ekki um neinn sem lifir
af listinni einni saman. Sérstaklega
eigum við sem leggjum stund á sam-
tímalist erfitt uppdráttar enda verðum
við að treysta á hið opinbera - ekki
selur maður innsetningar! Vonandi
eiga Litháar þó eftir að vakna til vit-
undar um gildi samtímalistar þegar
fram líða stundir en sem sakir standa
sýna eldri kynslóðir henni lítinn skiln-
ing. Hugsanlega þykir fólki hún ekki
byggð með nógu augljósum hætti á
arfleifð þjóðarinnar, sem af skiljanleg-
um orsökum er mikið lagt uppúr um
þessar mundir. Að mínu mati er það
hins vegar misskilningur."
Stankevicius og Novickas eru eigi
að síður bjartsýnir á framtíðina -
spennandi tímar séu í vændum. Land-
fræðileg lega Litháens geri það að
verkum að þjóðin geti snúið sér jöfn-
KESTUTIS Andrasiunas: The Canary will
Stay Upright. This is not a Metaphor.
um höndum til austurs og vesturs og
í því geti falist ómetanleg næring
fýrir listamenn.
„Samskipti okkar við Norðurlönd,
Bretland og þjóðir á meginlandi Evr-
ópu eru stöðugt að aukast og þótt
samskipti okkar við Rússa liggi í lág-
inni um þessar mundir eiga þau eftir
að aukast á ný, þegar við freistum
þess að umgangast þá á okkar eigin
forsendum,“ segir Stankevicius.
„Hvers vegna skyldi þjóð á mörkum
hins vestræna og austræna heims
ekki njóta alls þess besta sem báðir
heimar hafa uppá að bjóða?“
Á morgun verða tvær aðrar sýning-
ar opnaðar á Kjarvalsstöðum: I vest-
ursal sýnir Kristján Davíðsson list-
málari málverk en í miðrými verður
opnuð sýning á verkum Sigurðar
Guðmundssonar arkitekts. Nánar
verður fjallað um síðarnefndu sýning-
una í Lesbók Morgunblaðsins á morg-
un.
„Landsýn“ lýkur
LANDSÝN, sýningu Ingu Hlöðversdóttur, sem staðið hefur yfir í
Perlunni frá 22. ágúst, lýkur sunnudaginn 7. september. Stærri verk
eru til sýnis í Vetrargarðinum, jarðhæð Perlunnar, en í kjallara húss-
ins eru sýnd minni verk.
Inga er daglega í Perlunni milli kl. 14 og 18 þartil sýningunni lýkur.