Morgunblaðið - 05.09.1997, Síða 26

Morgunblaðið - 05.09.1997, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ HELGA Kristrún, yfirlitsmyndir. SYKRUÐ MYNDVERK MYNPLIST Gallcrí Sævars Karls Bankastræli 9. BLÖNDUÐ TÆKNI HELGA KRISTRÚN Opið á verslunartima til 11. sept. nk. SÝNING Helgu Kristrúnar sam- anstendur af fimm myndverkum unnin með blandaðri tækni. „Heima er best“ stendur með hekl- uðum stöfum í striga á blindramma sem þakin er sykri blönduðu mat- arlími. Öll verkin eru sykurhjúpuð en útfærslan þeirra er mismun- andi, t.d. hefur einu þeirra verið dýft í sykurblöndu og sykri stráð yfir. Tvö verkanna eru heklaðir og prjónaðir dúkar, ýmist festir á striga eða hangandi á vegg. Eitt verkið er strigi þakinn flórsykri sem myndar hringform á miðjum myndfletinum og skírskotar á skemmtilega klisjukenndan hátt til hefðbundinnar abstraktlistar. Myndrammar eru notaðir sem ákveðinn liststaðall og garn, sykur og matarlím vísa til alþýðumenn- ingar í formi heimilisiðnaðar og neyslusamfélags. Áhrifa gætir frá nýju geometríunni í útfærslu sýn- ingarinnar á tilraunum með efni sem eiga að afhjúpa hið algilda form og vísar Helga hér í „há- og lágmenningu". Efnin hafa beina skírskotun í menningar- og félags- lega stöðu heimavinnandi kvenna og í sýningarskrá skrifar Helga: „Myndverkin eru túlkun á mínum hugsunum um mig sem listamann í því umhverfi sem ég er í.“ „Heima er best“ er undirtónn sýningarinnar og vísar til mynda sem voru algengar á heimilum hér áður fyrr, þar sem stóð með út- saumuðum stöfum: „Drottinn blessi heimilið." Hulda Ágústsdóttir Rebekka opnar sýningu í Eden REBEKKA Gunnarsdóttir listakona í Hafnarfirði opnar sýningu á verk- um sínum í Eden, Hveragerði, mánudaginn 8. september. Rebekka sýnir þar vatnslitamyndir og gler- myndir, unnar úr listgleri, bræddu gleri og með íslenskum steinum. Þetta er 8. einkasýning hennar á vatnslitamyndum en 2. sýning hennar á glerverkum. Sýningin stendur til 22. septem- ber. LISTIR Áraskip í öndvegi BJARNI Jónsson listmálari opn- ar sýningu á um það bil sjötíu olíumálverkum í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði á morgun, laugardag. Á sýningunni kennir margra grasa, en höfuðáhersla verður lögð á verk sem tengjast áraskipaöldinni. Bjarni hefur um langt árabil sýnt þjóðlegum fróðleik rnikinn áhuga, ekki síst öllu sem við- kemur áraskipatímabilinu, allt frá landnámsöld. Hefur hann í gegnum árin drukkið í sig mik- inn fróðleik og eflaust þekkja margir óteljandi skýringateikn- ingar hans við ritin Islenskir sjávarhættir. Fljótlega eftir að Bjarni fór að vinna að skýringamyndum fyrir Sjávarhættina á sjöunda áratugnum fóru vinir og kunn- ingjar, sjómenn og útgerðar- menn, að panta hjá honum olíu- málverk af áraskipum og öðru tengdu útgerð þeirra. Nýttist þá þekking hans vel, því menn báðu ekki einungis um mismun- andi bátslag heldur jafnframt um myndir af ýmsu öðru tengdu róðrunum, svo sem af sjómönn- um í verstöð, sjómönnum að setja báta upp, sjómönnum að skipta hlut í fjörunni og þar fram eftir götunum. Þá höfðu margir ákveðnar hugmyndir um landslag í bakgrunni. „Það má eiginlega segja að þetta hafi verið viðstöðulaust allar götur síðan,“ segir Bjarni. „Eftir bátabrunann mikla, þar sem brunnu flestir gömlu ára- bátarnir í eigu Þjóðminjasafns- ins, fóru menn að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að varð- veita þessi merku atvinnutæki forfeðranna og var þá stungið upp á því að ég gerði seríu þar sem sæust allar tegundir ís- lenskra áraskipa. Hef ég unnið að þessu undanfarin sex til átta ár með öðru, en fyrirhugað er að verkin verði á bilinu fjörutíu til fimmtíu talsins þegar upp er staðið. Ætli megi ekki segja að ég sé liðlega hálfnaður um þess- ar mundir.“ Alþingismenn sýna áhuga Bjarni hefur fengið færri styrki til verksins en hann gerði ráð fyrir miðað við áhuga yfir- valda og fiskveiðifyrirtækja í upphafi og fyrir vikið hefur verk- inu miðað hægar en hann hefði kosið. Listmálarinn hefur vita- Morgunblaðið/Ásdís BJARNI Jónsson listmálari er að vinna að seríu um árabátatímabilið. skuld þurft að grípa í önnur verk, þó ekki væri nema til að hafa til hnífs og skeiðar. „Nú virðast Al- þingsmenn á hinn bóginn vera famir að sýna verkinu áhuga og vonandi tekst því að útvega fjár- magn til að halda því áfram." Að sögn Bjarna er stefnt að því að serían verði hýst I Sjó- minjasafni íslands, þegar það verður sett á laggirnar, það er að segja þær myndir sem ekki eru í einkaeign, en þær eru þón- okkrar. Þannig hefur þó verið búið um hnútana að safnið mun hafa aðgang að þeim myndum. Sýning Bjarna mun standa í níu daga, eða til sunnudagsins 14. september. Mun hann verða á vettvangi meðan á sýningunni stendur, en rúmhelgu dagana er ætlunin að gefa skólabörnum á Höfn kost á að sækja sýning- una og fræðast um áraskipa- tímabilið. Hefur Bjarni jafnan haft þennan hátt á þegar hann sýnir þessi verk sin og segir undirtektir hafa verið með ágætum. „Fólk myndi ekki trúa því að óreyndu hvað börnin eru áhugasöm. Þau hreinlega drekka þetta í sig — og kennar- arnir líka.“ Bjarni mun setja upp sýningu með svipuðu sniði á Akranesi 1. nóvember næstkomandi en að auki lætur hann sig dreyma um að setja upp sýningu á non-fíg- úratífum verkum á næstunni — svona til að sýna á sér aðra hlið. Sýning íslenskra o g jak- útskra myndlistarmanna Morgunblaðið/RAX LJÓSMYND frá Jakútíu. MYNDLISTARSÝNINGAR sex listamanna frá íslandi og Sakha- Jakútíu verða opnaðar á morgun, laugardag. Sýningarnar verða í Ráðhúsi Reykjavíkur, í Nýlista- safninu og í MÍR-salnum við Vatnsstíg. Listamennimir sex eru Nikolaj Pavlov og Yuri Spiridonov frá Jakútíu, og Kjuregej Alex- andra, Jón Magnússon, Ragnar Axelsson og Ari Alexander Ergis Magnússon frá íslandi. Sýningarn- ar verða formlega opnðar í Ráð- húsi Reykjavíkur kl. 15, en í MÍR- salnum og Nýlistasafninu verður opnað kl. 16. Júrí Resetov, sendi- herra Rússlands, opnar sýningarn- ar. Nikolaj Pavlov er meðal fremstu listamanna Jakútíu og málar myndir í sérstökum raunsæisstíl. Hann tekst gjarnan á við viðfangs- efni sem tengjast lífí og sögu hei- malands síns. Pavlov er fæddur 1941 og stundaði myndlistarnám í Jakútíu og framhaldsnám í Len- íngrad. Hann hefur haldið íjöl- margar sýningar víða um Rússland og gegnt trúnaðarstörfum fyrir samtök myndlistarmanna í heima- Iandi sínu. Yuri Spiridonov er fæddur árið 1952 í Anabar, einu af norðlæg- ustu héruðum Sakha-Jakútíu. Hann er sonur hreindýrahirðis og ólst upp á víðfeðmum freðmýrum Norður-Síberíu, en áhrifín frá landslaginu þar eru megininnblást- ur verka hans. Yuri nam myndlist í Leníngrad en fluttist síðan aftur til Jakútíu þar sem hann starfar nú að list sinni. Hann hefur sýnt víða og oft unnið til verðlauna fyr- ir myndir sínar, auk þess sem hann hefur verið virkur í samtökum listamanna. Ragnar Axelsson er með þekkt- ustu ljósmyndurum íslands og verk hans eru flestum vel kunn. Ragnar hefur lengi verið meðlimur í Isjaka, menningar- og vináttufélagi Is- lendinga og Jakúta, og árið 1993 fór hann ásamt fleirum úr félaginu í þriggja vikna heimsókn til Jakúta í boði þarlendra stjórnvalda. Á því ferðalagi voru myndirnar teknar sem hann sýnir nú. Kjuregej Alexandra er fædd árið 1938 í Jakútíu. Hún stundaði myndlistarnám í Moskvu og fluttist til íslands árið 1966, en hér hefur hún búið síðan. Kjuregej hefur haldið fjölmargar myndlistarsýn- ingar, auk þess sem hún hefur unnið við leikhús og gert útihögg- myndir sem prýða meðal annars Laugardalinn í Reykjavík og Eyr- arbakka. Jón Magnússon og Ari Alexand- er Ergis Magnússon eru synir Kju- regej Alexöndru og lærðu báðir myndlist í París. Jón hefur unnið við hönnun og myndskreytingar og hafa verk hans birst víða í tíma- ritum og blöðum. Ari hefur haldið myndlistarsýningar hér á íslandi, á Mokka og í Listasafni Akur- eyrar, auk þess sem hann hefur sýnt í París, Jakútíu og nú síðast í sumar í Argentínu. Þá hefur Ari unnið þrjár heimildarmyndir um Sakha-Jakútíu sem sýndar hafa verið í sjónvarpi. ísjaki, menningar- og vináttufé- lag íslendinga og Jakúta, stendur að sýningunum og nýtur til þess stuðnings menntamálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og sendiráðs Rússlands á íslandi. Þá styrkir Ráðhúskaffi opnun sýningarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.