Morgunblaðið - 05.09.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 27
Námskeiðs-
tónleikar
LOKATÓNLEIKAR á Söng-
námskeiði Svanhvítar Egils-
dóttur verða í Víðistaðakirkju,
Hafnarfirði, á morgun, laug-
ardag, kl. 20.3.0.
Á tónleikunum koma fram
nemendur sem tekið hafa þátt
í Söngnámskeiði Svanhvítar
sem staðið hefur yfir undan-
farnar tvær vikur. Undirleik-
arinn er Vilhelmína Ólafsdótt-
ir.
Drengjakór
Laugarnes-
kirkju
undirbýr
Englandsferð
DRENGJAKÓR Laugarnes-
kirkju er nú að hefja sitt átt-
unda starfsár. Auk söngs við
guðsþjónustur mun kórinn
halda tónleika um jólin og að
vori og einnig er áætlað að
fara í söngferð til Englands í
vor.
Stjórnandi kórsins er Frið-
rik S. Kristinsson og á síðasta
vetri voru kórmeðlimir 35 á
aldrinum 8-15 ára og einnig
starfaði deild eldri kórfélaga.
Kórskóli
Langholts-
kirkju stofn-
ar yngri deild
KÓRSKÓLI Langholtskirkju
er að hefja sitt sjöunda starfs-
ár og verður starfrækt yngri
deild fyrir 4-7 ára nemendur,
sem er nýmæli. Kennari er
Ágústa Jónsdóttir tón-
menntakennari. Litli kórinn
mun starfa í tengslum við
sunnudagaskólann og koma
þar fram reglulega.
Kennarar við skólann eru
Signý Sæmundsdóttir óperu-
söngkona, Laufey Ólafsdóttir
tónmenntakennari, Ágústa
Jónsdóttir tónmenntakennari
og Jón Stefánsson kantor við
Langholtskirkju. Samsöngur
eldri deilda fer fram með
Gradualekór Langholtskirkju
sem starfar í tengslum við
Kórskólann en er rekinn af
foreldrafélagi.
Kórinn mun halda sjálf-
stæða tónleika á komandi
vetri, fara í æfingabúðir og
taka þátt í Jólasöngvum Kórs
Langholtskirkju. Kórinn fer i
tónleikaferð til útlanda á
næsta ári.
LISTIR
Islenskar bækur lesnar
í Suðurmannalandi
RITHÖFUNDURINN Hákan
Boström og listmálarinn Knut H.
Larsen sem báðir eru frá Suður-
mannalandi (Sörmland) í Svíþjóð
eru staddir hér á landi í því skyni
að hitta íslenska rithöfunda.
Boström hefur áður komið til ís-
lands svo að í nokkrum tilvikum
er hann að rifja upp fyrri kynni af
rithöfundum. Tilgangurinn með
ferðinni er að undirbúa dagskrár
þar sem verk íslenskra rithöfunda
verða kynnt. Boström velur höfund-
ana, en skilyrði er að verk þeirra
séu til í sænskum þýðingum. Larsen
mun síðan sjá um myndrænu hlið-
ina, því dagskrárnar eru um leið
eins konar sýningar. Hann hefur í
hyggju að teikna eða mála myndir
af rithöfundum og umhverfí þeirra.
í Suðurmannalandi búa álíka
margir og á íslandi, en meðal helstu
íslenskir rithöfundar
verða kynntir og lesnir
af endurnýjuðum krafti
í Suðurmannalandi í
Svíþjóð á næstunni. Jó-
hann Hjálmarsson
spjallaði við þá Hákan
Boström og Knut H.
Larsen sem staddir eru
hér á landi til að hitta
íslenska rithöfunda og
fræðast um verk þeirra.
LANDSLAG í Suðurmannalandi eftir Knut H. Larsen.
Morgunblaðið/Ásdís
HÁKAN Boström og Knut H. Larsen eru á íslandi til að hitta íslenska rithöfunda.
borga eru Eskilstuna, þar sem
Boström býr, Nyköbing, Strangnás
og Mariefred. Þar um slóðir hafa
menn áhuga á að fólk lesi bækur.
Menntunarsamband lénsins hefur í
samvinnu við bókasöfn gengist fyr-
ir bómenntakynningum undir kjör-
orðunum: í Suðurmannalandi lesum
við Strindberg; Rithöfundar frá
Suðurmannalandi og; í Suður-
mannalandi lesum við norska höf-
unda. Nú er röðin komin að íslend-
ingum, því í Suðurmannalandi á að
lesa íslenska höfunda á næstunni.
Þeir Hákan Boström og Knut
H. Larsen hafa reynslu af kynning-
um og sýningum af þessu tagi og
einnig hafa þeir unnið að bókum
saman, Boström skrifað eða valið
texta og Larsen myndskreytt. Með-
al slíkra verka þeirra er viðamikið
safn með því sem rithöfundar hafa
skrifað um Suðurmannaland fyrr
og nú. Meðal hinna elstu er Snorri
Sturluson. Bókin nefnist Röster i
Sörmland (útg. En bok för alla,
1996). Þeir hafa einnig unnið að
auðlesnum bókum fyrir þá sem eiga
við lestrarörðugleika að stríða. í
flokki þeirra bóka eru verk eftir
Boström, sem er kunnur skáld-
sagnahöfundur og menningarblaða-
maður í Svíþjóð og nú eru þeir að
vinna að því að endurskoða Órminn
rauða eftir Frans G. Bengtsson með
þetta í huga.
Verða að þekkja höfundana
Boström átti frumkvæðið að því
að beina athygli manna í Suður-
mannalandi að Islandi og veitti lén-
ið honum styrk til verkefnisins.
Boström segist hafa viljað end-
urnýja kynni sín af íslenskum rit-
höfundum og kynnast nýjum. „Við
förum og hittum rithöfunda," segir
hann, „við verðum að þekkja höf-
undana sjálfa. Við ætlum jafnvel
að skrifa dagbók um ferðina og við
teljum nauðsynlegt að kynningun-
um fylgi skrá með upplýsingum og
myndum. Knut hefur aldrei komið
til íslands og hann hefur ekki að-
eins áhuga á að gera myndir af
íslenskum höfundum, helst vill hann
halda íslenska sýningu í Svíþjóð.
Af nógu verður að taka hjá honum,
því að við munum ferðast eitthvað
um landið.“
Boström telur að slík kynning,
sem einkum fer fram á vegum bóka-
safna, geti farið víða í Svíþjóð og
jafnvel til fleiri landa. Hann hefur
reynslu af líkri kynningu í Þýska-
landi. Verkefnið nýtur góðs af sam-
vinnu við Norræna félagið í Svíþjóð
þar sem Maj-Britt Imnander starf-
ar, einnig hefur verið leitað til
menningarsetursins Biskops Arnö.
Knut H. Larsen, sem er frá Mosjo-
en í Noregi, segir athyglisvert að
sýna texta og myndir saman, en
þeir munu bæði vera á íslensku og
sænsku. Hann reiknar með að mynd-
irnar verði um 25, það sé við hæfi
í bókasöfnum og segist ætla að
leggja áherslu á að myndirnar séu
ekki allar í sama stílnum, ólíkar
myndir birtist af hveijum höfundi.
„Eg ætla að draga fram mikilvægi
rithöfundarins en ekki stefna að því
að myndlist mín verði í forgrunni,
rithöfundurinn á fyrst og fremst að
njóta sín,“ segir hann. „Höfundurinn
og íslensk náttúra eiga að fylgjast
að.“
Larsen segist hafa fundist hann
vera heima hér, það geri veðrið,
ekki síst rigningin og líka Qöllin.
ísland og Noregur eigi margt sam-
eiginlegt, en Suðurmannaland sé
öðru vísi. Málverk Larsens eru oft
„óhlutbundnar náttúrumyndir", en
þegar hann myndskreytir bók-
menntir tekur hann mið af efninu
og þá standa myndirnar yfirleitt
nær fyrirmyndinni.
Kínversk list og ís-
lenzk í Gallerí Fold
KÍNVERSKA listakonan Lu
Hong, opnar sýningu í baksal
Gallerís Foldar við Rauðarárstíg.
Sýninguna nefnir hún Fjöll - þoka
- hestar. í kynningarhorni gall-
erísins eru kynntar vatnslita-
myndir eftir Ólöfu Kjaran.
Lu Hong er fædd árið 1957 í
Peking, Kína. Hún nam við kín-
verska listaháskólann í Peking
með hefðbundna kínverska lands-
lagsmálun sem sérsvið. Var hún
fyrsta konan sem útskrifaðist frá
þessum skóla í þeirri grein.
Eftir listnámið í Kína starfaði
Lu Hong um hríð við Listasafn
Pekingborgar, en árið 1986 hélt
hún til Tókýó í Japan og lagði
stund á japönsku og japanska
myndlist. Hingað kom hún árið
1990 og hefur verið búsett hér
síðan.
Lu Hong notar eingöngu hefð-
bundin kínversk verkfæri og efni
við listsköpun sína. Penslarnir eru
handgerðir, úrgeitarhári. Liturinn
er kínverskt blek sem hún blandar
sjálf eftir aldagömlum hefðum.
Pappírinn er handgerður og unnin
úr bambus eftir 2.000 ára hefð.
Lu Hong hefur haldið og tekið
þátt í fjölda sýninga í Kína, Japan
og á Islandi.
Ólöf Kjaran
Ólöf Kjaran stundaði myndlist-
arnám við Myndlistaskólann í
Reykjavík 1990-93, Myndlista-
og handíðaskóla íslands 1993-96
og Hochschule fur bildende
Kunste í Hamborg, Þýskalandi,
árið 1995.
LU Hong við eitt verka sinna.