Morgunblaðið - 05.09.1997, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.09.1997, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hin ósýnilega stétt EINS og flestir vita voru samningar grunnskólakennara lausir um áramót og hefur síðan hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum við þá. Kennarar höfðu fyrir sitt leyti sam- þykkt að ræða breytt- an vinnutíma kæmi umtalsverð kaup- hækkun á móti. Hug- myndir samninga- nefndar sveitarfélag- anna sýnast mér hins- vegar með þeim en- demum að allt útlit er fyrir, þegar þessar lín- ur eru ritaðar, að stefni í hörð átök. Áróðursstríðið er hafið og maður heyrir yfírlýsingar um að eina ferð- ina enn séu kennarar farnir að nöldra yfir launum sínum. Enn einu sinni ætli þessi myrkraverkaher að eyðileggja vetrarstarf æskunnar. Það sé engu líkara en það sé orðið lögmál á Islandi að enginn árgang- ur nemenda komist upp í gegnum skólakerfíð án þess að verða fyrir óbætanlegum skakkaföllum af hendi kennara sinna. Og samninga- nefndarmenn sveitarfélaganna láta sumir ekki sitt eftir liggja. Ég heyrði formann hennar hneykslast hástöfum á þeirri ósvinnu að kenn- arar heimtuðu 60% launahækkun. Er þetta hægt? spurði hann og skírskotaði til annarra stéttarfé- laga sem samið hafa um Iægri pró- sentur. Nú er mér svo farið að mér hefur alltaf fremur ieiðst prósentu- reikningur í þessu sambandi. En ef við viljum mennta fagfólk í há- skóla til þess að kenna börnum okkar þá sé ég ekki þá ósvinnu sem felst í því að greiða slíku fólki rúmlega 600 krónur á tímann. Ég fékk á dögunum tilkynningu frá banka þess efnis að lán væri fallið í gjalddaga. Bankinn var jafnframt svo elskulegur að upp- lýsa mig um hvetjar hremmingar biðu mín ef ég ætlaði að þver- skallast við að greiða umrætt lán. Það var ljótur listi, en á honum var m.a. tekið fram að kæmi til þess að lög- fræðingur þyrfti að skrifa mér bréf yrði ég að greiða 4.000 krónur fyrir þann glaðning. Miðað við núgildandi launataxta þeirra sem kenndu lög- fræðingi þessum að skrifa væri það u.þ.b. dagsverk að koma saman umræddu bréfí. Þótt í slíkum bréf- um sé að jafnaði hvorki mannvit mikið né þau samin af átakanlegri stílsnilld og hugsanlega mætti afla sér pennavinar með ódýrari hætti þá ætla ég ekki að fara að hneyksl- ast með prósentureikningi í því sambandi. En samanburðurinn er samt allrar athygli verður. Ég minnist þess að þegar umræð- ur stóðu sem hæst um flutning grunnskólans frá ríki yfir til sveitar- félaganna undruðust ýmsir bjart- sýni þá sem birtist í því að ríkið ætlaði sér að hagnast á því að losna við þennnan útgjaldalið. Sveitarfé- lögin ætluðu líka að hagnast á þeim fjármunum sem ríkið ætlaði að leggja þeim til vegna yfírfærslunnar og mátti undir engum kringum- stæðum eyrnamerkja skólunum til þess að tryggja það sem nefnt var „sveigjanleiki" í notkun fjárins. Kennarar ætluðu að hagnast líka, því bæði forsætis- og þáverandi menntamálaráðherra höfðu uppi orð um að við þessa breytingu yrði lag til þess að bæta kjör kennara enda væru forystumenn sveitarfélaganna svo miklu vinveittari kennurum en þeir væru sjálfír. Nemendur og foreldrar ætluðu að sjálfsögðu að hagnast líka, því nú væri yfirstjórn skólanna komin í nánari snertingu við kjósendur og sveitarstjómarmenn höfðu auk þess lýst yfir vilja sínum til þess að setja skólamál í forgang. En þrátt fyrir alla þessa hamingju stóðu lítiltrúaðir álengdar og undr- Menntun er fjárfesting til frambúðar og Sigríði Jóhannsdóttur finnst tímabært að þeir sem skammta fé til mennta- mála nálgist viðfangs- efnið frá því sjónar- homi. uðust. Því ef allir ætluðu að hagn- ast hver kæmi þá til með að tapa? Þessa dagana er að koma í ljós hvetjum er ætlað það hlutverk. í fjölmörg ár hafa þær raddir verið uppi í samfélaginu að nauð- synlegt sé að bæta kjör kennara. Flestir þeir sem vita hver kjör kenn- ara raunverulega eru taka undir þetta. Ekki kannski vegna þess að þeir vorkenni þeim endilega sult og seyru heldur vegna þess að flest Sigríður Jóhannsdóttir skyni gætt fólk gerir sér grein fyr- ir því að skólarnir þurfa kennara sem geta lifað af starfi sínu. Það er ekki til bóta fyrir skólastarf ef obbi kennaranna þarf að hlaupa út í bæ til að sjá sér farborða. Ég skal ekkert um það segja hvort einhveijir afburðamenn úr öðrum starfsgreinum flykktust til kennslu ef bytjunarlaun eftir þriggja ára háskólanám færu í 110 þúsund krónur á mánuði. Satt að segja efast ég um það. En hitt er alveg skýrt fyrir mér að ef við höldum áfram að sýna starfí kennara þá fyrirlitningu sem kemur fram í þeim launatilboðum sem þeim eru nú gerð þá fáum við skóla í sam- ræmi við það. Hugmyndir sveitarstjórnar- manna um bætt kjör virðast, sam- kvæmt tillögum samninganefndar- innar, felast í því að auka kennslu- álag, auka viðverutíma, auka aðra vinnu kennara en stytta undirbún- ingstíma. En þó umfram allt að gera kennsluna sýnilega. Það virð- ist vera lykilhugtakið í þessum umræðum frá hendi sveitar- stjórnarmanna að kennsla sé ein- hvers konar myrkraverk sem „brýna nauðsyn beri til að gera sýnilega". Ég hef í gegnum árin álitið að þegar börn koma heim með leiðrétt verkefni, yfirfarna heimavinnu, úr- lausnir prófa o.fl. þ.h. sé það hluti að þeirri sýnilegu vinnu sem fer fram utan kennslustofunnar. Ég hef aldrei litið svo á að það stæði foreldrum fyrir svefni að vita ekki nákvæmlega hvar eða hvenær sú vinna fer fram. Mér kemur í hug þjóðsaga um bónda einn, vitgrannan, sem átti því láni að fagna að álfar úr næsta hól voru óþreytandi við að þakka einhvern löngu gleymdan velgjörn- ing á þann hátt að morgun hvern er bóndi kom á fætur höfðu allflest verk verið unnin í skjóli nætur. Kýrnar höfðu verið mjólkaðar, brauðið stóð bakað við hlóðirnar og kindunum hafði verið hárað. Aldrei þakkaði bóndi unnin verk né launaði álfunum neinu en hafði á hinn bóginn af því áhyggjur stór- ar að hafa aldrei séð með eigin augum hvernig unnt væri að koma svo miklu í verk að næturþeli. Þar kom að lokum að forvitni bónda varð með öllu óviðráðanleg og þrátt fyrir aðvaranir vina og vanda- manna faldi hann sig í haughúsinu þá er nótt var dimmust. Talið er að hann hafí orðið nokkurs vísari um aðfarir álfanna um nóttina en ekki kom honum sú vitneskja að miklum notum því er dagaði fannst hann á rangli í nánd við bæinn og hafði vit hans lítið með öllu yftrgef- ið hann. Lagðist þá byggð af á bænum þeim. Nú ætla ég ekki að gera því skóna að hugmyndir launanefndar sveitar- félaganna hafl svona geigvænlegar afleiðingar. En mér fínnst satt að segja löngu tímabært að þeir sem skammta eiga fé til menntamála fari að nálgast viðfangsefnið frá því sjónarhomi að menntun er fjárfest- ing til frambúðar. Með hvetju árinu skiptir meira máli að undirstöðuþekking sé traust. í þjóðfélagi næstu aldar verður menntunarlaus maður bjargarlaus. Ég dreg í efa að kjós- endur velji fulltrúa sína í bæjar- og sveitarstjórnir með það í huga að þeir líti á kostnað við menntun barnanna eingöngu sem útgjöld. Ég hef þrátt fyrir allt þá trú að mönnum sé almennt orðið ljóst að við höfum ekki lengur efni á því að láta okkur nægja þá vinnu sem illa launaðir kennarar og ofhlaðnir störfum geta látið í té. Að gera svo að höfuðatriði hvort sú vinna eigi að vera sýnileg eða ósýnileg er með öllu út í hött. Höfundur er þingmaður Alþýðubandalagsins og óh&ðra í Reykjaneskjördæmi. Aðgerðahópur aldraðra VERT er að minnast þess að 30. september 1996 var stofnaður fé- lagsskapur er nefndur hefur verið Aðgerða- hópur aldraðra. Stofn- endur voru 18. Til- gangur félagsins eða hópsins er að vinna gegn þeirri ósann- gjömu aðför hins opin- bera í málefnum ör- yrkja og ellilífeyris- þega. Á fund þessa félags- skapar hafa undan- farna mánuði komið ráðherrar og þing- menn, bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Það hefur verið einkennandi fyrir þessa fundi að þessu ágæta fólki hefur ekki verið fullljóst hve háir og ósanngjamir jaðarskattar eru. Það væri forvitnilegt að fá gefin upp nöfn þeirra „berserkja“ sem reikna út þessa skatta og ég krefst þess að það verði gert á Alþingi sem fyrst. Mest kom mér á óvart á þessum fundum hve fjármálaráðherrann, Friðrik Sophusson, og þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Haarde, komu vel undirbúnir með skyggnur, línurit og aðrar gagnleg- ar upplýsingar. Ráðherrann gaf sér góðan tíma og má segja að viðræð- ur hafí verið mjög uppbyggilegar. Ekki lofaði ráðherrann upp í erm- ina sína neinum stórbreytingum en sagðist samt myndi láta athuga jaðarskattana og er það vel. Eitt vakti athygii okkar að ráð- herrann staðfesti tvisvar sinnum með áherslu að greiðsla tvísköttun- ar hefði verið afnumin í samvinnu og með vitund ASÍ. Þrír jafnaðamenn komu til fundar með AHA, sem er skamm- stöfun á Aðgerðahópi aldraðra. Það voru frú Ásta R. Jóhannesdótt- ir, hr. Gísli Einarsson og hr. Sighvatur Björg- vinssön, fyrrv. ráð- herra. Það var bæði fróðlegt og skemmti- legt að spjalla við og hlusta á þetta góða fólk, og sást fljótlega í blöðum og á Álþingi að það tók til hendinni { málefnum aldraðra. Kvennalistinn sendi á fund okkar frú Kristínu Halldórs- dóttur og frú Guðnýju Guðbjörns- dóttur. Þær sögðu lítið en höfðu áhuga á að kynna sér málefni AHA. Frú Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, heim- sótti AHA og sýndi mikinn áhuga á okkar málum. Vonbrigðum olli mér hr. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Hann kom einn, greinilega óundir- búinn, og sagði bókstafelga ekki neitt, nema hann varði tíma í að útskýra kauphækkun ráðherranna og þingmanna á sínum tíma. Hann sagði sem sagt að þeir hefðu í mörg horn að líta og því fylgdi mikill kostnaður. Ekki er að efa það og ekki sé ég eftir því þó að þeir fái líka fría árshátíð en það er nú hefð eins og margir mætir menn á Alþingi hafa upplýst og útskýrt fyrir fátækum og ríkum í landinu. Ég ímynda mér að varfærni framsóknarráðherrans að nefna ekki neinar breytingar á jaðarskött- um örorku- og ellilífeyrisþega stafi af umhyggju hans fyrir þeim, þeir leggjast þá ekki í býlífi á meðan. Eg trúi því að síðastnefndur ráð- herra selji ekki landið undan okkur og fari með gát eins og ofangreint segir, þó finnst mér hann höfðing- legri við Norðmenn en kemur í ljós í viðræðum hans við AHA. Ég verð að koma því að núna, sem hefur hvílt á mér lengi, hve íslenskir ráðamenn eru mikil bleyju- börn í öllum viðskiptum við þessa „vinaþjóð“. Eftir að hafa gefið þeim Jan Mayen bíð ég bara eftir því að þeir ljúki því af að gefa þeim Leif Eiríks- Tilgangur aðgerðahóps- ins er, segir Þorsteinn Berent Sigurðsson, að sporna við aðför hins opinbera að öldruðum. son og Snorra, sem Norðmenn eru reyndar búnir að stela frá okkur opinberlega í Bandaríkjunum og í kvikmyndum sem sýndar hafa verið í SAS-þotum, þar heita þeir Norð- menn báðir tveir. Hver man nú ekki Jón Baldvin? Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Aldrei heyrist í frammámönnum íslenskum þó að þeir viti vel um hegðun þessarar „vinaþjóðar". Eftir að hafa heyrt og lesið ára- mótaræðu hæstvirts forsætisráð- herra ALLRA ÍSLENDINGA get ég verið honum sammála, að hann hefur það gott og ég líka. I hvaða þrönga hring þessi æðsti stjómmálamaður þjóðarinna hreyfir sig er mér hreinasta ráðgáta. Að það skuli fara framhjá honum að stór hluti fólks lifir við hungurmörk er vissulega athyglisvert. Getur þetta verið afleiðing af lélegri stærðfræðikennslu? Höfundurer fyrrv. flugumferðarstjóri. Ný vinnubrögð borgaryfirvalda í starfsmannamálum BORGARYFIR- VÖLD virðast hafa tekið upp ný vinnu- brögð í starfsmanna- málum, þar sem starfsmenn eru fluttir milli stéttarfélaga án samráðs við þá og gegn vilja þeirra. Þessi vinnubrögð geta ekki talist annað en mjög ámælisverð og eru sem betur fer óþekkt á íslenskum vinnumarkaði. Verkakvennafélagið Framsókn hefur haldið mjög fjöl- menna fundi með fé- lagsmönnum sínum, þar hefur komið mjög sterkt fram sá vilji þeirra að vera áfram í sínu Framkoma borgaryfir- valda gagnvart ræst- ingakonum í Verka- kvennafélaginu Fram- sókn, segir Guðmund- ur Gunnarsson, er með eindæmum. „gamla“ félagi. Borgaryfirvöld hafa réttlætt sig með því að það væri stefna starfsmannahalds að semja einungis við eitt stéttarfé- lag um hvert starf. Þetta er ekki rétt, m.a. má benda á að það eru í gildi kjara- samningar við tvö stéttarfélög kennara. Þetta hefur einnig verið réttlætt með því að Fræðsluráð hafi samþykkt þessar breytingar á störfun- um. Það kemur þessu máli ekkert við, málið snýst um hvort ræst- ingarkonur sem eru í V erkakvennafélaginu Framsókn fái að vera áfram í því stéttarfé- lagi sem þær sjálfar kjósa að vera í. Þess vegna spyr ég borgar- stjóra: Eru borgaryfirvöld með þessu skapa þá stöðu að starfsmanna- hald geti valið það stéttarfélag sem býður „hagkvæmustu" kjara- samninga að mati vinnuveitenda, t.d. ef annað stéttarfélag kennara býður „hagkvæmari" kjarasamn- ing en hitt eða eru áform um að þvinga kennara úr samtökum sín- um yfir í Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar ef það t.d. býð- ur betur? Er þessum ofbeldisaðgerðum einungis beint gegn stéttarfélög- um innan ASÍ? Það að vinnuveitandi ákvarði einhliða hvort og í hvaða félagi launþegar eru, er brot á íslenskri stjómarskrá og félagafrelsi. Höfundur á sæti í Fræðsluráði Reykjavíkurborgar. Guðmundur Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.