Morgunblaðið - 05.09.1997, Side 34

Morgunblaðið - 05.09.1997, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Kirkjan og kyn- þáttafordómar SÁ LJÓTI atburður sem gerðist við Há- teigskirkju hinn 30. ágúst sl. móðgaði og hryggði margt fólk, ekki aðeins okkur út- lendinga heldur einnig íslendinga. Einhveijir máluðu slagorð um _kynþáttafordóma og merki nazista á kirkju- veggina. Sams konar atvik átti sér stað við þessa kirkju fyrir tveimur árum. í þetta skipti voru líka skrifuð bannorð gegn Kristi og merki satanista voru máluð á veggi. Hvað eigum við að segja um þetta mál? Fyrst langar mig til að segja eftirfarandi _sem einn af útlend- ingunum á íslandi. 1. Ég tek það sem þarna stóð ekki sem almenna skoðun ís- lendinga. • 2. Ef þetta er eins konar glens finnst mér þetta ekki neitt gam- anmál. 3. Ef einhver vill sýna okkur kynþáttafordóma sína vil ég bjóða honum að koma til okkar útlendinganna og ræða við okk- ur í staðinn fyrir að mála og skrifa á veggi kirkjunnar. Mig langar til að biðja ykkur einlæglega, góðir íslendingar, að líta ekki á þennan atburð sem eitt- hvert barnagaman eða strákapör því að fasismi byrjar alltaf á þenn- an hátt. Yfirleitt byggja fasismi eða kyn- þáttafordómar á mjög veikum hug- myndafræðilegum grunni. Þess vegna geta fylgjendur þeirra ekki komið fram og tekið þátt í umræð- um á venjulegan hátt. Þegar óánægja, reiði og vanmáttarkennd hlaðast upp meðal fólks og þegar það veit ekki hvar það getur fengið útrás fyrir til- finningar sínar, tapar fólk dómgreind sinni. Þá reynir það að sjá og aðskilja sig sjálft frá öðrum með því að líta á þjóðerni, húðlit eða kynþátt fólks því að það er auðveldasta leiðin til að gera ein- hvern greinarmun. Og það ákveður að of- sækja fólk sem er ólíkt því sjálfu til að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinn- ingar sínar. Þannig hefjast kynþáttafordómar eða nýnazismi. Ef samfélagið reitt og vonlaust, getur fasismi orðið öfiug Við eigum hvorki að vanmeta né ofmeta þennan atburð, segir Toshiki Toma, en taka ábyrga afstöðu, byggða á kristnum viðhorfum. og ofbeldishneigð hreyfíng. _ Ég óska þess að þið, góðir íslend- ingar, hvorki vanmetið þetta né ofmetið, heldur fjallið um og hugs- ið málið alvarlega. Að lokum langar mig til að segja eftirfarandi sem kristinn maður til fólksins í kirkjunni okkar. Þetta mál er ekki aðeins mál samfélagsins heldur mál kirkjunnar sjálfrar. Það er ekki bara nóg að skilgreina vandann og gagnrýna hann. Kirkjan verður að kafa dýpra í málið. Toshiki Toma Varað við misskilningi SNEMMA í vor fékk ég senda grein til birt- ingar í Tímarit Máls og menningar sem bar yfirskriftina „Skáld- saga skiptir um ríkis- fang. Um Fyrirgefn- ingu syndanna á tveimur tungumál- um“. Greinin var eftir ungan bókmennta- fræðing, Jón Yngva Jóhannsson. Þar beitti greinarhöfundur vinnubrögðum hinnar svokölluðu saman- ^þurðarbókmennta- fræði: hann bar saman tvö verk og dró af því ályktanir um stíl þeirra og fagur- fræði. En það frumlega og skemmtilega við greinina var að Jón Yngvi var að bera saman tvær mismunandi útgáfur á skáldsögu eftir sama höfundinn: skáldsöguna Fyrirgefningu syndanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og bandaríska útgáfu skáldsögunnar, Absolution. Hér var semsagt á ferðinni merki- leg og vel skrifuð fræðigrein um • skáldsögu sem stór hluti íslensku pjóðarinnar hafði lesið, og haí’ði nú hlotið góðar móttökur vest- anhafs. Mér virtist þetta því vera verðugt rannsóknarefni og vonandi áhugavert lesefni fyrir áskrifendur TMM. Annað hefti TMM kom svo út í maí að vanda og ekki annað að sjá -*yPg heyra en að fólki þætti greinin áhugaverð, allt þar til þriðjudaginn 26. ágúst sl. að útgáfu- stjóri Vöku-Helgafells, Pétur Már Ólafsson, ritaði grein hér í Morg- unblaðið undir yfir- skriftinni „Varað við íslenskum rithöfundi". í grein sinni rekur Pétur Már líflega um- ræðu sem orðið hefur í fjölmiðlum í sumar til þessarar greinar í TMM í vor, og allt í lagi með það, en hitt finnst mér verra að hann lætur að því liggja að þar með hafi byijað einhver aðför að Ólafi Jóhanni, aðför sem stafi af öfund einhverra sem Pétur Már nafngreinir auðvitað ekki, en að hans dómi eru það ein- hveijir menn úti í bæ sem sjá of- sjónum yfir velgengni Ólafs Jó- hanns á erlendri grund. Sjálfsagt eru þeir til sem öfunda Ólaf Jóhann (og ijölmarga aðra íslenska höfunda sem njóta vax- andi vinsælda erlendis) af vel- gengninni, en það kemur greininni í TMM nákvæmlega ekkert við. Með því að tengja greinina sem birtist í TMM í vor við_ meinta öf- und eða illt umtal um Ólaf Jóhann og bók hans virðist mér sem bók- menntafræðingurinn og útgáfu- stjórinn Pétur Már hafi misskilið greinina eitthvað. Þótt Jón Yngvi beri saman bæk- urnar tvær (eða þýðinguna við frumútgáfuna) og rýni í breyting- Friðrik Rafnsson Við kristið fólk skulum velta þessum kynþáttafordómum fyrir okkur, og við skulum iðrast sjálf fyrst og fremst. Af því að hvert okkar hefur einhvers konar for- dóma gegn öðrum að meira eða minna leyti. Fólkið í kirkjunni á að iðrast yfir þessum mannlega veikleika. Iðrun er eini grundvöllur- inn sem við öll, syndarar, getum staðið saman á. Og þar getum við - rík og fátæk, lánveitendur og skuldunautar, vinir og óvinir - endurnýjað samskipti okkar. „Guði þekkar fórnir eru sund- urmarinn andi, sundurmarið og sundurkramið hjarta munt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta" (Sálmur 51). Gagnrýni án iðrunar getur verið miskunnarlaus dómur eða aðeins mannleg hefnd. Ef við eltumst að- eins við kynþáttahatara og hrópum að þeim, munum við missa af því að sjá kjarna málsins fyrir okkur kristna menn. Kjarni málsins fyrir okkur er að það er lifandi maður á bak við þau ljótu slagorð sem máluð voru á kirkjuna. Þessi maður er lika sköp- un Guðs, sem hefur villst af leið sinni. Hvað eigum við að gera þegar kynþáttahatarar villast og ráfa burt frá skapara sínum? Hvað segir Jesús við þá? Hin fræga kenning Jesú „Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður“ er ekki aðeins falleg orð, heldur hagnýtt vopn fyrir okkur til að beijast við ill öfl. Kenning Jesú hvetur okkur til að horfa á tilveru okkar sjálfra og iðrast synda okkar, og að reyna að losna við hið illa og láta menn rata rétta leið. Ef við tökum ekki á móti þessari kenningu Jesú í raunverulegu lífi okkar, þá verður trú okkar tóm. Þótt kynþáttahatarar hati okkur og kirkju okkar, leggjum við ekki hatur á þá. Því að Jesús gerir það ekki, og við fylgjum honum. Höfundur er prestur fyrir innflytjendur í fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar. arnar kveður hann ekki upp nokk- urn siðferðilegan dóm um þær, enda hefur höfundur bókarinnar vitaskuld fullt leyfi til að breyta henni að vild. Jón Yngvi bendir einfaldlega á þann umtalsverða mun sem er á sögunum (s.s. stílleg- an mun, verulegar styttingar, eðlis- breytingu á stöðu sögumanns) og tiltekur fjölmörg dæmi máli sínu til stuðnings. I framhaldi af þessu veltir hann fyrir sér hvað skilji á milii bandarísks og íslensks bók- menntaheims og leiðir rök að því að til þess megi rekja breytingarn- ar. Hann dæmir hins vegar ekki TMM reynir, segir Friðrik Rafnsson, að birta aðeins faglega og vandaða umfjöllun um bókmenntir. og varar þaðan af síður við bók eða höfundi. Greinin er mjög læsi- leg og unnin af stakri fagmennsku, enda var frumgerð hennar skrifuð sem ritgerð við Háskóla íslands. Grein í þessum gæðaflokki hefði ég tekið til birtingar óháð því hvaða skáldverk hefði verið til umfjöllun- ar. Sem lesandi TMM um árabil ætti Pétur Már að vita að bók- mennta- og listatímarit eins og TMM reynir að birta aðeins faglega og vandaða umfjöllun um bók- menntir, m.a. ritdóma um bækur Ólafs Jóhanns. Og svona til gam- ans má bæta því við að Ólafur Jóhann hefur í tvígang birt ágæt frumort ljóð í tímaritinu. Höfundur er ritstjóri Timarits Máls og menningar. Halló stóriðja! atkvæðagreiðsla um stóriðju við Eyjafjörð INNAN skamms tíma munu kjörbærir íbúar Arnarneshrepps við Eyjafjörð greiða atkvæði um hvort þá hugnist að fá stóriðju, ekki endilega álver, í sveit sína. Munu hinir kjörbæru vera eitthvað nálægt 150 eða ca. 1% kosningabærra Eyfirð- inga. Fari svo, að meirihluti hinna 150 greiði atkvæði gegn byggingu stóriðju í ein- hverri mynd er hætt við, að íslensk stjórn- völd hafi fengið gullið tækifæri til að loka á möguleika okkar Eyfirðinga í þessu samhengi. Þessi mikilsverða umræða kemur upp öðru hveiju þótt langstærsti hluti íbúa þessa fremur flölmenna svæðis sé furðu áhugalítill, málið er ekki flóknara en svo, að tekist er á um framtíð byggðar við Eyja- fjörð. Hvernig hlutirnir eru fram- settir skiptir miklu máli: Orðið stór- iðja felur í sér neikvæða ímynd og er einungis til þess fallin að skaða ímynd svæðisins. Stóriðja mengar umhverfið, stóriðja veldur sjón- mengun, stóriðjustörf eru einhæf og skítug etc. Eða: Oi'ðið stóriðja felur í sér jákvæða ímynd og er til þess fallin að bæta atvinnuástand svæðisins. Stóriðju fylgir uppgang- ur, stóriðja mengar t.t.l. lítiö miðað við umfang verksmiðjunnar, stór- iðjustörf eru vellaunuð, stóriðju fylgir annar iðnaður etc. Veldur hver á heldur, fyrir nokkrum misserum bauðst Akur- eyringum tilboð sem líklega ekki mun bjóðast á _ný. Okkur buðust aðalstöðvar ÍS, íslenskra sjávaraf- urða, risafyrirtækis á íslenskum markaði með sambönd um heim allan, sem þýðir að hingað hefðu komið erindrekar erlendra fyrir- tækja marg sinnis í mánuði hveij- um. Eftir ótrúlegt brölt fram og til baka, fjölmiðlafár af verstu gerð, var ákveðið að hafna tilboð- inu einstæða, akureyrskir pólitík- usar sættu sig við kost sem að flestra mati er mun lakari. Líkiega er niðurstaðan sárust vegna þess, að þarna gafst Akureyringum tækifæri á að sýna það sjálfstæði, sem hægt er krefjast af bæ sem vill láta kalla sig, a.m.k. á hátíða- stundum, höfuðstað Norðurlands. Með því að tryggja flutning aðal- stöðva IS, sem fært hefði bygging- ariðnaðinum fleiri hundruð milljónir á skömmum tíma, þar sem 40-50 hálauna störf voru í húfi, hefði staða okkar Eyfirðinga verið allt önnur nú um stundir. Við glötuðum tækifæri að sýna þor og getu til að takast á við jafn stórt verkefni, að gera milljarðafyrirtæki heima- stað úti á landi. Við hefðum skapað mikilsvert fordæmi, ekki einungis fyrir Akureyri, heldur landsbyggð- ina alla og tryggt þannig ennfremur stöðu bæjarins sem forystusveitar- félags á íslandi. Hið velmenntaða vinnuafl fyrirtækisins ásamt hinum unga háskóla Akureyrar hefði orðið stóriðja okkar um nokkurn tíma. Raunar ásamt einu nýsköpuninni sl. áratug eða svo, Samheija. Hver væri annars staða Akureyrar nyti Samheija og Háskólans ekki við? Veldur hver á heldur, við eigum leik að nýju og hvers vegna skyldum við endilega velja versta kostinn og hafna öllum möguleikum í eitt skipti fyrir öll? Er staða Eyjaíjarðarsvæð- isins virkilega svo ásættanleg að við sýnum slíka skammsýni? Með því að hafna stóriðju nú höfum við endanlega lokað á alla möguleika til framtíðar rétt eins og við Akur- eyringar gerðum fyrir nokkrum misserum þegar við höfnuðum aðal- stöðvum milijarðarisa. Slík ákvörð- un væri í sjálfu sér í fullu samræmi við þann hroka sem margur sýnir þegar þessi mál ber á góma og þykjast einir hafa rétt á að höfða til skyn- seminnar. Það sem af er liðið árinu 1997 hefur fólki. fækkað í öllum lands- fjórðungum, höfuð- borgarsvæðið þenst út sem fyrr. Raunar er það svo, að fólki hefur fækkað á landsbyggð- inni stöðugt undanfar- in ár og farið er að líta á það sem eðliiegan hlut fyrir margt löngu. Bæjarstjóri Kópavogs, sem er sá staður er hraðast vex þessi misserin, kveðst hafa stórar áhyggjur af þróuninni enda geti hún ekki verið til farsældar fyrir ísland til lengdar. Þegar gengið er til atkvæða í Arnarneshreppi í öndverðum sept- ember næst komandi er rétt að íbú- ar sveitarinnar hafi það hugfast, að þeir kunna að ráða miklu um framtíð sveitarinnar, íjarðarins, íjórðungsins, landsbyggðarinnar. Niðurstöðuna má auðvitað túlka með ýmsum hætti, hver svo sem Málið er ekki flóknara en það, segirMagnús Már Þorvaldsson, að tekist er á um framtíð byggðar við Eyjafjörð. hún verður. Setjum svo að stóriðju verði hafnað geta yfirvöld sagt: Sjáiði, Eyfirðingar hafa hafnað stóriðju (nota bene 150 atkvæði marka framtíð 22.000 manna) og málið er úr sögunni. Þau geta líka túlkað niðurstöðuna sem svo, að á þessu stigi hafi stóriðju verið hafn- að en hvað segir meginþorri Eyfirð- inga? Hinn mikli meirihluti hlýtur að fá tækifæri til að tjá sig um málið áður en því verður endanlega lokað. Matvælaiðnaður, sem lengi hefur verið láglaunaiðnaður á íslandi, og ferðamennska útiloka ekki stóriðju fremur en hún útiloki nefndan iðn- að. Það þarf engan sérfræðing til að átta sig á að stærsta matvæla- svæði landsins er ekki Eyjaijörður- inn og mun aldrei verða, það þarf heldur engan sérfræðing til að sjá að mikill er munur á nýbyggðum stóriðjuverum og gömlum. Hvað ferðamennsku varðar, sem er auð- vitað stóriðja á sinn hátt, þarf stór- iðja ekki að skaða hana heldur er hún líkleg til að styðja, a.m.k. í formi fjárframlaga. Það væri svo sem ósköp ljúft ef veröldin væri jafn einföld og hún birtist í sögum Walt Disneys, en hún er að sönnu flóknari og örð- ugri en svo. Við Eyfirðingar höfum ekki efni á að hafna einu né neinu eins og sakir standa, það er heldur engin skynsemi fólgin í því. Sú reg- inskyssa sem gerð var varðandi Í.S.-málið ætti að vera okkur holl lexía því með nei-i verður ekki aft- ur snúið. Með því að segja já við stóriðju hafa íbúar Arnaneshrepps sent skýr skilaboð um að framhjá okkur verður ekki gengið. Síðan höfum við Eyfirðingar tíma til að marka skynsama stefnu, setja fram kröfur sem telja verður eðlilegar miðað við aðstæður í Eyjafirði, það verður í framhaldi af því verk ís- lenskra stjórnvalda, að þjóða hinum erlendu aðiljum til viðræðna - á okkar forsendum. Höfundur er áhugamaður um áframhaldandi byggð ídreifðum byggðum íslands. Magnús Már Þorvaldsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.