Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 35, U mfer ðar öryggis- dagar í Hafnarfirði í NÚTÍMAÞJÓÐFÉLAGI bú- um við ekki eingöngu við eril og streitu er fylgir lífkapphlaupi fólks. Allir dagar eiga það sammerkt að vera dagar mikils erils stanslausrar umferðar. Það er sagt að einn rík- asti hæfileiki sem maðurinn sé búinn sé að hann geti lagað sig að umhverfi sínu og náð að lifa í sátt við það. Þrátt fyrir aðlögunar- hæfni mannskepnunnar er löngu orðið ljóst, að hún nær aldrei fylli- lega að átta sig á margvíslegum vitaskuld ljóst að ekki þýðir þar með að falla í gryfju sjálfsánægju því hér er aðeins tekið eitt skref á langri leið til viðunandi árangurs. Tilmæli til foreldra Ekki geta öll börn treyst á að þeim sé ekið til og frá skóla og jafnvel þó svo væri gert komast börn í snertingu við umferðina dag- lega með ýmsum hætti. Það er því mjög nauðsynlegt að foreldrar og forráðamenn barna fylgi þeim fyrstu dagana til og frá skóla og hjálpi þeim að finna bestu og öruggustu leiðina milli heimilis og skóla. Með því móti læra börnin að nota gangstéttir og gangstíga og fara yfir götur þar sem gang- brautir eru og víðsýnt. Það er líka mikils virði fyrir börnin að kynnast hættunni en kunna leiðir til að varast hana. Umferðin verður til á morgun með allar sín- ar hættur þó eitthvað válegt gerist í dag. Þess vegna er mikil- vægt að læra snemma að umgangast hana með árvekni og at- hygli í lagi og finna til öryggis. Það sem betur mætti fara Umferðarnefnd fundar reglulega og tekur þá fyrir ýmsar góðar ábendingar frá bæjarbúum um það sem betur mætti fara. Oftar en ekki tekst að þoka málum til betri vegar og von- andi skilar það sér margfalt. Það má þó aldrei sofna á verðinum. Ef árangur á að nást verður að sækja fram með margvíslegar úr- bætur, aðhald og eftir- lit. Þeir sem málum ráða hvort heldur er< ríkis eða sveitarfélaga verða að vera opnir fyrir tillögum um úr- bætur og þá dugir ekki að bera endalaust við bágum fjárhag. Mark- vissar úrbætur í um- ferðaröryggismálum eru þjóðhagslega hag- kvæmar og skila sér í færri slysum og óhöppum og minni óhamingju fólks. Höfundur er formaður umferðarnefndar í Hafnarfirði. Hjördís Þorsteinsdóttir Umferðaröryggisáætl- un verður aldrei annað en líflaust plagg, segir Hjördís Þorsteinsdótt- ir, ef bæjarbúar taka ekki höndum saman um að efla vitund sína og sinna um þær hættur sem í umferðinni felast. tilbrigðum umferðarinnar hvort heldur er þegar allt ætti að leika í lyndi eða þegar bæri að sýna fylístu aðgát. Allir dagar eru umferðardagar Umferðin hefur í gegnum árin miskunnarlaust höggvið skörð í rað- ir fólks og tekið háan toll. Augna- bliks aðgæsluleysi, hugsunarleysi eða að ekki er sýnd nægjanleg ár- vekni getur oft orðið dýrkeypt. Það er því fyllsta ástæða til þess að hafa í huga að allir dagar eru um- ferðardagar þar sem sýna verður tillitssemi, aðgát og umburðarlyndi. Enginn má fara sinar eigin íeiðir þegar umferðaröryggi á að sitja í fyrirrúmi með hvaða hætti sem ferðast er. Skólabyrjun Fyrstu dagar septembermánaðar eru ætíð ofarlega í huga okkar sem látum okkur öryggi í umferðinni einhveiju skipta. Þá hefja skólarnir starf sitt að loknu sumarleyfi og börn á öllum aldri streyma út í skammdegið í leið í eða úr skóla. Þá er þörf sérstakrar aðgátar og vert að leiða hugann að því að börn eiga oft af líffræðilegum ástæðum erfiðara en fullorðið fólk með að meta hraða, fjarlægð bifreiða og í raun þá miklu hættu sem umferð- inni fylgir. Það er því með þetta í huga að nú í september verða umferðarmál og umferðaröryggismál ofarlega á baugi hjá okkur í Hafnarfirði. Umferðarnefnd bæjarins hefur val- ið þá leið að kynna þá umferðarör- yggisáætlun sína og leitast við að koma sterkum skilaboðum út til bæjarbúa. Umferðaröryggisáætlun verður aldrei annað en líflaust plagg ef bæjarbúar taka ekki höndum saman um að efla vitund sína og sinna um þær hættur sem í umferð- inni felast. Umferðaröryggisáætlunin Tilefni þess að umferðamefnd Hafnarfjarðar hefur mótað sína umferðaröryggisáætlun er, að í febrúarmánuði sl. samþykkti Al- þingi að fylgt skuli eftir skýrslu dómsmálaráðherra um stöðu örygg- ismála. í framhaldi af þeirri skýrslu beindi ráðherrann því til sveitarfé- laga að vinna að framkvæmdaáætl- unum varðandi öryggi í umferðinni er miðuðu að því að fækka alvarleg- um umferðarslysum um 20% fyrir árið 2000. Umferðarnefnd Hafnar- fjarðar er með þeim fyrstu sem orðið hafa við þessum tilmælum dómsmálaráðherra. Nefndinni er UM 6LESILEGAMEXIK5FERA " FyRIR 1Y0 EFTIR TVíR VIKUR UTANLANDSFERÐ - FYRIRTVO Sigrún St. Tjamartundi íd. 600 Akumyri M0NG00SE - ALVÖRU FJALLAHJÓL PáU Pálsson. Austurbrún 4,104 Rvk Jóhann ísleifsson. Teigaseli 9.109 Rvk BOUR - FRÁ X-TRA BÚÐINNI Hólmfríður Jónsdóttir. Kleppsvegi 66.104 Rvk Snjólaug Hrönn G.. Hraunbæ 64.110 Rvk Sigurður Ársælsson. Hjallaseli 16.109 Rvk Sigríður Sigurðardóttir. Hulduborgum 15.112 Rvk Lilja Ásgeirsdóttir. TorfufeUi 35.111 Rvk Kari L Guðmundsson. Flúðaseli 93.109 Rvk Rúnar S. Sigurjónsson. ÁsveUi 1.220 Hfn Guömundur Jóhann Guðmundsson. Urðarstíg 7a. 101 Rvk Vignir Svavarsson. Háukinn 3.220 Hfn Margrét Þ.. Bergsmára 11.200 Kóp BÍÓMIÐAR - FYRIR TV0 Bragi Ðenteinsson. Austurbrún 4.104 Rvk Magnús Albertsson. Grýtubakka 26.109 Rvk Jón Ú. Kartsson. Nýbýtavegi 88.208 Kóp Ásta Styrmisdóttír. Hléskógum 9.109 Rvk Kristín Axetsdótbr. Neðstabergi 9.111 Rvk Guðný Hannesdóttir. Efsta'andi 10,108 Rvk Hafdís Sæmundsdótbr. Brekkutúni 3.200 Kðp Salome Tómasdótbr. Brekkusíðu 2,600 Akureyri Ásta Guðbrandsdótbr. Breiðási 9 210 Gbæ Marteinn Pétursson. Vesturbergi 15.111 Rvk Haltdóra Á. HottaseU 20.109 Rvk fvar öm, Langhottsvegi 158.104 Rvk Batdvin Jónsson. Breiðagerði 11.108 Rvk Ámi Þ. Steinarsson. Vogalandi 4.108 Rvk Hetgi Jónsson. Álftamýri 30.108 Rvk HENTU NQFN VINNENGSKAFA VERflA BIRT ViKULEGA f MORGUNOLAfllNU. FYLB5TU MEfil ALOREI HAPPA- Fjöldi vinninga. Utanlandsferð í hverri viku. Bflar, tölvur, fjallareiðhjól, hljómflutningstæki, bolir. Fáðu þér Happaþrennu og láttu hana krauma í pottinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.