Morgunblaðið - 05.09.1997, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 05.09.1997, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 MIIMIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ Ekkert einvígi K-anna SKAK Heimsmcistara- kcppnin í skák KARPOV MEÐ Á FIDE HM? Fréttín um að Kasparov og Karpov ~ { tefli var röng, en þátttaka Karpovs á heimsmeistaramóti FIDE í des- ember er sennileg. BLAÐAFULLTRÚI Kasparovs, Owen Williams, hefur harðneitað því að líkur séu á að Kasparov og Karpov tefli heimsmeistaraein- vígi í Frakklandi í október. Frakk- inn Carol Stroe frá Compiegne í Frakklandi tilkynnti þetta á blaða- mannafundi í París fyrr í vik- unni. Svo virðist sem tilkynning Stroe hafi verið einhverskonar til- raun til að fá þá Kasparov og Karpov að samningaborðinu. Hann hefur engan bakhjarl, en ætlaði að afla verðlaunafjárins ! með því að selja sjónvarpsrétt. Viðræður hafa verið í gangi um sameiningareinvígi Kasparovs og Karpovs, en eins og kunnugt er líta þeir báðir á sig sem heims- meistara. Að sögn Williams kom tilboð í sumar til þeirra um að tefla í haust frá öðrum en Stroe, en Karpov hafði þegar bundið sig annars staðar. Eins og spáð var hér í skák- þættinum nýlega þá mun Karpov hafa staðfest þátt- "Y töku sína í heims- meistarakeppni FIDE í desember. Kasparov verður aftur á móti ekki með. Tilkynningu Stroe var slegið upp í sum- um fjölmiðlum, en kom öllum skákheim- inum í opna skjöldu. Hjá RÚV hér á ís- landi var þessari rugl- frétt slegið upp í há- degisfréttatíma stöðvarinnar, en hins vegar algerlega látið hjá líða að minnast á sigur Hannes Hlífars * á _ Víkingaleikunum. RÚV virðist á ein- kennilegum villigötum þegar skák er annars vegar. Yfirmenn stofn- unarinnar ættu að rifja það upp að við skákáhugamenn erum eins og aðrir skyldaðir með lögum til að borga afnotagjöld af þessum einokunarfjölmiðli. Hannes skýrir skák Hannes Hlífar Stefánsson náði sínum besta árangri í langan tíma er hann sigraði á Víkingaleikun- um, sem fram fóru Álandseyjum og í Svíþjóð. Hannes skýrir hér mikilvægustu vinningsskák sína á q 5 mótinu, gegn stigaháa rússneska byijanasérfræðingnum Mikhail Gurevich, sem m.a. hefur sagt sjálfum Kasparov til í byrjunum. Hvítt: Mikhail Gurevich Svart: Hannes Hlífar Nimzo-indversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. Dc2 - 0-0 5. a3 - Bxc3+ 6. Dxc3 - b6 7. Bg5 - c5 8. dxc5 - bxc5 9. e3 - h6 10. Bh4 - d6 11. Bd3 - Rbd7 12. Rf3 - Db6 13. 0-0 - Bb7 14. Rd2 - a5 15. f3 - d5 16. Bf2 Hvítur hefur aðeins betra tafl ' eftir byijunina. 16. - Bc6?! Vitlaus áætlun, betra var 16. - a4 17. b3 - Hfc8 18. Habl - Dd8 19. Hfcl - De7? 19. - Df8 hefði verið betra. 20. Bh4! - Bb7 21. cxd5 - exd5 _ 22. Bf5 - Ha6! Eini leikurinn, ef 22. - Hc6 þá 23. Bxd7 - Dxd7 24. Bxf6 - gxf6 25. Rfl og svarta peðastað- an er mjög slæm. 23. Hel Ekki 23. Bxd7 - Dxd7 24. Bxf6 - Hxf6 25. Dxa5 - Ha6 sem er í góðu lagi á svart. 23. - De8 24. e4 - d4 25. Dc2 - g6 26. Bh3 - Rh5 27. Rc4 - Hca8 28. e5 - Rf8 29. Rd6 - Dc6 30. Dd2 Eftir 30. Rxb7?! - Dxb7 31. Dxc5 næði svartur sterku mót- spili með 31. - Rf4. 30. - g5 31.Bxg5? Gurevich fórnaði manninum samstundis og hefur greinilega yfirsést sterkasti varnarmöguleik- inn. Betra hefði hins vegar verið að hörfa með 31. Bf2. 31. - hxg5 32. Dxg5+ - Rg7 33. De7 - Dd5! Það var þessi ieikur sem Gurevich sá ekki. 34. Rxb7 í fýrstu ætlaði ég hér að leika 34. - H6a7, en í því tilviki fengi hvítur 4 peð fyrir manninn og unnið tafl með 34. Dxc5 - Dxb7 og 35. Dxd4. En það er til betri leikur: 34. - d3!! 35. Rd6 Ekki 35. Rxc5 - Rg6! 36. Dc7 - Hc6 með vinningstöðu á svart. 35. - Rg6 36. Dxf7+ Það er leiðinlegt að þurfa að gefa manninn strax, en aðrar leiðir eru ekki betri: 36. Dg5 - Hxd6; 36. Df6 - d2 37. Hedl - Rxe5 eða 36. Dc7 - Hc6 og svartur vinnur. 36. - Dxf7 37. Rxf7 - Kxf7 38. g3 - Hb6 39. Bfl - Hd8 40. Hedl - c4 41. f4 - Hxb3 42. Hxb3 - cxb3 43. Hxd3? Sterkara var 43. Kf2, þó svartur hafi góða sigurmögu- leika eftir 43. - b2. Framhaldið þarfnast ekki frekari skýringa, þó alltaf sé gaman að vinna með 2 riddurum og hrók á móti hrók! 43. - b2 44. Hb3 - Hd2 45. Bc4+ - Ke7 Svartur hótaði einfaldlega Rg7- f5-e3. 46. Bd3 - Hxd3 47. Hxb2 - Hxa3 48. Hb7+ - Kf8 49. Kg2 - a4 50. Ha7 - Rf5 51. Kh3 - Re3 52. e6 - Ke8 53. e7 - Rxe7 54. Kh4 - Ha2 55. Kg5 - Hxh2 56. Hxa4 - Hg2 57. Kf6 - Hxg3 58. f5 - R3d5+ 59. Ke5 - Kf7 60. f6 - Rxf6 61. Hal - He3+ 62. Kd4 - Rf5+ 63. Kc4 - Ke6 64. Ha6+ - Rd6+ 65. Kd4 - He4+ 66. Kd3 - Ke5 67. Ha8 - Rd5 68. Hh8 - He3+ 69. Kc2 - Kd4 70. Hh4+ - Re4 71. Hh8 - Kc4 72. Hc8+ - Rc5 73. Kd2 - He6 74. Kcl - He2 75. Kdl - Hh2 76. Kel - Kd4 77. Kfl - Re4 78. Kgl - Ha2 79. Hd8 - Ke5 80. He8+ - Kf4 81. Hf8+ - Kg3 82. Hg8+ - Kf3 83. Hb8 - Hg2+ og hvítur gafst upp. íslandsmót í blindskák Blindrafélagið og Skáksam- band Islands standa saman að íslandsmótinu í blindskák með stuðningi Nýheija, Búnaðarbanka íslands og íslenska útvarpsfélags- ins. Meðal þátttakenda eru flestir af sterkustu skákmönnum ís- lands, þ. á m. stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafsson, Þröstur Þórhallsson og Helgi Áss Grétarsson, en aðrir þátttakendur eru Dan Hansson, Jón Viktor Gunnarsson, Áskell Örn Kárason, Bergsteinn Einarsson og Sigurður Daði Sigfússon. Undanrásir mótsins fara fram dagana 5. og 6. september, en úrslitaskákirnar verða sýndar beint á sjónvarpsstöðinni Sýn sunnudaginn 7. september og hefst útsending kl. 13 og stendur til kl. 17. Allar skákir sem tefldar verða á mótinu verða sýndar beint á alnetinu á slóðinni Titaninum.is- landia.is, port 5000. Nánari upp- lýsingar um mótið er líka að finna á heimasíðu Skákar á íslandi á slóðinni: http://www.vks.is/skak og forrit til móttöku upplýsinga á http://www.dfong.eom/c- hessbd/index.html. Undanrásir hefjast kl. 16 hinn 5. september. Mótið fer annars þannig fram að umhugsunartími er 10 mínútur og 20 sekúndur fyrir hvern leik. Skákmennirnir sitja hvor gegnt öðrum en hafa autt taflborð fyrir framan sig. Þeir færa leikina inn með tölvu, en á tölvuskjánum kemur aðeins fram tími keppanda og síðasti leikur. Þröstur sigraði á Borgarfirði eystra. Þröstur Þórhallsson sigraði á 49. helgarskákmóti tímaritsins Skákar, sem fram fór á Borgar- firði eystra dagana 22.-23. ág- úst. Þröstur hlaut 6 'A vinning í 7 umferðum. Eina jafntefli hans kom í sjöundu og síðustu umferð gegn Gunnari Björnssyni. Róbert Harðarson varð í öðru sæti með 5‘/z vinning. Róbert hefur ekki teflt mikið að undanförnu, en fékk ágæta æfingu á helgarmótunum fyrir austan og tryggði sér nú annað sætið með sigri á Sævari Bjarnasyni í síðustu umferð. Rób- ert er á leið til Bandaríkjanna, en þar hyggur hann á frekari þátt- töku í skákmótum. Röð efstu manna á Borgarfjarðarmótinu varð annars þessi: 1. Þröstur Þórhallsson 6'A v. 2. Róbert Harðarson 5'/2 v. 3. -5 Sævar Bjarnason, Gunnar Björnsson og Erlingur Þorsteinsson 5 v. 6.-7. Ólafur Kristjánsson og Kristján Guðmundsson 4'A v. 8.-11. Guðmundur G. Þórarinsson, Sverrir Unnarsson, Guðmundur Ingvi Jóhannsson og Torfi Ásgeirsson 4 v. 12.-13. Gunnar Finnsson, Sturla Pét- ursson, Finnur Gunnarsson, Olgeir Pétursson og Jakob Hafþór Bjömsson 3'A v. o.s.frv. Erlingur Þorsteinsson fékk verðlaun fyrir bestan árangur dreifbýlismanna. Gunnar Finns- son fékk verðlaun fyrir bestan árangur heimamanna. Sturla Pét- ursson náði bestum árangri öld- unga. Unglingaverðlaun fengu þeir Frímann Gunnarsson, Olgeir Pétursson og Jakob Hafþór Björnsson. Kvennaverðlaun fékk Harpa Rún Björnsdóttir. Þetta var hið síðasta í röð þriggja móta, sem tímaritið Skák og Jóhann Þórir Jónsson stóðu fyrir í samvinnu við heimamenn á Austurlandi nú í sumar. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson GUÐLAUG G UÐJÓNSDÓTTIR + Guðlaug Guð- jónsdóttir var fædd í Reykjavík 2. mars 1930. Hún lést á heimili sínu 28. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- jón Guðjónsson, trésmíðameistari í Reykjavík, og Guðlaug Brynj- ólfsdóttir. Álsystk- ini Guðlaugar voru sex, Ingi- björg Kristjana, Olafur Þórir, Nína Sigurbjörg, Fjóla, Matthías Geir og Steingrímur Gunnar. Hálfsystkini samfeðra eru tvö, Guðjón Steingrímur og Jó- hanna. Sumarið er að kveðja og hin löngu haustkvöld taka völdin. Það var á slíku friðsælu og fallegu kvöldi að Guðlaug Guðjónsdóttir kvaddi þessa jarðvist. Hugur og hjarta fyllist af sorg yfir að hún skuli vera farin frá okkur, langt um aldur fram en það er huggun að nú hefur hún fengið lausn frá erfiðum veikindum og er gengin á vit ljóss og friðar. Minningar um liðna daga leita á hugann. Ég var um 12 ára þeg- ar ég kynntist Laulu, þá giftist hún pabba mínum. Ég man að ég var ósköp feimin. Ég man líka þegar pabbi og Laula fóru til út- landa og ég fékk föt og gjafir sem ég veit að hún valdi handa mér af alúð og kostgæfni. Ég man þegar ég flutti til pabba og Laulu um tíma og hún lét mig finna að ég var sjálfsagður hluti af fjöl- skyldunni. Þegar ég stofnaði fjöl- skyldu og eignaðist börnin mín þá kölluðu þau hana ömmu og hún var þeim sannarlega góð amma. Laula var róleg og ákaf- lega hlý kona. Hún bjó fjölskyldu sinni fallegt heimili og þangað var gott að koma. Laula hafði góða kímnigáfu og var oft hnyttin í tilsvörum. Það var gaman að spjalla við hana um menn og málefni. Aldrei bar skugga á sam- skipti okkar. Hjartans þakkir fyr- ir það sem þú varst mér og fjöl- skyldu minni. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Guð blessi minningu Guðlaugar Guðjónsdóttur. Anna Þóra og fjölskylda. Hún amma er frábær í marki. Lítill snáði er ánægður eftir enn einn ævintýradaginn með ömmu sem alltaf hafði tíma. Hver dagur með ömmu var uppspretta nýrra ævintýra, uppgötvana og vanga- veltna um lífið og tilveruna. Á milli þess sem amma stóð í marki og varði af snilld var farið að athuga hvort jarðarberin væru farin að þroskast eða fuglunum gefin brauðmylsna. Að loknum annasömum degi í vinnunni hjá ömmu var síðan gott að kúra sig og hlusta á hana lesa Andrés önd. Það var erfitt fyrir snáða og ömmu þegar hann flutti með pabba og mömmu til útlanda þó svo að amma kæmi oft í heim- sókn. Þegar hann flutti aftur heim var amma orðin lasin. Ég kynntist Laulu fyrir u.þ.b. 15 árum þegar ég og dóttir henn- ar, Elsa, vorum byrjuð að líta hvort annað hýru auga. Eins og oft vill verða þá gengur ýmislegt á þegar ungt fólk er að hefja Guðlaug giftist Einari Guðbirni Gunnarssyni frá Akurseli í Oxarfirði 4. nóvember 1960. Þau bjuggu í Reykjavík, lengst af í Brautarholti 2. Dætur þeirra eru: Guðríður Elsa, f. 1961. Maki Vilmar Pétursson og synir þeirra Einar, f. 1987, og Bjarki, f. 1992. Inga Birna, f. 1966. Maki Stefán Þorvaldsson og dóttir þeirra Ásthildur Lilja, f. 1997. Útför Guðlaugar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. búskap og koma undir sig fótun- um. Laula og Einar hafa veitt okkur ómetanlegan stuðning. Það var sama hvort'bónin var sú að fá að búa inni á þeim í hálft ár eða passa dóttursynina, öllu var vel tekið. Laula setti skilyrði fyrir vináttu sinni og góðmennsku en var ávallt tilbúin að létta undir með þeim sem til hennar leituðu. Hún fann ekki að, en var til stað- ar. Laula hafði gaman af að um- gangast fólk og gera sér glaðan dag. Hún tók virkan þátt í ýmsu félagsstarfi og sat m.a. oft í stjórn félags eiginkvenna málarameist- ara. Þau hjónin ferðuðust töluvert í tengslum við samstarf norrænna málarameistara og eignuðust vini vítt og breitt um Skandinavíu. Laula hafði starfað eitt ár í Nor- egi áður en hún giftist Einari og komu norskukunnátta hennar og glaðværð sér vel í þessum ferða- löguin. Það var skemmtileg reynsla þegar við hjónin síðan fluttum til Noregs, að margir sem Laula hafði kynnst bæði þegar hún bjó þar og einnig í tengslum við félagsstörfin, tóku okkur upp á arma sina og vildu allt fyrir okkur gera. Enn einu sinni feng- um við að njóta uppskerunnar af því sem hún og Einar höfðu sáð. Laula fékk vitneskju um að hún hefði krabbamein í janúar í fyrra. Síðan þá hefur hallað undan fæti þar til dauðinn veitti henni hvíld. Amma Laula ver ekki markið með barnabörnum sínum oftar, en liði englanna hefur borist liðstyrkur. Það sem hún kenndi með orðum sínum og verkum mun hér eftir sem hingað til hjálpa ástvinum hennar að takast á við lífið. Hafðu þökk fyrir allt. Vilmar. Skilafrest- ur minn- ingar- greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.