Morgunblaðið - 05.09.1997, Síða 40

Morgunblaðið - 05.09.1997, Síða 40
-40 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR + Lilja Svein- björnsdóttir Schopka fæddist 25. nóvember árið 1899 í Reykjavík. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Drop- laugarstöðuin í Reykjavík 28. ágúst sl. Foreldrar henn- ar voru Anna As- mundsdóttir sem var fædd í Hlíðar- húsum við Vestur- götuna í Reykjavík 5. júlí 1866 og Sveinbjörn Jónsson beykir, fæddur á Síðu í Vestur- Húnavatnssýslu 11. janúar 1865. Móðurætt Lilju var frá Engey og bjuggu forfeður hennar mann fram af manni í Hlíðarhúsum. Systkini Lilju, sem öll eru látin, voru: Hall- dóra, gift Pétri Ingjaldssyni, skipstjóra, Kristbjörg, gift Magnúsi Guðbjartssyni, for- stjóra, Jón, vélsljóri, sem var tvíburabróðir Lilju, kvæntur Agústu Magnúsdóttur, og ’ Bergur, sem dó í æsku. Lilja giftist 21. október 1922 Juliusi Schopka kaupmanni og aðalræðismanni. Hann fæddist Tengdamóðir mín er látin í hárri elli, rétt eldri en öldin sem senn er á enda. Lilja lést eftir skamma legu. Hún ólst upp í samhentri fjölskyldu og við þau kjör, sem alþýðan bjó við í byijun aldarinnar. Þegar Lilja var rúmlega tvítug, hófst ævintýrið ,^lífi hennar. Jón bróðir hennar, sem vann þá í vélsmiðjunni Hamri, kynntist ungum Þjóðveija, sem var farinn að vinna á sama vinnustað og bauð honum heim. Þar var kom- inn tilvonandi eiginmaður Lilju, Julius Schopka. Hann hafði borið hér að landi árið 1920 og hafði þá siglt víða um lönd, m.a. til Kúbu, Argentínu og Uruguay. Hann hafði gengið í herskóla í Kiel og gegnt herþjónustu á kafbáti í fyrra stríði. Síðar ritaði hann endurminningar sínar frá fyrri heimsstyijöld, _um kafbátahernað Þjóðveija, sem Árni Óla blaðamaður færði í letur. í bókunum „Island í síðari heims- styijöld“ er einnig m.a. fjallað um *4‘að tímabil í lífi Juliusar eftir að hann settist hér að. Lilja sagði mér einhvern tíma, að vinkonur móður hennar hefðu spurt hana, hvort hún ætlaði að láta stúlkuna í hendurnar á þessum útlendingi og hefði móðir sín þá sagt, að stúlkan réði þessu sjálf. Og þar með var framtíð stúlk- unnar ráðin. Lilja og Julius héldu brúðkaup sitt 21. október árið 1922 og gerðist Julius brátt verslunar- stjóri byggingavörufyrirtækisins Á. Einarsson & Funk. Síðar varð hann einkaeigandi fyrirtækisins og einnig átti hann og rak Nora Mag- asín, sem margir muna sjálfsagt eftir. Sú verslun var i Pósthús- fdræti 9 milli Reykjavíkurapóteks Hótel Borgar. Julius var á sínum tíma einn af umsvifamestu kaup- mönnum bæjarins. Þau hjónin byggðu ásamt Jóni bróður Lilju stórt hús í Skeijafirðinum að Shell- vegi 6, nú Skeljanes 6. Bjuggu Lilja og Julius þar allan sinn bú- skap. Þar er nú Félag einstæðra foreldra til húsa. Lilja nýtti tíma sinn vel og lærði meðal annars þýsku, sem hún talaði lýtalaust. Varð fljótt mjög gestkvæmt á heimili þeirra, enda rak Lilja heimil- ið af miklum myndarskap. Tileink- C'\ði sér meðal annars þýska matar- gerðarlist og ég hef alltaf dáðst að Lilju, þegar hún var að halda veislur. Þá var skipulag á hlutunum og rausnarskapurinn í hávegum hafður. Hún sigldi fyrir stríð með manni sínum til Evrópu í viðskipta- ferðir og kynntist tengdafólki sínu sem flest bjó á þeim tíma í Efri- .Slesíu, sem var þá hérað í Þýska- í Sandowitz í Efri- Slesíu, Þýskalandi, 15. febrúar 1896, og lést 25. janúar 1965. Börn Lilju og Juliusar eru: 1) Lilja, húsmóðir, fædd 29. apríl 1930, og á hún 3 börn og 8 barnabörn. 2) Dr. Sverrir, efnafræð- ingur, fæddur 13. júní 1938, búsettur í Þýskalandi, kvæntur Margreti Schopka og á hann 3 börn og 4 barna- börn. 3) Ragnhildur húsmóðir í Bandaríkjunum, fædd 16. september 1939, gift William Cate. Eiga þau 1 barn og á hún einnig 3 börn af fyrra hjóna- bandi og 5 barnabörn. 4) Ottó, viðskiptafræðingur, fæddur 4. september 1941, kvæntur Sig- ríði Hönnu Sigurbjörnsdóttur, og á hann 2 börn. 5) Dr. Sig- fús, fiskifræðingur, fæddur 15. desember 1943, kvæntur Helgu Skúladóttur og eiga þau 3 börn. Útför Lilju fer fram frá Frí- kirkjunni í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. landi. Árið 1930 varð Julius austur- rískur ræðismaður og gegndi þeim störfum til 1938 og tók svo aftur við ræðismannssstarfinu eftir stríð og var aðalræðismaður Austurríkis til dauðadags 25. janúar 1965. Auk ræðismannsstarfsins gegndi Julius ýmsum trúnaðarstörfum og var sæmdur mörgum heiðursmerkjum. í tengslum við ræðismannsstarf- ið kynntust þau hjón mörgu víð- frægu fólki, sem voru gestir á heimili þeirra. Er gaman að glugga í gestabækur hjónanna og sjá hve mörg fræg nöfn koma þar við sögu og hvað þau höfðu það skemmti- legt, þegar þau voru í blóma lífs- ins. Einnig var alltaf mikið um, að austurrískir og þýskir lista- og vís- indamenn hefðu viðkomu á heimili þeirra og að sjálfsögðu skutu þau skjólshúsi yfir félitla háskólastúd- enta á puttaferðalögum þeirra til landsins. Áhafnir þýskra skipa sem hér höfðu viðdvöl, voru og tíðir gestir, en margir voru gamlir félag- ar Juliusar úr fyrra stríði. Á fyrri hluta aldarinnar voru hér margir Þjóðveijar og kynntist Lilja þá þýskum konum og stofnuðu þær saumaklúbb, sem hittist reglulega í meira en hálfa öld. Lilja hafði næmt fegurðarskyn og var til þess tekið, hvað hún var fallega og smekklega klædd. Heim- ili þeirra hjóna var óvenju glæsilegt og ólíkt því sem tíðkaðist í Reykja- vík um miðbik aldarinnar. Má segja, að það hafi verið miðevr- ópskt menningarheimili á norðlæg- um slóðum. Prýddu heimilið mál- verk frá fyrri öldum, safn fallegra silfurmuna og gott bókasafn. Bestu stundir Lilju átti hún án efa í Stíflisdal. Þau hjón eignuðust jörðina Stíflisdalur II í Þingvalla- sveit árið 1944. Þar dvaldi Lilja á býli sínu með börnin á hveiju sumri meðan þau voru að vaxa úr grasi. Nokkrum árum áður höfðu þau eignast lítið veiðihús við Stíflisdals- vatn og stóð það við vatnið, þar sem Laxá í Kjós rennur úr því. Staðinn nefndu þau Fögruhlíð og þar fengu starfsfólk þeirra og kunningjar að dveljast um lengri og skemmri tíma. Hefur Stíflisdal- urinn verið griðastaðurinn í lífi Lilju og afkomenda hennar. Er ég tengdist fjölskyldunni var Lilja orðin ekkja og komin yfir miðjan aldur. Það vakti strax eftir- tekt mína, hvað hún var jákvæð og velviljuð og kom eins fram við alla, háa sem lága. Hún lagði ævin- lega áherslu á að rækta þann þátt í fari sínu. Var hún sannkallaður „diplómat". Hún naut sín vel í mannfagnaði og gerði sér þá far um að heilsa og tala við alla og hafði einstakt lag á að segja eitt- hvað uppörvandi við fólk. Bindind- ismanneskja á vín og tóbak var hún alla ævi og var stolt af því. Hún var ávallt létt í lund og hafði lag á að gera gott úr öllu, þótt á móti hafi stundum blásið, enda er aldrei svo að ekki skiptist á skin og skúr- ir í lífinu. Þar hefur ekki dregið úr, að bjartsýni var henni í blóð borin. Hún var söngelsk og bók- hneigð, las mikið og hafði gott skopskyn. Hún var alltaf hlæjandi. Hún var svo skapgóð. Þrátt fyrir létta lund var Lilja alvörugefin og trúuð og mátti helst aldrei missa af sunnudagsmessum útvarpsins. Lilja var umtalsgóð og aldrei heyrði ég hana leggja illt orð til nokkurs manns. Stálminnug var hún og var einstaklega gaman að heyra hana riija upp gamla atburði og segja frá mönnum og málefnum liðins tíma. Hún átti afkomendur í tveim- ur heimsálfum þ.e. Evrópu og N- Ameríku og hafði gaman af að segja fólki frá því á þessum tímum smækkandi heims. Lilja var alla tíð einstaklega greiðvikin og hjálpsöm og gott að leita til hennar. Nutum við, börn, tengdabörn og barnabörn þess í ríkum mæli. Alltaf var hún boðin og búin til að hjálpa og átti það ekki síður við um eiginmanninn. Þau hjónin voru manna fúsust til að láta fé af hendi rakna til ýmiss- ar hjálparstarfsemi þótt í kyrrþey hafi verið. Þótt Lilja hafi ekki tekið opinber- lega þátt í stjórnmálum fylgdi hún alltaf Sjálfstæðisflokknum að mál- um. Lengst af var hún heilsuhraust og hafði alveg fram að níræðu ótrú- legt starfsþrek. Hún hélt sitt eigið heimili fram yfir 94 ára aldur en dvaldi síðustu árin á Droplaugar- stöðum, þar sem hún undi hag sín- um vel. Þar var hugsað framúr- skarandi vel um hana og þar mætti hún hlýju og góðu viðmóti af hálfu starfsfólksins, sem hún var mjög þakklát fyrir. Starfsfólki Droplaug- arstaða eru færðar hér innilegar þakkir fyrir hönd fjölskyldu Lilju. Að leiðarlokum er margs að minnast og þakka ég Lilju tengda- móður minni samfylgdina og allar ánægjustundirnar, sem við áttum saman í röska þijá áratugi. Blessuð sé minning hennar. Helga Skúladóttir. Látin er í hárri elli, amma okkar Lilja S. Schopka. Hún var stór hluti af lífi okkar systkinanna þar sem við ólumst upp í skjóli hennar og afa á meðan hann lifði. Í veikindum móður okk- ar leit hún til með okkur, og eins þegar mamma vann úti. Það var amma sem sá um að við mættum á réttum tíma í skóla, útbjó nesti og gaf okkur morgunmat. Þegar við vorum veik mátti enginn nema amma mæla okkur og hún kenndi okkur fyrstu bænirnar. Það var amma sem var alltaf til staðar, eftirlát en hélt þó aga. Amma var með eindæmum ráðagóð og orð- heppin. Hún á nokkrar fleygar setningar sem orðnar eru að orðs- kviði í fjölskyldunni svo sem „Júlli minn, það eru nógar kartöflur" og „Ella mín, ert þetta þú?“ Hennar mottó í lífinu voru „Rösk stúlka deyr ekki ráðalaus" og „Hláturinn lengir lífið.“ Á hveiju vori klæddist amma sinni ferðadragt og setti upp sinn ferðahatt og hélt með fjöl- skylduna í Stíflisdal, en það var sumardvalarstaður fjölskyldunnar. Meira að segja kettinum var pakk- að niður í pappakassa og settur aftur í Bjúkkann. Þó að ömmu hafi aldrei líkað við ketti, urðu þeir hluti af lífi hennar, því alltaf gaf hún þeim að éta greyjunum. Líklega voru hennar bestu stundir í Stíflisdal, fjarri skarkala borgar- innar þar sem hún gat við frum- stæðar aðstæður dundað sér við matseld, heimilishald og hannyrðir. Amma var listakokkur og af- bragðs bakari. Hún stóð fyrir mörgum veislum sem hún og afi héldu og fórst það einstaklega vel úr hendi. Þau voru höfðingjar heim að sækja og mjög félagslynd. Hún talað þýsku reiprennandi en hana lærði hún þegar hún kynntist afa, sem var þýskur. Hún var alla tíð í saumaklúbb með þýskum konum, sem við minnumst helst fyrir þær sakir að hafa fært okkur súkkulaði- stykki eða annað góðgæti þegar þær komu til ömmu. Þessi sauma- klúbbur var óvenjulegar á okkar tíma mælikvarða, þar sem þar var raunverulega unnin handavinna og að sjálfsögðu töluð þýska. Um jólin naut amma sín, ekkert stress, það fannst ekki í hennar orðaforða. Hún bakaði piparkökur, Serinekökur og negra, allt í róleg- heitunum með barnabörnin vom- andi í kringum sig í eldhúsinu, fram eftir nóttu, enda átti það vel við ömmu að vaka lengi fram eftir. Á Þorláksmessukvöld fór amma alltaf með eitthvað af barnabörnunum í bæinn, ekki til að gera jólainnkaup, heldur til að sýna sig og sjá aðra og kaupa Herópið af Hjálpræðis- hernum og stinga einhveiju lítií- ræði í söfnunarbaukinn þeirra. Á aðfangadag var síðan eldaður allur matur til jólanna, ásamt því að verið var leggja síðustu hönd á hreingerningu og jólaskreytingu. Oftast var ekki borðað fyrr enn klukkan átta og setið lengi undir borðum. Þá reyndi á þolrif ungu kynslóðarinnar sem beið eftir að fá að opna pakka. Amma var'mjög glaðlynd og já- kvæð að eðlisfari og alltaf mjög bjartsýn. Hún bugaðist aldrei þótt á móti blési og leit alltaf björtum augum til framtíðar. Systkini ömmu dóu flest á besta aldri, nema tvíburabróðir hennar, sem dó þegar þau nálguðust nírætt. Ætíð var mjög kært á milli hennar og „elsku bróður", og saknaði hún hans mjög þegar hann féll frá. Hún gerði ekki miklar kröfur í lífinu, var alltaf sátt við sitt hlut- skipti, tók því sem að höndum bar með æðruleysi og möglunarlaust, enda var hún mjög trúuð. Kom það vel í ljós þegar hún fluttist að Drop- laugarstöðum, en þar átti hún heimili síðustu fjögur árin. Hún kveið eðlilega fyrir breytingunum en frá fyrsta degi fannst henni allt gott þar og allir góðir við sig. Hún hallmælti aldrei nokkrum manni heldur dró fram það besta hjá hveijum og einum. Þannig var amma. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt. Elín, Júlíus og Halla Einarsbörn. Mæt og vammlaus kona er geng- in á vit feðra sinna. Lilja skildi ekki eftir sig auðæfi í veraldlegum skilningi. Engan hef ég þó þekkt sem átti meiri andans auð né neinn sem reisti sér fegurri og varanlegri minnisvarða með lífs- háttum sínum. Það eru hin sönnu gildi; eini minnisvarðinn sem stend- ur af sér tímans tönn. Hún var afrekskona á alla lund, en afrek hennar fólust ekki í að upphefja sjálfa sig, heldur vinna fjölskyldu sinni allt í haginn og taka því sem að höndum bar með æðruleysi, sem einungis þeir njóta, sem eiga innri frið og ró. Lilja upplifði margt á langri og farsælli ævi; hún upplifði hinar gíf- urlegu breytingar íslensks þjóðfé- lags á 20. öld, í hennar eigin lífi skiptust á skin og skúrir, en ekk- ert fékk bugað hana. Árið 1965 breyttist líf hennar og staða í einni andrá úr stöðu „fínnar konsúlsfrú- ar“ í líf fátækrar ekkju með engar tekjur eða bætur, þar sem engar tryggingar var þá að fá fyrir ekkj- ur sjálfstæðra atvinnurekenda. Lilja féll ekki saman, hún tók öllu með slíku sálarþreki að ég hef aldr- ei kynnst slíku. Sama tignin og virðingin umlék hana alla tíð. Þótt hún flytti úr glæsilegum híbýlum í litla íbúð var alltaf sami höfðingja- bragurinn í kringum hana og eitt- hvað sérstakt við að sækja hana heim. Ég kynntist Lilju ung að LILJA S VEINBJÖRNS- * DÓTTIR SCHOPKA árum er ég varð tengdadóttir henn- ar. Við vorum samferða um tveggja áratuga skeið og góðar vinkonur alla tíð. Lilja var gædd mikilli eðlis- greind, góðum gáfum, en aðals- merki hennar voru góðmennska og kærleikur. Ég held að það sé sjald- gæft að hafa þekkt konu, sem ég minnist aldrei að öðru en velvild i garð allra, jafnvel þeirra sem ekki reyndust henni vel. Lilja dæmdi aldrei fólk, hvorki skylda né óskylda, og hallaði aldrei orði á aðra manneskju. Slíkur var sálar- styrkur hennar. Það er dýrmætt, fágæt forréttindi, að fá að njóta samvista við slíka konu. Lilja hafði meiri áhrif á líf mitt og viðhorf en flestir, sem ég hef kynnst. Það lék einfaldlega allt í höndum Lilju. Hún var frábær kokkur og allt varð að veislumat í höndum hennar. Það sem ég kann fyrir mér í matseld lærði ég af henni. Hún var jafnvíg á allt er sneri að heimil- ishaldi, hvort sem var að standa fyrir stórveislum eða umönnun fjöl- skyldunnar á öðrum sviðum. Það var ævintýri fyrir mig, unga kon- una, að fá að vera í saumaklúbb með vinkonum hennar. Þar var glatt á hjalla, saumað, pijónað, spjallað, glæsilegar veitingar á borðum og Lilja undirbjó og sá um allt að því er virtist átakalaust. Ég minnist þess að í saumaklúbbnum voru sykursjúkar vinkonur hennar. Lilja lagði sig fram við að baka handa þeim kökur og útbúa annað góðgæti sem þær máttu borða, þetta var fyrir áratugum og „heilsuöldin" langt undan, en svona var hún. Eftir að eldri börn mín fæddust, var Lilja ómetanleg hjálp. Hún dvaldist langdvölum á heimilinu og aðstoðaði á alla lund. Hún var okk- ur öllum stoð og stytta, hreinn fjár- sjóður og börnum mínum var hún meira en amma. Hún var þeim lif- andi fordæmi gæsku og góðvildar, sem þau munu búa að alla ævi. Hún var mér meira en tengdamóð- ir; hún var mér einlægur trúnaðar- vinur, sem aldrei brást. Þótt veraldlegur aðstæður hennar breyttust, var Lilja alltaf „gefand- inn“, „veitandinn", sá sem upp úr stóð. Ég minnist þess sérstaklega með djúpri virðingu og þökk er mér barst óvænt fyrir nokkrum árum gjöf frá henni, þá kominni yfir ní- rætt. Hún vildi sýna mér vináttu sína og væntumþykju og lýsti þessi gjörð hennar meiru en mörg orð. Hún var samnefnari hins góða og stöðuglynda, sem gerir lífið svo dýrmætt. Érá henni streymdi mann- kærleikurinn í sinni stærstu mynd. í dag langar mig til að þakka henni fyrir að vera það sem hún var. Sérstaklega vil ég þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og börn mín. Hún átti og mun allt- af eiga sérstakan sess í hjarta mínu, hún var mér alltaf svo góð. Yngri dóttir mín, Lára, syrgir Lilju sem ömmu sína, því að hún tók Láru eins og einu af sínum barna- börnum, með sama kærleik og gæsku. Við heimsóttum hana stundum á Fálkagötuna og það eru gleðistundir í minningunni. Lilja þurfti ekki að hrópa á torg- um eða láta á sér bera á annan hátt til að verða minnst. Hún skildi að mestu og bestu verkin eru unn- in hávaðalaust, án sýndarmennsku og sjálfsupphafningar. Kærleikur- inn var hennar leiðarljós, án hans eru verkin líflaus og lítilfjörleg. Lilja átti líka djúpa og einlæga trú á hið góða og vissu um að allt færi á þann veg sem Guð og for- sjónin hefðu ætlað. Ég geri orð annarra að mínum þegar ég segi að ég elskaði Lilju ekki bara fyrir það hvernig hún var, heldur líka fyrir það hvernig nwávist hennar gerði mig að betri manneskju. Ég mun sakna hennar sárt, en minningin um fágæta konu lifir. Megi henni líða vel í faðmi látinna ástvina í ríki þess kærleika, sem nú umlykur þessa góðu konu. Fjöl- skyldu hennar votta ég innilega samúð. Arndís H. Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.