Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 ÁGÚSTA - ÁGÚSTSDÓTTIR + Ágústa Ágústsdóttir fædd- ist í Reykjavík 12. ágúst 1920. Hún lést á Landspítalan- um 23. ágúst síðastliðinn. Útför Ágústu fór fram frá Fossvogs- kirkju 2. september. Það var árið 1987 sem fjölskyld- unni á Flókagötu 27 barst kærkom- in og ómetanleg hjálp í dagsins önn. Ágústa Ágústsdóttir tók að sér að annast börnin okkar, Helgu Gísla, sem þá voru á fyrsta og fimmta ári, á meðan foreldrarnir voru önnum kafnir í vinnu. Þetta var á erilsömum tíma í lífi okkar, óreglulegur vinnutími beggja for- eldra bitnaði á börnunum, og þau fundu ekki bara ómetanlegt öryggi í þessari nýju ömmu, heldur eignuð- ust þau í henni vin til margra ára og leiðbeinanda, sem miðlaði þeim af lífsreynslu sinni og tilfínninga- hlýju, þannig að seint verður þakk- að. Ágústa hafði til að bera þá per- sónutöfra sem börnin kunnu að meta. Skilningur hennar á þörfum þeirra, umburðarlyndi og hjarta- hlýja, var af þeim toga sem einung- i? kemur af langri lífsreynslu og djúpum skilningi á mannlegum þörfum. Það var sama hvað á gekk, alltaf tók hún málstað barnanna, og þegar þeim varð á í messunni voru málin umsvifalaust leyst án þess að nokkur yrði þess var. Ábyrgð Ágústu minnkaði ekki við það þegar hún kom með okkur til Rimini á Ítalíu til að sinna börnum okkar þar í framandi umhverfi á meðan báðir foreldrarnir voru í erilsömu starfi í ferðaþjónustu. Rótlaust flökkulíf fjölskyldunnar fékk ómetanlega festu í þessari hjartahlýju konu sem haggaðist aldrei, hvað sem á gekk, og hafði hagsmuni barna okkar alltaf í fyrir- rúmi. Seinna sumar okkar í Porto Verde á Ítalíu var ekki síður eftir- minnilegt, þar sem Ágústa hélt hús fyrir okkur feðgana um tíma á meðan mæðgurnar voru heima á íslandi. Sú vist varð reyndar skemmri en við höfðum vonað, þar sem Ágústa varð fyrir óhappi, sem átti eftir að kosta hana varanlegan áverka á baki. Ágústa hélt þó áfram að sinna börnum okkar, og hún var fastur gestur í afmælisboð- um og á gleðistundum fjölskyld- unnar. Börn okkar áttu í henni ómetanlegan vin og hún var alla tíð fastur stólpi í tilveru þerira. Þegar heilsu Ágústu tók að hraka urðu fundir okkar færri en áður, hún komst ekki í afmælisboð barn- anna síðustu tvö árin, en börn okk- ar fengu þó að sjá hana um síð- ustu jól, þar sem skipst var á jóla- pökkum og hún miðlaði börnunum enn einu sinni af æðruleysi sínu og brosmildi, þótt hún væri sár- þjáð. Á þessari kveðjustund viljum við þakka Ágústu fyrir allt sem hún hefur gert fyrir bömin okkar, tak- markalausa þolinmæði hennar, umburðarlyndi, skilning og hjarta- hlýju. Það er gæfa góðra uppalenda að störf þeirra lifa í eftirkomendun- um og við vitum að börn okkar munu njóta starfa hennar og minn- ast hennar meðan þau lifa. Blessuð sé minning Ágústu Ágústsdóttur. Olafur Gíslason og Una Sigurðardóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, STEINGRÍMUR BJARNASON, Eyrarstíg 2, Reyðarfirði, verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 6. september kl. 14.00. Ingibjörg Beck, Eiríkur Steingrímsson, Bjarni Steingrímsson, Ellen Rósa Jones, Páll Steingrímsson, Kristjana Erlen Jóhannsdóttir, Magnús Þór Bjarnason. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN REYKJALÍN SÆMUNDSSON fyrrv. skipstjóri, Naustahlein 12, Garðabæ, lést miðvikudaginn 27. ágúst á Hrafnistu í Hafnarfirði. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 4B á Hrafnistu í Hafnarfirði. Helga Sigurðardóttir, Sigurður Jónsson, Elín Jónsdóttir, Björn Ólafsson, Unnur G. Jónsdóttir, Brynjar Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för móður okkar og tengdamóður, KRISTBJARGAR R. ÞÓRODDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á F2 Hrafnistu í Reykjavík. Börn og tengdabörn. + Finnur Sigur- jónsson fæddist í Vestmannaeyjum 14. nóvember 1919. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 18. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Helga Finns- dóttir, f. 27. sept- ember 1895 á Stóruborg, A-Eyja- fjallahreppi, d. 25. apríl 1989, og Sig- urjón Pálsson, f. 12. ágúst 1896 í Kefla- vík, d. 15. ágúst 1975. Systkini Finns voru Sigurjón Helgi tvíburabróðir hans, f. 14. nóv. 1919, d. 24. nóv. 1936, Henný Dagný, f. 29. apríl 1922, Ólöf Ingibjörg, f. 4. okt. 1923, d. 28. sept. 1994, Pálína Þuríð- ur, f. 17. júní 1931, og Jóhanna Kristín, f. 31. maí 1935. Finnur starfaði sem bóka- safnsvörður við Bókasafn Sel- Ijarnarness. Hann var ógiftur og barnlaus. Útför Finns fór fram í kyrr- þey 21. ágúst. Þá ertu dáinn, frændi! Þegar ég fékk þá fregn varð það til þess að enn á ný velti ég því fyrir mér hvernig ætti að skrifa minningar- grein. Deyr fé, deyja frændur . . . , hann var ríkari af andlegum auði en veraldlegum og ýmsir aðrir klassískir kaflar úr slíkum skrifum leituðu á hugann. Ég verð að viður- kenna að ég varð hálffeiminn við að festa þá á blað. Þetta er þó allt jafnviðeigandi nú sem fyrr. Líklega varð ég svona kindarleg- ur við þessar hugleiðingar vegna þess að ég veit að þér hefði verið + Jakobína Björnsdóttir fæddist á Borgarfirði eystra 22. ágúst 1920. Hún lést á heim- ili sínu 8. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bakkagerðiskirkju 16. ágúst. Elsku amma og langamma, okk- ur langar að minnast þín með nokkrum línum nú þegar þú ert farin frá okkur. Það var yndislegt að hafa þig í þessi ár þó manni hafí ekki fundist þau nógu mörg, en maður má ekki vera ósanngjarn þegar þú varst orðin svo mikið veik. Þú varst okk- ur alltaf svo góð og við gátum allt- af leitað til þín. Ekki taldir þú það eftir þér að vera svo vikum skipti hjá okkur á Höfn á meðan pabbi fór til Svíþjóðar á sjúkrahús og mamma með. gróflega misboðið með mærðarfullri hálf- velgju. Það er því ekki auðvelt að skrifa minningargrein um mann eins og þig, þeg- ar ég helst vildi lýsa öllum þínum kostum og þyrfti að hafa um þá nokkuð mörg orð. Ég get þó ekki annað en reynt. Þú reyndist mér hinn besti frændi. Hvattir mig til dáða og það sem ég get aldrei þakkað þér til fullnustu fyrir er að þú kveiktir hjá mér áhuga á bókum. Ekki má gleyma að þú tókst þátt í því ásamt föður mínum að hirta mig fyrir kæruleysislega og sennilega lélega spilamennsku í brids, sem var ekk- ert gamanmál. Árangurinn af þessu brölti okkar varð nú nokkuð misjafn og ekki er mér nú oft boðið í brids. Altént get ég sagt að ég hef notið samvista við þig frá fæð- ingu minni. Ég get talið upp ýmis- legt fleira sem ég á þér að þakka en það er óþarft, enda yrði niður- staðan á sömu lund. Auk þess veist þú vel hvað ég á við og sama má segja um þá sem þekktu þig. Ein af sterkustu minningumim um þig er tengd jólahaldinu. Ég minnist varla aðfangadags án þín. Einnig voru ófáar heimsóknir á laugardagsmorgnum þegar þú komst eftir að hafa drukkið kaffi- sopa hjá Jóa í Dalsgarði og færðir mömmu blóm. Þú hefur sennilega aldrei gert þér grein fyrir hversu mikið mark þú settir á uppeldis- heimili mitt. Þó að þú hafír látist í dag hef ég saknað þín um nokk- urt skeið og hefði kannski mátt sinna þér betur. Afturskyggnið er Við gætum endalaust skrifað um þig en við þurfum ekkert að vera langdregin vegna þess að þeir sem þekktu þig vissu hversu góð þú varst. Elsku amma og langamma, við kveðjum þig með söknuði og megi Guð geyma þig. Bjart var yfir þinni sál, og þú innra með okkur kveiktir bál. Þú leist á lífið með gleði í hjarta, og kenndir okkur að horfa á allt það bjarta. Þú kunnir kleinurnar best að baka, þó heilsunni færi að hraka. Um Hornafjörð leiðin oftast lá, en lengi við biðum dagana þá. Aðalsteinn, Siggerður, Hrafnhildur, Helgi Orn og synir. MORGUNBLAÐIÐ oft skýrast og nú fæ ég engu um breytt. Þessar minningar munu þó nægja um langt skeið til þess að verma sálir okkar. Ég þakkaði þér aldrei svo sæm- andi sé á meðan þú lifðir. Að þér látnum geri ég það líklega best með því að halda uppi merki þínu. Það er að hlúa að andlegu atgervi barna minna. Með það í huga kveð ég þig. Vertu sæll, elsku Finnur frændi minn. Helgi Kr. Sigmundsson. Finnur Siguijónsson fyrrverandi bókasafnsvörður hefur kvatt. Við þessi tímamót koma fram margar sterkar minningar um góðan bróð- ur, vin og félaga. Finnur var elstur systkinanna, all mikill aldursmunur var á milli okkar, en það aftraði því ekki að mikil samskipti voru ætíð okkar á milli. Eftir að ég eignaðist Ijölskyldu urðu samskiptin enn nán- ari, Finnur varð strax sem einn af fjölskyldunni og var í miklu uppá- haldi hjá tengdaforeldrum mínum. Sterkustu eðlisþættir Finns voru ótakmörkuð gjafmildi og umhyggja fyrir okkur öllum. Ég minnist kærs bróður með þakklæti, hann studdi mig og hvatti, er ég hóf nám í hjúkr- un, hann var stoltur af systur sinni fyrir þá ákvörðun. Bróðir minn hef- ur ætíð verið stór hluti af lífi mínu. Er við eltumst urðu vinskapur og samvistir enn meiri og nutum við þess að hafa Finn hjá okkur sem oftast. Hann var hafsjór af fróðleik og bækur voru honum andleg nær- ing, hann miðlaði óspart fróðleik og umsögnum um bækur er hann í það skiptið hafði verið að lesa hvort heldur var um gamlar klassískar bókmenntir eða nýútkomnar bækur að ræða. Það að fá Finn í heimsókn var alltaf jafn skemmtilegt því ef ég eða aðrir á heimilinu voru upp- teknir af bústörfum úti eða inni var það ekki áhyggjuefni að gesti væri ekki sinnt. Það voru engin vanda- mál, Finnur hafði tekið sér bók í hönd og stundum var erfítt að ná til hans, bókin hafði algjörlega fang- að hann. Minningamar um kæran bróður eru margar, öll ferðalögin með honum vestur á fírði, um Evr- ópu, sérstaklega fríin okkar með Olgu Hansen í Kaupmannahöfn og hennar góða fólki, þar átti Finnur góða vini sem og annars staðar. Fræg voru ferðalög hans og Olgu ár eftir ár, þau voru oft skondin, en hún var mikill og góður vinur okkar, hún lést 1993. Fastur punktur í tilverunni í um 20 ára skeið voru laugardagsmorgn- ar er hann kom blómum vafinn frá Dalsgarði í Mosfellsdal. Það voru fallegir blómvendir sem hann færði okkur og móður okkar meðan hún bjó hjá okkur, þá angaði húsið. Skemmtilegt var að fá nýjustu frétt- ir úr bæjarlífinu er Finnur var búinn að drekka sitt daglega morgunkaffi á Hressó með helstu „menningarvit- um“ bæjarins, þá flutti hann okkur nýjustu fréttir af merkum atburðum sem jafnvel blaðamönnum voru ekki orðin kunnar. Ekki var minna að frétta eftir að Finnur hafði lokið hádegisverði á laugardögum við „Albertsborðið" á Hótel Borg. Já, svona mætti lengi halda áfram en minningarnar munu orna okkur og sefa söknuð við brotthvarf góðs vin- ar, bróður og félaga. Finnur átti lengstan starfsdag sem bókasafnsvörður við Bókasafn Seltjarnarness og var mikils metinn bæði af yfirmönnum sem og þeim er komu á safnið og fengu bækur að láni. Finnur kvaddi þetta líf sáttur við vistaskiptin, en sl. 3 ár átti hann við vaxandi heilsubrest að stríða. Fjölskyldur systra hans komu saman föstudaginn 15. ágúst sl., hann kom nokkuð hress til leiks, en á örskotsstundu var hann yfír- bugaður og lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. ágúst. Ég minnist, þakka allt og óska þér um eilífð góðs er héðan burt þú fer. Far vel, far vel þig vorsins disir geymi og vaki blessun yfir þínum heimi. (Hulda.) + Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður ok- kar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR BJÖRGVINS GUÐMUNDSSONAR málarameistara, Engihjalla 9, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Reykjavíkur á Grensásdeild. Ásta Guðmundsdóttir, Ingvar Ágúst Guðmundsson, Margrét Sigríður Guðmundsdóttir, Þóra Bjarney Guðmundsdóttir, Ingvar Kristinn Guðmundsson, Hulda Guðmundsdóttir, Björg Guðmundsdóttir, Samúel Guðmundsson, Kristín Andersen, Ágúst Guðjónsson, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Sigfús Sigurþórsson, Kristján Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR FINNUR SIGURJÓNSSON JAKOBINA BJÖRNSDÓTTIR Pálína Sigurjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.