Morgunblaðið - 05.09.1997, Page 46

Morgunblaðið - 05.09.1997, Page 46
46 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni WHEN IM OUT WALKING. \ I ALWAY5 FEEL SAFER Ss WITH MY 006 F0LL0WIN6 RI6HT BEHINP.. Þegar ég er á göngu er ég alltaf öruggari ef hundurinn minn fylgir á eftir mér. er sama smnis. BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Þjóðlagamessa í Hafnarfjarðar- kírkju Frá Þórhalli Heimissyni: SUNNUDAGINN 7. september verður haldin fyrsta „þjóðlaga- messa“ vetrarins í Hafnarfjarðar- kirkju og hefst hún kl. 20.30. Þjóð- lagamessan er þýdd úr sænsku en í Svíþjóð hefur hún náð miklum vinsældum í þeirri endurnýjun helgihaldsins sem þar hefur átt sér stað. En hvað er þjóðlagamessa? Fyrir nokkrum árum samdi sænska tónskáldið og presturinn Per Harl- ing þessa messu er fékk nafnið „messa i viston" á sænsku eða „þjóðlagamessa" á íslensku. Þjóð- lagamessan er byggð á samnorr- ænni þjóðlagahefð þar sem taktur og tónar er tengjast vísnasöng eins og hann gerist bestur einkenna helgihaldið. Vísan og vísnasöngur- inn er eitt aðal einkennið á nor- rænni alþýðusönghefð. Um öll Norðurlönd eru sungnar vísur, oft við undirleik harmonikku eða fiðlu. Vísurnar segja sögur af venjulegu fólki og hetjum og tónlistin á sér ævafomar rætur í söngvum Finn- lands, Noregs, Svíþjóðar og Dan- merkur. í þjóðlagamessunni eru vís- an og vísnatónlistin gerð að und- irstöðu helgihaldsins í kirkjunni. Allir hinir hefðbundnu messuliðir eru á sínum stað en þeir hafa verið endursamdir að hætti vísnamenn- ingarinnar. Auk þessa tengjast nýj- ir sálmar messunni, sálmar sem að sjálfsögðu byggjast á vísnahefðinni. Þjóðlagamessan var sungin í fyrsta sinn hérlendis í Hafnarfjarðarkirkju í febrúar síðastliðnum í þýðingu undirritaðs. Næsta sunnudag leikur þjóðlagahljómsveit undir stjórn Orns Arnarsonar og féragar úr kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju syngja. Hinn finnski harmonikku- leikari Tatu Kantoma mun taka þátt í undirleik, en hann er mörgum Islendingum góðkunnur vegna færni á harmonikkuna. Þessi sami hópur flutti messuna á liðnum vetri og þekkir hana því orðið vel. Allir sem áhuga hafa á nýsköpun í helgihaldi kirkjunnar eru hvattir til þess að mæta, taka þátt og gagn- rýna að sjálfsögðu í kaffinu á eftir. SR. ÞÓRHALLUR HEIMISSON, PRESTUR VIÐ HAFNARFJARÐARKIRKJU. Kirkj‘an og mál 214 Frá Tryggva Hiibner: UM ÞESSAR mundir standa fýrir dyrum biskupskosningar. í tengsl- um við þær fara fram umræður á breiðum grundvelli um stöðu stofn- unarinnar og af- stöðu hennar til ýmissa mála. Is- lenska þjóðkirkj- an hefur sýnt það á ýmsum sviðum að hún er frjálslynd og umburðarlynd stofnun. Þó af- staða stofnunar- innar til samkynhneigðra og grín- ista hafí að sumra áliti ekki alltaf sýnt þetta frjálslyndi í raun, eru önnur atriði sem virðast taka af öll tvímæli þaraðlútandi. Dæmi um slíkt er afstaða stofnunarinnar til eins af sínum eigin þjónum. Vestur á Snæfellsnesi starfar um þessar mundir prestur nokkur sem nýtur mikillar hylli, bæði meðal sóknar- barna sinna og annarra sem til starfs hans þekkja. Þessi ágæti prestur var fyrst skipaður í embætt- ið, síðan kosinn með fáheyrðum yfirburðum og hlaut vígslu 30. júní 1996. Ekki væri þetta í frásögur færandi nema e.t.v. vegna þess að 22. febrúar 1980 varð þessi ágæti maður fyrir því óláni ásamt fjölda annarra að vera dæmdur af Hæsta- rétti íslands í frægasta sakamáli íslandssögunnar. Þar sem þessi sorglega staðreynd varð ekki að neinu leyti til að torvelda biskupi að veita prestinum blessun til starf- ans, væri fróðlegt að fá fram af- stöðu kirkjulegra yfirvalda til mannsins og þess fræga sakamáls sem hann var dæmdur í. í fljótu bragði mætti ætla að kristilegt umburðarlyndi kirkjunnar sé slíkt að það þarfnist engrar umræðu að maður með slíkan dóm hljóti prest- vígslu. Fyrirgefning syndanna er nokkuð sem öllum veitist fyrir náð Drottins, að því tilskildu að menn játi og iðrist. En þar sem umrædd- ur kirkjunnar þjónn hefur gert hvor- ugt, heldur lýst því í helstu fjölmiðl- um hvernig hann var með einangr- un og geðlyfjagjöf þvingaður til að játa glæpi sem hann kom hvergi nærri, getur aðeins verið ein skýr- ing á fálæti kirkjulegra yfirvalda hvað varðar þetta mál: Að stofnunin hafi ekki fremur en aðrir trú á málatilbúnaði á hend- ur þessum manni hér fyrr á öldinni í svonefndu Geirfínns- og Guð- mundarmáli. Með hliðsjón af fram- ansögðu er það eðlileg og skýlaus krafa til ráðherra kirkjumála að hann skipi sér þegar í stað í fylking- arbijóst í baráttunni fyrir endur- upptöku fyrrnefndra þátta Hæsta- réttarmáls 214/1978. TRYGGVI HÚBNER, Kleppsvegi 6, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.