Morgunblaðið - 05.09.1997, Síða 49

Morgunblaðið - 05.09.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 49 ÍDAG BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson SUMIR spilarar segja iðu- lega of mikið á spilin sín. Þeir fara þá oftar niður, flestir hveijir, en hinir sem varfærnari eru. Eina rétt- læting „yflrmeldarans" er að hann spili betur úr spil- unum en gerist og gengur. Eitt er a.m.k. víst: Ef les- andinn finnur vinningsleið- ina í fjórum spöðum suðurs hér að neðan getur hann leyft sér að yfirmelda annað slagið! Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁK V Á643 ♦ 10642 ♦ 842 Vestur Austur ♦ 98 ♦ G73 ♦ D1082 II ♦ G75 ♦ ÁKG llml ♦ D975 ♦ KD65 ♦ 1093 Suður ♦ D106542 VK9 ♦ 83 ♦ ÁG7 Vcstur Norður Austur Suður 1 grand Pass Pass 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar! Pass Pass Pass Vestur tekur fyrstu tvo slagina á ÁK í tígli og spilar svo gosanum. Setjum okkur fyrst í spor sagnhafa sem sér ekki allar hendur. Austur kallaði í tígli og því lítur út fyrir að hann sé með drottn- inguna. Tígultían virðist þá varla virka sem hótunarspil því austur hendir á eftir blindum. Fyrsta hugmyndin er sú að þvinga vestur í hjarta og laufi. Til þess þarf vestur að eiga laufhjón og fimmlit í hjarta. Þá myndi suður henda laufí í tígulgos- ann og taka svo spaðana í botn. En áður en sagnhafi leggur út á þessa braut, spyr hann um eðli grandopn- unarinnar: „Getur vestur átt fimm-spila hálit?“ „Nei,“ svarar austur, „þá opnum með á hálitnum." Það er nefnilega það. Sér lesandinn einhveija glætu? Suður trompar þriðja tígulinn, tekur ÁK í spaða og fer síðan heim á hjarta- kóng til að spila öllum trompunum: Norður ♦ - ♦ Á6 ♦ 10 ♦ 42 Vestur Austur ♦ - ♦ - t D10 I ♦ G7 ♦ - llllll 4 D ♦ KD6 ♦ 109 Von sagnhafa er sú að austur eigi 109 í laufi og vestur hjónin. Sagnhafi hef- ur þegar hent laufáttunni úr borði, svo hún þvælist ekki fyrir síðar. Þegar síð- asta trompinu er spiiað má vestur ekki kasta laufi því þá spilar suður út gosanum og fær slag á sjöuna. Vestur kastar því hjarta. Ur blind- um fer lauf og austur gefur strax slag með því að henda rauðu spili og lætur því lauf- níuna fara. Þá tekur sagn- hafi á hjartaás og spilar laufi á gosann. Tía austurs fellur undir og vestur veiftur að spila frá K6 upp í Á7. Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. í dag, föstudaginn 5. sept- ember, er áttræð Guðrún Magnúsdóttir frá Langa- botni í Arnarfirði, til heim- ilis að Tunguvegi 22, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Sæmundur Valdimarsson, mynd- höggvari. Þau taka á móti gestum á morgun, laugar- daginn 6. september, frá kl. 15 og fram eftir degi, á heimili sonar síns, Garð- senda 6, Reykjavík. P ff' ÁRA afmæli. Sunnu- OOdaginn 7. september, verður sextíu og fimm ára Sjöfn Halldórsdóttir, Hrafnakletti 8, Borgar- nesi. Hún tekur á móti gest- um í Félagsbæ, á morgun, laugardaginn 6. september, frá kl. 20 til 24. Einnig verð- ur bamaveisla frá kl. 15-18 sunnudaginn 7. september. daginn 5. september, Ragn- ar Guðmundur Jónasson, fyrrverandi slökkviliðs- maður, Kirkjuvegi 10, Keflavík. Hann og eigin- kona hans, Bjarnheiður Hannesdóttir, taka á móti gestum í Frímúrarahúsinu, Bakkastíg, Ytri-Njarðvík, kl. 19 í dag, afmælisdaginn. /?/\ÁRA afmæli. Sex- OOtugur er í dag, föstudaginn 5. september, Þórður B. Sigurðsson, yf- irvélstjóri á varðskipinu Óðni, Kríuhólum 2, Reykjavík. Eiginkona hans er Rósa ísaksdóttir. Þau hjónin verða að heiman. pT /\ÁRA afmæli. Sunnu- tlOdaginn 7. september verður fimmtug Ragnhild- ur Andrésdóttir, Ystu- Görðum, Kolbeinsstaða- hreppi. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu, á morgun, laugardaginn 6. september, eftir kl. 20. HOGNIIIREKKVISI 7/ypjabu þ/9/ STJÖRNUSPÁ e,f 4 ir Franecs llrakc Afmælisbarn dagsins: Þú ert ákveðinn og stýrir málum í höfn á rólegan og yfirvegaðan hátt. Hrútur (21.mars- 19. apríl) ** Þú ert óvenju afkastamikill í vinnunni. Láttu skemmtanir eiga sig meðan þú leitar leiða til að komast ofar í metorða- stiganum. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér gengur vel í viðskiptum í dag, en skalt lesa smáa letr- ið í öllum samningum. Ekki er alltaf hollt að láta allt eftir börnunum. Tvíburar (21.maí-20.júní) Stattu við þær lífsreglur sem þú hefur sett þér. Þér gengur vel í skapandi verkefnum. Mál er varða börnin þarf að afgreiða í kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Nú þarf að skipuleggja ánægjulega kvöldstund með vinum og ferðalag erlendis. Þú virðist eiga góð samskipti við fólk úr öllum stéttum mannlífsins. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú ert á réttri leið í starfi og átt ekki að efast um það því yfirmenn þínir eru ánægðari með þig, en þú gerir þér grein fyrir. Meyja (23. ágúst - 22. september) m Reyndu að hafa hemil á þér og notaðu greiðslukortið að- eins í brýnustu neyð. Jafn- vægi ríkir á heimilinu. Vog (23. sept. - 22. október) Þó jafnvægi og sátt sé ríkj- andi á heimilinu gæti óvænt ferðalag sett allt á annan endann. Reyndu að ná áttum og sýndu skynsemi. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú munt þurfa að taka alvar- lega ákvörðun í starfi í dag. Reyndu að vera ekki of kröfu- harður í garð náins ættingja. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Þú ert trúr og tryggur í per- sónulegum samskiptum, en getur verið óútreiknanlegur ef viðskipti eru annars vegar. Vertu varkár. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú munt komast að því að ekki er allt sem sýnist. Það sem þú hélst að yrði leiðinda- verkefni reynist vera hið fróðlegasta rannsóknarverk- efni. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú færð sterka þörf til að breyta til, ferðast til fram- andi landa eða gera eitthvað ólíkt því sem þú hefur gert hingað til. Settu þér mark- mið með þetta í huga. Fiskar (19.febrúar-20.mars) 1 Nú þarf að skera niður heim- ilisútgjöldin. Leggðu áherslu á að efla samskipti við börn- in og fjölskylduna. Haltu áformum þínum leyndum um sinn. Stjörnuspána i að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Mínar hjartanlegustu þakkirfœri ég systkinum mínum, frœndfólki og vinum, sem heimsóttu mig og glöddu d 80 dra afinœli mínu þann 29. dgúst með ómetanlegum hlýhug, gjöfum, blómum og skeytum og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Hqfið þökkfyrir. Guð blessi ykkur öll. Gróa B. Pétursdóttir, Hæðargarði 16, Reykjavík. ÓTRJJL EJ3-T" l uy • "j— ■ ■ j' Cfhjníir Uottui {tjntii' fó! RflFMJflUERZLUN ÍSLflNDSIf - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 ^ðerumln*slahÚS' Wð/*£d Greiöslukjör við allra hæfi Slærsta heimilis-og raftækjaverslunarkoð|a vá9°**t*™* I Evrópu T ycooN NÝR HERRAILMUR TYC00N þú þarft ekki annað - komdu og prófaðu - Libia Mjódd, Nana Hólagarði, Brá Laugavegi, Hygea Laugavegi, Hygea Austurstræti, Hygea Kringlunni, Evíta Suóurkringlu, Holtsapótek Glæsibæ, Sandra Hafnarfirði, Snyrtihöllin Garðabæ, Bylgjan Kópavogi. Tara Akureyri, Húsavíkur Apótek, Krisma ísafirði, Árnes Apótek, Apótek Vestmannaeyja og Gallery Förðun Keflavik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.