Morgunblaðið - 05.09.1997, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 05.09.1997, Qupperneq 54
54 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Ingvi Þór Hákonarson Bjarki Már Árnason Ásmundur Jónsson Ingi Þór Guðmundur Þór WffsSmm% Dú ein qetur skapaá útlit (díH Mozais -f Nýtt frá Guerlain: Afyilanlegt augnskuggabox Augnskuggar Kinnalitir k Guerlain PARIS Útsölustaðir: Snyrtistofan Guerlain, Clara Kringlunni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Oculus, Stella, Sandra.Amaro Akureyri.Apótek Keflavíkur. Sími 551 3140 Ráðgjafi frá Estée Lauder verður í snyrtivöruversluninni Söru í dag og á morgun, laugardag. Haltu árunum álengdar " ESTEE LAUDER kynnir Futurist Age-Resisting Makeup SPF 15 Fyrst verðnr þér starsýnt á frísklegt útlitið. Svo finnurðu silkimjúka áferðina. Og von bráðar verður þér Ijóst að Futurist er ekki bara andlitsfarði, heldur styrkjandi og rakagæf húðumhirða með mildri sólarvörn og andoxunarefnum, E og C-vítamfnum, sem hjálpa húðinni að standast ásókn ár- anna án sýnilegra merkja, nú og um langa framtíð. Útlitið er bjartara en nokkru sinni fyrr. a Futurist 30 ml kr. 2.690 Fádæma aðsókn á Bean ►KVIKMYNDIN Bean var frum- sýnd um helgina í Háskólabíói og Regnboganum og fékk fádæma viðtökur. 13.100 manns mættu fyrstu sýningarhelgina og er það næstmesta aðsókn sem mynd hef- ur fengið um þriggja daga frumsýningarhelgi. Aðeins Independence Day fékk fleiri áhorfendur. Þá mættu 13.500 áhorfendur, en hún var sýnd i fimm kvikmyndahúsum. Sýningargestir voru eins og gefur að skilja í rjómaskapi á frumsýningunni síðastliðinn fóstudag og tilbúnir að bregða á leik fyrir Ijósmyndara. Gáfu þeir Bean hvergi eftir í fettum og brettum. Jón Bergmann Kristinn Ingi Með þroska á við 9 ára strák BEAN er með þroska á við barn,“ sagði Rowan Atkinson í viðtali við kanadíska útvarpsstöð í fyrra. „Þegar ég velti fyrir mér hvemig hann bregst við hverju sinni reyni ég að ímynda mér viðbrögð níu ára stráks." Atkinson segir að Be- an sé langt í frá heimskur. Hann hafi aðeins komið sér upp sínu eigin hegðunarmynstri. „Hann er ekki viðkunnanlegur, ekki sú manngerð sem maður kysi að fara út að borða með. Hann er alveg hryllilegur." Hið fyndna við Bean, að sögn Atkinsons, er að nánast allt er framandi fyrir honum... ,jafnvel hurðarhúnn getur verið ögrandi viðfangsefni.“ Fjölmargar stutt- myndir hafa verið gerðar um hrakfallabálkinn Be- an. Þær hafa verið sýnd- ar í 80 löndum. Einnig hafa þær verið teknar til sýninga hjá 50 flug- félögum. Rowan Atkinson er líklega einna frægastur fyrir hlutverk prests, sem var örlítið taugaveiklaður, í Fjórum brúðkaupum og jarðarför. Hann lék einnig í framhaldsþáttun- um Black Adder, sem nutu mikilla vinsælda. Fyrii' þá sem langar til að hitta Bean á alnetinu er netfangið http://www.mrbean.co.uk Þar má sjá bréf sem hann segist hafa sent bandarísku forsetahjón- unum. Biður hann um að fá að gista hjá þeim meðan hann gerir kvik- mynd í Hollywood: „Eg er mjög hreinlátur og fer í fótabað á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa svo ég óhreinki ekki teppið ykkar." Hann er alveg hryllilegur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.