Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D Lýðveldissinnar taka í fyrsta sinn þátt í samningum um framtíð N-Irlands Sinn Fein sver af sér ofbeldi Belfast. Reuter. LEIÐTOGAR Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveldishersins, IRA, skrifuðu í gær undir yfir- lýsingu þar sem ofbeldi í pólitískum tilgangi er fordæmdt. Með því tryggðu norður-írskir lýð- veldissinnar sér sæti við samningaborð viðræðna um framtíð Norður-írlands sem eiga að hefjast í næstu viku. Gerry Adams, formaður Sinn Fein, sagði þetta sögulega stund en viðræðurnar verða fyrstu viðræður Sinn Fein og brezku stjórnarinn- ar frá árinu 1921. Viðræður, án þátttöku Sinn Fein, hófust um framtíð Norður-írlands í júní á síðasta ári en hafa skilað litlum árangri. Sinn Fein var boðið til viðræðnanna eftir að IRA boðaði vopnahlé 20. júlí síðastliðinn. Sambandssinnar enn óákveðnir Talsmenn brezku stjórnarinnar segjast treysta vopnahléinu eftir að Adams staðfesti nokkur grundvallaratriði sem eiga að tryggja að flokkur hans virði lýðræðislegar vinnuaðferðir. Flokkar sambandssinna mættu hins vegar ekki til fundar- ins í gær, í mótmælaskyni við þátttöku Sinn Fein, enda segja þeir vopnahlé IRA orðin tóm. Tveir flokkar sambandssinna hafa þegar hætt þátttöku í viðræðunum og stærsti flokkur sam- bandssinna, UUP, hefur tekið sér frest fram á laugardag til að ákveða hvort hann taki þátt. ■ Auknar Iíkur á sátt/17 Morgunblaðið/Anders Vendelbo á lokasprettinum Bosnía Harðlínu- menn í gíslingu Banja Luka. Reuter. HARÐLÍNUMENN úr röðum Bosníu-Serba fengu í gær að kenna á þeirri andúð, sem þeir hafa bakað sér hjá stuðningsmönnum Biljönu Plavsic, forseta. Hópur harðlínu- manna, þeirra á meðal leiðtogi þeirra, Momcilo Krajisnik, og Gojko Klickovic, forsætisráðherra í stjórn Bosníu-Serba, lokuðust inni á hóteli í Banja Luka, er lögreglumenn og fjölmennur hópur stuðningsmanna Plavsic umkringdu hótelið. Komust þeir hvergi fyrr en friðargæzluliðar NATO aðstoðuðu þá við að komast út síðdegis. Létu stuðningsmenn Plavsic egg og steina dynja á harð- línumönnunum, sem fylgja hinum eftirlýsta stríðsglæpamanni Radov- an Karadzic að málum. Talsmenn Bandaríkjastjórnar sökuðu harðlínumennina um að hafa reynt að setja á svið tilraun til valdaráns og gáfu til kynna að frið- argæzlulið NATO væri tilbúið að beita valdi til að binda enda á út- sendingar áróðursútvarps harðlínu- manna. Misheppnuð valdaránstilraun Á mánudagskvöld höfðu harðlínu- menn freistað þess að snúa sam- komu SDS-flokksins, sem bæði Plavsic og Karadzic tilheyra, upp í mótmælasamkomu gegn Plavsic sem átti árangurslausan fund með Krajisnik á meðan á samkomunni stóð. Jagland ÞAÐ var þreyttur forsætisráð- herra sem dreifði rósum á Grön- landstorgi í austurhluta Oslóar í gær. Thorbjörn Jagland heimsótti hverfi þar sem innflytjendur eru fjölmennir og tóku þeir vel á móti honum. Reyndar voru fjöhniðla- menn og fulltrúar annarra flokka litlu færri en óbreyttir kjósendur, en Jagland lét sig það engu skipta. Kjósendurnir fengu ræðu og rós en afar fáir fengu að spyrja forsætisráðherrann. Þeir sem það gerðu, urðu að sætta sig við að bera upp spurningar í hljóðnema norskra og erlendra fjölmiðla. Jagland sagði flokk sinn leggja mesta áherslu á heilbrigðismál og málefni aldraðra, nokkuð sem stjórn hans hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að sinna ekki. Þá réðst hann harkalega á Framfaraflokk Carls I. Hagens eins og hann hefur gert síðari hluta kosningabaráttunnar og féll sú gagnrýni í góðan jarðveg hjá áhorfendum. Ein þeirra sem Morgunblaðið ræddi við sagðist sátt við ræðu Jaglands og sagðist smám saman vera að öðlast trúna á Verkamannaflokkinn aftur, en hún hefði verið búin að ákveða að kjósa frekar Sósíalíska vinstri- flokkinn. Annar úr hópnum, mað- ur af pakistönskum uppruna, var ekki eins hrifinn en bjóst þó við því að kjósa flokkinn, af ótta við að annars kæmist Framfaraflokk- urinn til áhrifa. ■ Lúxusvandi/24 MARTHINUS van Schalkwyk og F.W. de Klerk lyfta höndum eftir leiðtogaskiptin í suður- afríska Þjóðarflokknum. Suður-Afríka Schalkwyk tekur við af de Klerk Hö/ðaborg. Reuter. TÍMAMÓT urðu í suður-afrískum stjórnmálum í gær, þegar nýr for- maður Þjóðai'flokksins var kjörinn í stað F.W. de Klerks, fyrrum for- seta. Nýr leiðtogi flokksins er Mart- hinus van Schalkwyk, 37 ára gamall stjórnmálafræðingur sem áður starfaði sem framkvæmdastjóri þessa helsta stjórnmálaafls hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Schalkwyk vann yfirburðasigur í fyrstu umferð leiðtogakjörsins í gær. De Klerk er 61 árs og var for- maður flokksins frá 1989, en til- kynnti í síðasta mánuði að hann hygðist hætta afskiptum af stjórn- málum. Kvaðst de Klerk þess full- viss að nýja leiðtoganum tækist fljótlega að koma flokknum til valda á ný. Áður en de Klerk yfirgaf þing- húsið í síðasta sinn rifjaði hann upp atvik í stjórnmálaferlinum og baðst afsökunar á mistökum sem hann hefði gert og röngum ákvörðunum. „Ég biðst afsökunar á þeim. Alla þá, sem ég kann að hafa brugðist á póli- tískum ferli mínum, bið ég fyrir- gefningar," sagði de IGerk. De Klerk var forseti er Nelson Mandela var sleppt úr fangelsi 1990 og átti stærstan þátt í því að að- skilnaðarstefnan var aflögð. „Bjargið hvalveiðimöniium“ WILLIAM Aron, fyrrverandi fulltrúi Bandaríkjanna í Alþjóða- hvalveiðiráðinu og meðlimur í vísindanefnd þess, hvetur í grein sem hann skrifaði undir fyrir- sögninni „Bjargið hvalveiði- mönnum“ og birtist á leiðarasíðu The Wall Street Journal í gær, að embættismenn Bandaríkj- anna, sem móta stefnu þeirra fyrir fund Alþjóðahvalveiðiráðs- ins í næsta mánuði, ættu að hafa hugfast „að viðgangur hvala- stofna og hvalveiðar geta farið saman“. I gi'eininni hvetur hann núver- andi fulltrúa Bandaríkjanna í Al- þjóðahvalveiðiráðinu, sem kemur saman til árlegs fundar í Mónakó í október næstkomandi, til að beita sér gegn kröfum öflugra þrýstihópa öfgafullra náttúru- verndarsamtaka á borð við Sea Sheperd og Greenpeace, sem vilja banna alla hvalveiði. í grein Arons kemur fram, að þótt sumar tegundir hvala séu sannarlega í útrýmingarhættu eigi það alls ekki við um allar tegundir. Þá segir Aron að þó of- veiði hvalastofna geti sannarlega verið alvarlegt vandamál, geti önnur vandamál komið upp þeg- ar reynt sé að taka á þeim mál- um. Hann leggur því áherslu á mikilvægi þess að áhugamenn um verndun hvala hlusti á þekk- ingu og sjónarmið þeirra sem eru í raunverulegum tengslum við hvalveiðar. Hann heldur því ennfremur fram að með því að styðja bann við hvalveiðum á sínum tíma hafi bandarísk stjórnvöld séð sér hentuga leið til að sýna gott for- dæmi í umhverfisverndarmálum án þess að höggva of nærri eigin hagsmunum. Bflstjóri Díönu og Dodis Áfengismagn staðfest París. Reuter. NÝJAR mælingar á blóði úr Henri Paul, bílstjóranum sem lést ásamt Díönu prinsessu af Wales og Dodi Fayed í bílslysi í París 31. ágúst, sýna að hann hafði tekið þunglyndis- lyf auk þess að neyta áfengis, að þvi er haft var eftir manni, sem þekkir vel til rannsóknar málsins, í gær- kvöldi. Að sögn heimildarmannsins stað- festa mælingarnar einnig að hann hafi verið drukkinn og í blóði hans hafi verið þrefalt meira áfengismagn en leyfilegt er. Fjölskylda Pauls hef- ur dregið í efa að hann hafi verið drukkinn. Lögfræðingur eins af ljós- myndurunum níu, sem nú er verið að rannsaka hvort hafi átt þátt í slysinu, sagði að þetta sýndi að ekki hefði skipt máli þótt æsifréttaljós- myndarar hefðu ekið á eftir Mercedes-Benz-bifreið Díönu. William Burdon, lögfræðingur fréttastofunnar SIPA, bætti við að allir vissu að áfengi og þunglyndislyf væru mjög hættuleg blanda. ■ Breska pressan/18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.