Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjávarútvegsráðherra um niðurstöður seiðatalningar Hafrannsóknastofnunar Arangnr markvissrar fiskvemd- arstefnu og hagstæðra skilyrða ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra seg- ir að niðurstöður seiðatalningar Hafrannsókna- stofnunar séu mjög ánægjuleg tíðindi, en ekki hefur jafn mikið fundist af þorskseiðum og nú frá árinu 1984 eða í tæpan hálfan annan ára- tug. Einnig fannst mikið af seiðum annarra teg- unda í leiðangrinum. „Menn eru búnir að bíða lengi eftir því að fá vísbendingu um sterkan árgang. Auðvitað er þetta ekki fullkomin trygging því við eigum eft- ir að sjá seiðin komast á legg, en þetta er mjög góð vísbending og einmitt það sem sem við þurft- um nú á að halda var að fá vísbendingu um góða nýliðun. Hér fer saman held ég góður árangur af markvissri fiskverndarstefnu og hag- stæðum skilyrðum í sjónum," sagði Þorsteinn. Hann sagði að þær aðgerðir sem gripið hefði verið til á undanförnum árum til að byggja upp þorskstofninn væru nú að skila árangri án alls vafa, en hagstæð umhverfisskilyrði í hafínu hefðu hjálpað tii. Þetta héldist allt í hendur og gæfi mjög góðar vonir um að geta haldið áfram þeirri uppbyggingu þorskstofnsins sem stefnt hefði verið að. Verðum að hafa úthald og þolinmæði Aðspurður hvort það væri raunhæft að af- rakstur stofnsins yrði sá sami og var á árum áður sagði Þorsteinn það vera markmiðið. „En menn verða að hafa úthald og þolinmæði að stíga þau skref markvisst en gætilega. Ef okkur auðnast að gera það er ég sannfærður um að okkur mun takast það,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að stefnt væri að því að kvótinn gæti aukist hægt og sígandi á næstu árum. Hins vegar hefði það getað sett strik í reikning- inn ef nýir sterkir árgangar hefðu ekki komið inn í veiðina. Þessi niðurstaða seiðatalningarinn- ar styrkti mjög líkurnar á að þau markmið næðust sem sett hefðu verið um að auka jafnt og þétt aflaheimildimar þangað til við hefðum náð fyrri stöðu. Kanadísk hjón í langflugskeppni frá íslandi til Tyrklands Morgunblaðið/Þorkell HJÓNIN Dawn og Gordon Bartsch við flugvél sína í rigningunni á Reykjavíkurflugvelli í gær. Flugvélar keppendanna allra eru til sýnis fyrir almenning og keppendur til viðtals í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli í dag kl. 9.30-12.30. Sjá heim- inn frá öðru sjón- arhorni „ÞAÐ er erfitt að útskýra hvað það er sem heillar við flugið eft- ir öll þessi ár í loftinu - ætli það séu ekki allir þessir nýju staðir? Með þessu móti sjáum við líka heiminn frá sjónarhorni sem við myndum annars aldrei kynnast sem venjulegir flugfarþegar," segja hjónin Dawn og Gordon Bartsch frá Calgary í Kanada, sem eru meðal keppenda í alþjóð- legri langflugskeppni fyrstu heimsleikanna í flugi, sem haldn- ir verða í borginni Efes í Tyrk- landi dagana 11.-21. september. Lagt verður upp í langflugið frá Reykjavíkurflugvelli í fyrra- málið og stefnan tekin á Tyrk- land, þar sem ætlunin er að lenda tólf dögum síðar, með viðkomu í nokkrum borgum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Þetta er fjórða langflug- skeppni Bartsch-hjónanna, en þau tóku fyrst þátt í slíkri keppni árið 1992. Þau hafa bæði all- mikla flugreynslu að baki, fyrst sem atvinnuflugmenn í norður- héruðum Kanada og eftir að þau sneru sér að öðrum störfum einn- ig sem áhugamenn á ferð og flugi um heiminn. Dawn lærði að fljúga aðeins átján ára að aldri og Gordon um tvítugt. Erum að eyða arfi barnanna okkar Hann er nú 66 ára gamall og hún 65 - en eins og hann bendir á, þá skiptir árafjöldinn ekki öllu máli. „Þú ert nákvæmlega jafn- gamall og þér finnst þú vera,“ segir hann. „Við erum ung í anda,“ segir hún. Saman eigaþau þijú börn ogþijú barnabörn. Ekkert barnanna flýgur en dótt- ir þeirra vinnur þó hjá flugfélagi. I fyrsta sinn sem Dawn og Gordon kepptu í langflugi höfðu börnin áhyggjur en þær eru nú horfnar eins og dögg fyrir sólu. Enda minna þau bæði á að í raun sé flugið ekki svo hættulegt, þ.e. svo fremi sem flugmennirnir eru vel undirbúnir og þjálfaðir og vél- arnar í lagi. Til stendur að bjóða barnabörnunum með í flugferð næsta sumar - hver veit nema þau fái bakteríuna? Aðspurð um hvort flugið sé dýrt áhugamál hlæja þau bæði og Dawn segir: „Við erum auðvitað að eyða arfi bamanna okkar. En þau segja okkur að gera það bara!“ Starfsmenn Evrópuráðsþingsins gera tilraun hérlendis í dag í DAG verður athugað hvort mögu- legt er fyrir þingmenn hér á landi að taka þátt í nefndarstörfum Evr- ópuráðsþingsins í Strassborg með aðstoð myndfundatækni. Tilraunin fer fram að frumkvæði Tómasar Inga Olrich, alþingismanns, sem á sæti á Evrópuráðsþinginu ásamt fleiri alþingismönnum, en þetta mun vera í fyrsta skipti sem þetta er reynt hjá Evrópuráðsþinginu. Ef tilraunin tekst vel má vænta þess að íslend- ingar og aðrar þjóðir sem sæti eiga á Evrópuráðsþinginu geti tekið þátt í nefndarstörfum með þessum hætti þegar ekki er aðstaða til að sækja nefndarfundina. Tilraunin fer fram í húsnæði Pósts og síma og það eru starfsmenn Evr- ópuráðsþingsins sem ætla að athuga hvort mögulegt er að tengja menn á fjarlægum stöðum við nefndar- fundi þingsins. Tómas Ingi sagði að búinn væri til sýndarfundur til þess að láta reyna á ýmis tæknileg at- riði. Bæði væru menn að velta fyrir sér tæknilegum lausnum og einnig þeim áhrifum sem þetta gæti haft á fundarsköp. Það væri ekki gert ráð fyrir því í fundarsköpum þingsins að menn geti komið inn í starf nefndanna án þess að vera á staðnum, Auk þess væri nefndarmönnum heimilt að tjá sig á mörgum tungumálum á nefnd- arfundum og það skapaði sérstök Myndfundatækni til að taka þátt í nefndarstörfum vandamál í tengslum við myndfundi. Tungumál valið fyrirfram Tómas Ingi sagði að þannig yrðu væntan- lega þeir sem sæktu nefndarfundina fyrir tilverknað tækninnar að vera búnir að velja fyrirfram það tungumál sem þeir hygðust nota. Þeir yrðu tengdir inn á nefndarfundinn meðan fundarmenn töluðu það tungumál, en yrðu síð- an tengdir sjálfkrafa inn á þýðingarþjónustu þegar einhver nefndarmanna skipti yfir á annað tungumál. Þá væri lík- legt að þeir sem sætu fundina með tilverknaði tækninnar gætu ekki tek- ið þátt í leynilegum atkvæðagreiðsl- um, þó atkvæðagreiðsl- ur með handaupprétt- ingum ættu ekki að vera vandamál. Tómas Ingi sagði að ástæðan fyrir því að hann hefði haft frum- kvæði að því að þetta yrði reynt væri sú að við hefðum ekki getað setið alla fundi nefnda Evrópuráðsþingsins. Vanaiega sætum við ekki nema um helming nefndarfunda á ári. „Það er mjög baga- legt fyrir okkur í viss- um tilvikum þegar fjall- að er um málefni sem snerta mikið íslenska hagsmuni að geta ekki biandað sér í málin á meðan þau eru á umræðustigi. Það er oft mjög erfítt að hrófla við mál- um eftir að þau eru komin í fastan Tómas Ingi Olrich farveg og af umræðustigi. Af þess- um sökum hef ég talið það óviðun- andi að við gætum ekki með ein- hveijum hætti haft áhrif á svona fundum og þess vegna vakti ég at- hygli forseta þingsins á því hvort ekki mætti koma til móts við þær þjóðir sem byggju við þessar aðstæð- ur, að geta ekki sótt fundina og opna möguleika á myndfundum," sagði Tómas Ingi ennfremur. Hann sagði að hann hefði hins vegar tekið skýrt fram, að það væri ekki ætlast til þess að þetta kæmi í staðinn fyrir fundina heldur væri um undantekningarúrræði að ræða. Hins vegar gæti það gert okkur mögulegt að sækja fundi með tiltölulega litlum kostnaði í stað þess að þurfa að fara á fund í Frakklandi, sem tæki ef til vill ekki nema 3-4 klst, en kostaði 3 daga vinnutap og 200 þúsund kr. Mikið hagsmunamál „Þetta er okkur mikið hagsmuna- mál. Það er rétt að hafa í huga að þingmaður frá Frakklandi sem mæt- ir á slíkan fund eyðir kannski í fund- inn 4-5 klukkustundum og 50 frönk- um í leigubíl. Fyrir okkur aftur á móti er þetta bæði mjög kostnaðar- samt og tímafrekt og það sama gild- ir að sjálfsögðu um þessar nýju lýð- ræðisþjóðir í Austur-Evrópu sem eiga um langan veg að sækja fundi,“ sagði Tómas Ingi að lokum. Sálumessa fyrir móður Teresu KAÞÓLSKI biskupinn, Jóhannes Gijsen, les sálumessu í Kristskirkju, Landakoti, fyrir móður Teresu frá Kalkútta, sem lést sl. föstudag. í tilkynningu frá kaþólsku biskupsstofunni segir, að allir séu velkomnir að taka þátt í athöfninni, sem hefst kl. 18. Utvarpsráð Ráðning’u fréttastjóra frestað ÚTVARPSRÁÐ frestaði á fundi sínum í gærmorgun að fjalla um ráðningu fréttastjóra sjón- varps, að ósk formanns út- varpsráðs, sem ekki gat setið fundinn. Að sögn Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, formanns út- varpsráðs, gat hann ekki setið fundinn vegna anna í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Faxa- mjöls. Hann sagði að samkomu- lag væri um það innan útvarps- ráðs að taka tillit til aðstæðna hjá ráðsmönnum þegar sérstak- lega stæði á, og hefði hann óskað eftir að umfjöllun um ráðningu fréttastjóra sjónvarps yrði frestað. Sagði hann að málið yrði tekið fyrir á næsta reglulega fundi útvarpsráðs í næstu viku. Nefnd um sameiningu veitustofnana BORGARRÁÐ skipaði á fundi I gær Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra, Árna Sig- fússon borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokks og Alfreð Þor- steinsson borgarfulltrúa R-lista í nefnd sem hafa á yfirumsjón með úttekt á kostum þess og göllum að sameina Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Var það í sam- ræmi við ákvörðun borgarráðs frá 26. ágúst sl., um að gera skuli úttekt á hagkvæmni þess að sameina veitufyrirtækin tvö, en kanna jafnhliða kosti þess og galla að sameina þau Vatns- veitu Reykjavikur. Stjórn veitustofnana hefur lýst yfir stuðningi við þetta verkefni og samþykkti borgar- ráð í gær tillögu hennar um að fyrrnefndri úttekt skuli hraðað, ' þannig að niðurstöður hennar liggi fyrir um næstu áramót. Afnám fast- eignaskatta verði kannað Á RÁÐSTEFNU fulltrúa Al- þýðubandalagsins í sveitar- stjómum landsins var sam- þykkt að skoða hugmyndir um að fella niður fasteignaskatt í áföngum en tryggja sveitarfé- lögum hlut í innheimtu virðis- aukaskatts, segir í fréttatil- kynningu. Þar segir einnig: „Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Al- þýðubandalagsins, var fyrsti flutningsmaður fmmvarps um þetta mál á síðasta þingi. Með því að tryggja sveitarfélögum hlutdeild í virðisaukaskatti tengjast tekjustofnar sveitarfé- lagsins á nýjan leik hagvexti á hverjum tíma.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.