Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Launamálaráðstefna sveitarfélaganna skorar á kennara að koma aftur til samningaviðræðna Eindregin krafa um breytt vinnufyrirkomulag kennara Morgunblaðið/Golli BORGARFULLTRÚAR í Reykjavík sátu fund launamálaráðs sveitarf Sveitarstjórnarmenn eru almennt þeirrar skoðunar að þörf sé á að gera breytingar á vinnufyrirkomulagi grunnskólakennara. — Egill Olafsson sat fund launamálaráðs sveitar- félaganna í gær þar sem fram kom eindreginn vilji, að viðræður við kennara hefjist að nýju. MJÖG eindregin krafa kom fram á launa- málaráðstefnu sveitar- félaganna í gær um að gerðar verði breyting- ar á vinnufyrirkomulagi kennara. Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði og fyrrverandi skóla- stjóri, sagði að kjarasamningur kennara hefti alla þróun í skóla- starfí. Jafnframt kom fram á fund- inum skilningur á nauðsyn þess að launakjör kennara verði bætt þó menn hafi haft nokkuð mismun- andi skoðanir á því hvað langt sé hægt að ganga í þeim efnum. Til launamálaráðstefnunnar var boðað til að upplýsa sveitar- stjómarmenn um stöðuna i viðræð- um við grunnskólakennara og leik- skólakennara. Karl Björnsson, for- maður launanefndar svéitarfélag- anna, sagði að sveitarfélögin greiddu kennurum í dag 6,9 millj- arða í laun á ári. Yrði fallist á kröfur kennara myndi þessi kostn- aður hækka um rúma 2,6 millj- arða. Launakostnaður sveitarfé- laganna vegna leikskólakennara væri 1,1 milljarður, en kröfur þeirra væru um 300 milljóna króna hækkun. Væri tekið mið af al- mennum launahækkunum sem aðrar stéttir hefðu fengið, sem er 16-17,5%, ætti launakostnaður sveitarfélaganna vegna þessara tveggja stétta að hækka um 440 milljónir. Sími 555-1500 Garðabær Stórás Rúmgóð ca 70 fm 2—3 herb. íb. á neðri hæð í tvíb. Ný eldinnr. Nýtt gler. Parket. Hafnarfjörður Reykjavíkurvegur Gott skrifstofuhúsnæði ca 120 fm á 2. hæð. Verð 4,9 millj. Breiðvangur Sérlega glæsileg ca 190 fm neöri sérh. í tvíb. auk bílskúrs. 5 svefnh. Áhv. byggsj. ca 2,7 millj. Verð 13,2 millj. Gunnarssund Til sölu er góð 3ja herb. íb. á jarðh. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið end- urn. Ath. skipti á lítilli íb. Reykjavíkurvegur Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lítið áhv. Verð 4,3 millj. Vantar ca 100 fm íb. nærri miðbæ Hafnar- fjarðar. Vantar eignir á skrá Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. Tilboð launanefndar um 25-34% Jón Kristjánsson, varaformaður launanefndarinnar, upplýsti á fundinum að nefndin hefði boðið kennurum 25-34% raunhækkun á taxtalaunum á samningstímanum. Inni í þessari tölu væru þættir sem gert væri ráð fyrir að kennarar gæfu á móti eins og t.d. svokallað- ir stílapeningar, sem jafngilda 3% launa. Tilboðið gerði ráð fyrir að skólastjórar fengju meiri mögu- leika á að verkstýra í sínum skól- um, sem aftur myndi væntanlega leiða til breytinga í skólastarfi. Það væri erfitt að meta hvað sveitarfé- lögin væru að kaupa þessar breyt- ingar dýru verði, en enginn vafi léki á að tilboðið fæli í sér bætt skólastarf. Tilboðið gerir ráð fyrir að lægsti taxti kennara hækki úr tæpum 75 þúsund krónum á mánuði í 86 þúsund við undirritun samninga og 100 þúsund í lok samnings- tímans. Þetta þýðir að launaflokk- ur kennara sem er 55 ára fer úr 103 þúsund á mánuði í 134 þúsund í lok samningstímans. Hafa ber í huga að inn í þessum tölum eru liðir sem sveitarfélögin bjóðast til að kaupa af kennurum. Kennarar hafna umræðum um vinnutima Jón fór ítarlega yfir tillögur launanefndarinnar um breytingar á vinnutíma. Hann sagðist telja að kennarar hefðu farið í viðræður um vinnutíma af heilindum í vor og þess vegna væru það sér mikil vonbrigði að þeir skyldu nú nýlega hafa hafnað öllum frekari umræð- um um vinnutíma. Jón sagði að tillögur launa- nefndarinnar gengju út á að auka möguleika skólastjóra til að skipu- leggja vinnu kennara innan skóla. I öðru Iagi að koma á nýju vinnu- tímafyrirkomulagi, sem m.a. fæli í sér að hugtakið kennsluskylda yrði lagt niður. í þriðja lagi að auka sveigjanleika_ í vinnufyrir- komulagi kennara. í fjórða lagi að fella greiðslur fyrir störf, s.s. leið- réttingu verkefna og umsjón með bekk, inn í grunnlaun. í fimmta lagi að endurskoða fyrirkomulag endurmenntunar kennara og skólastjóra. í sjötta lagi að breyta launaflokkaröðun með tilliti til framhaldsmenntunar, ábyrgðar og reynslu í starfi. Jón sagði að kennarar hefðu hafnað þessu og launanefndin hefði þá breytt áherslum sínum og reynt að koma til móts við kenn- ara, en nýjum tillögum nefndarinn- ar hefði einnig verið hafnað. Á síð- ustu tveimur samningafundum hefðu línur skýrst um ágreinings- efnin. Þau væru um vinnu kennara innan skólans sem skólastjóri hefði ekki umráðarétt yfir. Kennarar hefðu hafnað að auka vinnu kenn- ara sem mestan afslátt hefðu af kennsluskyldu og ennfremur hefðu þeir hafnað kröfum um að skipulag starfsdaga væri með þeim hætti að ekki þyrfti að senda nemendur heim. „Launanefndin gekk mjög langt til að reyna að halda áfram viðræð- um við kennara og raunar svo langt, að þau sjónarmið voru innan launanefndarinnar, að kröfur kennarafélaganna fyrir viðræðum þýddu það eitt, að menn færu úr flóknum samningi þar sem vinnu- tími væri lítt sýnilegur í samning sem væri enn flóknari og þar sem vinnutími væri alls ekki sýnilegur. Meðlimir samninganefndar spurðu sig þeirrar spurningar hvort rétt væri að borga stóru verði að fá fram vinnutímatilhögun sem væri verri en er í dag,“ sagði Jón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, sagði á fundinum að sveitarfélögin hefðu mikinn metn- að fyrir hönd grunnskólans. Mál- efni grunnskólans væru forgangs- verkefni hjá sveitarfélögunum um þessar mundir og yrði vonandi um alla framtíð. Aldrei hefðu jafnmikl- ir fjármunir verið lagðir í stofn- kostnað í grunnskólum og í endur- menntun kennara. Mikil áhersla væri á innra starf í skólunum. Hann sagði að sveitarfélögin hefðu skilning á nauðsyn þess að bæta kjör kennara í samræmi við þá ábyrgð og skyldur sem þeir hafa. Það væru hins vegar takmörk fyr- ir því hvað þau gætu gengið langt í því efni í þessari lotu. Hann skor- aði á kennara að koma aftur að samningaborðinu og reyna til þrautar að ná samkomulagi áður en til hugsanlegs verkfalls kæmi. í ályktun, sem samþykkt var á fundinum, er tekið undir þetta sjónarmið. Skorað er á kennara að koma til viðræðna á ný. Jafn- framt er lýst stuðningi við störf launanefndar. Kjarasamningurinn heftir þróun í skólastarfi í almennum umræðum á fund- inum kom fram í máli nokkurra fulltrúa að laun kennara væru of lág. Ríkharð Brynjólfsson, kennari á Hvanneyri, sagði að grunnskóla- kennarar væru á skítalaunum og samningsaðilar ættu að leitast við að láta umræðuna snúast um nýja launatöflu sem byggðist á því að hækka lægstu laun sem mest á kostnað annarra. Hann sagði einnig ljóst að uppbygging á kjarasamn- ingi kennara væri tómt rugl og menn yrðu að komast út úr því fari sem samningurinn hefði ratað í. Fleiri tóku undir þetta og lögðu áherslu á, að afar brýnt væri að gera breytingar á vinnufyrirkomu- lagi kennara. Þeirra á meðal var Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði. Hann sagði ljóst að sveitarfélögin yrðu að semja um að hækka laun kennara umfram landsmeðaltal, en bætti við: „Eg hætti sem skólastjóri á Seyðisfirði 1983 vegna þess að kjarasamning- ar kennara voru á þann veg að þeir heftu alla þróun í skólastarfi. Mér sýnist að það hafi ekkert gerst á þeim árum sem hafa liðið síð- an,“ sagði Þorvaldur. Það sjónarmið heyrðist einnig, að launanefndin hefði gefið of mik- ið eftir og sveitarfélögin hefðu ekki efni á að taka á sig svona miklar hækkanir. Guðlaugur Ingi Gunn- laugsson, sveitarstjóri á Hellu, sagði að þessar hækkanir kölluðu á niðurskurð í öðrum rekstri sveit- arfélaganna og framkvæmdum. Sturlaugur Þorsteinsson, bæjar- stjóri á Höfn, tók undir þetta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, sagði að í þessu máli tækjust tvenn sjónar- mið á. Sveitarstjómarmenn vildu bæta kjör kennara, en jafnframt þyrftu þeir að horfa til þess að þeir bæru ábyrgð á sameiginlegum sjóði sveitarfélagsins. Þó sveitarfé- lögin vildu gera vel við kennara hefðu þau ekki í digra sjóði að sækja. Hún sagði að ef sveitarfé- lögin ættu að koma til móts við kröfur kennara um hækkun launa, yrðu þeir að koma til móts við óskir sveitarfélaganna um hagræð- ingu í skólastarfi. Hún nefndi þar sérstaklega, að skólastjórar fengju meiri möguleika á að skipuleggja skólastarf og leggja yrði mikla áherslu á, að losna við starfsdaga kennara af kennsludögum nem- enda í samræmi við kröfur for- eldra. Hún nefndi ennfremur að til greina kæmi að sveitarfélög keyptu réttindi um skipun kennara í starf af kennurum. Áhyggjur af leik- skólakennurum Nokkrir sveitarstjórnarmenn sögðust hafa meiri áhyggjur af deilunni við leikskólakennara en við grunnskólakennara. Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi sagði að samningur við leikskólakennara væri einfaldur samningur og ekki væri um það að ræða að sveitarfé- lögin gætu náð þar fram hagræð- ingu í starfi með því að kaupa eitt- hvað af leikskólakennurum. Hann sagði að launanefndin yrði að leggja alla áherslu á að ná samn- ingum við leikskólakennara fyrir 22. september þegar boðað verk- fall á að koma til framkvæmda. Ingibjörg Sólrún tók undir þetta. Átak til að efla stærðfræðikennslu SKOLASKRIFSTOFA Hafnar- fjarðar mun á næstu tveimur árum standa fyrir átaki til að efla stærðfræðikennslu í grunn- skólum bæjarins. Átakið er margþætt og felst m.a. í upplýs- ingaöflun, námskeiðum fyrir kennara, fundum fyrir foreldra og þróunarstarf úti í skólunum. Sem dæmi má nefna að gerð verður athugun meðal kennara, nemenda og foreldra varðandi áherslur og _ viðhorf til stærð- fræðináms. Átak þetta er unnið að frumkvæði skólanefndar Hafnarfjarðar í samráði við skólastjómendur. Skólaskrifstofan hefur sam- starf við ýmsa aðila um þetta verkefni og má þar nefna Rann- sóknarstofnun Kennaraháskóla íslands og Freudenthalstofnun- ina í Hollandi sem er ein helsta rannsóknar- og þróunarstofnun á sviði stærðfræðimenntunar í heiminum og nýtur hún virðingar um allan heim. Þróunarsjóður grunnskóla veitir styrk til verk- efnisins og ráðinn hefur verið námstjóri í stærðfræði sem mun hafa umsjón með verkefninu, segir í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Ennfremur segir: „Dagana 24.-27. september koma hingað dr. Jan de Lange og dr. Maija van den Heuvel-Panhuizen frá Freudenthalstofnuninni í Hol- landi. Þau munu halda fyrirlestra og námskeið um stræðfræðinám og stærðfræðikennslu fyrir kenn- ara á þjónustusvæði Skólaskrif- stofu Hafnarfjarðar. Auk þess flytja þau opinberan fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands. I > i r K i . I I l J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.