Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 19 Utandagskrárumræða á Evrópu- þinginu vegua dauða Díönu Vilja evrópskar reglur til vernd- ar einkalífi FULLTRÚAR í menningar- og fjölmiðlanefnd Evrópuþingsins hafa farið fram á utandagskrárumræðu á þinginu í Strassborg í næstu viku til að ræða hvort ástæða sé til að herða samevrópskar reglur um vernd friðhelgi einkalífsins. Tilefni umræðunnar er hugsanlegur þáttur ljósmyndara æsifréttablaða, svo- kallaðra paparazzi, í dauða Díönu, prinsessu af Wales. Mismunandi lög um friðhelgi einkalífs gilda í aðildarríkjum Evr- ópusambandsins. Frakkland hefur einna strangastar reglur. í ríkjum, þar sem meira frjálsræði ríkir í þessum efnum, er jafnframt bezti markaður- inn fyrir pap- arazzi-myndir af frægu fólki. Menningar- og fjölmiðlanefnd Evrópuþingsins hyggst skrifa framkvæmdastjórn ESB bréf og fara fram á að gerður verði samanburður á löggjöf aðild- arríkjanna um vernd einkalífs og hugsanlega samdar tillögur að evr- ópskri löggjöf um framkomu fjöl- miðla. Menningarmunur milli aðildarríkja Klaus van der Pas, talsmaður Jacques Santer, forseta fram- kvæmdastjórnarinnar, segir hins vegar í European Voice að aðildar- ríkin hafi mjög mismunandi skoðan- ir á þessu máli. „Við spyijum hvort þetta sé í raun mál, þar sem þörf er á samræmingu. Er það nauðsyn- legt? Með nálægðarregluna í huga erum við hikandi," segir Van der Pas og vísar til þeirrar grundvallar- reglu í löggjöf ESB að sambandið skuli einungis láta til sín taka á sviðum, þar sem það sé betur í stakk búið til að ná árangri en einstök aðildarríki. Formaður menningar- og fjöl- miðlanefndarinnar, Peter Pex, sem kemur úr flokki kristilegra demó- krata í Hollandi, viðurkennir að erfitt verði að setja lög, sem verndi einkalífið og að taka verði tillit til menningarmunar á milli aðildar- ríkja ESB að þessu leyti. Talsmenn fjölmiðla og blaða- manna benda á að frönsku reglurn- ar um vernd einkalífs, sem þykja þær ströngustu í ESB, hafi ekki komið í veg fyrir eltingaleik ljós- myndara við bif- reið Díönu prins- essu kvöldið sem hún lézt. Jens Linde, forseti Alþjóðasambands blaða- manna, bendir á það í samtali við European Voice að lög, sem sett yrðu til að koma böndum á lítinn minnihluta fréttamanna, sem hagar sér með ábyrgðarlausum hætti, kynnu að reynast erfið í fram- kvæmd og gera meiri skaða en gagn. 8. grein mannréttinda- sáttmálans ekki virk? Blaðið segir frá því að í hópi fulltrúa á þingmannasamkundu Evrópuráðsins séu jafnframt uppi raddir um að tryggja þurfi vernd einkalífs betur en nú. Þingmenn telja að 8. grein mannréttindasátt- mála Evrópu sé ekki virk eins og málum sé nú háttað, en í henni segir m.a.: „Hver maður á rétt til friðhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta." EVRÓPA% Norsk stjórnvöld andvíg genabreyttum lífverum Tilskipunum ESB hafnað? NORSK stjórnvöld ræða nú í fyrsta sinn möguleikann á að nýta rétt sinn samkvæmt samningnum um Evrópskt efnahagssvæði til að hafna því að tilskipanir Evrópusam- bandsins, sem snerta samningssvið- ið, gangi í gildi í Noregi. Aftenpost- en greinir frá því að Thorbjorn Berntsen umhverfismálaráðherra hafi staðfest að þetta sé raunin hvað varðar reglur ESB um gena- breyttar lífverur. Aftenposten segir að án efa muni langar samningaviðræður eiga sér stað milli Noregs og ESB áður en gripið verði til þess ráðs að beita neitunarvaldi gegn tilskip- unum sambandsins. Nýjar tilskipanir ESB, sem snerta samningssvið EES-samn- ingsins, eru teknar upp í samning- inn eftir umfjöllun í sameiginlegu EES-nefndinni og samþykki þjóð- þinga aðildarríkjanna. Almennt hefur verið litið svo á að beiti EFTA-ríki neitunarvaldi gegn einhveijum tilskipunum ESB sé allur EES-samningurinn í hættu því að með slíku væri markmið hans um einsleitt efnahagssvæði þar sem sömu reglur gilda, úr sög- unni. Einróma stórþingssamþykkt Norska umhverfismálaráðuneyt- ið er í erfiðri stöðu í þessu máli. Það hafði áður ákveðið að leggjast ekki gegn reglum ESB um gena- breyttar lífverur en í júní síðastliðn- um samþykkti Stórþingið samhljóða að hindra skyldi útbreiðslu erfða- efnis frá genabreyttum bakteríum, sem væru ónæmar fyrir fúkkalyfj- um. Erfðaefni af þessu tagi mun hafa verið notað til að genabreyta maískorni, olíurepju, jólasalati, tób- aki og tveimur tegundum af bólu- efni, sem leyfilegt er innan ESB. Óttast þingmenn að erfðaefni frá bakteríum geti borizt í aðrar lífver- ur og gert þær ónæmar fyrir lyfj- um. Norska ríkisstjórnin sér sér því ekki annað fært en að krefjast banns við framleiðslu, innflutningi og dreifíngu þessara lífvera. Berntsen umhverfismálaráð- herra segist vita að ýmis starfs- systkin hans í 'íkjurn ESB séu hon- um sammála um hættuna vegna genabreyttra lífvera. Skipholts Apótek fagnar eins árs afmæli Nú er liðið eitt ár síðan við hófum rekstur. í tilefni af afmælinu bjóðum við öllum viðskiptavinum víðtækan afmælisafslátt í september. 50% til 100% afsláttur af lyfseðlum 50% til 100% af hlut sjúklings - fyrir elli- og örorkulífeyrisþega 20% til 100% af hlut sjúklings fyrir almenna viðskiptavini • Afsláttur af vítamínum: Ef þú kaupir eitt glas af vítamíni þá færð þú annað ókeypis Einnig: • Afsláttur af ítölskum sjúkrasokkum: 20% afsláttur af SANYLEG sjúkrasokkum og sokkabuxum • Afsláttur af hársnyrtivörum: •20% afsláttur af j.f. lazartigue frábærar franskar hársnyrtivörur (sápulaus sjampó, ýmsar lausnir gegn hárvandamálum t.d. hárlosi, fitu, flösu og þurrki í hári og hársverði) •20% afsláttur af Nicky Clarke, hágæða ensku hársnyrtivörunum • Afsláttur af hárskrauti: 20% afsláttur af EVITA PERONI hárskrauti Bestu þakkir til okkar mörgu föstu viðskiptavina fyrir frábærar móttökur. Skipholts ISApótek Skipholti 50 C • Sími: 551-7234 50 D Skipholt 33 Skipholts Apótek 50 C 50 B 50 A Skipholt Skipholt 31 Brautarholt 29 ^ Tónabíó (Vinabær) Ljósmynda- vörur Færeyska sjómanna- heimiliö Afmælistilboðið gildirtil 1. október 1997

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.