Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 25
24 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 25 JltofgtiiiWlftfeUÞ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ASAKANIR í ÞINGSÖLUM FJAÐRAFOK varð í fjölmiðlum og á Alþingi sl. vor vegna meintra starfsaðferða lögreglumanna í ávana- og fíkniefnadeild lögreglustjóraembættisins i Reykjavík. Fullyrt var í tímaritinu Mannlífi, að nafngreindur maður hefði ástundað stórfelld fíkniefnaviðskipti í skjóli fíkniefna- lögreglunnar og var tekið undir ásakanirnar í umræðunum á Alþingi og krafist opinberrar rannsóknar. í framhaldi af þeim mælti dómsmálaráðherra fyrir um slíka rannsókn. Sérstökum rannsóknarlögreglustjóra var falin rannsóknin og skilaði hann saksóknara ríkisins niðurstöðum sínum fyrir nokkru. Þær þóttu ekki gefa tilefni til refsiréttar- legra aðgerða vegna starfshátta ávana- og fíkniefnadeild- ar að mati saksóknara ríkisins. Greinargerð hans vegna málsins var birt í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Sérstaka athygli vekur málsgrein í greinargerðinni, þar sem fjallað er um umræðurnar á Alþingi. Þar segir: „í umræðum utan dagskrár á Alþingi kom fram sakburð- ur á hendur ávana- og fíkniefnadeildinni, sem þó var nokk- uð óljós, um misbeitingu valds jafnframt því að tekið var undir ásakanir í Mannlífsgreininni. Rannsóknarhópurinn leitaði til umræddra þingmanna um nánari skýringar og rökstuðning fyrir ásökununum. í upplýsingaskýrslum lög- reglumanna um þessi viðtöl kemur ekki fram neinn frek- ari rökstuðningur fyrir ásökununum þannig að á verði byggt. Renna þær því ekki stoðum undir lögreglurannsókn- ina.“ Það er umhugsunarefni, að þingmenn setji fram alvarleg- ar ásakanir í umræðum á Alþingi án þess að geta staðið við þær, þegar eftir er leitað í sérstakri rannsókn, sem fram fer að kröfu þingmanna sjálfra. Það er sjálfsögð krafa á hendur þingmönnum að þeir vandi málflutning sinn og kynni sér þau mál rækilega, sem þeir taka upp í þingsölum. NÝTT SVEITAR- FÉLAG Á HÉRAÐI SAMEINING Egilsstaðabæjar, Eiðahrepps, Hjaltastaða- hrepps, Skriðudalshrepps og Vallahrepps á Fljótsdals- héraði var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða í kosningum eystra sl. laugardag. Kosið verður til sveitar- stjórnar hins nýja sveitarfélags næsta vor og að því er stefnt, að stærra og sterkara sveitarfélag á Héraði verði að veruleika um miðjan júnimánuð á komandi ári. Með þessari sameiningu er stigið enn eitt, mikilvægt skref til styrkingar þess „nálæga“ stjórnsýslustigs sem sveitarfé- lögin eru. Markmiðin með sameiningu sveitarfélaga er aukin hag- kvæmni í rekstri, efling atvinnulífs á viðkomandi svæðum og bætt samfélagsleg þjónusta við íbúana. Verkefnaflutn- ingur frá ríki til sveitarfélaga, samanber rekstur grunnskól- ans, kallar á stærri og fjárhagslega sterkari sveitarfélög. Stórbættar samgöngur milli hreppa, sem eru nánast eitt atvinnusvæði, ýta einnig undir og auðvelda sameiningu þeirra. Síðast en ekki sízt er sameining sveitarfélaga og bætt þjónusta á þeirra vegum rökrétt viðbrögð landsbyggð- ar, sem hefur lengi átt í vök að veijast vegna fólksflutn- inga til höfuðborgarsvæðisins. Skipting landsins í hreppa á rætur að rekja aftur á þjóð- veldisöld. Gjörbreyttar þjóðfélagsaðstæður gera það á hinn bóginn hagkvæmt og æskilegt, að byggðir sem eru ein heild í atvinnumálum og félagsmálum sameinist í eitt sveit- arfélag. Þessar breyttu þjóðfélagsaðstæður eru ekki sérís- lenzkt fyrirbrigði og sameining sveitarfélaga var umtals- verð í mörgum Evrópulöndum á árabilinu 1960 til 1975. Tilgangur sameiningar sveitarfélaga, hérlendis sem er- lendis, er einkum: 1) að styrkja sveitarstjórnarstigið, 2) að færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga, 3) að auka og efla völd heimafólks yfir staðbundnum verkefnum, 4) að bæta búsetuskilyrði með því að efla atvinnulíf og félags- lega þjónustu hvers konar og 5) að hagræða í rekstri og nýta þannig skattpeninga fólks betur. Sterkar líkur er á því að stærri og sterkari sveitarfélög, eins og það sem nú er í burðarlið á Héraði, séu bezta vörn landsbyggðarinnar gegn áframhaldandi fólksflótta til höfuðborgarsvæðisins. Lúxus- vandi Norð- manna Kosningabaráttan í Noregi er spennandi og um margt einkennileg, því tekist er hart á um velferðina í einu ríkasta landi heims. Urður Gunnarsdóttir ræddi við fræðingana og kjósenduma í Qsló fyrir kosningamar sem fram fara nk. mánudag. VIÐ eigum við lúxusvandamál að stríða, segja kjósend- urnir. Svo að segja allt gengur Norðmönnum í haginn, þeir dæla olíu og gasi upp úr sjónum, eru búnir að greiða niður erlendar skuldir og eiga ekki í basli við atvinnuleysisdrauginn. Vandamál- in krefjast ekki tafarlausra lausna og hættan er sú að áhuginn á kosningun- um dofni. En sú virðist ekki ætla að verða raunin, því þrátt fyrir að kosn- ingabaráttan sé ekki sýnileg á götum úti, er hún háð af miklum krafti og niðurstaðan er síður en svo ljós. Raun- ar svo óljós að hún skýrist kannski ekki fyrr en dögum og vikum eftir kosningar. Kosningabaráttan er ekki síst spennandi vegna þess að jafnvel þótt Verkamannaflokkurinn nái því marki sem Thorbjörn Jagland forsætisráð- herra setti sér í síðasta mánuði, að fá ekki færri atkvæði en síðast, er framtíð hans ekki trygg. Fylgi þeirra flokka sem stutt hafa hann á þingi, Miðfiokksins og Sósíalíska vinstri- flokksins, hefur dregist svo saman að margir spá því að stjórnin falii á ein- hveiju umdeildu máli, löngu áður en kjörtímabilið er úti. „Þetta hefur verið spennandi kosningabarátta, kosning- arnar verða það án efa og ég á von á viðburðaríku kjörtímabili, ólíkt því sem verið hefur síðustu fjögur árin,“ segir Henrik Width, sem skrifar um stjórnmái í Aftenposten. Bert Aardal, yfirmaður rannsókna við Samfélags- rannsóknastofnunina norsku, er ekki sannfærður um að Jagland falii, en hann er sammála Width um að barátt- an sé spennandi og ólík því sem áður hefur verið. Heilbrigðismálin í öndvegi Stóru málin í kosningabaráttunni eru heilbrigðismál og málefni aldr- aðra, um það virðast allir sammála. Skömmu fyrir þinglok í vor var lögð fram tillaga um að hækka iægstu líf- eyrisgreiðslurnar um 1.000 kr. norsk- ar, um 10.000 íslenskar, og greiddu flestir stjórnarandstöðuflokkarnir at- kvæði með henni. Jagland tók hins vegar illa í tillöguna, sem hann sagði dæmi um tækifærismennsku og var hún felld. Það ýtti hins vegar undir reiði margra, sem telja ekki nógu vel búið að öldruðum í Noregi þrátt fyrir ríkidæmi þjóðarinnar. Og þessa reiði nýtti Carl I. Hagen, formaður Fram- faraflokksins, sér. Þegar í upphafi kosningabaráttunnar í ágúst, reyndist Framfaraflokkurinn hafa aukið fylgi sitt umtalsvert. „Hagen sogaði hrein- lega að sér óánægjufylgið. Það skai engan undra að fólki þyki skömm að því að um 10.000 manns séu á biðlist- um eftir aðgerðum á sjúkrahúsum, að sjúkiingar liggi á göngum og að 4-5 gamalmenni séu saman í herbergi á elliheimilunum,“ segir Width. Að sögn Aardals hefur ekki verið um mikinn niðurskurð í heilbrigðis- kerfinu að ræða, heldur fjölgun sjúkl- inga, sem ekki hefur verið mætt. T.d. er mikill skortur á læknum og hjúkr- unarfólki og hefur starfsfólk frá hin- um Norðurlöndunum streymt til Nor- egs. Þrátt fyrir að Framfaraflokkur- inn hafi verið fyrstur til að taka mál- ið upp, hafa hinir flokkarnir fylgt ófeimnir á eftir, enda erfitt að vera mótfallinn betra heilbrigðiskerfi, auk þess sem hver könnunin á fætur ann- arri hefur leitt í ljós að heilbrigðismál eru eitt af því sem brennur heitast á fólki, þrátt fyrir að þau hafi oftlega fallið í skuggann af öðrum málum. Innflytjendamálin sem voru áber- andi árið 1995 voru það ekki í upp- hafi kosningabaráttunnar en hafa æ oftar verið nefnd, að frumkvæði Framfaraflokksins sem Width segir hafa verið gert til að hressa upp á fylgið, sem dregið hefur úr eftir óska- byijun. Hagen viti að margir séu sam- mála honum um innflytjendamál, þótt þeir fari ef til vill ekki hátt með það. Þá hefur umræðan um strangari refs- ingar skotið upp kollinum á síðustu dögum og virðast flokkarnir nær allir sammála um að þeirra sé þörf. Flokkseigandinn Hagen Hagen hefur oft verið líkt við hægriöfgamennina Jörgen Haider í Austurríki og Jean Marie Le Pen í Frakklandi, að ósekju að mati Aardal og Width. Sá síðarnefndi telur skoðan- ir Hagens reyndar enduróm af mál- flutningi tvímenninganna þótt hann gangi ekki eins langt, en Aardal telur það rangt, t.d. bendi ekkert til þess að andúð á innflytjendum sé að auk- ast í Noregi. Báðir eru þeirrar skoðun- ar að Hagen sé kannski fyrst og fremst tækifærissinni, dæmi um það séu yfirlýsingar hans um skattamál en hann hafi slegið mjög af kröfum sínum um lægri skatta, þegar honum þótti einsýnt að það væri vænlegra til árangurs. Þá hafi innflytjendamálin ekki verið á stefnuskrá flokksins í upphafi, heldur hafi hann tekið þau upp á sína arma þegar hann varð þess áskynja að margir Norðmenn voru lítt hrifnir af innflytjendum. Hagen er þrautþjálfaður stjórn- málamaður sem veit hvað hann segir og hvað ekki. Width segir hann hafa nýtt sér þessa kunnáttu til hins ýtr- asta þegar hann ræði viðkvæm mál á borð við innflytjendamái; allir viti hvað við sé átt þótt orðin í sjálfu sér segi lítið. Hann sé áberandi maður sem minni frekar á flokkseiganda en leiðtoga, og að svo virðist sem marg- ir kjósendur hugsi ekki út í það að fleiri séu í Framfaraflokknum en hann, þeir þekki lítið sem ekkert til annarra frambjóðenda, sem séu afar tryggir flokki sínum og leiðtoga. „Hagen býður upp á einfaldar Scan-Foto KJELL Magne Bondevik, fyrrverandi leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, er sá norskra sljórnmála- manna, sem flestir kjósendur vilja sjá sem forsætisráðherra að Thorbjörn Jagland undanskildum. Á myndinni má sjá Bondevik og Jagland á kosningafundi. Hvað segja kjósendurnir? „Ég er af X-kynsIóðinni og eins og þú veist höfum við ekki mikinn áhuga á stjórnmálum frekar en svo mörgu öðru,“ segir ung kona í hálfkæringi. Hún heitir Anita OI- sen, 25 ára. „Þetta eru ekki spenn- andi kosningar og ég er ekki búin að ákveða mig. En ég veit þó að það verður á grunni persónu þeirra sem eru í framboði, ekki flokkanna eða málefnanna. Per- sónurnar skipta aðalmáli, falli mér ekki frambjóðandinn, kýs ég hann ekki.“ Olsen hefur tvisvar sinnum kosið og býst við því að það sama verði uppi á teningnum og síðast, henni sýnist flest hníga í þá átt að hún ýósi Hægriflokkinn. Vegna fram- bjóðendanna. „Ekki þar fyrir að Carl I. Hagen er langbesti stjórn- málamaðurinn. Hann ber af en ég myndi aldrei kjósa hann. Hagen er nauðsynlegur til að sparka í afturendann á okkurog velqa en þar dreg ég mörkin. Ég tel ekki mikla hættu á því að hann komist til valda, ég held að niðurstaðan verði sú sama og áður, að Verka- mannaflokkurinn verði áfram í stjórn." Þrátt fyrir að Olsen sé af hinni áhugalitlu X-kynslóð og hafi þar af leiðandi takmarkaðan áhuga á stjórnmálaumræðunni, segist hún hafa fylgst allvel með kosningabar- áttunni. „Mér finnst ekkert eitt Hagen gaf tóninn málefni standa upp úr en líklega eru heilbrigðismálin þó mikilvæg- ust. En sjáðu til, það er svo erfitt að hella sér út í þessa umræðu og sýna henni áhuga þegar maður hefur það svona gott. Vandamálin okkar eru lúxusvandamál, hvað við eigum að gera við alla peningana." Allt of neikvæð umræða „Það er ekki mikið um að vera hér þótt stutt sé til kosninga,“ seg- ir Rolf Bö, sem ekki saknar þess að sjá stjórnmálamenn á götum úti. Bö, sem sjálfur situr í sveitar- stjórn fyrir Venstre í „litlu sveitar- félagi á vesturströndinni", er full- sáttur við að kosningabaráttan skuli að mestu leyti vera háð í fjöl- miðlum. Hann er hins vegar ekki ánægður með stjórnmálaumræð- una, sem hann segir allt of nei- kvæða. „Margir eiga erfitt með að ákveða sig. Fólk er ringlað, það hefur það gott en þegar eingöngu er einblínt á það sem miður hefur farið, veit það ekki hvaðan á það stendur veðrið. Það þekkir ekki þann raunveruleika sem sljóm- málamennirnir draga upp, hann er miklu dekkri en það sem það upplifir sjálft." Bö kennir Hagen, formanni Framfaraflokksins, um þetta, segir honum hafa tekist að gefa tóninn. „Hans stefna byggir á því að nær- ast á óánægju, sem alltaf er fyrir hendi, hversu gott sem ástandið er. Og hinir flokkarnir þora ekki annað en fylgja í kjölfarið. Mér finnst synd og skömm hvernig t.d. umræðan um innflytjendamál verður eingöngu neikvæð í hönd- unum á Hagen og félögum. Það er margt jákvætt í þeim málumen það hverfur alveg í skuggann. Ég tel innflytjendamálefni þó ekki mikilvægasta málaflokkinn, hlýt að taka undir með þeim sem nefna heilbrigðismál og skólamál. En það sem mestu skiptir er að fólk átti sig á því að það verður að taka þátt í þessari umræðu, við verðum að beijast fyrir velferðinni og lýð- ræðinu á hveijum degi. Slagorða- kennd og neikvæð umræðan sem Hagen stýrir svo meistaralega verður til þess að allt að fimmt- ungi þjóðarinnar finnst hann tala af skynsemi." lausnir, sem hann tyggur ofan í fólk. Hann er vanur því að vera í sífelldri sókn og því hefur það reynst honum snúið að þurfa að veijast þegar Jag- land tók upp á því að beina spjótum sínum að Framfaraflokknum, í stað hins hefðbundna andstæðings, Hægri- flokksins," segir Aardal. Verkamannaflokkurinn stóð illa í skoðanakönnunum, var kominn niður fyrir 30%, og ljóst að margir kjósenda hans voru hrifnir af málflutningi Hag- ens, sem til að bæta gráu ofan á svart lýsti því yfír að hann væri sáttur við að Verkamannnaflokkurinn yrði áfram í stjórn. „Þá varð Jagland nóg boðið, eitthvað varð að gera. Hann réðst á Framfaraflokkinn og varaði kjósendur sína ennfremur við því að fengi Verkamannaflokkurinn ekki sama hlutfall atkvæða og í síðustu kosningum, myndi hann hætta í stjórn. Ég held að flestir séu sam- mála um að þetta hafi verið heimsku- leg yfirlýsing, þó hún kunni að hafa hreyft við mörgum kjósendum. Mér finnst hins vegar fulllangt gengið að tala um hótun eins og sumir hafa gert.“ Bendir Aardal á þá skringilegu staðreynd að jafnvel þótt Verka- mannaflokknum takist ekki að ná þeim 36,9% sem Jagland hefur heitið, kunni hann að fá fleiri þingsæti en nú, vegna atkvæðadreifingar. Ástæðu slaks gengis Verkamanna- flokksins telur Aardal m.a. leiðtoga- skiptin, er Jagland tók við af Gro Harlem Brundtland og erfiðleika hans með ýmsa ráðherra sína. „Stríðinu um Evrópumálin var lokið í bili, at- vinnuástandið tryggt og efnahagurinn í blóma. Flokknum hefur hins vegar gengið illa að nýta sér þetta en nú er kosningavél hans komin í gang og flokkurinn þokast hægt upp á við.“ Evrópumálin Evrópumálin hafa ekki verið til umræðu, þrátt fyrir tilraunir Mið- flokksins til þess. En þau krauma undir og áhrifa þeirra gætir svo sann- arlega í kosningabaráttunni, að mati Aardals. „í kosningunum um aðild að Evrópusambandinu klofnuðu margir flokkar í afstöðu sinni til ESB og bil- ið á milli flokkanna ýmist mjókkaði eða breikkaði. Og línurnar, sem dregnar voru í norska flokkapólitík, eru enn til staðar. Eftir hrun kommún- ismans hefur munurinn á hægri- og vinstriflokkum minnkað þótt flokk- arnir séu enn tii. En með hinni hatrömmu ESB-umræðu breikkaði t.d. bilið á milli Hægriflokksins og Miðflokksins svo mikið að þeir aftaka nú með öllu að vinna saman. Sósíal- íski vinstriflokkurinn er klofinn m.a. vegna þess að hluti flokksmanna hef- ur fengið nóg af samvinnu við Verka- mannaflokkinn og vill frekar vinna með Miðflokkunum, sem þeir nálguð- ust svo mjög í nei-baráttunni. Það er ekki enn fullreynt hvaða varanlegu áhrif Evrópuumræðan hefur en 1972 varð hún til að kljúfa flokka og flýta fyrir því að t.d. umhverfismál voru tekin á dagskrá mun fyrr en ella.“ Einn angi Evrópuumræðunnar kom þó upp á yfirborðið í vor, en það voru harðar deilur um Schengen-sam- komulagið, sem miðjuflokkarnir, Mið- flokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkur- inn og Venstre, eru andvígir. En Schengen- og Evrópuumræðan virðist dáin drottni sinum, þó vera kunni að henni skjóti síðar upp á yfirborðið. Hægriflokkurinn, sem var lengi Sóknardagar smábáta úr 84 í 20 og 26 Tryggja þarf fólki lágmarks lífsviðurværi Að óbreyttum lögum liggur nú fyrir að króka- bátar í sóknardagakerfi mega aðeins stunda veiðar í 20-26 daga á nýbyrjuðu fískveiði- »- ári. Jóhanna Ingvarsdóttir komst að því að mikil óvissa ríkir meðal trillukarla á sóknardögum og eru nú 444 bátar bundnir við bryggju vegna þessa. næststærsti flokkurinn og hefur hlotið yfír 30% fylgi, sér nú fram á algert hrun. Honum er spáð um 10% at- kvæða og nafn Jans Petersens, leið- toga flokksins, er nær aldrei nefnt þegar rætt er um líkleg forsætisráð- herraefni. Klæðlítill Hægriflokkur Width telur hluta skýringarinnar þá að Hægriflokkurinn hafi ekki gert nógu skýran greinarmun á sér og Framfaraflokknum. Aardal tekur undir þetta, segir marga hægrimenn hafa horfið til Framfaraflokksins, m.a. vegna fijálslyndrar stefnu hans. „Hins vegar vilja margir hægrimenn ekki sjá stefnu Framfaraflokksins í innflytjendamálum og það setur Hægriflokkinn í vanda, hann vill hvor- ugan hópinn styggja. Þá líður Hægri- flokkurinn enn fyrir afstöðu sína til ESB, leiðtogann sem margir eru ósáttir við og það hversu lítill munur er orðinn á Hægriflokknum og Verka- mannaflokknum. Jan P. Syse, fyn-verandi forsæt- isráðherra hægrimanna, sagði fyrir nokkrum árum að Verkamannaflokk- urinn hefði stolið fötum hægrimanna á meðan þeir böðuðu sig og átti við að þeir hefðu stolið málefnunum. Hægriflokknum hefur ekki alveg tek- ist að finna sér ný baráttumál." Hinir flokkarnir tveir sem tapa miklu fylgi eru Sósíalíski vinstriflokk- urinn og Miðflokkurinn. Aardal segir þá báða vera að missa fylgi sem þeir fengu vegna Evrópuandstöðu sinnar, sérstaklega Miðflokkurinn. Sósíalíski vinstriflokkurinn sé einnig klassískur vinstriflokkur sem hafi átt erfitt upp- dráttar vegna hruns kommúnismans, leiðtogaskipta og deilna um hvaða stefnu skuli taka. Ekki dregið úr áhuga almennings Það er lítið um veggspjöld á götum úti og auglýsingar stjórnmálamanna eru bannaðar í ljósvakamiðlum. Hins vegar ganga margir stjórnmálmenn á milli húsa og ræða við kjósendur beint. Svo virðist sem Norðmenn hafi heil- mikinn áhuga á stjórnmálum, þrátt fyrir alla velferðina, sem menn kynnu að ætla óvin stjórnmálaáhugans. Stjórnmálaþátttaka er um 80% að jafnaði og fór í 89% í kosningum um Evrópusambandið. Fyrir nokkrum vikum virtust fjöimargir ætla að sitja heima, en hitinn í kosningabaráttunni hefur orðið til þess að allt bendir til þess að jafnmargir greiði atkvæði og í síðustu kosningum. „Þetta er óneit- anlega skrýtin barátta, að tekist skuli á um alla þessa peninga. Erlendar skuldir hafa verið greiddar upp, olíu- iðnaður skilar afgangi og iðnaður í landi er á uppleið. En á móti kemur að margir eru hræddir um að fara of geyst og óttast verðbólgudrauginn, svo það er tekist á.“ Flókið púsluspil Málefnin eru ekki það eina sem kosningarnar snúast um, þær snúast ekki síður um það hveijir séu hæfustu leiðtogarnir. Jagland nýtur mests fylgis en Kjell Magne Bondevik, fyrr- verandi leiðtogi Kristilega þjóðar- flokksins, kemur fast á hæla honum. Width og Aardal segja flokk Bonde- viks hagnast á löngun margra eftir breytingum og andúð á Framfara- flokknum, hann lendi þarna á milli og Bondevik sé reyndur stjórnmála- maður og frambærilegur. En þar sem ekki er kosið um forsæt- isráðherra, vandast málið. Mið- og borgaraflokkarnir eru margir og smá- ir, og það er meiri hreyfíng á kjósend- um en nokkru sinni enda erfitt að gera upp á milli allra flokkanna, sem eru alls 21, þar af bjóða átta fram á landsvísu. Miðflokkarnir hafa sýnt áhuga á því að mynda ríkisstjóm, sem ekki hefur gerst fyrr, að sögn Aardal. Ástæðan er m.a. sú samvinna sem komst á vegna andstöðu flokkanna við ESB en hún hefur einnig orðið til þess að Miðflokkurinn og Hægriflokkurinn, sem studdi ESB-aðild eindregið, þver- taka báðir fyrir samstarf sín í milli. „Svo er að sjá hvað gerist þegar á hólminn er komið, hvort flokkarnir grafa stríðsöxina til þess að mynda stjóm borgara- og miðflokka, opnist möguleiki á slíku,“ segir Aardal. „Þeirra bíður flókið púsluspil nái Verkamannaflokkurinn ekki markmiði sínu. En takist það, tel ég ólíkiegt annað en að hann haldi velli, svo sterk er staða flokksins þrátt fyrir allt.“ Sjávarútvegsráðuneytið gaf í gær út fjölda sóknardaga fyrir krókabáta á fiskveiði- árinu 1997/1998. Sóknar- dagar krókabáta, er stunda veiðar með handærum verða á nýbyijuðu fiskveiðiári 26 talsins, en sóknardag- ar krókabáta, er stunda veiðar með línu- og handfærum verða samtals 20 á fiskveiðiárinu. Á síðastliðnu fiskveiðiári var fjöldi sóknardaga fyrir báða hópana 84. Fjöldi sóknardaga á fískveiðiárinu hefur verið reiknaður út í samræmi við ákvæði laga númer 38/1990 um stjórn fiskveiða með siðari breyting- um, eins og fram kemur í tilkynn- ingu frá ráðuneytinu. Samkvæmt þeim skal fjöldi sóknardaga á hveiju fiskveiðiári ákvarðaður fyrir hvorn hóp með tilliti til áætlaðs heildar- þorskafla þeirra á því fiskveiðiári og meðalafla á sóknardag á næstliðnu fiskveiðiári. Áætlaður heildarþorskafli línu- og handfærabáta á þessu fiskveiðiári er 2.158 lestir, en var 1.836 lestir á því síðasta. Aflinn þá varð_ aftur á móti tæplega 10.300 lestir. Áætlaður heildarafli af þorski hjá handfæra- bátum á nýbyijuðu fiskveiðiári er 3.002 lestir, en var 2.554 lestir á því síðasta og þá varð aflinn tæplega 10.400 lestir. Afli þessara báta fór því verulega fram úr þeim áætlun- um, sem gerðar voru fyrir síðasta fiskveiðiár, sem hefur þessa miklu fækkun sóknardaga í för með sér, að sögn Snorra Rúnars Pálmasonar, deildarstjóra í sjávarútvegsráðuneyt- inu. Þessi útgerðarmáti gæti hæglega lagst af „Ef lögunum verður ekkert breytt og menn fá ekki nema 20-26 sókn- ardaga á næsta ári er ég ansi hrædd- ur um að þessi útgerðarmáti muni leggjast af. í dag eru þessir bátar, 444 að tölu, þar af 167 í línu- og handfærahópnum og 277 í hand- færahópnum, bundnir við bryggju og menn eru að bíða eftir því hvort það verði tekið í kröfur þeirra um að breyta lögunum til þess að tryggja þeim lágmarksdagafjölda burtséð frá því hvað fiskast mikið,“ sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Hann sagði að viðræður við ráðu- neytið væru ekki komnar það langt að byijað væri að ræða tölur, en ljóst væri að lágmarksdagafjöldi þyrfti að vera töluvert hærri en sem nemur þessu. Þriðji fundur fulltrúa Lands- sambandsins og ráðuneytis er fyrir- hugaður í dag, en breytingar þarf að gera á lögum til að fá einhveiju breytt um þann sóknardagafjölda sem nú liggur fyrir. „Viðræðurnar þokast ekki mikið en þær eru ennþá í gangi þannig að við sjáum ein- hveija von. Það þarf ákveðið lág- mark til þess að menn geti gert út og það eru þó nokkuð fleiri dagar heldur en þetta.“ Þegar frumvarpsdrög lágu fyrir eftir að samkomulag hafði verið gert við smábátasjómenn í fyrravor, gerði LS fyrirvara um gólf i sóknar- dögunum til að tryggja mönnum lág- marks lífsviðurværi. Enginn hafi hins vegar búist við því að dagarnir færu svo langt niður sem raunin væri nú vegna þess að fiskgengdin á síðasta fiskveiðiári hafi verið hreint út sagt ævintýraleg. Frestur sá er smábátasjómenn höfðu til að úrelda báta sína rann út þann 1. september sl. og reynd- ust viðbrögð mjög dræm. Gegn af- sali veiðiréttinda skyldu greiðast 80% af vátryggingaverðmæti bát- anna án þess að menn þyrftu að afsala sér bátunum sjálfum. Á síð- asta fiskveiðiári fækkaði aðeins í línu- og handfærahópnum um 18 báta og í handfærahópnum um 14 sem er langt fyrir neðan það sem búist hafði verið við. V „Þetta segir okkur helst það að mehn gera sér grein fyrir því hvað er mikilvægt að hafa þessi réttindi. Um leið og þeir eru búnir að selja þau frá sér vita þeir að ekki er hægt að komast inn aftur. Þá þurfa menn að sjálfsögðu að leita sér að öðru starfi og það er ekkert starf, sem bíður þessara aðila í dag, sem er þannig launað að menn geti dreg- ið fram lífið. Þess vegna vilja menn þrauka,“ segir Öm. Getum hvorki farið né verið hér áfram „Það er ekki glæsileg staða að mega aðeins vinna í 26 daga á ár- inu. Ég sé ekki hvað við getum f gert. Við höfum ekkert nema sjó- inn, en við getum hvorki farið né verið hér áfram,“ segir Brynjólfur Árnason, trillukarl í Grímsey, sem gerir út nýlegan bát í handfæra- kerfi krókabáta. Hann segist ekki sjá hvernig hann fari að því að fram- fleyta fjölskyldu sinni, eiginkonu og þremur börnum, og greiða afborg- anir af lánum af nýlegum bát sínum sem hann segist skulda þrjár til fjór- ar milljónir í auk þess sem hann hafi fyrir þremur árum byggt upp húsið sitt í eynni og þurfi að standa skil á fimm milljóna króna láni vegna þess. Tómt mál væri að tala um að fara í land upp á það að 4 þurfa að leigja húsnæði og þurfa áfram að standa í skilum með af- borganir af dýru atvinnutæki og íbúðarhúsnæði sem ekki yrði komið í verð í neinni mynd. Brynjólfur segir að um sjö sóknardagabátar séu gerðir út frá Grímsey og því undir sömu sök seld- ir. Aðeins þrír aflamarksbátar væru til staðar og ljóst að þeir fram- fleyttu ekki eyjarskeggjum öllum. Þeir hefðu ekki einu sinni nægan kvóta allt árið. „Við erum þrír ung- ir menn í svipaðri stöðu og vitum hreinlega ekki livað til bragðs á að 9 taka. Ástandið er svart og ömurlegt fyrir unga fjölskyldumenn með ný- leg hús. Við erum ekki að fara fram á neitt annað en að mega vinna fyrir okkur. Við erum ekki að biðja um neina ölmusu eða fyrirgreiðslu. Þetta er glórulaust og gengur ekk- ert upp.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.