Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 41 4 FOLK I FRETTUM MYNDBÖND Krakka- spæjari ; Njósnarinn : HarHet æ (Harriet the Spy)__ * Pjölskyldumynd ★ 1/2 Pramleiðendur: Marykay Powell. Leikstjóri: Bronwen Hughes. Handritshöfundar: Douglas Petrie og Theresa Rebeck. Kvikmyndataka: Prancis Kenny. Tónlist: Jamshied Sharifi. Aðalhlutverk: Michelle | Trachtenberg, Vanessa Lee Chester, Gregory Smith, Rosie O’Donnell, Eartha Kitt. 90 mín. Bandarikin. Cic A Myndbönd 1997. Útgáfudagur: 19. ágúst. Myndin er öllum leyfð. NJÓSNARINN Harriet er byggð á vinsælli bamabók eftir Louise Pitzhugh, sem kom út á 7. áratugn- um. Fjallar myndin um 11 ára gamla hnátu, sem ákveður að njósna um bekkjarfélaga sína og niður- stöður sínar skrifar hún í dagbók sína. En þegar bókin fell- ur í rangar hendur ráðast Skrakkarnir gegn HaiTÍet, þrátt fyr- ir að athugasemdir hennar um þá hafi allar verið réttar. Söguþráðurinn er nokkuð athygl- i isverður í þessari mynd, en hvemig unnið er úr honum er önnur saga. Leikstjórinn, Bronwein Hughes, sem hefur fengist við auglýsinga- gerð, gerir myndina rétt eins og eitt langt MTV-myndband, sem er uppfullt af stíl en hefur enga dýpt. Kvikmyndavélin er alltaf á fleygi- ferð og skökk sjónarhom hennar J byi-ja að fara í taugamar á áhorf- endum innan 5 mínútna. Þessi stíll er notaður til að telja ( okkur trú um að eitthvað merki- legt sé að gerast í myndinni, sem er ekki raunin. Michelle Trachten- berg, sem leikur Harriet, er hrika- lega óþolandi í túlkun sinni á stúlku sem á að hafa mikla athygl- isgáfu. í höndunum á Michelle verður Harriet sú athyglissjúka. Rosie O’Donnel, sem sjaldan er ( áhorfanleg í hlutverkum sínum, i nær að halda undarlega mikið aft- , ur af sér í hlutverki barnfóstrunn- I ar góðu. Tónlistin er hávær og leiðigjörn og tæknivinnslan er öll á röngu nótunum. Þetta hefði get- að orðið ágætis fjölskyldumynd hefði betur verið farið með efni- viðinn. Ottó Geir Borg Yasmine Bleeth Sharon Lawrence Nokkrar af stjörnum Hollywood hafa fundið hin ýmsu ráð til að breyta eða viðhalda góðu útliti án mikillar fyrir- hafnar Söngkonan Jewel Tori Spelling ► ÚTLIT er ofarlega í huga margra og beitir fólk hinum ýmsu ráðum og brögðum til að bæta ásjónu sína. Fitusog, andlitslyfting- ar, augnaðgerðir, brjóstastækkanir og húðhreinsanir með geislum og súrefni eru möguleikar sem margir nýta sér. Flestar eru þessar aðgerð- ir kostnaðarsamar og sái-saukafull- ar og því ekki fyrir alla. Nokkrar af stjörnum Hollywood hafa hins veg- ar fundið hin ýmsu ráð til að breyta eða viðhalda góðu útliti án mikillar fyrirliafnar. Ráðin eru öll einföld og í flestum tilfellum kosta þau ekki mikið og geta jafnvel orðið til þess að fólk fá sjálft eigin hugmyndir að bættu útliti. Tori Spelling er þekkust fyrir leik sinn í Beverly Hills þáttunum. Hún var 15 ára þegar hún aflitaði hár sitt í fyrsta sinn og þar til fyrir skömmu hefur hún haldið sig við ljósa litiim. Hún er þó dökkhærð í raun og veru og þegar hún lék í kvikmynd á síð- asta ári þurfti hún að skipta yfir í brúna hárlitinn vegna hlutverksins í myndinni. Hún taldi fullvíst að fram- leiðendur Beverly Hills þáttanna vildu fá hana Ijóshærða á ný. Þeir hrifust hins vegar af nýja litnum og skrifuðu tvo þætti í kringum þessa miklu breytingu. „Það hljómar hræðilega en leikkonur eru teknar alvarlegar ef þær eru ekki ljóshærð- ar,“ segir Tori Spelling sem talar af reynslu. Yasmine Bleeth er ein af Strand- varðaskutlunum og er þekkt fyrir lögulegan líkama og fallegt andlit. Það sem fæstir vita er að hún hefur alla tíð nagað neglumar og þurft að þola hneykslun þeirra sem taka eftir því. Fyrir fjórum ámm reyndi hún að venja sig af þessum ósið með því að bera nagla- herði á neglumar svo hún ætti erfið- ara með að naga þær. Nú notar hún naglaherði daglega og heldur nöglun- um í viðunandi lengd auk þess sem hún fer vikulega í naglasnyrt- ingu hjá snyrtifræðingi. Leikkonuna Sharon Lawrence þeklqa flestir úr lögguþáttunum „NYPD Blue“ en þar lék hún lögfræðing. Hún segist búa á menguðu svæði og því sé best fyrir húðina að hjóla innandyra eða fara í svokallað „spinning". „Ég svitna svo mikið að húðin Iosar sig við öll óhreinindi og viðheldur eðli- Iegum raka,“ segir Sharon. Hún er mikill unnandi „spinning” og slepp- ir helst ekki degi úr en hún liljólar samfleytt í 45 mínútur á fullum hraða við líflega tónlist. Bandaríska söngkonan Jewel gefur einfalt og ódýrt útlitsráð. Til að halda sér fallegri og frískri drekkur hún tæpa 4 Iítra af vatni á dag auk þess sem hún borðar mikið af hráu grænmeti og ávöxt- um. „Þetta er það eina sem gerir húðina góða þegar ég er undir hvað mestu álagi á tónleikaferðalög- um. Ef ég gerði þetta ekki væri húðin öll í bólum og hárið væri líf- laust,“ segir söng- konan Jewel. Leikkonan Joely Fisher leikur vinkonu Ellenar í samnefndum sjónvarpsþáttum. Hún er uppalin í Hollywood en foreldrar hennar eru Eddie Fislier, fyrrum eiginmaður Elizabeth Taylor, og leikkonan Connie Stevens. Það var einmitt móðir Joely sem ráðlagði henni að vernda andlitið frá sólinni. „Ég hætti mér einu sinni á ári út í sól- ina þegar ég fer í frí. En þá ber ég sólarvörn númer 30 á mig alla. Þið munið aldrei sjá mig taka lit,“ seg- ir Joely Fisher. Joely Fisher Einföld útlitsráð Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúklinga LANDSSAMTÖK H JARTASJÚKLINGA í Sími 552 5744 lnnhelmt með gíróseðli - kjarni málsins! UTSALAN ER HAFIN Innanhússkór frá kr. 500,- Æfingagallar frá kr. 1.990,- Úlpur frá kr. 3.500,- Háskólapeysur frá kr. 2.000,- iþrótt Allt að 70% afsláttur Verslunin íþrótt Skipholti 50d sími 562 0025 erreð ^izmo HAG Skrifstofustólar LOKSINS Á ÍSLANDI Til framtíðar litið EG Skrifstofubúnaöur chf Ámiúli 20 Sími 533 5900 Sekkja- trillup Góð vara, -ótrúlegt verð Aðeins kr. 7.617.- með vsk. Fagleg ráðgjöf Hagstætt verð Leitið tilboða Isoldehf. Umböóg* é h»lldv*r*Jun Faxafeni 10 • 108 Reykjavik Simi581 1091 • Fnc553 0170 Skápar fyrir skjalageymslur o. fl. þar sem hámarksnýtingar á gólfpiássi er þörf Fjölmargir möguleikar Skápar á brautum F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.