Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR KVENLEGUR yndisþokki með mjöðm upp af mjöðm var uppistaðan í „Mjaðma- súlu“ Ragnhildar Stefánsdóttur á sýning- unni „Uppskera" í Kjarnaskógi. í DEIGLUNNI var opnuð sýning á graf- íkmyndum Tryggva Ólafssonar og sjást hér aðal iiandritafræðingur landsins og garðyrkjusljóri staðarins. í LISTHÚSINU Svartfugli var sýning á leirkerum Hrefnu Harðardóttur og nefndi hún gjörninginn, Minninga-ker. í KAFFI Karólínu sýndi Joris Radema- ker á sér nýja hlið og jafnframt tilfinn- ingu sína fyrir kvenlegum yndisþokka. MIKLAIl framkvæmdir hafa verið í Ketilhúsinu í sumar, sem er óðast að taka á sig mynd og bíða menn spenntir eftir að það komist í gagnið. Nýttu sér fjölmargir að það var eins konar reisugilli á staðnum og húsið öllumopið . ÞAÐ sem rýninum kom mest á óvart norðan heiða var hve Óli G. Jóhannsson er í mikilli sókn í málverkinu síðan hann datt útbyrðis í Smugunni. Farsæl listadýfa það og má vera einhveijum til umhugsunar. MEÐAL viðburða dagsins var aflijúpun glerungsverks Tryggva Ólafssonar, og var listamaðurinn mættur á staðinn i skotheimsókn frá miklum önnum. Lok listasumars MYNDLIST Akureyri LISTASUMAR 1997 Myndverk. Gjörningar. Uppákomur RÝNINUM datt í hug að vera við- staddur lok Listasumars ó Akureyri fóstudaginn 29 ágúst, og vera vitni að gjömingum og uppákomum dagsins. Ekki spillti að spáð var að upp birti fyrir norðan, og af góðri reynslu af sundlauginni, og enn betri að þeirri í Þelamörk, tók hann sunddótið með sér. En sem oftar í sumar skjátlaðist þeim illa á veðurstofunni og það var jafn þungbúið fyrir norðan og sunnan með úrfelli í bland. Hátíðin hófst með afhjúpun gler- ungsverks Tryggva Ólafssonar mál- ara í Kaupmannahöfn, á mikinn hús- vegg er við blasir í Gilinu, með aug- lýsingu frá fombókabúðinni Fróða eftir endilöngu. Var listamanninum ekki um sel er verkið var ekki komið upp í hádeginu og ekkert bólaði á mannaferðum uppi á þaki hússins né niðri á stéttinni. Huggaði sig þó við að það væri mjög þjóðlegur siður, að gera allt á síðustu stundu. Upp komst verkið, eða frekar niður, því það var látið síga niður af þakinu. Sam- anstendur af níu glerangsplötum og er mikið stækkuð eftirmynd af olíu- málverkinu „Ferð“ frá 1980, (56 x 70 sm). Afhjúpunin fór svo fram á tilsettum tíma, að viðstöddum nokkram mann- fjölda ásamt blaða- og sjónvarpsfólki. Tölur vora haldnar og leikið á sítar og mandólín, eins og það heitir. Fór allt vel frarn. Síðan var skundað í Deigl- una og sýning Tryggva á grafíkmynd- um formlega opnuð. Heldur fer minna en skyldi fyrir verki Tryggva á hinum stóra vegg og með skýrt afmarkaða auglýsingu bókaforlagsins fyrir neðan. Það mun standa til bóta, þótt erfitt sé að sjá hvemig svona lítið verk geti notið sín þó svo auglýsingin hverfi og veggur- inn málaður. Verkið þarf einfaldlega meiri nálgun til að njóta sín, þó ekki sé loku fyrir það skotið að lausn finn- ist, en hér hefði meiri undirbúningur og fyrirhyggja mátt ráða gerðum, og verkið helst vera tvöfalt stærra. Þá era ábyggilega margir húsveggir á Akureyri betur fallnir fyrir listaverk- ið, sem þarf rými þar sem það getur breitt úr sér og andað. Mikill mann- fjöldi stefndi í Ketilhúsið, en rýnirinn skundaði á sýninguna „Sumar 97“ í Listaskólanum. Að þessu sinni voru þátttakendumir þeir Annti Salokann- el, Guðmundur Armann, Helgi Vil- berg, Kristinn G. Jóhannson og Rósa Kristín Júlíusdóttir. Framkvæmdin er árviss viðburður í listalífi Akureyr- ar og sem slík afar þýðingarmikil, enda er leitast við að vera alltaf með nýjar myndir og nýtt fólk þótt kjam- inn sé alltaf hinn sami, sem er kenn- aralið skólans. Það era til ótal hliðstæður ámóta sýninga í útlandinu, en ég held að Is- land sé eina landið þar sem menn fara að agnúast út í framkvæmdimar á þeim forsendum, að alltaf sé um sama fólkið að ræða. Svo var um Septem í Reykjavík á sínum tíma og jafnvel Listmálarafélagið, og nú gerist það á Akureyri. I raun er hér stundaður óviðurkvæmilegur áróður gegn sígild- um miðlum í myndlist, og það af fólki sem vílar sér ekki fyrir stóram rneiri íhaldssemi í sýningarmálum og að vera með eigin verk á hlaupum milli listhúsa. Vill vera eitt um hituna, þolir enga samkeppni. Jafnvel Dagur Tím- inn var með hortitti gagnvart fram- kvæmdinni. Að sjálfsögðu á röngum forsendum og dregur hér Loka lista- kött, nafnkenndasta málara Akureyr- ar um þessar mundir, inn í samræð- una. Jafnvel skrifara, þá blaðamaður líkir atferli kattarins er hann stikar inn í listhús og strax út aftur við innlit rýnisins á sýningar almennt. Afar snjöll samlíking sem ber að þakka fyrir og sannleikskom er í þegar um yfirferðir á sýningar er að ræða og gögn um þær nálgast. AJlt að 8-10 skoðaðar sama eftirmiðdaginn og ein- hver að aka honum á milli, jafnvel leigubílar sem bíða. Hins vegar er það minni frétt, að hann kemur aftur og rýnir vandlega í þær sem hann skrifar um. Samræðan í listinni er afar illvíg á Akureyri um þessar mundir, og sé það rétt sem sagt er um biskupinn nafntogaða, að hann hefi gert óvini sína að vinum sínum, má segja að menn geri vini sína að óvinum sínum norðan heiða. Hér á ég við að deilt er á þá sem síst skyldi, því hver árviss og gild framkvæmd á myndlistarvett- vangi, hvort heldur er á vettvangi sí- gildra miðla eða fjöltækni, telst sómi hvers byggðarkjarna sem ber að meta og hlú að á allan hátt. Meiri manndómsbragur í því, að nálgast slíka viðburði fordómalaust og opnum huga, jafnframt því sem verk braut- ryðjenda í skólamálum skal metið. Þá er það vont mál að Akureyrarbær skuli ekki rækta sína listamenn betur og festa sér myndir þeirra reglulega svo sem honum ber skylda til. Næst var skundað í Ketilhúsið og þar var aðeins slangur eftir af fólki svo fátt skyggði á innvolsið. Má gull- tryggja að þetta reisulega hús, þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja, á eftir að gagnast menningunni svo um munar. Einkum ef rétt er á mál- um haldið, menn koma saman og ræða um hlutina í stað þess að skjóta eiturörvum á milli húsa í skjóli næt- ur. Litið var inn á sýningu á leirker- um Hrefnu Harðardóttur í listhúsinu Svartfugli. Þar var þröng á þingi, söngur og önnur tónavirkt að hefjast, svo rýnirinn hrökklaðist yfir götuna og inn á Kaffi Karólínu, en þar var sitthvað að ske á listaþingi. Bæði sátu menn þar í hrókasamræðum, leituðust við að vera í góðu jafnvægi við útvortis vætuna, og svo voru á veggjunum verk eftir Joris Radema- ker, sem sýnir á sér nýja og áhuga- verðari hlið. Þar var fyrir Oli G. Jó- hannson, sem fýsti að fá mig til að kíkja á ný málverk. Féllst á það þótt í tímaþröng væri og var skundað til hans heima. Þar birtist mikil glás mynda og sá ég strax að maðurinn er í mikilli sókn með pentskúfinn, enda hefur hann nú af nógum tíma úr að spila fyrir framan trönurnar. Ástæð- an telst þó ekki af hinu góða, þvf •hann datt í sjóinn af togara í Smug- unni og slasaðist illa á hálsi og öxl. En fyrir vikið fékk hann svo háar skaðabætur að hann getur rólegur setið heima og málað án þess að hafa áhyggjur af brauðstritinu, og þetta er maðurinn einmitt fær um, að sitja á rassinum og mála, sem er mikið lán í ólánj. Það var svo náttúralegur gangur mála, að ég kom of seint í matarboð um kvöldið, sem kom þó ekki að sök og eftir að hafa gert krás- unum góð skil var sem vera bar hald- ið fagnandi í lokafagnað Listasum- arsins í Deiglunni. Til afþreyingar vora ávörp og ræðuhöld, söngur og hljóðfærasláttur, veitingar og kerta- ljós. Var öllum heimilt að stíga á stokk og láta ljós sitt skína með hvers konar flími, fróðleik eða flinkheitum, en það sem helst vakti athygli voru tilþrif Jóns Laxdals Halldórssonar við sönginn sem voru líkust leikhúsi óveðursins. Komst nú að því að ein mikilvæg framkvæmd hafði orðið útundan, sem var sýningin „Uppskera" í Kjama- skógi og frestaði þvi flugi fram á há- degi daginn eftir. Reyndist viturleg ákvörðun, því mín beið afar súrefnis- ríkur og skemmtilegur morgunn í skóginum og myndverkin hin fjöl- þættustu. Minni á að sýningin stend- ur út septembermánuð. Ekki komst ég hjá því að sjá margfrægan Loka bregða fyrir, gráan, loðinn og ábúð- armikinn, við lá að við ækjum yfir hann er drossían skeiðaði upp Gilið og hann skaust fyrir hana. Sannaðist að kauði hefur níu líf eins og hann á kyn til, kom hér ósjálfrátt upp í hug- ann fleyg setning úr skrifum eins nafntogaðasta listrýnis Bandaríkj- anna, Robei-ts Hughes: „Better than a hot young artist was a dead hot young artist... Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.