Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 30
"80 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGA MAGNÚSDÓTTIR -1 -4- Inga Magnús- ■ dóttir fæddist á Efri-Sýrlæk í Vill- ingaholtshreppi 6. mars 1916 og ólst þar upp hjá for- eldrum sinum. Hún andaðist á Land- spítalanum 1. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Magnús Jón- asson, f. 15.11. 1882, í Arabæjar- hjáleigu í Gaul- verjabæjarhreppi, d. 30.3. 1975, og Sigurjóna Magnúsdóttir, frá Þorlákshöfn, f. 22.7. 1897, d. 22.1. 1973. Þau þjón bjuggu á Efri-Sýrlæk frá 1913 til 1938 er þau fluttu til Reykjavíkur þar sem Magnús stundaði smíðar. Systkini Ingu voru fjögur: Ragnhildur, f. 16.8. 1920, íþróttakennari og hús- móðir, gift Torfa Jónssyni, fyrrv. rannsóknarlögreglu- manni, þau eiga fjögur börn. Jónas Óskar, f. 7.6. 1926, tré- smíðameistari, kvæntur Öldu Guðmundsdóttur, hárgreiðslu- meistara, þau eiga þijár dæt- ur. Sæunn, íþróttakennari í Reykjavík, f. 7.1. 1934, og Herdís, tvíburi við Sæunni, lést 1991. Inga giftist 17. maí 1941 Teiti Þorleifssyni, kennara, f. 6.12. 1919 í Hlíð í Hörðudal, þau áttu fimm börn: 1) Úlfar, f. 5.10. 1941, aðalbókari hjá Hitaveitu Reykjavíkur, kona hans er Guðrún Ingólfsdóttir, kaup- maður í versluninni Clöru, þau eiga þrjú börn. 2) Inga, f. 3.5. 1943, hjúkrunar- stjóri sýkingavarna á Landspítalanum. Maður hennar er Óli Jóhann As- mundsson, arkitekt, þau eiga tvö börn. 3) Leifur, f. 3.12. 1945, pípu- lagningameistari, kona hans er Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, fjár- málastjóri Höfða hf. Leifur á fjögur börn, þar af eitt látið, með fyrri konu sinni, Reginu Viggósdóttur. 4) Nanna, f. 25.11. 1948, bókari hjá Vöru- bílastöðinni Þrótti í Reykjavík, maður hennar er Magnús Ól- afsson, rafvirlyameistari og verkstjóri hjá Hitaveitu Suður- nesja. Þau eiga tvö börn. 5) Hrefna, f. 20.2. 1951, leikskóla- kennari, maður hennar er Bjami Stefánsson, sýslumaður í Neskaupstað. Þau eiga eina dóttur. Inga lauk kennaraprófi vorið 1940. Utför Ingu verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Elskuleg tengdamóðir mín, >Inga Magnúsdóttir, er látin 81 árs að aldri, eftir erfið veikindi. Hún fæddist á Efri-Sýrlæk í Villinga- holtshreppi 6. mars 1916 og ólst upp í föðurhúsum við hefðbundin landbúnaðarstörf, elst fjögurra systkina. Árin 1935-1937 stundaði Inga nám við Héraðsskólann á Laugar- vatni, en þá hóf hún nám í Kenn- araskóla íslands og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1940. Fjölskyldan fluttist árið 1938 til Reykjavíkur, en þar tók faðir hennar að stunda smíðar og byggði m.a. myndarlegt hús á Reynimel 50, sem varð heimili fjölskyldunn- ar. í byrjun stríðsins tók hann að •I starfa hjá frænda sínum, Guð- mundi Guðmundssyni, sem kennd- ur er við trésmiðjuna Víði, en þar vann hann þar til hann lét af störf- um sökum aldurs, hátt á níræðis- aldri. Að loknu kennaraprófi hélt Inga um haustið 1940 vestur í Hörðud- al í Dölum og gerðist farkennari, en sem slíkur fór hún á milli bæja hreppsfélagsins og kenndi ung- mennum þess og þótti með af- brigðum farsæll og góður kennari. 17. maí 1941 gekk Inga að eiga skólabróður sinn úr Kennaraskó- lanum, Teit Þorleifsson, og bjuggu þau í eitt ár í Hlíð í Hörðudal, en _ þar fæddist frumburður þeirra, Úlfar. Seinni part sumars árið 1942, fluttu þau til Reykjavíkur og fengu inni hjá foreldrum Ingu, að Reyni- mel 50, en þar sinnti Inga búi og börnum sem fjölgaði með árunum. Teitur tók hins vegar að vinna við ýmis tilfallandi störf, m.a. hjá hernum, en á þeim tíma var landið hernumið, einnig vann hann við byggingavinnu, hjá Hitaveitu Reykjavíkur og hjá Guðmundi Guðmundssyni í trésmiðjunni Víði. í septembermánuði 1945 hóf Teitur kennslu við Laugarnesskól- ann og kenndi þar í 7 ár. Árið 1951 fluttist fjölskyldan í íbúð í Hamrahlíð 9, en húsið byggði Teitur ásamt fleiri aðilum. Haustið 1952 tók fjölskyldan sig upp og fluttist til Hellissands en þar gerðist Teitur skólastjóri við „ barnaskóla Hellissands. Inga lá ^ekki á liði sínu og kenndi við skól- ann í 3 ár jafnframt því að sinna af alúð fjölskyldunni og heimilinu. Á Hellissandi bjó fjölskyldan í 7 ár og undi sér vel við leik og störf í þessu fallega sjávarþorpi og í nánum tengslum við náttúruna. Vistina á Hellissandi hefur oft borið á góma hjá fjölskyldunni í gegnum tíðina og víst er að minn- ingarnar þaðan eru ljúfar. Sumarið 1959 fluttist fjölskyld- an aftur til Reykjavíkur og keypti svokallað Hjaltahús, sem kennt er við Eldeyjar-Hjalta, á Bræðra- borgarstíg 8, en þar bjuggu þau í um 11 ár. Inga sinnti sem fyrr börnum og búi af kostgæfni eftir að komið var aftur suður, en Teit- ur hóf kennslu við Laugarnesskól- ann en flutti sig um set haustið 1961 og hóf að kenna í Laugalækj- arskólanum, sem þá hafði nýlega tekið til starfa. Árið 1970 seldu þau Hjaltahús og keyptu íbúð í Sólheimum 27, Reykjavík, og hafa búið þar síðan. Þegar hér er komið sögu voru börnin eitt af öðru „flogin úr hreiðrinu" og Hrefna, eiginkona þess sem þetta ritar, ein eftir, en Nanna, sem dvaldist erlendis flutt- ist til þeirra nokkru síðar. Eftir að þau fluttu í Sólheimana kenndi Inga um skeið við Breiða- gerðisskóla, en árinu áður hafði Teitur gerst kennari og síðar skólabókavörður við Breiðholts- skólann, og starfaði þar til ársins 1982, en þá tók hann við fram- kvæmdastjórastöðu hjá Sambandi iðnfræðsluskóla í Iðnskólanum í Reykjavík en lét loks af störfum árið 1987. Kynni mín af tengdaforeldrum mínum hófust árið 1970 en þau hjónin tóku mér af alúð og kost- gæfni og hefur það reynst mikill styrkur að hafa fengið að njóta góðra ráða og handleiðslu þeirra í gegnum tíðina. Við upphaf kynna okkar fann ég fljótlega hversu hlý og umhyggjusöm Inga var gagn- vart mér og okkur Hrefnu og varð þetta upphafið að vináttu sem aldrei féll á skuggi. Inga veitti okkur Hrefnu ómetanlega aðstoð þegar hún gætti dóttur okkar, Ásu, um ára- bil í Sólheimunum. Ása fékk hjá ömmu sinni hið besta veganesti, en Inga miðlaði Ásu óspart af kunnáttu sinni og lífsreynslu og sköpuðust mikil og ómetanleg tengsl milli ömmubarnsins og Ingu og þær urðu miklir mátar og var oft kátt á hjalla í samvistum þeirra. Ákaflega gestkvæmt hefur ætíð verið í Sólheimunum og margir notið hlýju og rausnarlegrar gest- risni tengdaforeldra minna. Það má með sanni segja að þar sé helsti samkomustaður fjölskyld- unnar og þar hafa landsins gagn og nauðsynjar verið krufnar til mergjar ásamt ýmsum smærri málum eins og gengur og gerist. Inga var ákaflega skapgóð og glaðvær. Hún hafði ljúft viðmót og var ætíð stutt í kímnigáfuna. Inga var að eðlisfari jákvæð og átti létt með að velta upp skemmti- legum hliðum á málefnum. Hún var víðlesin og unni sérstaklega kveðskap og kunni ótal ljóð og kvæði. Inga var mjög tónelsk og hafði hljómfagra söngrödd og söng m.a. í nokkrum kórum. Fjölskyld- an var henni ákaflega hugleikin og segja má að hún hafi verið sannkölluð „ættmóðir“ sem fylgd- ist af kostgæfni með framgangi hvers og eins og hvatti þá óspart til dáða. Með tengdamóður minni er gengin hlý og yndisleg kona sem ég stend í mikilli þakkarskuld við og tel það vera forréttindi að fá að hafa verið samferða henni og kynnast mannkostum hennar og ástúð. Tengdaföður mínum sem staðið hefur sem klettur við hlið konu sinnar í veikindum hennar votta ég mína dýpstu samúð, svo og öllum þeim sem eiga um sárt að binda við fráfall tengdamóður minnar. Blessuð sé minning Ingu Magn- úsdóttur. Bjarni Stefánsson. Minningar mínar um ömmu eru fullar af hlýju, þolinmæði og kímni, eiginleikum sem settu sterkan svip á persónuleika henn- ar. Þær elstu eru frá því amma passaði mig, unga að árum. Þá var fastur liður að fara með ömmu út í búð, þar sem ég sá i fyrsta sinn þau undur að hægt væri að borga með einum peningi og fá marga til baka í staðinn; amma var fljót að átta sig á misskilningi barnsins og leiddi mig í allan sann- leika um það sem ég hafði orðið vitni að. Þessa litlu minningu hef ég eftir frásögn ömmu, en geri hana engu að síður að minni. Þegar ég var fimm ára gömul var ég á leikskóla ekki langt frá þar sem amma mín bjó. Amma kom einn daginn og sótti mig og sagði að það væri ekki þorandi að ég færi ein upp í lyftunni því að hún hefði verið í ólagi undanfarið. Ég taldi enga þörf á að láta sækja mig daginn eftir, en ekki var samt laust við að það setti að mér örlít- inn beyg þegar amma féllst á það. Daginn eftir steig ég inn í lyftuna og ýtti á „sjö“. Lyftan tók hins vegar ekki mark á svo léttum far- þega, geystist framhjá sjöundu hæð og stöðvaðist ekki fyrr en á þeirri elleftu. í mikilli skelfingu og af ótta við að ég kæmist aldrei út úr þessu skrímsli ýtti ég í fátinu á „einn“. Það var ekki að spyrja að því, lyftuskömmin gerði eins og henni var sagt í þetta sinnið og fór niður á fyrstu hæð. En hvað átti ég að gera þar; amma var uppi á sjöundu hæð? Eg herti upp hugann, teygði mig upp og ýtti aftur á „sjö“ og nú var eins og fullir tárakirtlarnir og kökkur- inn í hálsinum gerðu mig nógu þunga til að iyftan tryði því að það væri einhver með sjálfstæðan vilja í maganum á henni, því að upp á sjöundu hæð fór hún. Mikið var ég fegin þegar út úr lyftunni kom og amma beið mín með út- breiddan faðminn, þurrkaði tárin og hlustaði þolinmóð á hrakfara- sögu mína sem ég reyndi af fremsta megni að segja á milli ekkasoganna. Ekki finnst mér ólíklegt að þann daginn hafi amma bakað pönnu- kökur og við síðan gripið í spil, sem kom alloft fyrir. Rommí var spilið og pönnukökurnar þær heimsins bestu. Mörgum árum seinna þegar lyftufarþeginn hafði þyngst nokkuð, amma var hætt að baka pönnukökur og spilin kom- in niður í skúffu, var oft mikið skrafað yfir tei eða bolla af kaffi, hvort sem umræðuefnin voru við- fangsefni mín þá stundina eða eitt- hvað annað. Aldrei var kímnin langt undan hjá ömmu og það kom mér alltaf jafnskemmtilega á óvart hvað hún átti auðvelt með að gant- ast með okkur yngra fólkinu. Síðustu árin þegar heilsan var tekin að bila og amma mátti þola hvert áfallið á fætur öðru dáðist ég að því hvað hún tók öllu af miklu jafnaðargeði og hvað ennþá var stutt í hláturinn þrátt fyrir allt; þetta æðruleysi verður sterk- ast í minningum mínum um ömmu mína. Hanna Óladóttir. Þeir, sem í sveit hafa dvalizt, vita það hve myrkrið getur verið kolsvart á vetrum og þeir vita það einnig, „að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar", svo að vitnað sé í Einar Bendiktsson, og þannig var það þegar Inga Magnúsdóttir, þá nýútskrifuð kennari, kom í Hörðadalinn á haustdögum 1940 til að kenna okkur krökkunum, sem þá voru þar að vaxa úr grasi, það sem þá bar að kenna, að lesa, skrifa, reikna, svo og landafræði og íslandssögu og allt það. Það var dimmt þá bæði í náttúr- unni og í heiminum, því að síðari heimsstyijöldin hafði þá staðið í rúmt ár og landið hafði verið hern- umið. Ég man það enn þegar Inga kom í Dalinn að Neðra Vífilsdal, en þar skyldi hún hefja starf sitt. Það bókstaflega geislaði af henni, hún var ung og alltaf brosandi. Þá sannaðist þar að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Og svo hóf hún kennsluna. Hún var svo hlý í viðmóti, að við lögðum okkur öll fram um það að gjöra okkar bezta. Eitt var það, sem mér fannst ég verða að bæta hjá mér, en það var rithönd mín. Inga hafði frá- bærlega fallega rithönd og ég reyndi að stæla hennar rithönd og mér tókst það að nokkru. „Afi, er konan sem kenndi þér að skrifa komin til Guðs?“ var sagt við mig og svaraði ég barna- börnunum að svo væri. Þó að ég hafi gengið í gegnum nokkra skóla og hafi haft góða kennara, þá tel ég að Inga hafi verið sá bezti sem ég hefi haft. Inga giftist Teiti Þorleifssyni, frænda mínum, og reistu þau um hríð bú að Hlíð í Hörðadal, sem var næsti bær við Neðra Vífilsdal og það myndaðist svo góð vinátta við þau Ingu og Teit með foreldr- um mínum, mér, konu minni og börnum okkar að þar bar aldrei skugga á. Þau voru mörg hin góðu kvöld, en því miður alltof fá, sem þau Inga og Teitur komu í heimsókn til foreldra minna og ég man hve dóttur minni, sem þá var barn að aldri, þótti gaman þegar Inga og móðir mín sungu saman, en Inga bæði spilaði og söng vel og þá þakka ég Ingu fyrir er hún heim- sótti móður mína er hún hafði misst heilsuna og sat hjá henni. Þetta fæ ég aldrei fullþakkað svo sem vert væri og vera bæri. Inga hafði stórt og heitt hjarta. Inga og Teitur eignuðust fimm börn sem eru: Úlfar, Inga, Leifur, Nanna og Hrefna og svo barna- börn og barnabarnabörn. Þetta er hinn fegursti og bezti hópur og hvað er betra en barnalán? Það var háttur sona Dalanna að sækja í önnur héruð gott kvon- fang og það lánaðist honum Teiti frænda mínum vel og það hefur verið haft á orði að Inga hafi ver- ið ein allra bezta tengdadóttir Dalanna. Nú er Inga horfin sjónum okk- ar, hún dó þann dag sem grunn- skólarnir voru að hefjast, en minn- ingin mun lifa um hana Ingu, kon- una sem kenndi mér að skrifa og breytti með brosi og hlýju viðmóti dimmu í dagsljós. Ég og fjölskylda mín kveðjum með söknuði þessa frábæru konu með seinasta versi úr Sólarljóðum: Hér vit skiljumk ok hittask munum á feginsdegi fira; dróttinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn er lifa. Halldór Ólafsson. AÐALSTEINN VERNHARÐSSON + Aðalsteinn Vernharðsson var fæddur Reykjavík 27. apríl 1977. Hann lést í Reykjavík 1. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogs- kirkju 9. september. Það var að morgni mánudagsins 1. sept- ember að okkur bárust þær fregnir að okkar ástkæri vinur, Aðal- steinn væri látinn. Flest okkar kynntust Steina stuttu eftir fermingu, þá ung að árum og áttum margt ólært. Ekk- ert okkar vissi þá að hann ætti eft- ir að eyða með okkur mörgum af okkar bestu stundum næstu árin. Hann kenndi okkur margt og hefur átt stóran þátt í okkar þroska á þessum mótandi árum. Það var alltaf stutt í brosið og hláturinn hjá Steina og hvergi var hann þekktur fyrir hálfkák eða athafnaleysi. Öllu sem hann tók sér fyrir hendur skil- aði hann fljótt og vel af hendi. Hann var sístarfandi hvort sem var við vinnu eða áhugamál og virtist aldrei hafa nóg að gera heldur sótt- ist alltaf í meira. Mörg okkar dáð- ust að honum vegna þessarar orku og tókum hann til fyrirmyndar. Hann var ávallt reiðu- búinn að hjálpa öðrum sem þess þurftu og var gott að leita til hans og ræða við hann þeg- ar á bjátaði. Hann var útivistarunnandi og leið hvergi betur en úti í guðsgrænni nátt- úrunni. Það var gaman að sjá hvernig hann endurnærðist og lifði lengi á einu ferðalagi. En það var alltaf stutt i það næsta. Við sendum fjöl- skyldu hans og öllum þeim sem eiga um sárt að binda okkar dýpstu samúðarkveðjur og viljum kveðja vin okkar með þessum fáu orðum; elsku Steini, hvíl þú í friði. Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægur-glys. Á horfna tímans horfi ég endurskin, ég heyri ennþá glaða, þýða róminn, frá hreinni sál með hárra vona ris. (Steinn Steinarr.) Hlynur Bjarki, Hrefna, Guðmundur S., Atli Már, Anna Rós, Aðalsteinn S., Brynjar, Gerður, Þórar- inn, Svala Magnea, Gunnar K., Þorsteinn, Hallgrímur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.