Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1997 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Skriðdýrasýning í JL-húsinu UM 130 skriðdýr eru til sýnis á annarri hæð JL-hússins þessa dagana og gefur þar m.a. að líta eðlur, slöngur, risaköngulær og sporðdreka. Það eru Tælendingar sem standa að sýningunni og eru þeir með sérstaka sýningu á eiturslöngum á klukkutíma fresti, þar sem þeir sýna hvernig eigi að handfjatla þær án þess að vera bitinn. Sýningin stendur yfir til 28. september nk. og er opin frá kl. 14 til 20 alla daga. Að- gangseyrir er 800 krónur fyr- ir fullorðna, en 600 krónur fyrir börn. Ro Stöhktu til nirlnvm Dö nmorm 24. sept. í 28 daga frá kr. 29.932 Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð þann 24. september til Benidorm. Þú tryggir þér sæti í sólina í heilar 4 vikur og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita á hvaða hóteli þú gistir. Á Benidorm er yndislegt veður í september og október og þú nýtur rómaðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 29.932 M.v. hjón með 2 börn í íbúð, 24. sept., 28 nætur, flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, skattar. Verðkr. 39.960 M.v. 2 í íbúð, 28 nætur, 24. sept. Síðustu sætin í haust. m ci) Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 Sjávarútvegssýningin Fishing News Iceland ’99 Fishing News til liðs við Sýningu ehf. ÚTGEFENDUR breska sjávarút- vegsblaðsins Fishing News Inter- national hafa gerst hluthafar í Sýn- ingum ehf., skipuleggjendum ís- lensku sjávarútvegssýningarinnar, FishTech Iceland ’99 sem verður haldin í Laugardalshöllinni í maí 1999. „Við erum stórfyrirtæki á sviði sjávarútvegssýninga og þeir sem nú eru að undirbúa skipulagningu þessarar sýningar buðu okkur aðild. Þeir telja sig munu skila betra starfi en fyrirtækið sem áður hefur staðið fyrir sjávarútvegssýningunum hér,“ sagði Ian Strutt, ritstjóri Fishing News International, sem staddur er á landinu, í samtali við Morgun- blaðið af þessu tilefni Mikil reynsla af sjávarútvegssýningum „Við höfum mikla reynslu af sjáv- arútvegssýningum í Skotlandi, Höfðaborg í S-Afríku, Santiago í Chile, Kuala Lumpur í Malasíu og höfum góð sambönd í sjávarútvegi um allan heim,“ sagði Ian Strutt. Hann sagði að Fishing News Inter- national, sem er eitt útbreiddasta sjávarútvegsrit heimsins og lesið af um 20 þúsund stjómendum í sjávar- útvegi um allan heim, muni taka virkan þátt í að kynna FishTech Iceland ’99 með því að undirbúa jarðveginn fyrir lesendur og sýnend- ur, senda blaðamenn til landsins til að fjalla um fyrirtæki og framleiðslu þeirra og væntanlega senda blaða- mann út á mið með íslenskum skip- um. „Við viljum fjalla um sýninguna og setja hana í samhengi og ljá henni lit,“ sagði ritstjórinn. Fishing News International, fjall- ar um búnað, tæki og nýjungar í sjávarútvegi og fjallaði nýlega í 48 síðna aukablaði um sjávarútvegg- sýningu í Vigo á Spáni og Ian Strutt sagði að búast mætti við að umfjöll- unin um sjálfa sýninguna í Reykja- vík yrði af þeirri stærðargráðu auk þess sem umfjöllun í tengslum við sýninguna, sem haldin verður í maí 1999, hefst fljótlega í blaðinu. „Við vinnum þannig að við kynn- um okkur atvinnugreinina í landi sem ætlar að halda sýningu og fjöll- um um það sem þar er að gerast. Ég held að við gerum það betur en aðrir," segir Ian Strutt. Margfaldar kynningarmöguleika Auk EMAP Heighway, en það er heiti útgáfufyrirtækis Fishing News International eru Samtök iðn- aðarins, Kynning og markaður - KOM ehf. aðilar að Sýningu ehf., sem stendur fyrir FishTech Iceland ’99. „Með aðild Fishing News Inter- national að sýningunni, margfald- ast möguleikar á að kynna sýning- una um allan heim, m.a. með það markmið í huga að fá hingað fleiri erlenda sýningargesti og sýnend- ur,“ segir í fréttatilkynningu frá Sýningu ehf. Sölustjóri EMAP, Mike Purves, segir í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu að íslenski hópurinn, sem vinni saman að því að setja Fish- Tech á laggirnar, sé mjög hæfur, með góð sambönd og ákveðinn í að sýningin verði „sú stærsta og besta sinnar tegundar sem haldin hafi verið í þessu mikla og tækni- vædda sjávarútvegslandi.“ Starfs- fólk Fishing News mun verða ráð- gefandi við undirbúning, skipulag og framkvæmd FishTech ’99, segir í fréttatilkynningu Sýninga ehf. ------------»--»—♦----- Kæra vegna fjölföldunar hugbúnaðar LÖGMAÐUR Microsoft á íslandi hefur kært meinta ólögmæta fjöl- földun hugbúnaðar, sem fyrirtækið á höfundarrétt að. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá embætti ríkislög- reglustjóra, sagði að embættinu hefði borist kæra um nokkur meint höfundarréttarbrot. „Þetta mál er nýkomið til okkar og rannsókn hef- ur ekki hafist. Það eru því ekki efni til að skýra nánar frá því að svo stöddu," sagði Arnar. eildarviðha (Heildarstjórnun búnaðar) Námskeið haldið 17. og 18. september kl. 8.30—17.00 báða dagana á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Edward H. Hartmann P.E. Dæmi um atriði, sem tekin eru fyrir, eru eftirfarandi: Lífkostnaður búnaðar, þ.e. endurnýjunar-, rekstrar- og viðhaldskostnaður. Mat á hæfni búnaðar. Hvaða kröfur gera verði til upplýsingakerfis, og hvenær rétt sé að taka upp notkun strikamerk- inga. Hve mikil þátttaka umsjónarmanna búnaðar í viðhaldinu ætti að vera og hve langt borgi sig að ganga í því. Hvernig best er að standa að þjálfun, hve mik- inn tíma ætti að nota til hennar og hverjir ættu að sjá um hana. Hvort rétt sé að fram fari hæfnispróf til þess að útnefna viðgerðarmenn til ákveðinna viðgerða. Hve mikið stýrt viðhald sé hagkvæmt og hvern- ig sé æskilegt að skipuleggja það. Hvernig best sé að standa að spáviðhaldi og hvaða tækjabúnað sé hagkvæmt að nota í hverju tilfelli. Hvernig standa eigi að endurbótum á búnaði og um Núllin þrjú í heildarviðhaldsstjórnun. - Hvernig best sé að standa að mælingum á nýt- ingu búnaðar og af árangri af viðhaldsaðgerðum. Kennslugögn. Á námskeiðinu er öllum þátttakendum afhent mappa með miklu af kennslugögnum og bók- ina Successfully Installing Total Productive Maintainance in a Non-Japanese Plant, sem er eftir fyrirlesarann. Edward H. Hartmann er bandarikjamaður, með meira en 25 ára reynslu í viðhaldsstjóm- un. Hann er leiðandi á þessu sviði á Vestur- löndum (dag. Hann hef- ur m.a. verið kaliaður faðir heildarviðhalds- stjómunar i Bandaríkjun- um. NÁMSKEIÐINU ER ÆTLAÐ stjórnendum og lykilmönnum sem fjalla um við- hald, rekstur og endurnýjun búnaðar. NÁMSKEIÐSGJALD er kr. 35.000 fyrir þátttakanda. Þátttöku þarf að tilkynna í síðasta lagi mánudaginn 15. september nk. Nánari upplýsingar veitir J. Ingimar Hansson. REKSTRARSTOFAN SÍMI 564 1046, fax 564 1317

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.