Morgunblaðið - 10.09.1997, Side 2

Morgunblaðið - 10.09.1997, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdis NÆSTA vor, þegar fiskibáturinn Hugborg verður orðinn að skútu, ætlar Matthijs de Jong að hefja siglingu einn síns Iiðs umhverfis hnöttinn undir íslenskum fána. Hollendingur hyggst sigla umhverfis hnöttinn á tveimur árum HUGBORG var eitt sinn fiskibátur gerður út frá Neskaupstað en á liðnu hausti fann hollenski þús- undþjalasmiðurinn Matthijs de Jong bátinn í Keflavík, þar sem hann hafði lokið upphaflegu hlut- verki sínu og vinnur Matthijs nú að því að gera hann upp sem skútu. Næsta vor ráðgerir hann að verða tilbúinn að sigla um höf- in sjö, fyrstur á skútu skráðri á íslandi undir íslenskum fána einn síns liðs. - Ég kom til íslands í fyrra og aftur í ár og þessi hugmynd mót- aðist smám saman, sagði Matthijs de Jong í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Hann kvaðst hafa séð trébáta í niðurníðslu víða um landið og fannst honum það sorglegt. - Ég skil að vísu að menn velji frekar trefjaplastbáta nú orðið, þeir eru léttir og hraðskreiðir sem fiskibátar en þessi hentar mér sem gott sjóskip til að breyta í skútu, segir hann og tekur stutt hlé frá verki þar sem hann er að skafa burt síðustu málninguna íif skrokknum áður en sjálf endur- byggingin eða breytingin hefst. Vönduð smíð Hugborg er Bátalónsbátur, smíðaður árið 1968,9,87 m langur og 7,5 tonn. Matthjjs de Jong tók af honum stýrishúsið, þilfar og tæki en vélin hafði þegar verið numin brott þegar hann keypti bátinn. - Ég fór um allt land til Breytir 30 ára Báta- lónsbáti í skótu að leita að góðum trébát og fann þennan loks fyrir fjórum mánuð- um. Þetta er mjög vel byggður bátur sem sést meðal annars á því að hann er nánast ekkert fúinn og hann hefur fengið gott viðhald, segir Matthijs og segir að næsta verk sé að grunnmála skrokkinn áður en hann hefst handa við að leggja þilfar og koma fyrir inn- réttingum. - Ég ætla að hafa allt einfalt í sniðum, velja vandaðan við og ekkert prjál verður á ferðinni, segpr skipasmiðurinn sem fengist hefur við ýmislegt um dagana: - Starfsævin hefur verið þri- skipt, ég hef verið silfursmiður, fengist við fiðlusmíði og verið 23% lögfræðingur og nú kenni ég end- umýjun á húsgögnum í Náms- flokkunum og syng í Langholts- kirkjukórnum, segir hann og hyggst að öðm leyti veija vetri komanda til að ljúka endursmíði bátsins. En af hveiju valdi hann ísland? - Það er svo gott veður, sagði hann fyrst en meinti það víst ekki mjög alvarlega. - Ég er kannski smáskrýtinn en ekki vitlaus og ég átti bát þegar ég var 14 ára og hef alltaf ætlað að eignast bát aftur. Ég bjó áratug í Ástralíu og sigldi talsvert þar og svo aftur í Hollandi og nú er komið að því að láta þann draum rætast að sigla einn á skútu umhverfis hnöttinn. Það þykir ekki vita á gott að skipta um nafn á bát svo að hann heitir áfram Hugborg og verður skráður hér og þess vegna sigli ég vonandi undir ís- lenskum fána. Vantar gamla vél Matthijs de Jong segist sleppa með kringum eina milljón króna í efniskostnað við endurnýjun bátsins en verkið vinnur hann einn og segist ætla veturinn til þess. Aðstaða hans er í skemmu við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og það eina sem hann segist vanta er gömul vél, helst álíka gömul og báturinn, t.d. 30 hestafla List- er vél sem myndi hæfa bátnum mjög vel i nýju hlutverki. Hann setur síðan í bátinn öll nauðsynleg siglinga- og staðsetningartæki: - Það væri auðvitað hægt að sigla eftir sextanti en það er miklu fljótlegra að sigla eftir gervihnattastaðsetningartækjum og þau eru nákvæm. Þar fyrir utan sést ekki alltaf til sólar hér norður frá! Nýgiftir sakborningar í fíkniefnamáli hafa fengið að hittast í einrúmi Aðgangur að skjölum heimill vegna breyttra forsendna HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur heimilaði í gær þremur sakborning- um í stóra fíkniefnamálinu svo- nefnda að kynna sér framlögð dóm- skjöl, á þeirri forsendu að með því að heimila íslenskum karli og konu, sakborningum í málinu, að hittast ítrekað hafi ákæruvaldið fallið frá veigamikilli málsástæðu sem byggt var á í júlí þegar Hæstiréttur hafn- aði kröfu sakborninganna um að- gang að skjölum þar til yfirheyrsl- um fyrir dómi væri lokið. Ákæru- valdið hyggst kæra þennan úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar. í úrskurði Guðjóns St. Marteins- sonar héraðsdómara kemur fram að veijandi íslenska karlmannsins fór fram á að þau hjónin fengju að hittast í einrúmi eftir brúðkaupið. Af hálfu embættis ríkissaksóknara var því hafnað með bréfi 14. ágúst að þau fengju að vera í einrúmi. Fimm dögum síðar sendi ríkissak- sóknari hins vegar Fangelsismála- stofnun bréf og þar segir að hjónin megi hittast í einrúmi og þau munu hafa hist ítrekað. Veijandi Hollendingsins taldi, að með því að heimila hjónunum ákærðu að hittast í einrúmi eftir útgáfu ákæru og þingfestingu málsins og eftir dóm Hæstaréttar hefðu aðstæður breyst. Heimila bæri kynningu dómskjala, því ann- ars nyti skjólstæðingur hans ekki jafnræðis við hjónin. Innbyrðis mis- ræmis gætir i framburði þessara þriggja ákærðu. Kúvending ákæruvalds Héraðsdómari segir í úrskurði sínum að ákæruvaldið hafi kúvent í afstöðu sinni til þess að hjónin hittist. Það hljóti að vera undan- tekningarregla að meina ákærðum aðila að kynna sér gögn máls þegar við þingfestingu. Því sé varlegra, til að tryggja jafnræði hinna ákærðu, að úrskurða að í ljósi breyttra aðstæðna nú beri að heim- ila Hollendingnum aðgang að gögn- unum. í samræmi við þetta sé ekki ann- að fært en að heimila hjónunum einnig aðgang að skjölunum. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Lagt til að prófkjör verði 24. og 25. október STJÓRN fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til við fulltrúaráðið að fram fari próf- kjör í Reykjavík við val á fulltrúum á framboðslista flokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor. Fulltrúaráðið hefur verið boð- að til fundar miðvikudaginn 17. september til að taka endanlega ákvörðun. í tillögu stjórnar fulltrúaráðsins er einnig stungið uppá að prófkjör- ið fari fram 24. og 25. október, sem eru föstudagur og laugardagur. Þá stendur nú yfir kjör fulltrúa í 15 manna kjörnefnd eða uppstillinga- nefnd vegna framboðslistans en hlutverk hennar er að ganga form- lega frá listanum. Sjö eru tilnefndir af sjálfstæðisfélögunum en átta kosnir úr röðum fulltrúaráðsmanna. Fleiri en átta gáfu kost á sér og því er efnt til skriflegrar kosningar. \ I Sainstaða meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um áherslur í samgöngumálum Nauðsynlegt að hefja breikkun Reykjanesbrautar STEFNT er að því að tvöföldun Reykjanesbrautar á kaflanum frá Breiðholti í Reykjavík, gegnum Kópavog, Garðabæ og allt til Hafn- arfjarðar komist á næstu vegaáætl- un og hafa bæjarverkfræðingar sveitarfélaganna sett fram hug- myndir og kostnaðartölur um verkið sem unnið yrði í áföngum. Heild- arkostnaður losar þijá milljarða króna. Vegagerð ríkisins mun standa straum af kostnaði við verkið og segir Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri að ekki sé gert ráð fyrir því á núverandi vegaáætlun sem gildir fyrir þetta ár og það næsta. Bjarni Snæbjörnsson, umdæmisverkfræð- ingur Vegagerðarinnar, segir um- ferðarþungann um Reykjanesbraut- ina þegar kominn á viðmiðunarmörk fyrir eina akrein í hvora átt og ekki sé spurning um nauðsyn breikkunar í tvær akreinar. Um Reykjanesbraut fari nú 17-18 þúsund bílar á dag á þessum köflum en oft sé miðað við 12 til 15 þúsund bíla umferð á vegum með einni ak- rein í hvora átt. Því sé ljóst að æski- legast væri að breikkunin kæmist á fjárveitingu næstu vegaáætlunar sem gilda á árin 1998-2001. Kostar yfir þijá milljarða Hugmynd fulltrúa sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu er að verkið gæti hafist þegar á næsta ári og segja þeir heildarkostnað vera um 3,1 milljarð króna. Fyrsti áfangi, breikkun Reykjanesbrautar á kafl- anum frá Mjódd í Breiðholti að Fífu- hvammsvegi ásamt mislægum gat- namótum við Stekkjarbakka, Breið- holtsbraut og Fífuhvammsveg, myndi kosta rúma 1,5 milljarða króna, breikkun frá Fífuhvammsvegi að Amamesvegi með mislægum gatnamótum um 400 milljónir og breikkun að Vífilsstaðavegi ásamt mislægum gatnamótum einnig um 400 milljónir og kaflinn að Hafnar- firði með mislægum gatnamótum við Lækjargötu nærri 800 milljónir. Fyrir tveimur árum náðu ofan- greindar sveitarstjórnir samstöðu um að í vegaáætlun skyldi lögð áhersla á að bæta samgöngur milli austurs og vesturs á höfuðborgar- svæðinu og nú þegar þær eru langt komnar þykir þeim kominn tími til að tekið verði til við verkefni vegna samgangna milli suðurs og norðurs og segir Eiríkur Bjarnason bæjar- tæknifræðingur í Garðabæ að þessar hugmyndir séu ekki fjarri því sem Vegagerðin hafi í huga og verði að reyna á það á Alþingi hvernig gangi að koma þeim inn á vegaáætlun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.