Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Deilt á þyrluflutninga eftir flugslysið í Noregi Ósló. Morgunblaðið. VEÐUR hamlaði í gær leit að þeim 10 mönnum, sem saknað er eftir þyrluslysið fyrir utan strönd Háloga- lands í Noregi á sunnudag. Þyrlan hafði verið í daglegum ferðum með menn á milli lands og borpalls á Norne-olíusvæðinu og hafa þessir fiutningar verið gagnrýndir í Noregi. Ratsjár vantar á svæðið þar sem slysið varð og hafa olíuféiögin ekki sagst hafa „ráð“ á að kaupa þær. Ein ratsjá kostar tæpar 700 milljón- ir íslenskra króna. Tvö lík og brak úr þyrlunni fund- ust á mánudag en í gær versnaði veðrið og gerði þungur sjór Ieitar- mönnum erfitt fyrir. Þyrlan var af gerðinni Super Puma, sex ára gömul og hafði verið flogið í 7.800 tíma. Þessar þyrlur hafa reynst vel í Noregi frá því þær voru teknar í notkun þar 1983. Tíu sinnum hættulegra Þyrlan hafði verið í daglegum ferðum milli Bronnoysunds og bor- palls á Norne-svæðinu í hálfan mán- uð og átti að vera næstu tvær vik- ur. Fór hún yfirleitt með átta menn í ferð en var með tíu á sunnudag. Samtök starfsmanna á olíubor- pöllunum hafa haft áhyggjur af þessum flutningum, sem þau telja bjóða hættunni heim, og þau hafa bent á, að svo miklar kröfur séu gerðar til undirverktaka hvað varðar tilkostnað, að það sé farið að bitna á örygginu. í þessu sambandi vísa þau til svokallaðrar SINTEF-skýrslu um öryggi í þyrluflugi frá 1990 en þar segir, að þyrluflug til og frá olíuborpöllunum sé tíu sinnum hættulegra en venjulegt áætlunar- flug innanlands í Noregi. Talsmaður Statoil, norska ríkis- olíufélagsins, sagði í gær, að ástæð- an fyrir flutningunum hefði verið sú, að þurft hefði meiri mannskap vegna annarra verkefna á olíuborpallinum. Hins vegar hefði vantað svefnpláss fyrir þá, sem bættust við, og þeir því fluttir daglega á milli. Fyrirtæk- ið hefur ákveðið að hætta þessum flutningum um sinn. Harm- leikur á Haiti ALÞJÓÐLEGT björgunarlið vann að því í gær að draga haitísku ferjuna La Fierte Gonavienne, sem sökk á mánu- dag, upp að ströndinni en með henni fórust ailt að 400 manns. Var ferjan yfirfull af fólki og hvolfdi þegar flestir farþeg- anna þyrptust yfir á annað borðið. Átti skipið þá aðeins 50 metra ófarna í höfn. Hér er verið að bera lík ungrar stúlku á land en talið er, að lík tuga eða hundraða manna séu í skipinu. Átök í Alsír Felldu fjölda skæruliða París. Reuter. ALSÍRSKAR öryggissveitir réðust að helsta fylgsni íslam- skra uppreisnarmanna í ann- arri af tveim aðgerðum sem urðu fjölda skæruliða uppreisn- armanna að fjörtjóni, að því er opinbert málgagn alsírskra stjórnvalda, E1 Watan, greindi frá í gær. Að sögn fréttaskýrenda nýt- ur blaðið trausts í fréttaflutn- ingi af öryggismálum. Greindi það frá því, að sjötíu uppreisn- armenn hefðu fallið í árás á höfuðstöðvar úrvalssveitar Herdeildar íslams (GIA), sem er undir stjórn yfirmanns deild- arinnar, Antar Zouabri. Aðgerðirnar fóru fram í ógreiðfæru skóglendi og fylgdu í kjölfar ábendingar frá „iðr- andi“ uppreisnarmanni fyrir 10 dögum, að því er blaðið sagði. Fundist hafi víggirt fylgsni um 30 metra djúpt. Fjórar bækistöðvar með vopnum, birgðum, aðstöðu til þjálfunar og hryðjuverkastarfsemi hafi verið sprengdar í loft upp. Nokkrar konur, sem hafði verið rænt, hafi verið þar. Aðgerðun- um hafi lokið á mánudag. Alsírskir embættismenn nota orðið „hryðjuverkamenn" yfir vopnaða, múslímska bók- stafstrúarmenn sem hafa heij- að gegn stjórnvöldum frá því í janúar 1992, er stjórnin ógilti kosningar. E1 Watan greindi frá því að þeir er féllu hefðu verið í úr- valssveit sem Zouabri stýrði sjálfur. I sveitinni væru í mesta iagi 100 manns og að þeir hefðu staðið að flestum þeim fjöldamorðum er framin hafa verið í þessum landshluta und- anfarið. Blaðið L’Authentique greindi frá því að öryggissveit- ir stjórnvalda hefðu einnig látið til skarar skríða í Chreahéraði og fellt þar að minnsta kosti 147 uppreisnarmenn. Sumir þeirra hefðu verið taldir ábyrg- ir fyrir fjöldamorðum skammt frá Algeirsborg í ágúst. Albright kemur til Mið-Austurlanda Gerir sér litlar vonir um skjótan árangur Washington. Reuter. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, kemur í dag til ísrael sem er fyrsti viðkomu- staður hennar í för um Mið-Austur- lönd sem standa mun tæpa viku. Segja aðstoðarmenn hennar að markmið fararinnar sé að leggja grundvöll að áframhaldi friðarum- leitunum í þessum heimshluta, en lítil von sé til að skjótur árangur náist. Að lokinni heimsókn til ísraels heldur Albright til Sýrlands, Egypta- lands, Saudi Arabíu og ioks til Jórd- aníu. Embættismenn segja ekki úti- lokað að einnig verði komið við í Líbanon. Þetta er fyrsta för Al- brights til Mið-Austurlanda eftir að hún tók við embætti utanríkisráð- herra fyrir rúmlega hálfu ári. Megin markmið fararinnar er að vekja á ný friðarviðræður milli Isra- eia og Palestínumanna, sem hafa legið niðri frá því í mars, er ísraelar hófu byggingar í nýju landnámi í Austur-Jerúsalem, en Palestínu- menn ætla þeim hluta borgarinnar að verða höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra. Andrúmsloftið hefur versnað enn frekar vegna tveggja sprengju- tilræða í Jerúsalem, sem hafa orðið alls 19 ísraelum að fjörtjóni og sært hátt í 400. Samtökum herskárra múslíma, sem andvígir eru friðarvið- ræðum, hefur verið kennt um tilræð- in. Saka ísraela um leynimakk Háttsettur aðstoðarmaður Yass- ers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínumanna, sakaði í gær ísra- ela um að halda leyndum upplýsing- um um sprengjutilræðin til þess að koma Palestínumönnum í vandræða- lega aðstöðu. Sagði aðstoðarmaður- inn að ef ísraelar gerðu þessar upp- lýsingar ekki opinberar myndu Pal- estínumenn veita upplýsingar um tilræðin byggðar á upplýsingum ónafngreindra, erlendra heimildar- manna. ísraelar segja að tilræðismennirn- ir hafi notið stuðnings herskárra múslíma á svæðum sem eru undir stjórn Palestínumanna, en Arafat hefur fuilyrt að tilræðismennirnir hafi komið erlendis frá. Suður-Kórea N-Kóreskur hermað- ur skotinn Seoul. Reuter. SUÐUR-Kóreskir hermenn skutu til bana norður-kóreskan hermann sem fór vopnaður yfir landamæri ríkjanna í gær, að því er varnar- málaráðuneytið í Suður-Kóreu greindi frá. Norður-Kóreumaðurinn miðaði riffli sínum að Suður-Kóreu- mönnunum, er þeir stöðvuðu hann á yfirráðasvæði sunnanmanna, að sögn fulltrúa ráðuneytisins. Fulltrúinn sagði að ótilgreindur fjöldi norður-kóreskra hermanna hefði farið yfir landamærin og einn þeirra hefði komið í innan við 50 metra fjarlægð frá varðstöð sunnanmanna, sem væri um tvo kílómetra sunnan við landamærin. Atvikið hefði átt sér stað um klukk- an 9,30 að staðartíma (00,30 að íslenskum tíma) á hlutlausa beltinu milli ríkjanna. Talsmaður gæslusveita Samein- uðu þjóðanna, undir forystu Banda- ríkjamanna, staðfesti að norður- kóreskur hermaður hefði fallið nokkra metra frá syðri mörkum hlutlausa beltisins, sem er 4 km breitt. Banamenn Bikos biðjast griða Jóhannesarborg. Reuter. FIMM fyrrum suður- afrískir lögreglumenn sem árið 1977 börðu til bana Steve Biko, bar- áttumann fyrir réttind- um blökkumanna, koma í dag fyrir Sann- leiks og sáttaráð lands- ins og biðjast fyrirgefn- ingar á gjörðum sínum. Morðið á Biko er einn alræmdasti glæpurinn sem framinn var á árum kynþáttaaðskiln- aðarstefnuniiar. Lögreglumennirnir fyrrverandi eru hvítir og ákváðu í janúar sl. að þeir myndu leysa frá skjóðunni. Var það mikill árangur fyrir Sannleiks- og sáttarráð Des- monds Tutus, erkibiskups og hand- hafa friðarverðlauna Nóbels, sem stofnað var í þeim tilgangi að svipta hulunni af mannréttindabrotum og græða sár aðskilnaðarstefnunnar. Biko var áberandi í réttindabar- áttu blökkumanna í Suður-Afríku á meðan hann lifði, en er hann lést eftir að hafa sætt pyntingum af hálfu rannsóknarlög- reglumanna hlaut and- óf hans heimsathygli og varð að tákni barátt- unnar gegn aðskilnað- arstefnunni. Lögreglu- mennirnir koma fyrir Sannleiksráðið í borg- inni Port Elizabeth, þar sem Biko var pyntaður, og hefur ráðið greint frá því að þeir ætli að gefa nákvæma lýsingu á því sem fram fór, gegn því að þeim verði gefnar upp sakir. Fjölskylda Bikos hef- ur ætíð krafist þess að banamenn hans verði dregnir fyrir dómstóla og andmælir því að þeim verði veitt sakarupp- gjöf. Yfirheyrslurnar yfir lögreglu- mönnunum fyrrverandi standa í þijá daga, en á föstudag verður gert hlé á meðan afhjúpuð verður stytta af Biko, en þá verða 20 ár liðin frá því hann lést. Þetta verður fyrsta stytta sem reist er í Suður-Afríku af hetju úr baráttunni gegn aðskilnaðar- stefnunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.